Morgunblaðið - 12.09.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.09.2001, Blaðsíða 40
DAGBÓK 40 MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. SUMARIÐ 1944 fór fim- leikaflokkur úr Glímufélag- inu Ármanni í sýningarför um Vestfirði. Fararstjóri var Jens Guðbjörnsson, bókbindari. Þetta var 33 manna hópur. Frá Ísafirði fóru þeir á báti að Arngerð- areyri, þaðan í bíl að Bakkaseli í Langadal. Þar beið þeirra Lúðvík Magn- ússon frá Bæ í Króksfirði og félagar hans tveir, þeir Hákon Sveinsson frá Hofs- stöðum, f. 1924, nú blikk- smiður í Borgarnesi, og Sigurður Þorbjarnarson, f. 1927, frá Fjarðarhorni í Kollafirði. Í réttinni í Bakkaseli biðu 39 hestar en þeir félagar höfðu komið yfir Þorskafjarðarheiði daginn áður. Nú spyr ég: 1. Hverjir voru í hópnum, konur og karlar? 2. Eru til myndir úr förinni eða af flokkunum? 3. Hvaða daga var þessi för farin og var hún e.t.v. í sambandi við lýðveldis- stofnunina 17. júní 1944? Vinsamlegast ritið undir- rituðum eða hafið samband í síma eða með faxi. Leifur Sveinsson, Tjarnargötu 36, Reykjavík. Pósth. 517. Sími 551-3227, fax: 551-3224. Handskrifuð bréf EINHVER vel menntaður maður sagði í útvarpinu að það væri ólæsi að kunna ekki á tölvu. Ég kann ekki á tölvu en ég kann að skrifa. Ég sendi oft bréf til gam- als fólks sem finnst bréfin gullmolar og les þau oft og sýnir þau vinum og þessum bréfum er safnað saman og þau bundin inn í silkibönd. Aftur og aftur eru bréfin tekin fram og lesin svo oft að bréfin láta á sjá og dæt- urnar þurfa að líma þau saman. Vil ég hvetja fólk til þess að halda áfram að senda handskrifuð bréf. Anna María Aradóttir. Ekkjan við ána FYRIR 60 árum lærði ég kvæðið Ekkjan við ána og hefur það oft komið upp í huga minn síðan. Ég hef mikinn áhuga á að eignast þetta kvæði í heild en hef ekki fundið það og er búinn reyna mikið. Ef einhver gæti leiðbeint mér um hvar ég gæti náð í þetta kvæði vinsamlega hringið í Ólaf í síma 568-1072. Félagslegar íbúðir ÉG ER sammála Herdísi Pálu þar sem hún lýsir í Fréttablaðinu sl. föstudag því óréttlæti sem eigendur félagslegra íbúða í eignar- íbúðarkerfinu búa við þeg- ar þeir ætla að selja íbúðir sínar. Ég er ein af þeim sem eiga félagslega íbúð sem ég keypti fyrir 5 árum og hefur mín íbúð staðið í stað í verði, þ.e. hún hefur ekki hækkað í verði eins og íbúðir á almennum markað. Ef ég ætlaði að skila henni og kaupa á almennum markaði yrði ég að bæta við kaupverðið a.m.k. 2 millj- ónum. Þetta leiðir til þess að þeir sem eru með lág laun geta ekki skipt á milli kerfa. Ég hef heyrt að í Hafnarfirði sé hægt að selja félagslegar íbúðir á frjálsum markaði óháð því hversu lengi fólk hefur átt þær. Að tala við fólk sem hef- ur áhrif í þessum málum er eins og að tala við stein, það virðist ekki gera sér grein fyrir vandanum. Ein óánægð. Hækkun á léttvíni HINN 1. september sl. varð ótrúleg hækkun á létt- víni. Nam hækkunin 300- 700 kr. á flösku. Man ég ekki til að þvílík hækkun hafi orðið áður og er ég ekki sáttur við þetta og þætti mér gott að fá skýr- ingu á þessari miklu hækk- un á sama tíma og verð á víni í Evrópu hefur lækkað. Lesandi. Tapað/fundið Gullarmband týndist GULLARMBAND (barna) með plötu með ágröfnu munstri týndist. Skilvís finnandi hafi samband í síma 895-6868 eða 586- 8670. Gleraugu í óskilum GLERAUGU eru í óskilum í versluninni Ceres síðan í ágúst. Upplýsingar á staðn- um eða í síma 554-4433. Dýrahald Gola er týnd KISAN mín hún Gola sem er 3 ára gömul læða, grá á lit með gula ól og merki- spjald, týndist miðvikudag- inn 5. sept. frá Hverfisgötu 125. Hún er nýflutt og ratar ekkert auk þess er hún frekar stygg og hrædd við bíla og hávaða. Líklegt er að hún hafi falið sig í kjall- ara eða þess háttar stöðum. Ef einhver hefur séð til hennar vinsamlega látið El- ínborgu vita í síma 551- 8581 eða 867-7326. Páfagaukur í óskilum BLÁR páfagaukur fannst í Hlíðunum sl. mánudag. Uppl. í síma 553-2148. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Fyrirspurn Víkverji skrifar... FYRR í vor skrifaði Víkverji pistilá jákvæðum nótum þar sem hann vonaði að óttinn við ryðsvepp í gljávíði væri ástæðulaus, fyrst svo lít- ið hefði verið fjallað um málefnið það vorið. Því miður átti sú bjartsýni eng- an rétt á sér því þriggja metra hátt hekkið, sem er stolt Víkverja og garðaprýði, er í andarslitrunum. Þetta byrjaði svo sem meinleysis- lega í garði Víkverja og í vor örlaði ekki á neinum óþrifum fremur venju. Það var ekki fyrr en eftir nokkurn hlýindakafla og rigningar fyrr í sum- ar að Víkverji tók eftir því að ekki væri allt með felldu. Í fyrstu sáust gular doppur á efra borði blaðanna sem breiddust síðan út og blöðin, sem áður voru dökkgræn og gljáandi urðu hlandgul á litinn og hálfmött. Þá tók Víkverji eftir appelsínugulu dufti neðan á blöðunum sem loddi við fing- urna. x x x RYÐSVEPPUR í ösp hefur veriðtalsvert til umræðu í fjölmiðlum og sumir hafa jafnvel talað um fjár- hagslegt tjón fyrir þjóðarbúið í því sambandi. Gljávíðinum hefur verið gefinn minni gaumur enda snertir hann þjóðarbúið lítið. Þessi óværa gæti þó gefið gróðrarstöðvaeigend- um eitthvað í aðra hönd því búast má við því að næstu vor fari örvænting- arfullir garðeigendur að streyma inn á gróðrarstöðvarnar til að kaupa plöntur í ný limgerði. Eyðilegging gljávíðisins getur því komið verulega við pyngju hins almenna neytanda, en tjón Víkverja verður töluvert í krónum talið, því ef hann ætlar að fylla skarð gljávíðishekksins góða þá þarf hann að kaupa u.þ.b. 150–200 plöntur, miðað við einhverja algenga víðitegund. Síðan líða mörg ár þang- að til sama skjól er komið. x x x VÍKVERJI býr í nýlegu hverfiþar sem limgerði eru mikið not- uð til að skýla ungum, vaxandi gróðri. Þegar Víkverji leitar ráða hjá fræð- ingum ber þeim ekki saman um að- gerðir. Einn plöntufræðingurinn ráð- leggur fólki að halda að sér höndum og bíða átekta, en annar segir að eng- in lækning sé til og eins gott að rífa plönturnar upp strax. Það sé bara verið að lengja í snörunni með því að reyna að klippa nývöxtinn niður næstu vor og úða með eitri, en það var ein ráðleggingin sem Víkverji fékk. Víkverji er því orðinn alveg kol- ruglaður og veit ekki hvert verður hans næsta skref í þessum hremm- ingum. x x x KUNNINGJAKONA Víkverjavar að ræða við hann um daginn um ökukennslu sonar síns. Stráksi er kominn með æfingaakstursleyfi og þau mæðginin eru búin að fara saman í tíma með ökukennara hans. Kunn- ingjakonan var ekki ánægð með hlut ökukennarans og telur að kennararn- ir séu búnir að kasta of mikilli ábyrgð yfir á foreldrana. Hún hefur eftir ökukennaranum að þeir séu að mestu hættir að kenna unglingunum prakt- ísk atriði, s.s. að bakka í stæði og taka af stað í brekku, en láti foreldrana um þann hluta kennslunnar. Þeir leggi hins vegar ofuráherslu á bóklegu hliðina, sem minnir helst á lagaklæki með tilheyrandi orðalagsgildrum. Nú þykir krökkunum bara eðlilegt að falla nokkrum sinnum í bóklega próf- inu og hafa mun meiri áhyggjur af því en akstrinum sjálfum. Hún er ósátt við þetta og telur að þessi mál þurfi að skoða. Skipin Reykjavíkurhöfn: Brú- arfoss og Seabourn koma og fara í dag. Kyndill, Lómur, Laug- arnes og Helgafell koma í dag. Vædderen, Skjold, Nuka Arctica og