Morgunblaðið - 12.09.2001, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2001 41
DAGBÓK
Árnað heilla
80 ÁRA afmæli. Í dagmiðvikudaginn 12.
september verður áttræður
Ásmundur Guðmundsson,
Hamraborg 18, Kópavogi.
Eiginkona hans er Sólrún
Yngvadóttir.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 11. ágúst sl. í Akur-
eyrarkirkju af sr. Jónu Lísu
Þorsteinsdóttur Sólveig
Þórarinsdóttir og Þor-
steinn Frímann Rafnsson.
Heimili þeirra er í Reykja-
vík.
Ljósmynd/Myndrún ehf.
STJÖRNUSPÁ
MEYJA
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert gæddur ríkri rétt-
lætiskennd og aðrir líta
til þín í leit að hugrekki
og heiðarleika.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú verður að leggja þig allan
fram, því þú getur ekki vænst
launa fyrir vinnu þína nema
þú leysir verkefni þín vel af
hendi. Vertu þolinmóður.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú ættir að láta það eftir þér
að leita hugsvölunar í góðri
bók, kvikmynd eða tónlist.
Best væri að hafa tíma til að
njóta alls þessa!
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú þarft á öllum þínum hug-
arstyrk að halda í dag. Sýndu
sérstaka þolinmæði í sam-
skiptum við þína nánustu og
mundu að mál hafa fleiri en
eina hlið.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú mátt ekki láta deigan
síga, heldur sækja fram af
fullri djörfung til þess sem þú
vilt. Vilji er allt sem þarf og
hálfnað er verk, þá hafið er.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þótt þú sért tilbúinn að
leggja ýmislegt á þig fyrir
peninga, skaltu gæta þess að
halda mannorði þínu hreinu.
Mundu að margur verður af
aurum api.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Vertu á tánum gagnvart
þeim tækifærum sem þér
kunna að opnast. Þótt vissu-
lega sé ekki allt jafngott í
þeim efnum máttu ekki sitja
eftir.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú þarft að skapa þér meiri
tíma með sjálfum þér. Það er
gott og blessað að vera vin-
sæll, en þú þarft þinn tíma til
þess að hlaða batteríin.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Notaðu hvert tækifæri sem
þú færð til þess að halda
fram þínum málstað. Láttu
það ekki draga úr þér kjark-
inn, þótt einhverjir séu með
efasemdir.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þótt þér finnist þú ganga
með bráðsnjallar hugmyndir
til fjáröflunar, skaltu fara þér
hægt og leita ráða hjá ein-
hverjum sem þú treystir.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú hefur látið reka á reið-
anum varðandi heilsu þína.
Nú verður þú að brjóta blað
og hefja markvissa uppbygg-
ingu sálar og líkama.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þótt vangaveltur um lífið og
tilveruna séu skemmtilegar
og nauðsynlegar mega þær
ekki taka svo mikinn tíma að
þér verði ekkert úr verki.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Oft er gott það sem gamlir
kveða. Þú ættir að gefa því
gaum sem reynsla annarra
segir. Þótt hún geti aldrei
orðið þín máttu ekki hunsa
hana.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
ef t i r Frances Drake
ÁRIÐ 1957 var haldið mikið
stjörnumót í London, þar
sem spilin voru sérvalin af
Terence Reese. Þetta var
sem sagt engin venjuleg
keppni og vissu spilarar fyr-
irfram að gildrur leyndust
við hvert fótmál. Hér er spil
úr þessari keppni, þar sem
austur var í eldlínunni.
Suður gefur; AV á hættu.
Norður
♠ G72
♥ D865
♦ ÁDG
♣ K52
Austur
♠ Á86
♥ Á
♦ 98532
♣ÁD74
Vestur Norður Austur Suður
-- -- -- 1 spaði
Pass 3 grönd Pass 4 spaðar
Pass Pass Pass
Sagnir eru eðlilegar og út-
spilið hjartagosi. Austur fær
fyrsta slaginn á hjartaás, en
sagnhafi fylgir með smá-
spili. Hvernig á nú að verj-
ast?
Meðal þeirra sem sátu í
austur voru Ítalinn d’Alelio,
Frakkinn Yallouze og
Bandaríkjamaðurinn Goren.
Þeir tveir fyrrnefndu leystu
þrautina með því að spila
laufdrottningu í öðrum slag!
