Morgunblaðið - 12.09.2001, Blaðsíða 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
18 MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Gullsmiðir
LANDSVIRKJUN var rekin með 1.928 milljóna
króna halla á fyrri helmingi ársins, en á sama
tímabili í fyrra var 658 milljóna króna hagnaður af
starfseminni. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu
segir að meginástæða versnandi afkomu sé óhag-
stæð gengisþróun á tímabilinu, en fjármagns-
kostnaður hækkaði úr 1,3 milljörðum króna í fyrra
í 3,8 milljarða króna í ár.
Afskriftir hækkuðu úr 2,1 milljarði króna í 2,5
milljarða króna í ár og stafar það aðallega af end-
urmati eigna. Hagnaður fyrir afskriftir hækkaði
úr 4,0 milljörðum króna í fyrra í 4,4 milljarða
króna nú. Tekjur hækkuðu um 13,3% milli ára og
voru 6,5 milljarðar króna á fyrri helmingi þessa
árs.
Handbært fé frá rekstri nam 3,1 milljarði króna
í ár en var 2,2 milljarðar króna á sama tímabili í
fyrra.
Tekjur af sölu til stóriðju hækka um 29,1%
Í fréttatilkynningu fyrirtækisins segir að tekjur
af sölu til almenningsrafveitna hafi hækkað um
2,5% en tekjur af sölu til stóriðju um 29,1%. Þar
vegi þyngst gengisþróun og hækkun álverðs. Á
sama tíma hafi rekstrar- og viðhaldskostnaður
hækkað um 25,5%.
Í frétt fyrirtækisins segir einnig að helstu ný-
framkvæmdir á tímabilinu hafi verið Vatnsfells-
virkjun og að áfram hafi verið unnið við Búrfells-
stöðvar og endurnýjun Sogsstöðva. Að auki hafi
farið fram rannsóknir og annar undirbúningur
vegna fyrirhugaðra virkjana.
Heildareignir Landsvirkjunar námu 130 millj-
örðum króna í lok júní, skuldir voru 93 milljarðar
króna og eigið fé 37 milljarðar króna. Eiginfjár-
hlutfall var því 28,7% í lok júní í ár, en 33,6% ári
fyrr. Fjárfestingar fyrirtækisins námu 3,4 millj-
örðum króna en voru 2,4 milljarðar króna á sama
tímabili í fyrra.
Landsvirkjun tapar
1,9 milljörðum króna
EIMSKIP hefur tekið á móti ms.
Hvítanesinu sem var keypt af SÍF í
júní síðastliðnum og hefur skipið
hlotið nafnið Ljósafoss. Ljósafoss er
byggður í Noregi og sérstaklega
útbúinn til flutninga á saltfiski og
annarri kælivöru á brettum. Ljósa-
foss er eitt þriggja kæli- og frysti-
skipa í rekstri hjá Eimskip, hin tvö
eru Ludvig Andersen og Florinda
sem einnig eru sérstaklega útbúin
til flutninga á brettavöru.
Rekstur frysti- og kæliskipa Eim-
skips er liður í að efla þjónustu við
sjávarútveg og auka hagkvæmni í
flutningum viðskiptavina Eimskips,
að því er fram kemur í frétt frá fé-
laginu. Þessi þjónusta tengir saman
staði á heimamarkaði Eimskips sem
reglubundnar áætlanasiglingar ná
ekki til, svo sem flutningar milli
Norður-Noregs og Íslands og á
markaði á Spáni og í Portúgal.
Frysti- og kæliskip Eimskips hafa
reglulegar viðkomur í Reykjavík,
Hafnarfirði, Vigo á Spáni, Aveiro í
Portúgal og í Álasundi, Sortland,
Tromsö og Bátsfirði í Noregi. Auk
þess sinna skipin árstíðarbundnum
flutningum eftir verkefnum hverju
sinni. Heildarburðargeta Ljósafoss
er um 2.300 tonn og lestunargeta er
um 1.800 bretti auk 11 gámaeininga.
Skipið er 83 metrar á lengd, 14
metrar á breidd og búið tveimur
Deutz aðalvélum alls 3.300 hestöfl.
Áhöfn skipsins verður sú sama og
verið hefur á skipinu á undangengn-
um árum.
Hvítanesið
heitir nú
Ljósafoss
Króka-
aflamark
verði fellt
úr gildi
HROLLAUGUR, félag smábáta-
eigenda á Hornafirði, mótmælir
harðlega afnámi þorskaflahámarks-
kerfisins og skorar á sjávarútvegs-
kerfi að fella úr gildi hið svokallaða
króakaaflamarkskerfi sem tók gildi
samkvæmt lögum hinn 1. septem-
ber sl.
