Morgunblaðið - 12.09.2001, Blaðsíða 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2001 13
Draumavél
heimilanna!
Vegleg brúðargjöf!
Ísaumuð svunta
með nöfnum og
brúðkaupsdegi fylgir!
5 gerðir - margir litir
Borgartúni 20 - sími 562 2901 og 562 2900
60 ára frábær reynsla.
FORMENN Skólastjórafélags Ís-
lands og Kennarasambands Íslands
segja Sunitu Gandhi, framkvæmda-
stjóra Íslensku menntasamtakanna,
brjóta lög með þeirri fyrirætlan sinni
að ráða ekki nýjan skólastjóra við
Áslandsskóla. Sunita segir það
óþarft þar sem Áslaug Brynjólfs-
dóttir muni gegna stöðu skólastjóra
og hún sjálf muni taka yfir verkefni
fyrrum skólastjóra.
Kristrún Lind Birgisdóttir, fyrr-
verandi skólastjóri Áslandsskóla vís-
ar því á bug að erfiðleikar við hóp-
vinnu hafi valdið ágreiningi hennar
og Sunitu. Hún segir samstarfsörð-
ugleikana fyrst og fremst hafa varð-
að stjórnunarhætti og völd.
Sunita Gandhi segir að ekki verði
ráðið í stöðu skólastjóra í stað Krist-
rúnar að sinni. „Við þurfum ekki á
því að halda þar sem við höfum Ás-
laugu Brynjólfsdóttur sem skóla-
stjóra og þannig höfum við mætt
skilyrðum tæknilega séð. Ég mun
svo taka við verkefnum Kristrúnar
en Áslaug mun sjá um samskipti við
yfirvöld.“
Hún segir að nýr skólastjóri verði
ráðinn á næsta ári. „Að öllum líkum
munum við þó fá manneskju til liðs
við okkur strax á þessu ári svo að
hún geti kynnt sér kerfið og skilið
hvernig það virkar áður en hún tekur
við stjórninni svo það verði ekki mis-
skilningur um út á hvað starfið geng-
ur.“
Uppfyllir ekki skilyrði
um skólastjóra
Eiríkur Jónsson, formaður Kenn-
arasambands Íslands, segir ljóst að
með þessu sé verið að brjóta lög.
„Þetta er svona ein skorinorðasta yf-
irlýsing sem ég hef heyrt um að ein-
staklingur ætli að brjóta landslög,“
segir hann. „Það segir skýrt í grunn-
skólalögum að við hvern grunnskóla
skuli vera skólastjóri. Í lögverndun-
arlögunum er kveðið á um hvaða
skilyrði sá skólastjóri þarf að upp-
fylla hvað varðar menntun og annað.
Sunita Gandhi uppfyllir ekki þau
skilyrði en hún ætlar samt að taka
sér þetta vald í hendur. Niðurstaðan
er að þetta er yfirlýsing um að ís-
lensk lög gildi ekki um hana og henn-
ar starfsemi,“ segir Eiríkur.
Hann segir ekki skipta máli að Ás-
laug Brynjólfsdóttir muni bera tit-
ilinn skólastjóri. „Samkvæmt grunn-
skólalögum er skólastjóri forstöðu-
maður stofnunar og ber ábyrgð á
henni. Staðsetning Áslaugar í skipu-
ritinu er nokkurs konar foreldra-
samstarfsaðili og Sunita hefur sagt
að hún ætli sér ekkert að breyta
starfslýsingu Áslaugar. Þar af leið-
andi sýnist mér að það sé algerlega
ljóst að skólastjórinn í Áslandsskóla
sé Sunita Gandhi því hún ætlar að
taka á sínar herðar þær skyldur sem
skólastjórar gegna án þess að hafa til
þess réttindi.“
Eiríkur vísar til ábyrgðar mennta-
málaráðherra og segir vanta upplýs-
ingar um frá hvaða lögum hann hafi
gefið skólanum undanþágu. „En það
er ljóst að miðað við þessa uppsetn-
ingu kemur þessi skóli til með að
starfa algerlega á skjön við grunn-
skólalög og lögverndunarlög og ég
veit ekki betur en að þessi lög hafi
bæði verið forsendur í útboðslýs-
ingu. Og þá vaknar spurningin: ætlar
menntamálaráðuneytið að láta það
viðgangast að þarna starfi enginn
skólastjóri?“ Hann segir Kennara-
sambandið vera að afla sér upplýs-
inga um málið og það kunni vel að
vera að Kennarasambandið muni
beita sér í málinu. „Við áskiljum okk-
ur allan rétt í því samhengi en við
munum ekkert upplýsa um það fyrr
en að því kemur,“ segir hann.
Skólastjóri veiti faglega
forystu og ábyrgð
Þorsteinn Sæberg, formaður
Skólastjórafélags Íslands tekur í
sama streng.
