Morgunblaðið - 12.09.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.09.2001, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í GREIN í Morgunblaðinu fimmtu- daginn 30. ágúst sl. er sagt í inngangi: „Nýlegir vegir eru viðsjárverðari en eldri vegir og því nauðsynlegt að aka varlega á nýlögðum vegum í rigningu þar sem þeir geta verið mjög hálir.“ Þetta var sagt mat framkvæmda- stjóra malbikunarstöðvarinnar Höfða hf., Vals Guðmundssonar. Ökumenn hafa kvartað sl. daga yfir hálku á nýlögðum götum og talið aukna asfaltblöndun í malbiki orsök- ina. Valur telur þessa ástæðu hins vegar ólíklega og segir Höfða hf. ekki hafa gert breytingar á asfaltspró- sentu, heldur sé hún í svipuðu horfi og undanfarin ár. Þetta kann að vera rétt að nokkru leyti, enda hefur það sama endurtekið sig ár eftir ár, þ.e. að víða er lagt bik (tjara) á yfirborð gatna, sem með engu móti er hægt að kalla malbik. Hafi Valur ekki séð þetta er ljóst að hann fylgist illa með. Og hafi hann ekið um þær götur, sem nýtt slitlag hefur verið lagt á hlýtur hann að vera a.m.k. mjög sjóndapur. Bik á götum leynir sér ekki þegar götur eru þurrar, en þegar rignir og götur eru blautar verða þær mjög hálar og hættulegar, enda þá mjög erfitt að sjá hvar bikið er. Í bleytu gerir nýlagt bik, jafnvel nýja hjól- barða mjög hála og það sem verra er þeir geta verið hálir áfram eftir að komið er á eldra „gott“ malbik, sé það blautt. Það sem verið er að ræða hér, hefur ekkert með rifflur dekkja að gera, á það getur hins vegar reynt ef vatnsdýpt á vegum er of mikil og get- ur þá þurft að aka hægar. En við skulum ætla að þegar lagt er nýtt slit- lag á götur, sé gert ráð fyrir hæfileg- um vatnshalla. Málið er að yfirborð slitlags, sem einungis er bik er ónýtt slitlag. Það er ekki einungis hættu- lega hált, það hefur eðlilega ekkert slitþol og því koma mjög fljótt hjólför í það, þar sem vatn sest í og aftur skapast hætta og þá bæði vegna vatnsins og ísingar. Undirrituðum er kunnugt um að sums staðar erlendis er verktaki gerður ábyrgur fyrir ónýtu slitlagi, þ.e. biklagi, og þarf að fræsa það upp og setja nýtt slitlag á sinn kostnað. Fyrir þá sem ekki átta sig á við hvað er átt í grein þessari, skal t.d. bent á Sóleyjargötu, sérstak- lea fyrir framan skrifstofu forseta Ís- lands. Einnig má benda á nýtt slitlag á Hringbraut o.fl. o.fl. Hvað segja tryggingafélög við þessum ósköpum, þegar fjöldi árekstra verður af þess- um völdum? Eiga þau ekki endur- kröfurétt? Umferðarráð varaði í út- varpi við hættu af þessu nýja slitlagi, en getur það ekki beitt sér enn frekar í þessu máli. Þarf stórslys til að vekja menn til umhugsunar? Eða verður því ef til vill eytt með því að segja að það hafi „bara“ verið svo blautt og hált? SKÚLI ÓLAFSSON, Lindarflöt 12, Garðabæ. Götur hálar í rigningu Frá Skúla Ólafssyni: ÞESSI spurning er farin að þrýsta töluvert á eftir margra áratuga blund, en hún kom fyrst fram í október 1928 í erindi er síðan var birt í Ennnýal. Á höfuðborgarsvæðinu eru starf- andi tvær stjörnusambandsstöðvar, önnur frá 1969, hin frá 1978, fyrir ut- an allar þær óbeinu sambandsstöðv- ar, þar sem sambandsfundir (miðils- fundir) eru haldnir um land allt. Munurinn á þeim opinberu og hinum er í sjálfu sér ekki mikill, aðeins hugs- unarhátturinn og aðferðafræðin. Þátttakendur í starfi hinna opinberu sambandsstöðva eru meðvitaðir um að þeir hafa samband við íbúa ann- arra hnatta í hvert sinn er þeir setjast niður til samstillingar, sem er und- irstaða þess að samband náist. Í hin- um óopinberu sambandstöðum eru þátttakendur yfirleitt ekki meðvitaðir um að samband þeirra (miðilssam- band), er við íbúa annarra sólkerfa í alheiminum í hvert sinn er þeir ganga til sambands. Dr. Helgi Pjeturss setti fram kenn- ingu um „samband lífs í alheimi“ í hinni íslensku heimspeki er út kom 1919. Í kaflanum „Hið mikla sam- band“, í fyrsta bindi Nýals, segir: „maðurinn er sambandsvera“, hann er ævarandi hluti af náttúrunni og er eilíflega í sambandi við aðrar mann- verur og lífríkið í alheimi. Samkvæmt lögmáli lífsins er maðurinn að senda og móttaka hugsanir, dag sem nótt. Á nóttunni heitir sambandið draumur, á daginn hugboð og uppgötvanir í ýmsu formi. Á sambandsfundum (miðils- samkomum) er þessu öðruvísi farið, þá eru menn að stefna að ákveðnu beinu sambandi á milli lífvera, hnatta á milli. Með byggingu stórrar sam- bandsstöðvar verður hægt að taka stór skref til réttrar áttar og hugs- unar. Þá verður hægt að hefja skipu- legar tilraunir og þróa aðferðir til sambands við öflugar háþroska vit- verur af holdi og blóði, íbúa á öðrum hnöttum hins óendanlega geims. Vegna fámennis hópanna sem stundað hafa tilraunir með meint samband við íbúa annarra sólkerfa, hefur ekki náðst það vitsamband sem sóst er eftir og telst öll viðleitni okkar hingað til aðeins vera vísir að sam- bandi. Þessar tilraunir þarf að gera af stórum hópi manna og einnig af mik- illi þekkingu, af hinum lærðustu mönnum á þessu sviði, svo árangur náist. Hina æfðustu greind og hinn mesta kærleik þarf til við þessar til- raunir, því stefnt er til sambanda við guðlegar kærleiksríkar vitverur ann- arra hnatta, með hugsunina og kær- leikann að vopni, annað ekki. Þessum orðum er beint til allra þeirra hugsandi einstaklinga og fé- lagasamtaka, sem starfa að sam- bandsmálum (miðilsfundum) hér á landi. Slíku sambandi fylgir aukið vit, aukin þekking og ekki hvað síst möguleikar til margskonar lækninga og kraftaverka, að ekki sé talað um aukna lífmögnun öllum til handa. Reykjavík var ekki byggð á einum degi frekar en aðrar borgir. Samtök um byggingu stjörnusambandsstöðv- ar og síðan bygging hennar, verða sennilega ekki reist á einum degi, en mjór er mikils vísir. ATLI HRAUNFJÖRÐ, Marargrund 5, Garðabæ. Er þörf á stjörnu- sambandsstöð? Frá Atla Hraunfjörð:                                !   "##  $ %& '## ()* +   ,)       ( % -       $     .++   BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.