Morgunblaðið - 12.09.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.09.2001, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2001 29 Í JÚNÍMÁNUÐI s.l. barst und- irrituðum tilkynning Fasteigna- mats ríkisins um nýtt brunabóta- mat, þ.e. vátryggingarverð íbúð- arhúss undirritaðs. Það vakti athygli að Fasteignamatið hafði lækkað brunabótamat íbúðarhúss- ins um 42,7%. Húsið sem er byggt 1929 hefur nýlega allt verið end- urbyggt og við það reistar við- byggingar. Að þeim framkvæmd- um loknum var húsið skoðað rækilega og metið af Húsatrygg- ingum Reykjavíkurborgar árið 1993. Þar eð enginn hafði orðið var við að starfsmenn Fasteignamats hefðu skoðað eða metið húsið var Fasteignamatinu send fyrirspurn um hvaða gögn stofnunin hefði notað til grundvallar þessu nýja mati. Af svari Fasteignamatsins er ljóst, að stofnunin hefur ekki skoð- að íbúðarhúsið og ekki tekið mið af endurmati Húsatrygginga Reykja- víkurborgar, sem gildandi bruna- bótamat byggist á. Ákvörðun stofnunarinnar um nýtt bruna- bótamat ræðst því ekki af skoðun eða mati, heldur útreikningi þar sem ráðandi stærðir eru bygging- arár, byggingarefni og stærð sam- kvæmt Landskrá fasteigna. Af þessu má ljóst vera, að allar viðbyggingar, breytingar og end- urbætur á fasteign, sem ekki er getið í Landskrá fasteigna, koma ekki fram í útreiknuðu brunabóta- mati Fasteignamats ríkisins. Held- ur ekki almennt ástand fasteignar eða viðhald hennar. Undirritaður vill því hvetja alla fasteignaeigendur að skoða vand- lega tilkynningu Fasteignamatsins um nýtt brunabótamat, sérstak- lega þá sem eiga hús sem búið er að byggja við og endurbæta, og gera athugasemd við matið fyrir 15. þ.m. til Fasteignamats ríkisins, ef það nær ekki líklegum kostnaði við endurbyggingu fasteignarinn- ar. Um þessa aðferð Fasteignamats ríkisins við endurmat á vátrygg- ingaverði allra fasteigna í landinu, afskipti stofnunarinnar af réttar- sambandi vátryggingarfélags og vátryggjanda og hugsanlega ábyrgð stofnunarinnar má svo skrifa aðra blaðagrein. Nýtt brunabótamat Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Fasteignir Allir fasteignaeigendur, segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, ættu að skoða vandlega tilkynn- ingu Fasteignamatsins um nýtt brunabótamat. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Nærir og mýkir NÆRINGAROLÍA Mörkinni 3, sími 588 0640 G læ si le g hú sg ög n Sérpantanir Opið virka daga frá kl. 12-18. Mörkinni 3, sími 588 0640 G læ si le g hú sg ög n Sérpantanir Opið virka daga frá kl. 12-18. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.