Morgunblaðið - 12.09.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.09.2001, Blaðsíða 42
FÓLK Í FRÉTTUM 42 MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á DÖGUNUM var ný sjónvarps- þáttaröð í 10 hlutum frum- sýnd í Bandaríkj- unum. Ber hún nafnið Band of Brothers, eða Bræðrabönd, og er framleidd af þeim Steven Spielberg og Tom Hanks. Sögusviðið er Evrópa í seinni heimsstyrjöld- inni og fylgt er í fótspor banda- rískrar fall- hlífahersveitar þar sem hún berst og bölsótast í gegnum sviðnar jarðir stríðshrjáðrar Evrópu. Umræður um Bræðrabönd hafa verið miklar en um er að ræða dýr- ustu sjónvarpsþætti allra tíma. Þættirnir eru byggðir á samnefndri bók sagnfræðingsins Stephens Ambroses og kostuðu 12 milljarða íslenskra króna. Það, að eins valda- miklir aðilar og Hanks og Spielberg komi að þættinum, hefur verið sem olía á eld umræðunnar og sitt sýnist hverjum. Mörgum þykir sem seinni heimsstyrjöldin og hörmungar hennar hafi fyrir löngu verið blóð- mjólkuð af aurapúkum í Hollywood og hafi tólfunum kastað með vell- unni Pearl Harbor. Aðrir eru mild- ari á manninn og segja þáttinn virð- ingarverða og raunsanna lýsingu á því helvíti sem styrjaldir séu. Því hefur verið fleygt að þættirnir séu sjónvarpsútgáfa af mynd Spiel- berg, Saving Private Ryan, en meiri- hluti hinnar gríðarháu upphæðar sem í framleiðsluna fór, var notuð í alls kyns brögð og brellur; sprengingar o.s.frv. Tökur eru og oft „rykkj- óttar“, líkt og í þeirri mynd, með það að markmiði að gera hlutina raunverulegri. Gagnrýnandi Entertainment Weekly, Ken Tucker, tekur stórt upp í sig og segir þennan mikla stríðs- áhuga meðal annars stafa af því að ráðandi kynslóð þjáist af sam- viskubiti yfir því að hafa aldrei tekið þátt í „almennilegu“ stríði. Hann segir þá Hanks og Spielberg hafa göfug markmið, að reyna að blanda saman hinum ískalda raunveruleika sem gerði Saving Private Ryan svo stuðandi um leið og þeir reyni að snerta á hinum mannlega þætti, þá með því að sýna hvernig ókunnir menn tengjast sterkum böndum við ógvænlegar aðstæður. Hann segir útkomuna engu að síður vera „list- rænt sullumbull.“ Mike Duffy, gagnrýnandi Detroit Free Press, er öllu jákvæðari, segir þáttinn ná að snúa allt glys og gervi- mennsku af sér. „Þátturinn leggur sig í líma við að vera heiðarlegur gagnvart því sem virkilega gerðist og í þeim tilgangi er oft notast við hrottafengnar senur; þar sem allt er útatað í blóði og sársauka,“ segir hann. „Þjóðernisremba eða þá til- raunir til að varpa einhverjum „dýrðarljóma“ á stríðið eru hér víðs- fjarri.“ Spielberg og Hanks framleiða sjónvarpsþátt Umdeild bræðrabönd Steven Spielberg og David Schwimmer ræðast við á tökustað. EINN helsti rihöfundur Rússa nú um stundir er Victor Pelevin sem sent hefur frá sér margar afbragðs- bækur á undanförnum árum, þeirra helsta kannski The Clay Machine- Gun sem var mikið afbragð. Fjöl- margar bækur Pelevins hafa verið þýddar á ensku og nú síðast Babylon, sem hér er gerð að umtalsefni, en hún kom víst út í Rússlandi 1999 og náði þar metsölu. Babylon segir frá hruni Rússlands, sem tók við af hruni Sovétríkjanna; þegar efnahagskerfið hrundi í hend- urnar á hákörlunum, flokksgæðing- um og ránskapítalistum, sem sölsað hafa undir sig landið. Það Rússland sem Pelevin dregur upp mynd af er leiksoppur ævintýramanna þar sem ekkert skiptir máli nema núið; hvað er hægt að græða mikið á næstu fimm mínútum og síðan hvað tekur langan tíma að eyða öllu saman. Söguhetja bókarinnar er Babylen Tatarsky, ungur rótlaus maður sem þó nærir með sér smáræði af hug- sjónum. Honum