Morgunblaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 56
DAGBÓK 56 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Bald- vin Þorsteinsson, Vic- toria, Skógarfoss og Mánafoss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Ostroje kom í gær. Ocean Tiger fór í gær. Fréttir Kristniboðssambandið þiggur með þökkum alls konar notuð frímerki, innlend og útlend, ný og gömul, klippt af með spássíu í kring eða um- slagið í heilu lagi (best þannig). Útlend smá- mynt kemur einnig að notum. Móttaka í húsi KFUM og K, Holtavegi 28, Reykjavík, og hjá Jóni Oddgeiri Guð- mundssyni, Glerárgötu 1, Akureyri. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 14 bingó. Árskógar 4. Kl. 13- 16:30 opin smíðastofan, kl. 13:30 bingó Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8:30 böðun, kl. 9-16 almenn handavinna og fótaað- gerð, kl. 9:30 kaffi/ dagblöð, kl. 11:15 mat- ur, kl. 13 spilað í sal, kl. 15 kaffi. Farið verður norður Kjöl, fimmtu- daginn 21. júní kl. 8. Þingeyrarkirkja í A- Hún skoðuð. Kvöldverð- ur í Hreðarvatnsskála. Nesti og góður klæðn- aður. Upplýsingar og skráning í síma 568- 5052 fyrir þriðjudaginn 19. júní. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18-20. Kl. 9 böðun og hárgreiðslu- stofan opin. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20:30. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting, kl. 10 verslunin opin, kl.11:30 matur, kl. 13 „opið hús“, spilað á spil. kl. 15 kaffi. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Í dag verður pútt á Hrafnistuvelli kl. 14 til 16 og lokabridge fyrir sumarið kl 13:30 og verður þá boðið upp á kaffi og tertu eftir spila- mennsku. Á morgun Laugardagsgangan kl. 10 frá Hraunseli. Þriggja daga ferð til Hornafjarðar 3. júlí. Nokkrir miðar lausir. Orlofið að Hótel Reyk- holti Borgarfirði 26. ágúst n.k. Skráning haf- in, allar upplýsingar í Hraunseli sími 555- 0142 Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10 til 13. Matur í hádeg- inu. Dagsferð 18. júní. Sögu- ferð í Dali, skoðaðir verða Eiríksstaðir, Höskuldsstaðir í Lax- árdal, Hjarðarholt, Búðardalur, Krosshólar og landnámsbærinn Hvammur. Brottför frá Glæsibæ kl. 9. Eigum nokkur sæti laus. Leið- sögumaður er Sigurður Kristinsson. Eyja- fjörður – Skagafjörður – Þingeyjarsýslur 6 dagar. 26.-31.júlí. Ekið norður Sprengisand til Akureyrar. Farið um Eyjafjarðardali, Svarf- aðardal, Hrísey, Sval- barðsströnd og fl. Ekið suður Kjalveg um Hveravelli til Reykja- víkur. Leiðsögn Þórunn Lárusdóttir. Eigum nokkur sæti laus. Ath: Vegna mikillar aðsókn- ar í hringferð um Norð- austurland viljum við biðja þá sem eiga pant- að að koma og greiða inn á ferðina sem fyrst. Silfurlínan er opin á mánu- og mið- vikudögum frá kl. 10 til 12 f.h. í síma 588-2111. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9-12 mynd- list, kl. 13 opin vinnustofa, kl. 9:30 gönguhópur, kl. 14 brids. Gerðuberg, kl. 9-16:30 vinnustofur opnar, frá hádegi spilasalur opinn. Veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Fimmtu- daginn 21. júní er Jóns- messufagnaður í Skíða- skálanum í Hveradölum, m.a. ekið um Heiðmörk o.fl., veg- legt kaffi, hlaðborð að hætti hússins. Söngur og dans undir stjórn Ólafs B. Ólafssonar harmonikuleikara. Mið- vikudaginn 27. júní ferðalag í Húnaþing vestra m.a. staldrað við í Víðigerði, ekinn Vatns- neshringurinn. Kaffi- veitingar á Hvamms- tanga með eldri borgurum. Allir vel- komnir. Uppl. og skrán- ing 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 