Dettifoss fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Okhotino kemur í dag, Brúarfoss og Tjaldur fara í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sól- vallagötu 48. Skrifstofa sími 5514349, flóamark- aður, fataútlutun og fatamóttaka s. 552-5277 eru opin miðvikud. kl. 14–17. Styrkur, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Svarað er í síma Krabbameinsráðgjaf- arinnar, 800 4040, frá kl. 15–17. Mannamót Aflagrandi 40. Versl- unarferð í dag kl. 10, kaffiveitingar í boði Hagkaups, skráning í afgreiðslu s. 562-2571. Árskógar 4. Kl. 9–12 baðþjónusta, kl. 9–12 opin handavinnustofan, kl. 13 spilað, kl. 13– 16.30 opin smíðastofan, kl. 10 –16 púttvöllurinn opinn. Uppl. í s. 535- 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8– 12.30 böðun, kl. 9–12 vefnaður, kl. 9–16 handavinna og fótaað- gerð, kl. 10–10.30 banki, kl. kl. 13 spiladagur, kl. 13–16 vefnaður. Haust- litaferð verður þriðju- daginn 25. september kl. 13. Ekið um Kjós- arskarð til Þingvalla. Farið um Grafning og Línuveg heim. Kaffi- hlaðborð í Nesbúð. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9– 12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 hárgreiðslu- stofan og handa- vinnustofan opnar, kl. 10–10.45 leikfimi, kl. 14.30 banki. Félag eldri borgara Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15– 16. Skrifstofan í Gull- smára 9 opin í dag kl. 16.30–18. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 8 böð- un, kl. 10 hársnyrting, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handa- vinna. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga kl. 10– 13. Matur í hádeginu Miðvikudagur: Göngu- Hrólfar fara í göngu frá Hlemmi kl. 9.45. Söng- félag FEB kóræfing kl. 17. Línudanskennsla Sigvalda fellur niður. Söngvaka kl. 20.45 stjórnandi Steinunn Finnbogadóttir, umsjón Sigurbjörg Hólmgríms- dóttir. Haustfagnaður FEB og ferðakynning Heimsferða verða hald- in föstudaginn 14. sept- ember. Húsið opnað kl. 18.30, veislustjóri Sig- urður Guðmundsson, matur, Ekkókórinn syngur, leikarar úr Snúð og Snældu skemmta, ferðakynn- ingar, happdrætti, Hjördís Geirs og Guð- mundur Haukur sjá um dansinn. Eigum nokk- um miða óselda. Haust- litaferð til Þingvalla 22. september kvöldverður og dansleikur í Básnum. Leiðsögn Pálína Jóns- dóttir og Ólöf Þórarins- dóttir. Skráning hafin. Námskeið í framsögn og upplestri hefst fimmtu- daginn 27. september kl. 16.15. Kennari Bjarni Ingvarsson. Skráning hafin á skrif- stofunni. Ákveðið hefur verið að halda námskeið í brids á miðvikudags- kvöldum kennari Ólafur Lárusson, skráning haf- in á skrifstofu. Farið verður til Kanaríeyja 20. nóvember á sér- stökum vildarkjörum. upplýsingar og skrán- ing á skrifstofunni. Silf- urlínan er opin á mánu- dögum og miðvikudögum kl. 10–12 f.h. Upplýsingar á skrif- stofu FEB kl. 10–16 s. 588-2111. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 fótaaðgerð og opin vinnustofa, postulín, mósaik og gifsaf- steypur, kl. 9–13 hár- greiðsla, kl. 9–16 böðun. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ, miðvikudag- inn 12. sept kl. 14. í Kirkjuhvoli verður kynning á félags- og tómstundastarfinu í haust. Opið verður í vinnustofum og leið- beinendur útskýra vetr- arstarfið. Skráð í vetr- arklúbba, námskeið, vinnustofur og leikfimi. Fulltrúi frá Strætó kynnir nýtt leiðakerfi. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnust. opnar frá hádegi, spila- salur opinn kl. 13.30. Tónhornið, veitingar í veitingabúð Gerðu- bergs. Miðvikudaginn 19. sept- ember verður farið í heimsókn í Sjóminja- safnið í Hafnarfirði, leiðsögn um safnið, m.a. útskurðarsýning Siggu á Grund, skráning hafin. Miðvikudaginn 3. októ- ber byrja gamlir leikir og dansar, umsjón Helga Þórarinsdóttir. Allar pplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum frá kl. 10–17, kl. 10.30 boccia, kl. 13 félagsvist, kl. 17 bobb. Gullsmári Gullsmára 13. Í dag miðvikudaginn 12. september kl. 14 verður kynning á vetr- arstarfseminni í Gull- smára. Félagsheimilið, Félag eldri borgara í Kópavogi, Hana-nú ásamt ýmsum áhuga- mannahópum mun kynna starfsemi sína. Skráning á námskeið verða á kynningunni. Leikfimin er á mánu- dögum og mið- vikudögum kl. 9.05, að- eins einn hópur í september. Allir vel- komnir. Hraunbær 105. Kl. 9 op- in vinnustofa, handa- vinna, bútasaumur, kl. 9–12 útskurður, kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 11 banki, kl. 11–12 pútt, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 föndur, kl. 15 teiknun og málun. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9–16 fótaaðgerðir, kl. 9–12 tréskurður, kl. 13– 13.30 banki, kl. 14 fé- lagsvist, kaffi, verðlaun. Leirnámskeið hefst fimmtudaginn 5. októ- ber, frá kl. 10–15. Inn- ritun stendur yfir, tak- markaður fjöldi. Upplýsingar í síma 568- 6960. Vesturgata 7. Kl. 8.25– 10 sund, kl. 9–16 fótaað- gerð og hárgreiðsla, kl. 9.15–16 postulínsmálun og myndmennt, kl. 13– 14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tréskurður. Vitatorg. Kl. 9 smiðjan, hárgreiðsla, kl. 9.30 handmennt, kl. 10 morgunstund, fótaað- gerðir og bókband, kl. 13.30 bókband, kl. 13 kóræfing, kl. 14.30 verslunarferð. Fé- lagsvist verður spiluð fimmtudagskvöld kl. 20. Sjálfsbjörg, fé- lagsheimilið Hátúni 12. Félagsvist kl. 19.30. Álftanes. For- eldramorgna í Hauks- húsum kl. 10–12 í dag. Heitt á könnunni. ITC-deildin MEL- KORKA heldur fund í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í kvöld kl. 20. Stef fundarins er „Hin lengsta ferð byrjar með einu skrefi“. Fund- urinn er öllum opinn. Upplýsingar veitir Jó- hanna Björnsdóttir, s. 553 1762 eða 552 4400, netfang: hannab@isl.is. Hana-nú, Kópavogi. Fundur í Bókmennta- klúbbi Hana-nú í kvöld á Lesstofu Bókasafns Kópavogs. Gott er að mæta með ljóð, skemmtikvæði eða örsögu og flytja. Allir velkomnir, ungir sem aldnir. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Í dag verður pílukast kl. 13:30. Lagt verður af stað í dagsferðina í fyrramálið kl. 9. Kl. 13 verður námskeið í krukkumálun. Minningarkort Minningarkort ABC- hjálparstarfs eru af- greidd á skrifstofu ABC hjálparstarfs í Sóltúni 3, Reykjavík í síma 561- 6117. Minningargjafir greiðast með gíróseðli eða greiðslukorti. Í dag er miðvikudagur 12. sept- ember, 255. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Vingjarnleg orð eru hun- angseimur, sæt fyrir sálina, lækning fyrir beinin. (Orðskv. 16, 24.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 mergð, 4 önuga, 7 af- rennsli, 8 huldumenn, 9 hagnað, 11 nytjalanda, 13 spil, 14 nær í, 15 klöpp, 17 far, 20 aula, 22 kvendýr, 23 kjaftarnir, 24 ham- ingjan, 25 sigar. LÓÐRÉTT: 1 berast með vindi, 2 storkar, 3 stynja lágt, 4 rík, 5 efstu hæðar, 6 hin- ir, 10 renningurinn, 12 nöldur, 13 tímabils, 15 rúmstokks, 16 flokk, 18 kvenmenn, 19 kvelur, 20 geislahjúpurinn, 21 sníkjudýr. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 fjandskap, 8 gætin, 9 orkan, 10 nót, 11 terta, 13 turni, 15 tafls, 18 sterk, 21 kát, 22 skoða, 23 eigur, 24 skeleggar. Lóðrétt: 2 játar, 3 nunna, 4 skott, 5 akkur, 6 ágæt, 7 unni, 12 tel, 14 urt, 15 Tass, 16 flokk, 17 skafl, 18 stegg, 19 eigra, 20 kort. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.