Morgunblaðið - 12.09.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.09.2001, Blaðsíða 22
LISTIR 22 MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞRENGSLIN á tónleikum Djasshátíðar Reykjavíkur og Jazz- vakningar í Kaffi Reykjavík á laug- ardag í minningu mesta djasspían- ista Íslands fyrr og síðar voru gífurleg, enda komust færri að en vildu. Það mátti þó áður en yfir lauk taka undir með orðum forkynnisins, Friðriks Theodórssonar hátíðar- framkvæmdastjóra, að músíkin myndi vega þau óþægindi upp að fullu. Og það stóð líka heima, því varla sá daufan blett á öllu pró- gramminu, enda valinn maður á hvert hljóðfæri eða átta alls plús söngvara í síðasta hluta. Komust menn von bráðar í ham, andrúmsloft- ið varð jafnsnöggt rafmagni líkast, og ekki spilltu heldur hnitmiðaðar en lunkinkímnar stentorkynningar hins upptendraða djassgúrús, Vernharðs Linnet. Fyrsta hrina var í höndum kvartetts undir forsjá Björns Thor- oddsen á Django-belggítar með ný- lega uppgötvun gúrúsins, Hans Kwakkernaat, á píanó, Gunnar Hrafnsson á bassa og „Papa djass“, Guðmund Steingrímsson á trommur, fastan hrynrænan bakhjarl nafna síns heitins til margra ára. Eftir Blús fyrir Birnu sem hefst og lýkur á gáskafullu cha-cha riffi, hitnaði kvartettinn til muna í Sweet Georgia Brown, þar sem píanísk endurholdg- un Guðmundar Ingólfssonar kraft- birtist fyrst en ekki síðast með erki- týpískum guðmunzkum rúllöðum og blokkhljómum. RóskIngó eftir Guð- mund byrjaði og endaði á ljóðrænum ballöðusatzi, en í upp-tempó hlutan- um komu fram enn fleiri hliðar fram á hinum fingurlipra og geysifjölhæfa „fljúgandi Hollendingi“, sem fór með letilegu krómatík Blue Monk þar á eftir af fagmennlegum þokka. Ljóð- ræna hliðin færðist svo í æðra veldi í öðru Monk-lagi, Round midnight, sem píanistinn átti sameiginlegt með Guðmund i því að vera eina lagið sem báðir höfðu leikið inn á plötu án und- irleiks. Önnur hrinan hófst á skáldfögru gítarintrói Björns í Kern-smellinum Yesterdays við syngjandi bassatví- grip Gunnars og ljóðrænan slag- verksramma djasspabbans. Eftir ágætan tólftaktara Björns, Máva- skelfir, kom inn fyrsti gestur kvart- ettsins, Birkir Freyr Matthíasson frá Vestmannaeyjum, í klassíker Sonnys Rollins, St. Thomas, á flygilhorn og opinberaði lúðratalent af fyrstu gráðu, og þó hálfu betur í næsta lagi, Over the rainbow, sem undirrituðum að öðrum ólöstuðum þótti magnað- asta blásturssóló kvöldsins. Eftir Völu, ballöðu Viðars heitins Alfreðs- sonar sem Guðmundur Ingólfsson hafði leikið með inn á plötu, kvaddi söngkonan Kristjana Stefánsdóttir sér eftirminnilega hljóðs með Ó pabbi minn og einkum Secret love sem Doris Day söng á 6. áratug en var hér „skattað“ af list svo engin önnur Ella en Fitzgerald kom upp í hugann, við frábært stórrúllandi pí- anósóló Kwakkernaats, og skildu hún og kvartettinn salinn eftir á suðupunkti með Lady be good Gershwins. Lokahrina kvöldsins lagði út með fílefldum látúnskvartetti til viðbótar- eflingar Guðmundarkvartettinum í lögunum