Morgunblaðið - 12.09.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.09.2001, Blaðsíða 14
AKUREYRI 14 MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MIKLAR endurbætur hafa verið gerðar á vefsíðu Verkmenntaskólans á Akureyri. Vefsíðan er því orðin mun aðgengilegri en áður og þar er að finna ferskar fréttir og ýmsar nytsamar upplýsingar um skólann, skólastarfið og starfsfólk. Guðjón Ólafsson, enskukennari og fyrrum tölvusérfræðingur Mennta- skólans á Ísafirði, hefur verið ráðinn í fullt starf hjá VMA en hann var áð- ur í hlutastarfi, sem fjarkennari við skólann. Guðjón mun starfa með Adam Óskarssyni, kerfisstjóra, og annast ritstjórn og hafa umsjón með vef skólans en hann vann að endur- skoðun vefsins í sumar. Adam sagði að skólinn hefði yfir að ráða kröftugum vef sem hafi verið mikið notaður en hins vegar hefði skólinn ekki haft nægan mannskap til að sjá um hann fram að þessu. Hann sagði mikið álag á tölvukerfi skólans í kringum fjarnámið og að með nýjum búnaði og auknum mann- skap opnuðust nýir möguleikar. Adam sagði að hugmyndir væru uppi um að nota vefinn meira til kennslu í dagskóla og þá fækka kennslustund- um í einhverjum tilfellum. Rúmlega helmingur nemenda frá Akureyri Á vefsíðu skólans kemur m.a. fram að af þeim 1.060 nemendum sem skráðir eru í dagskóla í vetur eru 630 frá Akureyri, eða 59%, 134 nemend- ur koma úr næsta nágrenni Akur- eyrar, eða um 13%, 108 nemendur koma úr utanverðum Eyjafirði, eða 10% og 188 nemendur koma utan Eyjafjarðar, eða 18%. Hlutfallið milli kynja er körlum í vil, eða 556 karlar á móti 504 konum. Vefsíða VMA hefur verið endurbætt VEFKENNSLUSETRIÐ Náms- torg.is hefur verið opnað formlega, en það er starfrækt af Símenntun Háskólans á Akureyri. Stefnt er að því að innan árs verði í boði um 200 mismunandi tölvu- og tölvutengd námskeið á námstorginu og verður framboðið aukið enn frekar þegar fram líða stundir. Þá verður einnig boðið upp á nám í fleiri greinum. Fyrirtækið Opnar gáttir hannaði vefkennslusetrið og umhverfi þess í samstarfi við símenntunarsvið Há- skólans á Akureyri á grundvelli veflausna frá fyrirtækinu NETg. Námið fer fram um tölvu nem- andans og tengir hann sig í gegnum vefvafra, en sérstakur hugbúnaður stýrir aðgangi að náminu og heldur utan um framvindu nemandans. Námsefni er miðlað á margmiðl- unarformi, þ.e. hljóð, kyrrmyndir, hreyfimyndir, texta og öll þau form miðlunar sem Netið styður. Námið er unnið samkvæmt námsskrá frá viðkomandi fyrirtæki, s.s. Microsoft og er aðgangur að kennslunni op- inn í eitt ár. Í lok námsins geta nem- endur tekið alþjóðlega viðurkennd próf með milligöngu Rannsóknar- stofnunar Háskólans á Akureyri. Vefbundið nám hefur rutt sér til rúms og nýtur nú vaxandi vinsælda, en kannanir hafa sýnt að nemendur eru mun fljótari að tileinka sér námsefni þegar lært er með þessum hætti. Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar opnaði náms- torgið formlega og pantaði fyrsta námskeiðið við athöfn í Háskól- anum á Akureyri, en starfsmennta- ráð veitti styrk til uppbyggingar þess. Vefkennslusetrið Námstorg.is opnað Vefbundið nám nýtur nú vaxandi vinsælda Morgunblaðið/Kristján Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, opnaði námstorgið formlega og nýtur hér aðstoðar Geirs Hólmarssonar frá Opnum gáttum. BÆNDUR í Eyjafirði hafa flestir lokið heyskap á þessu sumri eða eru rétt að ljúka honum þessa dagana. Að sögn Ólafs Vagnssonar, ráðu- nautar hjá Búnaðarsambandi Eyja- fjarðar, eru hey með mesta móti í ár en þó nokkuð misjöfn að gæðum, eft- ir nokkuð votviðrasamt sumar. Þá eru kartöflubændur í firðinum farnir að kíkja undir og sagði Ólafur að heilt yfir væri kartöfluuppskera mjög góð og yfir meðallagi enda hefði tíðarfarið verið betra til kart- öfluræktar en heyþurrkunar. Há- annatíminn í kartöfluupptektinni stendur fram yfir 20. september. Ólafur sagði að þeir bændur sem hefðu verið að reyna þurrka hey hefðu átt í töluverðum erfiðleikum. „Það hefur verið afskaplega skúra- samt á þessu svæði og hey því hrak- ist þónokkuð.