9:30-16. Vorvaka eldra fólks í Kópavogi verður í Gjábakka í dag föstudag og hefst að lokinni félagsvist. Dag- skráin er óformleg en kl. 23 syngur Árni Sig- hvatsson við undirleik Jóns Sigurðssonar, nokkrar einsöngs- perlur. Kaffiveitingar. Allir velkomnir og allir eru hvattir til að koma með og flytja ljóð, ör- sögu o. fl. Umsjón- amaður vorvöku er Jó- hanna Arnórsdóttir. Upplýsingar í síma 554- 3400. Hraunbær 105. Kl. 9-12 baðþjónusta, kl. 9-17 hárgreiðsla, kl. 9-12:30 bútasaumur, kl. 10-12 pútt, kl. 11 leikfimi, kl. 14 spilað bingó, kaffi- veitingar. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 baðþjónusta og hár- greiðsla, kl. 9–12:30 bútasaumur, kl. 11 leik- fimi. Norðurbrún 1. Kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9:30 út- skurður, kl. 10 ganga. Vesturgata 7. Kl. 9 dag- blöð, kaffi, fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9:15 almenn handavinna, kl. 10-11 kántrý, kl. 11-12 stepp, kl. 11:45 matur, kl. 13:30 sungið við flyg- ilinn, kl. 14:30 kaffi og dansað í aðalsal. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9:30 bókband og morg- unstund, kl. 10 leikfimi og fótaaðgerð, kl. 11:45 matur, kl. 13:30 bingó, kl. 14:30 kaffi. Bridsdeild FEBK, Gjá- bakka. Spilað kl. 13:15. Allir eldri borgarar vel- komnir. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laugardögum. Kiwanisklúbburinn Geysir í Mosfellsbæ heldur spilavist í kvöld kl. 20:30 í félags- heimilinu Leirvogs- tungu. Kaffi og meðlæti. Ungt fólk með ungana sína. Hitt Húsið býður ungum foreldrum (ca. 16-25 ára) að mæta með börnin sín á laug- ardögum kl.15-17 á Geysi, Kakóbar, Að- alstræti 2 (Gengið inn Vesturgötumegin). Opið hús og kaffi á könnunni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Nánari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Tómstundastarf eldri borgara í Reykja- nesbæ, fer sína árlegu sumarferð miðvikudag- inn 20. júní. Fyrir valinu í ár var ferð að Sólheimum í Grímsnesi. Lagt verður af stað kl. 13 frá S.B.K. og komið við í Hvammi og Selinu. Þeir sem hafa áhuga á að fara með í þessa ferð, láti skrá sig í síma 861- 2085 eða 421-4322. Ellimálaráð Reykjavík- urprófastsdæma, Breiðholtskirkju við Þangbakka. Skálholts- skóli, Ellimálanefnd Þjóðkirkjunnar og Elli- málaráð Reykjavík- urprófastsdæma efna til sumardvalar fyrir eldri borgara í Skálholti. Boðið er til fimm daga dvalar í senn og raðast þeir þannig: 25 til 29. júní, 2 til 6 júlí og 9 til 13. júlí. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Elli- málaráðs Reykjavík- urprófastsdæma f.h. virka daga í síma 557- 1666. Brúðubílinn Brúðubílinn, verður í dag kl. 10 við Hlað- hamra og kl. 14 við Malarás. Í dag er föstudagur 15. júní, 166. dagur ársins 2001. Vítusmessa . Orð dagsins: Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú. (Fil. 4, 9.) Víkverji skrifar... HANN er runninn upp í dag,loksins er svo komið að við för- um í vinnuna og vitum að launin renna ekki öll til samneyslunnar. Skattleysisdagurinn. Víkverji dags- ins þykist vita að haldið verði upp á daginn með hefðbundnum hætti. Ungir hægrimenn munu nota tæki- færið og brýna fyrir landslýð og ráðamönnum að draga nú úr skatt- píningunni. Víkverji hefur stundum furðað sig á því að ungir vinstrimenn skuli ekki svara með því að hvetja þennan dag til skattahækkana. Lík- lega er það tímanna tákn að þeir gera það ekki. Þótt flestum finnist nauðsynlegt að halda uppi ýmiss konar opinberri þjónustu er það ekki til vinsælda fallið að mæla