gengur illa að fóta sig þar til hann áttar sig á því að hon- um er mjög lagið að semja auglýs- ingaslagorð, því hann skilur rúss- neska þjóðarsál betur en flestir aðrir. Þessi hæfileiki hans verður til þess að hann kemst að hjá spútnikfyrir- tæki á auglýsingamarkaðum og eftir það kemst hann að hjá aðalauglýs- ingastofunni, þeirri sem sér um að setja á svið alls kyns opinbera við- burði, eins og heimsóknir Jeltsíns til annarra landa, þingfundi og svo má telja. Það kemur nefnilega í ljós að allt er þetta tilbúningur; rússnesk stjórnmál og frammámenn þeirra eru búin til á auglýsingastofu, Jeltsín er ekki til og reyndar enginn af rík- isstjórn hans eða þingi Rússlands yf- irleitt. Ekki er vert að rekja söguna um of og reyndar þarf allmikið pláss til því söguþráðurinn er í meira lagi ólík- indalegur, iðulega á mörkum draums og veruleika og þá draums á við þá sem Thomas de Quincey lýsti í sjálfs- ævisögu sinni. Nægir að nefna að við sögu koma tsétsénskir glæpamenn, rússneska mafían, berserkjasveppir, ómælt af vodka, babýlónskir ziggúr- atar, Enkidu og Gilgamesh og svo má telja. Ekki má síðan gleyma óteljandi auglýsingafrösum sem gera heldur lítið úr vestrænni neysluhyggju, ekki síður en nýríkum Rússum, nýstár- legri gerð búddisma, sem felst meðal annars í kennslu í því hvernig best er að horfa á sjónvarp, og svo má telja. Meðal ógleymanlegra atriða í bók- inni er málverkasafn sem er fullt af svo dýrum málverkum að þau eru ekki til sýnis; sýnd eru skjöl sem staðfesta að viðkomandi málverk sé til og í eigu safnsins. Ólíkt fyrri bókum Pelevins jaðrar við að Babylon endi vel, en kannski er hann bara að spila með lesandann eins og svo oft áður. Forvitnilegar bækur Hrun Rússlands Babylon eftir Victor Pelevin. Faber and Faber gefur út 2000. 250 síðna kilja sem kostar 2.195 kr. í Máli og menningu. Árni Matthíasson Mörkinni 3, sími 588 0640 G læ si le g hú sg ög n Sérpantanir Opið virka daga frá kl. 12-18. www.leir.is DILBERT mbl.is HINN eini sanni Michael Jackson hélt sína fyrstu tónleika í tíu ár í Madison Square Garden í New York á dögunum. Þessi hæfileikaríki tónlist- armaður, sem í seinni tíð hefur aðallega orðið frægur að endemum, stóð fyrir stjörnum prýddri sýningu sem tók um þrjá og hálfan tíma í flutningi. Framvindan var þó oftast nær brösótt, á stundum líka stórfurðuleg. Kvöldið hófst á glæstu dansatriði frá þeim Usher, Maya og Whitney Houston þar sem þau sungu saman „Wanna Be Startin’ Somethin’“. Jack- son sjálfur sat til hliðar á meðan ásamt lafði Eliza- beth Taylor og fyrrver- andi barnastjörnunni Macaulay Culkin. Nokkuð súrrealískt atriði kom svo í kjölfarið, hvar sjálfur Marlon Brando sat í leðurstól og lexíaði yf- ir áhorfendum um að börn víðs- vegar um heiminn væru að deyja úr sjúkdómum og öðrum hamförum. Hróp voru gerð að Brando er hann yfirgaf sviðið. Ekkert bólaði enn á Jackson sjálfum en loks kynnti Liza Minnelli hann til sögunnar með því að syngja lagið „Over The Rainbow“. Konungurinn virtist þónokkuð stressaður en komst í gírinn er bræður hans; Randy, Tito, Jackie, Marlon og Jermaine slógust í lið með honum og Jackson 5 smellir eins og „ABC“, „I’ll Be There“ og „I Want You Back“ ómuðu í næt- urhúmi New York-borgar. Var þetta í fyrsta sinn í sautján ár sem bræðurnir troða upp saman. Strákasveitin ’N Sync kom svo upp á svið og söng „Dance Machine“ ásamt bræðrunum. Þar kom að Jackson bretti upp ermar og skellti sér í eigið efni. „Billie Jean“, „Black and White“, „Beat It“; allt á sínum stað. Hin ægifagra Britney Spears kom svo og söng með honum kynæsandi út- gáfu