“ Morgunblaðið/Kristján Rúllibinditæknin hefur komið sér vel fyrir bændur í Eyjafirði í sumar enda tíðin verið sérlega votviðrasöm. Hey með mesta móti en misjöfn að gæðum HÖFUÐLÚS hefur gert vart við sig í grunnskólum á Akureyri en þessa hvimleiða gests hefur orðið vart á þessum árstíma undanfarin ár. Höfuðlúsin gerir ekki manna- mun og bæði börn og fullorðnir geta fengið þennan óvelkomna gest, sem þó auðvelt er að losna við. Í lyfjabúðum fæst efni í hárið sem drepur bæði lús og nyt en til að árangur náist þarf að fara ná- kvæmlega eftir þeim leiðbeiningum sem fylgja. Lúsin er smá en auðsæ berum augum. Besta leiðin til að leita lúsar er að kemba hárið með lúsakambi sem fæst í lyfjabúðum. Finnist lús þarf strax að bera efni í hárið sem vinn- ur bæði á lús og nyt. Leita þarf þá tafarlaust að lús á öðru heimilis- fólki. Eftir meðferð þarf að kemba hár- ið daglega í 10-14 daga til að vera viss um að árangur hafi náðst. Þvo þarf rúmföt, viðra sængur og kodda og fatnað í notkun þarf að þvo eða setja í plastpoka og frysta. Lúsin gerir vart við sig Glæsieldhús frá A til Ö... w w w .d es ig n. is © 20 01 D V R 07 3 Við sérhæfum okkur í heildarlausnum fyrir eldhús og bað. Innréttingar – Raftæki – Hreinlætistæki OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14 - trygging fyrir l águ Við Fellsmúla Sími 588 7332 www.heildsoluverslunin.is Alþjóðleg ferðamarkaðsfræði Nú sem fyrr er Ferðamálaskóli Íslands leiðandi skóli fyrir þá, sem vilja auka menntun sína í ferðaþjónustu. Ferðamálaskóli Íslands var fyrstur skóla til að byrja með alþjóðlegt IATA/UFTAA (Alþjóðasamband flugfélaga) nám, sem er viðurkennt um allan heim og hlotið hefur miklar vinsældir hér á landi. Ferðamálaskóli Íslands hefur nú fyrstur skóla fengið samþykki IATA/UFTAA til að bjóða uppá nýtt námsefni, sem IATA/UFTAA hefur hleypt af stokkunum og á örugglega eftir að verða hagnýtt og eftirsótt nám. Alþjóðleg ferðamarkaðsfræði Söluráðar Verðlagning Markaðsrannsóknir Samkeppni Markaðsumhverfið Markaðsáæltanir Markaðshlutun Markaðsvirkni Arðsemi Sölustjórnun Árstíðarsveiflur Sölutækni Dreifing Markmið Auglýsingar Stefnumótun Ferðaþjónusta á Íslandi Námið er alls 300 stundir og kennt verður þrisvar í viku frá kl. 18.15–22.00. Námsefnið kemur frá IATA/UFTAA og tekið er próf í mars nk. og veitir því alþjóðlega viðurkenningu, en kennslan fer fram á íslensku. Námið hentar öllum þeim, sem áhuga hafa og vilja auka þekkingu sína á ferðaþjónustu. Bíldshöfða 18 567 1466 Nú sem fyrr er Ferðamálaskóli Íslands leiðandi skóli fyrir þá, sem vilja auka menntun sína í ferðaþjónustu. „Að geta sýnt fram á lokapróf í Alþjóðlegri ferðamark- aðsfræði frá jafn virtri stofnun sem IATA/UFTAA er, hlýtur að teljast gulltrygging fyrir atvinnu innan ferða- þjónustunnar hvar sem er í heiminum“. Sigurlaug Valdís Jóhannsdóttir, Bílaleigu Flugleiða/Hertz Opið frá kl. 8.00-22.00 tl tí sveiflur Fulltrúakjör Samkvæmt lögum Einingar-Iðju fara kosning- ar fulltrúa félagsins á 27. þing Alþýðusam- bands Norðurlands og ársfund Starfsgreina- sambands Íslands fram að viðhafðri allsherj- aratkvæðagreiðslu í samræmi við reglugerð A.S.Í. um slíkar kosningar. Félagið hefur rétt til að senda 46 fulltrúa á þing Alþýðusambands Norðurlands, sem haldið verður á Illugastöðum í Fnjóskadal dag- ana 5.-6. október nk. Á ársfund Starfsgreinasambands Íslands, sem haldinn verður á Hótel Loftleiðum í Reykjavík dagana 18.-19. október nk., hefur fé- lagið rétt á að senda 11 fulltrúa. Framboðslistum eða tillögum til þings AN og ársfundar SGS, þar sem tilgreind eru nöfn aðalfulltrúa í samræmi við framanskráð og jafn margra til vara, ber að skila á skrifstofu félagsins, Skipagötu 14, Akureyri, eigi síðar en kl. 12:00 á hádegi fimmtudaginn 20. september nk. Hverjum framboðslista skulu fylgja meðmæli 100 fullgildra félagsmanna. Akureyri, 11. september 2001. Stjórn Einingar-Iðju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.