Seven special og I’ll re- member April, þar sem verulega teygðist úr, enda sólótækifæri látin ganga á alla röðina. Undirleiksblás- arar hefðu kannski mátt spara eilítið blöð og lungu meðan söngkonan söng aðalversin, en þó átti hver og einn sín góðu augnablik, kannski fallegast Jó- el Pálsson á tenórinn, sem myndaði syngjandi andstæðu við hverfruss- andi hátíðniískur Sigurðar Flosason- ar. Þótt ekki væri lengur í sama for- grunni og í fyrri hluta, sýndi Hans Kwakkernaat enn á sér nýjar hliðar, sem ásamt skemmtilegri tilfinningu hans fyrir formi og rími vakti með hlustendum nærri því annarlegt hug- boð um að meistari Guðmundur Ing- ólfsson væri enn ljóslifandi á meðal vor. Hollendingurinn fljúgandi DJASS K a f f i R e y k j a v í k Minningartónleikar um Guðmund Ingólfsson. Hans Kwakkernaat, pí- anó; Björn Thoroddsen, gítar; Gunnar Hrafnsson, bassi; Guð- mundur Steingrímsson, trommur; Birkir Freyr Mattíasson, flyg- ilhorn/trompet; Sigurður Flosason, A-saxofónn; Jóel Pálsson & Ólafur Jónsson, T-saxofónar. Söngur: Kristjana Stefánsdóttir. Kynnir: Vernharður Linnet. Laugardaginn 9. september kl. 20:30. DJASSHÁTÍÐ REYKJAVÍKUR Ríkarður Ö. Pálsson TÓMAS R. Einarsson hefur löngum verið einn helsti sérfræðingur okkar í menningu hinn- ar rómönsku Ameríku, ekki síst hafi tónlist Kar- íbahafsins verið miðpunkturinn. Hann er helst- ur þýðandi Isabellu Allende á Íslandi og hefur samið dægilega mambóa eins og þann fyrir hin- ar tíu tær á skífu sinni Á góðum degi. Á Jazzhá- tíð Reykjavíkur bauð hann upp á karabíska dag- skrá, sem samanstóð af lögum er hann hafði samið fyrir tónskáldastyrk í Sevilla. Var þar mörg forvitnileg laglína á ferðinni og sumar meira en það, hvort sem þær voru kenndar við mambó, rúmbu, tjatjatja, bólero eða guaguanco. Fyrsta verkið á efnisskránni nefndist Bilin spiluð og síðan kom Næstum of hægt. Þetta var evrópsk rúmba og sló Eyþór þar kongótromm- urnar. Kannski opinberaðist veikleiki kvartetts Tómasar þar helst. Bassaleikur Tómasar er sterkur og kröftugur en hin heita suðræna sveifla lét á sér standa. Það vantaði fleiri slag- verkmenn, meiri kraft, meira Karabíudúndur. Eyþór á kongótrommum var hið besta mál, en þá var píanistinn Eyþór fjarri og hann var rús- ínan í pylsuenda Tómasar. Sólóar hans ótrúlegir eins og venjulega, en af annarri ætt en ýmsir flautaþyrlar er leika Karabíusveiflu iðka gjarn- an. Einfaldleikinn var leiddur til hásætis og forðast að falla í tæknigildrur. Mesti meistari Karabíudjasspíanósins, Chuco Valdes hinn kúb- verski, hefur að vísu fetað braut Art Tatums í einleik sínum – en hann er eins og Tatum – ein- stakur. Eins og alltaf getur Tómas komið manni á óvart með listilega sömdum ballöðum. Logn var ein af þeim. Einföld laglínan nær Atlantshafinu en því Karabíska og allur flutningur hnökralaus. Svo kom Mambó Ítalíanó; Hægt og bítandi, inn í myndina og einhvern veginn fannst mér þetta vera óður til hins ómögulega – minna mig á gamlan vinnufélaga í Eyjum sem átti þá ósk heitasta að draga Flatey á