með aukn- um sköttum. Oft er bent á að munurinn á Evr- ópu og Bandaríkjunum sé að vestra borgi menn miklu lægri skatta en al- gengast er í Evrópu. Í sumum Evr- ópulöndum, þar á meðal Frakklandi og Svíþjóð, er samneyslan á við rösk- lega helming þjóðarframleiðslunnar í peningum talið en auðvitað er um- deilanlegt hvaða reikningsaðferð er hin eina rétta. En Víkverji sá nýlega grein eftir breskan ritstjóra, Hamish McRae, sem fullyrti að jafnvel jafn- aðarmennirnir sem nú stjórna flest- um Evrópuríkjum, væru nær alls staðar að lækka hlutfall ríkisins. Þeir væru hins vegar ekkert endilega að hampa þeirri staðreynd um of enda margir traustustu kjósendur þeirra mjög hlynntir opinberum rekstri. Og fyrst Víkverji er að minnast á Bretland koma kosningarnar þar upp í hugann og lítil kjörsókn, um 60%. Hann sá einhvers staðar að félagatalan í bresku stjórnmála- flokkunum hríðlækkar. Verka- mannaflokkurinn er ekki með nema um 300 þúsund félaga. Fuglaskoð- unarfélagið er með tvær milljónir félaga og ætti kannski að bjóða fram. En hver skyldi þróunin verða hér á Íslandi í næstu Alþingiskosningum? Síðast var kjörsókn nokkru minni en oftast áður, um 82%. Ef eitthvað má ráða af þróuninni annars staðar í Evrópu getum við gert ráð fyrir að talan lækki enn. x x x KUNNINGI Víkverja sagði hon-um í vikunni frá góðu dæmi um möguleikana sem fólk hefur nú á því að spara ef það notfærir sér tölvu. Sonur hans ætlaði að vera í tvær vik- ur í London ásamt vini sínum í júlí og þeir könnuðu verð á hótelgistingu. Eitt af miðborgarhótelunum sem Flugleiðir hafa samið við tók að sögn starfsmanna flugfélagsins sem svar- ar 14 þúsund krónum fyrir sólar- hringinn og þá átt við tveggja manna herbergi. En syninum datt í hug að fara inn á heimasíðu hótelsins og viti menn: Þar var tilboð sem stendur út júlí og verðið aðeins 9.800 krónur. Líklega gera Flugleiðir langtímasamninga við hótelin og geta því ekki breytt verðinu. En nú er orðið auðvelt að kynna sér hvort hægt er að komast að betri kjörum. x x x VÍKVERJA líst vel á hugmynd-irnar um stækkun gömlu Sund- hallarinnar í Reykjavík. Oft hafa slíkar breytingar mistekist illa en teikningarnar sem birtar hafa verið lofa góðu. Ekki mun ætlunin vera í sjálfu sér að hrófla við upprunalegri hugmynd Guðjóns Samúelssonar enda væru það mikil spjöll. Húsið er gamalt listaverk og við það tengdar margar góðar minningar. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 LÁRÉTT: 1 nagdýr, 4 andinn, 7 spjald, 8 snákur, 9 myrk- ur, 11 beitu, 13 ljúka, 14 dugnaðurinn, 15 sæti, 17 ferskt, 20 eldstæði, 22 eru í vafa, 23 framleiðslu- vara, 24 skvampa, 25 týna. LÓÐRÉTT: 1 léleg skepna, 2 refur- inn, 3 skelin, 4 stuðning- ur, 5 barin, 6 ginna, 10 starfið, 12 læt af hendi, 13 bókstafur, 15 grön, 16 logið, 18 fiskinn, 19 gera oft, 20 eykta- mark, 21 snaga. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 sennilega, 8 undur, 9 nýtni, 10 róg, 11 kerra, 13 afinn, 15 bossa, 18 sátan, 21 rim, 22 spjót, 23 álfur, 24 grundinni. Lóðrétt: 2 eldur, 3 narra, 4 langa, 5 gætti, 6 sukk, 7 einn, 12 rás, 14 frá, 15 bisa, 16 skjár, 17 artin, 18 smáði, 19 tófan, 20 norn. K r o s s g á t a ÞEGAR barnið mitt fermd- ist á annan í hvítasunnu gáfu eldri systkinin því rúm og margt fleira sem var keypt í Rúmfatalagernum í Smáranum í Kópavogi. Sá, sem keypti vörurnar, valdi dýnu í rúmið hjá sölu- manni og greiddi allar vör- urnar við kassann. Seinna kom í ljós að sá eða sú á kassanum hafði látið kaup- anda greiða fyrir miklu dýr- ari