Goren féll á prófinu, þótt
„heitur“ væri, því hann spil-
aði litlu laufi:
Norður
♠ G72
♥ D865
♦ ÁDG
♣ K52
Vestur Austur
♠ 4 ♠ Á86
♥ G109732 ♥ Á
♦ 76 ♦ 98532
♣G863 ♣ÁD74
Suður
♠ KD10953
♥ K4
♦ K104
♣109
Sagnhafi á ekkert svar við
laufdrottningunni. Hann
tekur með kóng og spilar
trompi. Austur gefur einu
sinni, tekur svo með ás og
spilar laufi undan ásnum á
gosa félaga sins. Vestur veit
til hvers er ætlast og spilar
auðvitað hjarta, sem austur
trompar. Einn niður.
Þessi vörn er vissulega
óvenjuleg, en hins vegar
fullkomlega rökrétt. Suður á
minnst sexlit í trompi og
rauðu kóngana. Sem er
nægur efniviður í tíu slagi.
Eina vonin er því sú að vest-
ur sé með laufgosa og kom-
ist inn til að spila hjarta.
Vörn Gorens hefði dugað
ef vestur hefði átt G10 eða
G9 í laufi, en við því var ekki
að búast þegar Reese sá um
röðunina.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
STAÐAN kom upp á Skák-
þingi Íslands, landsliðs-
flokki, sem lauk fyrir
skömmu í Hafnarfirði.
Heimamaðurinn, Sigur-
björn Björnsson (2297),
hafði svart gegn þáverandi
Íslandsmeistara, Jóni Vikt-
ori Gunnarssyni (2404).
26...Rc3+ 27. Kc1 Re2+!
28. Kb1 Ekki gekk að
taka riddarann þar sem
eftir það myndi svartur
máta. Eftir textaleikinn
hverfur hvíta drottning-
in úr herbúðum hvíts.
Hvítur barðist þó hetju-
lega til síðasta blóð-
dropa. 28... Rxf4 29.
Bxf4 Bc3 30. Rb3 Db4
31. Hhf1 Hf8 32. Bc1 a5
33. Ka2 a4 34. Hxf8+
Dxf8 35. Rd2 De7 36.
Rb1 d4 37. Rxc3 Dxe6+
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
38. Ka1 dxc3 39. Bf5 Db6
40. h5 Kf7 41. Bg6+ Kf6 42.
Hf1+ Ke7 43. Ba3+ Kd8 og
hvítur gafst upp. Íslands-
móti kvenna lauk á sama
tíma og landsliðsflokknum.
Lokastaðan varð þessi: 1.
Guðfríður Lilja Grétarsdótt-
ir 4½ v. af 5 mögulegum. 2.
Harpa Ingólfsdóttir 4 v. 3.
Aldís Rún Lárusdóttir. 4.
Anna Björg Þorgrímsdóttir
2½ v. 5. Elsa María Þor-
finnsdóttir 1 v. 6. Hallgerð-
ur Þorsteinsdóttir 0 v.
Hlutavelta
Þessar ungu dömur héldu tombólu á Eskifirði til styrktar
Krabbameinsfélagi Austfjarða. Þær heita Aldís Arna Ein-
arsdóttir, Karen Rut Gísladóttir og Emma Björk Hjálm-
ardóttir og afhentu þær 2.002 krónur til félagsins.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar
um afmæli, brúð-
kaup, ættarmót og
fleira lesendum sín-
um að kostnaðar-
lausu. Tilkynningar
þurfa að berast með
tveggja daga fyrir-
vara virka daga og
þriggja daga fyrir-
vara fyrir sunnudags-
blað. Samþykki af-
mælisbarns þarf að
fylgja afmælistil-
kynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns
og símanúmer. Fólk
getur hringt í síma
569-1100, sent í bréf-
síma 569-1329, eða
sent á netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
LJÓÐABROT
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS
Er gigtin fór að jafna um Jón,
fannst Jóni komið nóg.
Þá nennti hann ekki að lifa lengur,
lagði sig – og dó.
En af því hann hafði ýmsum verið
til ama og jafnvel tjóns,
var ekkjan, satt að segja, hrædd
um sálina hans Jóns.
Hún átti fáa að.
Því afréð kerling það
að troða henni í tóma skjóðu
og tölta svo af stað.
Kerling gekk nú lengi, lengi
og lagði á reginfjöll.
Hún varð bæði að klifra kletta,
kafa leir og mjöll.
Allt var þetta upp í móti, –
sumt ógurlega bratt,
þó hélt hún, að það hlyti að skána,
en hrasaði og datt.
Upp hún aftur stóð,
hélt áfram, þreytt og móð.
Alltaf komst hún hærra og hærra
og himinkrapann óð.
– – –
Davíð Stefánsson