af „The Way You Make Me Feel“. Undir lokin komu svo allar stjörnurnar saman og sungu „We Are The World“ en herlegheitunum var svo slaufað með nýjasta lagi Jackson, „You Rock My World“. Það var auðsjáanlegt að tónleik- arnir gengu nærri Jackson, þar sem það leið yfir hann í eftir-á-teiti sem haldið var á veitingastaðnum Tavern on the Green. Hvort Jack- son nær svo að halda poppkrúnunni skýrist á næstu dögum en ný breið- skífa hans, Invincible, sú fyrsta í sex ár, kemur út 30. október. Michael Jackson í Madison Square Garden Konungur popps- ins snýr aftur Jackson teygir sig eftir stjörnunum í Madison Square Garden. Reuters Doo-Wah John Adams: Lollapalooza Ígor Stravinskíj: Ebony Concerto George Gershwin: Ameríkumaður í París Leonard Bernstein: Prelude, Fugue & Riffs Duke Ellington: Harlem Duke Ellington: That Doo-Wah Thing Hljómsveitarstjóri: Bernharður Wilkinson Einleikari: Sigurður Ingvi Snorrason Sinfónían Háskólabíó við Hagatorg Sími 545 2500 sinfonia@sinfonia.is www.sinfonia.is Blá áskriftarröð á morgun, fimmtudaginn 13. september kl. 19:30 í Háskólabíói AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR                                 HEDWIG, Lofkastalinn, KL. 20.30 lau 15/9, síðusta sýning IRO Á ÍSLANDI, Loftkastalinn, KL. 20 mið 19/9, fös 21/9, lau 22/9 sun 23/9, lau 29/9 Aðeins þessar sýningar RÚM FYRIR EINN, Iðnó, KL. 12. Súpa og brauð innifalið — fös 14/9 Miðasala fyrir sýningar Í Loftkastalanum og Iðnó er í síma 552 3000, virka daga kl. 10-16, um helgar frá kl. 16 og fram að sýn- ingu. Opið er í Loftkastalanum samkvæmt fyrrgreindum tíma og í Iðnó kl. 11-14 á föstudögum.  ! 2 44 "  42  4# " #2  4 "  2  #$ "7 &2  8 "  82  7 " 72  "# " 92  " "7 : -   0  "&%"         2     3-   "$%"    ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200           !"##        ! "# $  ! "#;  "8;  04"; '(!"() * !( (! (( $+,%-!%-./%0 !0";%112&34 2&  "&;%112&34 2&  44; 56&34 2&  4#; &1 17!4,6&8%%0 9 61:&36&8%%0  6&10; 4&8%%0&61;: 6<;%3& 416&%&950240 :&1= >6&1 &8%%029 ?=:17!4,6&8%%0 <;%3&416&%&9 Miðasalan er opin frá kl. 13-18. Símapantanir frá kl. 10 virka daga www.leikhusid.is — midasala@leikhusid.is MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Fö 14. sept. kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau 22. sept. kl. 20 - LAUS SÆTI Lau 29. sept. kl. 20 - LAUS SÆTI KYNNINGARHÁTÍÐ BORGARLEIKHÚSSINS Í KVÖLD Mið.12. sept. kl. 20.00. Fjölbreytt kynning á verkefnum vetrarins. Leiklist, söngur og dans á stóra sviðinu. Opið hús !!! Ókeypis aðgangur meðan húsrúm leyfir. TÓNLEIKAR MEÐ SIMON & GARFUNKEL Lau 15. sept kl. 20.00 og 22.30 Miðasala hafin. PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler Fö 14. sept kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 15. sept kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fi 20. sept kl. 20 - LAUS SÆTI Lau 22. sept kl. 20 - LAUS SÆTI Fi 27. sept kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fö 28. sept kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau 29. sept kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fi 4. okt kl. 20 - UPPSELT ÖNDVEGISKONUR e. Werner Schwab SÝNINGAR HEFJAST AÐ NÝJU Fö. 14. sept kl. 20 - LAUS SÆTI Lau 22. sept kl. 20 - LAUS SÆTI ATH. AÐEINS VERÐA 6 SÝNINGAR Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Stóra svið Litla svið 3. hæðin Sala áskriftarkorta stendur yfir. 7 sýningar á aðeins 10.500 - og ýmis fríðindi að auki. 10 miða kort á kr. 15.900 - frjáls notkun þegar þér hentar VERTU MEÐ Í VETUR!!!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.