dýnu en var valin. Þess ber að geta að sú dýna var ekki afgreidd frá verslun- inni heldur kom önnur dýna, 2000 kr. ódýrari. Gæta verður þess að kassa- kvittunin gildir sem ábyrgðarskírteini. Við búum úti á landi og var greitt fyrir flutning við kassann. Þar sem þetta var fermingargjöf var ætlast til að vörurnar kæmust í tæka tíð til síns heima en svo varð ekki. Grennslast var fyrir um vöruna hjá flutnings- aðila en hún fannst ekki og var sagt að þetta væri ekki ný bóla hjá Rúmfatalagern- um, þeir ættu það til að selja vöru í Kópavogi sem þeir þyrftu svo að fá senda frá öðrum verslunum, t.d. frá Akureyri. En sagan er ekki öll sögð. Þegar loksins rúmið kemur, viku eftir fermingu, reyndar skilið eftir við þjóðveginn, kíló- metra frá viðtökustað, þá vantar botninn í það. Þegar gerð er athuga- semd við verslunina er sagt að botninn þurfi að kaupa sér. Til efs er að það sé eðli- legur viðskiptamáti að selja botnlaus rúm og það án þess að þess sé getið við kaupanda. Mætti líkja þessu við að kaupa nýjan bíl og þegar ætti að aka honum kæmi í ljós að vélina vantaði. Þá skal þess getið að kvartað var við lager versl- unarinnar og var sagt þar að verslunarstjórinn væri upptekinn. Tók maðurinn niður númerið og sagði að hann myndi hringja innan stundar. Ekki varð af því. Þeir sem ætla að versla þarna ættu að hyggja vel að því að þeir fái og greiði fyrir þá vöru sem þeir völdu. Verslunarmáti eins og lýst er hér að ofan er ekki hrós- verður. Víst er að langur tími mun líða þar til mín fjöl- skylda verslar þarna aftur. Kt. 280347-3379. Góðar útvarpsstöðvar ÉG las um daginn í Velvak- anda ábendingu um tvær útvarpsstöðvar. Þegar ég las þetta mundi ég allt í einu eftir því að ég veit um aðrar tvær útvarpsstöðvar sem flytja boðskap sem hef- ur gjörbreytt mínu lífi til hins betra. Þessar stöðvar eru Lindin á FM 102,9 og KFM á 107,0. Bjartmar Leósson. Tapað/fundið Drengjahjól og úlpa töpuðust DRENGJAGÍRAHJÓL, gult og svart, hvarf frá Keilufelli um hvítasunnu- helgina. Einnig tapaðist svört Nike-dúnúlpa á Leiknisvelli. Úlpan er af stærðinni 128. Úlpan er merkt. Þeir, sem geta gefið einhverjar upplýsingar, vinsamlegast hafið sam- band í síma 557-7289. Stormúr í óskilum STORMÚR fannst í miðbæ Reykjavíkur föstudags- kvöldið 8. júní sl. Upplýs- ingar í síma 869-4067. Utanborðsvél hvarf úr Gunnunesi UTANBORÐSVÉL af gerðinni Mercury Sea Pro, 25 ha., svört að lit með löngum legg, meðfylgjandi rauður 25 l. eldsneytis- geymir og tvær árar, hvarf úr Gunnunesi við Þerneyj- arsund aðfaranótt þriðju- dagsins 11. júní sl. eða þann dag. Á legg vélarinnar er áfestur svartur stýriuggi, eða vængur. Þeir sem verða vélarinnar varir eru beðnir um að gera viðvart í síma 892-7946 (Haraldur) eða 847-5915 (Sölvi). Grænt hjartalaga nisti tapaðist GRÆNT hjartalaga nisti úr kristal tapaðist í eða við Leifsstöð eða í eða við Aust- urver laugardaginn 9. júní sl. Nistið hefur mikið til- finningalegt gildi fyrir eig- andann og þess er sárt saknað. Skilvís finnandi er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Önnu í síma 551-8824. Lyklakippa í óskilum LYKLAKIPPA fannst við grillið í Elliðaárdalnum mánudaginn 11. júní sl. Upplýsingar í síma 698- 0752. Dýrahald Kettlinga vantar heimili FALLEGIR tíu vikna kett- lingar (fress) óska eftir góð- um heimilum hjá dýravin- um. Þeir eru kassavanir. Upplýsingar í síma 694- 2312. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Botnlaust rúm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.