„Það er ljóst hver eru grunnskóla-
lögin í þessu landi en þau kveða á um
að við hvern grunnskóla skuli starfa
skólastjóri sem veiti honum faglega
forystu og beri ábyrgð gagnvart því
sveitarfélagi sem hann starfar í,“
segir hann. „Og við hjá skólastjóra-
félaginu munum kalla eftir því að
þessum skóla verði stjórnað á lögleg-
an hátt.“ Hann segir að ef Áslaug
Brynjólfsdóttir verði skipaður skóla-
stjóri Áslandsskóli sé verið að fara að
lögum en hann hafi ekki séð ennþá að
sú verði raunin. „Eins má velta því
fyrir sér hvert sé hlutverk skóla-
stjóra í þessum skóla og hvort það sé
samkvæmt lögum,“ segir hann. Þá
segir hann að skipurit skólans veki
undrun. „Ég get ekki betur séð en að
forstöðumaður skólans heiti fram-
kvæmdastjóri samkvæmt því.“ Hann
segir að ekki sé hægt að bera þetta
saman við skipurit annarra skóla,
sem hafi þrískipta stjórnun, því þar
sé klárlega gengið frá því í samræmi
við lög að skólastjóri beri faglega for-
ystu og ábyrgð og sé ábyrgur gagn-
vart sveitarstjórn á hverjum stað.
Átti að vera faglegur
leiðtogi skólans
Í Morgunblaðinu í gær sagði
Sunita Gandhi að fyrrum skólastjóri,
Kristrún Lind Birgisdóttir, hafi átt í
vandkvæðum með hópvinnu sem hafi
skapað erfiðleika við skólann og hún
hafi viljað stjórna víðar en starfs-
rammi hennar sagði til um. Kristrún
vísar þessu á bug og segir samstarfs-
örðugleikana fyrst og fremst hafa
varðað stjórnunarhætti og völd. Hún
segir að þegar hún hafi tekið við
starfi skólastjóra við Áslandsskóla
hafi það verið sinn skilningur að hún
yrði faglegur leiðtogi skólans, það er
að segja skólastjóri sem myndi
sleppa við allan rekstur en til þess
yrði sérstakur rekstrarstjóri. Til við-
bótar við þessa tvo aðila yrði svo ráð-
gjafi sem sæi um fjölskyldumálefni
en síðan væri það framkvæmdastjór-
inn og stjórn Íslensku menntasam-
takanna sem yrðu eftirlitsaðilar.
Í Morgunblaðinu í gær sagði
Sunita að samkvæmt starfslýsingu
Kristrúnar hafi hún átt að sjá um
námsskrárgerð, stundatöflugerð og
að skipuleggja starf kennaranna.
Kristrún segir að þessi atriði varði í
rauninni allt faglegt skólastarf og
samkvæmt sinni vitund hafi hún ekki
farið út fyrir þann ramma í sínu
starfi. Hins vegar hafi henni verið
settar ákaflega þröngar skorður inn-
an hans. „Það voru hlutir sem fóru í
framkvæmd sem vörðuðu mitt
starfssvið og það voru teknar
ákvarðanir um það án þess að ég
fengi nokkuð um það að segja. Þann-
ig að í rauninni hafði ég engin völd
heldur var ég bara skólastjóri af því
að það þurfti skólastjóra. Og þegar
ég fór fram á að fá að hafa eitthvað
um hlutina að segja var mér boðið að
sjá um enn afmarkaðra svið en halda
samt titlinum skólastjóri,“ segir hún
og vísar í því sambandi til tilboðs um
að koma aftur að loknu tveggja mán-
aða leyfi til breyttrar starfslýsingar.
Hún segir að Sunita hafi hvoru-
tveggja gegnt stöðu framkvæmda-
stjóra, sem hafi átt að vera eftirlits-
aðili, sem og rekstrarstjóra skólans.
„Þannig virkaði starfsskiptingin í
rauninni ekki þar sem valdi var ekki
dreift.“
Í uppsagnarbréfi Kristrúnar segir
að hún láti af störfum af persónu-
legum ástæðum. Ástæðu þessa segir
hún vera þá að Sunita hafi beðið hana
um að hafa þetta orðalag og þannig
megi segja að það hafi verið sam-
komulag um það. „Hins vegar var al-
veg morgunljóst að ágreiningur lá að
baki,“ segir hún.
Fyrrverandi skólastjóri Áslandsskóla, Kristrún Lind Birgisdóttir
Ágreiningur varðaði
stjórnunarhætti og völd
Hafnarfjörður
Formenn fagfélaga kennara og skólastjóra segja lög brotin í Áslandsskóla
Morgunblaðið/Þorkell
ÞAÐ getur verið erfitt að vera
stuttur í annan endann þegar um
langan veg er að fara og þá
skiptir ekki öllu máli hvort fæt-
urnir eru tveir eða fjórir. Þessi
litli hvolpur fékk að hvílast í
fangi eiganda síns þar sem þeir
voru á ferli í miðbænum á dög-
unum og er engu líkara en að
hvutti hjúfri sig upp að hinum
tvífætta förunauti sínum. Ekki
fylgir sögu hvert ferðinni var
heitið.
Hvílst
í fangi
förunautar
Miðborg
Morgunblaðið/Ásdís