Skjálfanda til Vest- mannaeyja svo hann gæti haft átthagana í sinni heimabyggð. Eftir hlé var haldið áfram á sömu slóðum. Að vísu var ótrúlega gaman að heyra Nýtt lauf, eins konar tilbrigði við hið Fallandi lauf, sem Jóhann Möller og Þórarinn Ólafsson hafa túlkað á ólík- an hátt á klakanum. Hilmar Jensson virtist vera rangi maðurinn í bandinu uns kom að miklum húmorópus eftir Tómas. Skagginn nefndist hann og tekið fram að slík mállýska væri varla Sunnlendingum skiljanleg. Setti menn hljóða uns undirtitillinn kom mönnum á sporið: Hall- bjarnarhylling – og hinn ótúlega skemmtilegi ópus töfraði lýðinn upp úr sætunum og Hilmar lék loksins sóló sem bragð var að. Þetta var toppurinn á tónleikunum. Kannski hefðu næstu tvö lög; Rómantík í Reykjavík og Áfram löginn, getað skákað Hallbjarnarhyllingu, en tíminn var runninn út svo aðeins var tími fyrir laglínurnar. Tómas R. Einarsson sýndi og sannaði þetta kvöld að hann er í fremstu röð íslenskra djass- tónskálda sem fyrr. Aftur á móti er ljóst að þótt hann semji frábærar laglínur og sé sterkur í bassaleiknum, þarf hann, vilji hann hafa erindi sem erfiði, að setja saman hljómsveit þar sem ryþmasveitin er burðugri en þetta kvöld. Er þar í engu hallað á trommarann, Matthías M.D. Hemstock, sem stóð fyrir sínu á þessum tón- leikum, en einn á settið með kongótrommur í viðlögum er nær ógerlegt að halda réttum hita í mambónum. Svalt getur verið á Kúbu DJASS K a f f i R e y k j a v í k Kvartett Tómasar R. Einarssonar. Eyþór Gunnarsson píanó og kongótrommur, Hilmar Jensson gítar, Tómas R. Einarsson bassa og Matthías M.D. Hemstock trommur og slagverk. Föstudagskvöldið 7.9. 2001 kl. 21. DJASSHÁTÍÐ REYKJAVÍKUR Vernharður Linnet ÞAÐ er ánægjulegt að hingað til lands sé komið sýnishorn af grafík eftir frændur okkar í Færeyjum, Danmörku og Sví- þjóð því grafíklistin hefur ekki verið fyr- irferðarmikil í sýn- ingarsölum hér á landi undanfarin ár, hverju sem um er að kenna. Sýningin heitir Andlegt fóður og vís- ar titillinn líklega í almenna líkingu á listinni sem fóðri fyr- ir sálina. 10 lista- menn eiga verk á sýningunni, en þau eru öll steinþrykk unnin á Grafíska verkstæðinu í Þórs- höfn í Færeyjum. Eins og fram kemur í sýningarskrá er aðstaða þar til fyrirmyndar og ekki ómerkari menn en Per Kirke- by leggja leið sína til Þórshafnar til að þrykkja á verkstæðinu. Kirkeby, sem er einn þekktasti myndlistar- maður í heiminum, á fimm verk á sýningunni, öll unnin undir áhrifum af færeysku landslagi. Vegna frægðar Kirkebys kom mér á óvart að ekkert verka hans var selt, en öll verkin á sýningunni eru til sölu á viðráðanlegu verði. Af öðru athyglisverðu á sýning- unni má nefna tvær skemmtilegar en gjörólíkar abstraktmyndir fær- eyska málarans Rannva Kunoy og dimmar myndir af brimi við kletta- strönd eftir Roj Friberg frá Sví- þjóð. Myndirnar á sýningunni eru flestar á mörkum þess að vera hlut- bundnar, svo lausar eru þær í formi enda greinilega unnar hratt og frjálslega á steininn. Umfjöllunarefni listamannanna