Morgunblaðið - 12.09.2001, Blaðsíða 28
BÍLAR
28 MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
GENERAL Motors, einn af risunum þremur í
Bandaríkjunum, hyggur á mikla sókn í Evr-
ópu en undir merkjum félagsins eru nú gam-
algróin evrópsk merki eins og Opel og Saab
auk þess sem náið samstarf hefur tekist með
GM og Fiat, sem er að 20% í eigu GM. Á sam-
eiginlegum blaðamannafundi Cadillac og Opel
í gær sagði Rick Wagoner, yfirstjórnandi GM-
samsteypunnar, að markmið fyrirtækisins,
fyrir utan að endurnýja í grundvallaratriðum
framleiðslulínurnar, væri að setja á markað
bíla sem koma á óvart í hverjum flokki fyrir
sig. Til marks um þetta væru Saab 9X-hug-
myndabíllinn og Cadillac CTS, sem voru af-
hjúpaðir skömmu eftir blaðamannafundinn.
Wagoner sagði að Saab myndi kynna til
sögunnar a.m.k. einn nýjan hugmynda- eða
framleiðslubíl á hverju ári. Það eru reyndar
12 ár liðin síðan Saab kynnti síðast hug-
myndabíl. Hugmyndabílar eru almennt til
marks um þrótt fyrirtækjanna og hönn-
unarstefnu þeirra og boða einatt tæknilegar
nýjungar sem skaparar þeirra vilja koma á
framfæri. 9X er allt í senn; kúpubakur, lang-
bakur og pallbíll. Útlit hans er nýstárlegt og
hann er fjórhjóladrifinn með 3ja lítra, V6 vél
með forþjöppu.
Í máli Wagoner kom fram ásetningur GM
um að vinna markað í lúxusbílaflokki í Evrópu
með Cadillac CTS. Þetta er bíll sem kemur á
markað næsta vor og á að stela viðskiptavin-
um frá Mercedes-Benz og BMW. Á næstu 18
mánuðum setur Cadillac á markað fjóra nýja
bíla sem eru ætlaðir til sölu um allan heim.
Jafnframt kom fram í máli Wagoner að náið
samstarf yrði með Cadillac og Saab sem sam-
eiginlega er ætlað að rétta stöðu GM í flokki
dýrari bíla í Evrópu.
Toyota frumsýndi nýjan Corolla sem nú er
orðinn óþekkjanlegur frá fyrri gerð. Bíllinn,
sem er hannaður í Evrópu, verður strax boð-
inn í fimm útfærslum, þ.e. þrennra og fimm
dyra hlaðbakur, stallbakur, langbakur og
nokkurs konar fjölnotabíll undir heitinu
Corolla Verso. Jafnframt var kynnt sportút-
færsla af bílnum, þrennra dyra hlaðbaknum
sem kallast T Sport og státar sá bíll af 192
hestafla VVTL-I vél.
Ford var með heimsfrumsýningu á Fiesta.
Bíllinn kemur á markað snemma á næsta ári
og verður framleiddur í Köln í Þýskalandi, en
einnig í Valencia á Spáni. Fiesta er fyrsti smá-
bíllinn af þremur sem Ford kynnir á næsta
eina og hálfa ári.
VW afhjúpaði gerbreyttan Polo sem er af
fjórðu kynslóð. Hann kemur á markað í Evr-
ópu um miðjan nóvember og verður fáanlegur
með fjórum bensínvélum og þremur dísil-
vélum, 55–100 hestafla. Staðalbúnaður verður
m.a. ABS-hemlar með hemlunarátaksdreif-
ingu. Tvær útfærslur verða í boði, þrennra og
fimm dyra. Polo er nú tæpir 3,90 m á lengd,
eða rúmum 15 cm lengri en fyrri gerðin, 4,7
cm hærri og 1,8 cm breiðari. Hann er kominn
með nýtt „andlit“ í formi kringlóttra fram-
lugta.
Nýr jeppi frá SsangYong
SsangYong frá Kóreu kom fram á sýning-
unni undir eigin nafni sem sjálfstæður fram-
leiðandi í fyrsta sinn í fjögur ár en fyrirtækið
hefur verið undir hatti Daewoo síðan 1997.
SsangYong fagnaði þessum tímamótum með
því að kynna athyglisverðan jeppa sem kallast
Rexton. Hann verður framleiddur samhliða
Musso og er nokkru stærri og mun betur bú-
inn bíll. Hönnun bílsins hófst fyrir 32 mán-
uðum og er hönnunarkostnaðurinn um 100
milljónir bandaríkjadala. Bíllinn er í grund-
vallaratriðum með sama vél- og drifbúnaði og
Musso en gerólíkur honum í útliti. Allar línur
eru ávalar og að innan blandast saman leður,
viður og málmur. Yfir 270 öryggisprófanir
voru gerðar á Rexton og fékk hann fimm
stjörnur í árekstrarprófun NCAP í Evrópu.
Bíllinn verður settur á markað næsta sumar.
Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson
Ford frumsýndi Fiesta-smábílinn með nýju og gerbreyttu útliti. Lancia Thesis-lúxusbíll í millistærðarflokki var sýndur í fyrsta sinn í Frankfurt.
Saab frumsýndi sinn fyrsta hugmyndabíl í 12 ár, Saab 9X.
Renault Talismann er framtíðarsýn Renault í hönnun á lúxussportbílum.
Ný kynslóð Jeep Cherokee dró að sér athygli gesta utan dyra.
Fjöldi nýjunga
á alþjóðlegu
bílasýningunni
í Frankfurt
Margir bílar voru sýndir í fyrsta sinn á IAA, alþjóðlegu
bílasýningunni í Frankfurt, sem nú stendur yfir. Guð-
jón Guðmundsson er á sýningunni, sem dregur til sín
meira en milljón gesta. Þar sýna 1.016 bílaframleið-
endur og framleiðendur vöru og þjónustu sem tengjast
bílum frá 37 þjóðlöndum kynna þar nýjungar sínar.