er m.a. sjór, útgerð, hús og landslag. Sýningarsalur ís- lenskrar grafíkur er að mörgu leyti mjög góður og hentar grafíkmyndum vel. Það sem truflar helst er stór ómál- aður ofn á útvegg og möppuskápur á öðrum vegg, en auð- veldlega er hægt að raða myndum þannig upp að þetta trufli ekki. Litamynd Pers Kirke- bys hefði t.d. átt að vera annarstað- ar en fyrir ofan ofninn. Engin myndanna á veggjunum er á bakvið gler, sem er mikill kostur. Hér eru engin stórtíðindi úr heimi grafíklistarinnar á ferðinni, aðeins dálítið andlegt fóður að utan. Andlegt fóður MYNDLIST Í s l e n s k g r a f í k Sýningunni er lokið. GRAFÍK ÝMSIR LISTAMENN Þóroddur Bjarnason Morgunblaðið/Þóroddur B. Verk eftir Olivur við Neyst. VIGDÍS Finnbogadóttir, verndari Leikminjasafnsins, sem verið er að koma á laggirnar, veitti nýverið viðtöku PC tölvu frá Pennanum. Tölvan verður notuð til skráningar á leiklistarsögulegum minjum á skrifstofu Samtaka um leik- minjasafn í ReykjavíkurAka- demíunni. „Þetta er einstakur fengur vegna þess að safnið er enn sem komið er ekki burðugt,“ sagði Vigdís Finn- bogadóttir við þetta tilefni. „Ég er þakklát fyrir gjöfina, sem sýnir skilning á þörfinni á að varðveita gamlar leikminjar og skrásetja þær.“ Hún bætti við í gamansömum tón: „Einn góðan veðurdag verður þessi tölva skráð sem safnhlutur.“ Leikminjarnar eru skráðar staf- rænt í Sarp, skráningarkerfi Þjóð- minjasafnsins, og verða aðgengi- legar á Netinu. Síðar verður staðið fyrir sýningum á leikminjunum og væntanlegu Leikminjasafni fundið húsnæði til framtíðar. Að Sam- tökum um leikminjasafn standa at- vinnuleikhúsin, ásamt rúmlega 20 stofnunum og fagfélögum tengdum leiklist. Vigdís Finnbogadóttir, verndari Leikminjasafnsins, tekur við PC-tölvu frá Ingimari Jónssyni, framkvæmdastjóra Pennans. Með á myndinni eru Ólafur Engilbertsson, formaður stjórnar Samtaka um leikminjasafn, Jón Þórisson, meðstjórnandi, Sigurður Aðils, verslunarstjóri, og Þor- steinn Eggertsson, sölumaður, í Hallarmúla. Leikminjasafnið fær tölvu frá Pennanum  AÐ spila á píanó eftir eyranu er bók fyrir byrjendur í píanóleik eftir Björgvin Þ. Valdimarsson. Í inngangi bók- arinnar segir höf- undur m.a.: „Undanfarin ár hef ég verið að þróa kennsluað- ferð sem ég nefni blandaða aðferð. Hún miðar að því að kenna nem- andanum tónlist á svipaðan hátt og hann lærir móðurmálið. Byrjað er á því að vinna með lítil einföld lög, sem nemandinn hefur lært sem lítið barn.“ Helstu grunnþættir þessarar aðferðar eru að: 1) þjálfa heyrn nem- andans, 2) þjálfa nemandann í að greina tónbil, 3) læra hljóma og læra að heyra hljómaskipti, 4) hljómsetja lög og leika þau í ýmsum tónteg- undum með mismunandi undirspili, 5) leysa ýmis tæknileg atriði án nótna. Í fyrri hluta kennslustundarinnar er kennt án nótna (eftir eyranu), en nótnalestur í síðari hlutanum. Útgefandi bókarinnar er Nótnaút- gáfa B.Þ.V. Nýjar bækur Björgvin Þ. Valdimarsson Veggklukka aðeins 2.000 kr. NETVERSLUN Á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.