Í ályktun fundar sem haldinn var
á Hornafirði í fyrradag mótmæla
trillukarlar harðlega að úr gildi sé
fallið þorskaflahámarkskerfi sem
lögfest var 1996, sem þeir segja
bæði byggða- og vistvænt. Nær
hefði verið að betrumbæta það með
takmörkunum á sókn línubáta, t.d.
línulengd, línufjölda eða helgar-
banndögum. Telja trillukarlarnir
nauðsyn á að snúa snarlega frá því
veiðikerfi sem nú er komið til fram-
kvæmda, þ.e. krókaaflamarkið, aft-
ur til þorskaflahámarks, þakkerfis
og handfærakerfis sem farin voru
að leiða til enduruppbyggingar
byggða á landsbyggðinni.
Krókaaflamark
leiðir til brottkasts
Í ályktuninni segir ennfremur:
„Trillukarlar á Hornafirði eru sam-
mála um að ókleift sé að starfa í
þessu krókaaflamarkskerfi þegar
litið er til þess að fiskar á þessu
svæði skilja ekkert í að sumir megi
bíta á krókana en aðrir ekki. Þeir
bera ekkert skynbragð á að keilur,
löngur og karfar séu útilokaðir.
Hornfirskir trillukarlar skilja ekki
hvernig ætlast er til þess að tekið
sé af þorskaflaheimildum þeirra ef
t.d. karfi bítur á, þegar litið er til
þess að meðalverð á trilluþorski á
Hornafirði er 150–200 krónur, en
verðið á karfanum 45 krónur.
Trillukarlar á Hornafirði eru búnir
að veiða og landa karfa, löngu og
keilu á heiðarlegan hátt undanfarin
ár og munu ekki sættast á veiði-
kerfi sem breytir því. Með króka-
aflamarki er verið að innleiða veiði-
kerfi sem reynslan sýnir að leiðir til
brottkasts. Því mótmælum við
harðlega.“
Í ályktuninni er þess krafist að
sjávarútvegsráðherra líti út fyrir
næsta umhverfi en þá muni hann
sjá að veiðikerfin sem voru í gildi
til 1. september sl. voru einstök,
bæði fyrir vistkerfi og mannlíf.
„Sjávarútvegsráðherra mun einnig
sjá, ef litið er á tillögur Hafrann-
sóknastofnunar um veiðiheimildir
undanfarin ár, að það er ekki lík-
legt til hruns fiskistofna þótt heild-
arveiði í hverri fisktegund sé 10–
20% undir eða yfir útgefinni tölu.
Þar sveiflast til stærri tölur,“ segir
í ályktuninni.
LYFJAVER ehf., sem sérhæfir sig
í tölvustýrðri lyfjaskömmtun, hef-
ur tekið í notkun nýja og full-
komna lyfjaskömmtunarvél til við-
bótar við þá vél sem notuð hefur
verið. Vélin getur skammtað sjálf-
virkt alls 400 mismunandi lyf af
lyfjalista en ræður auk þess við að
skammta lyf utan lyfjalista.
Tölvustýrð lyfjaskömmtun er
ætluð þeim sem nota lyf að stað-
aldri. Lyfjaskömmtum er pakkað í
litla plastpoka, einn fyrir hverja
inntöku, samkvæmt fyrirmælum
lækna. Pokarnir eru vandlega
merktir með nafni þess sem taka á
lyfin, lista yfir lyfin sem pokinn
inniheldur, dagsetningu og á
hvaða tíma dagsins á að taka lyfja-
skammtinn inn. Fyllsta öryggis er
gætt við áfyllingar á vélarnar.
Lesa þarf strikamerki af lyfjaglasi
og því hólfi vélarinnar sem fyllt er
á. Þetta tryggir að rétt lyf séu
skömmtuð en sé um misræmi að
ræða lætur tölvukerfið vita af því.
Lyfjaver er eina fyrirtækið á Ís-
landi sem hefur fengið leyfi til
lyfjaskömmtunar samkvæmt gild-
andi reglugerð um skömmtun í
lyfjaöskjur og er í fremstu röð fyr-
irtækja á sviði tölvustýrðrar tölvu-
skömmtunar í heiminum.
Eigendur fyrirtækisins, þeir
Bessi Gíslason, Aðalsteinn Stein-
þórsson og Magnús Steinþórsson,
segja tölvustýrða lyfjaskömmtun
Lyfjavers hafa fengið frábærar
móttökur stjórnenda og fagfólks
sem starfar við umönnun aldraðra
og velflest dvalar- og hjúkr-
unarheimili landsins hafi séð sér
hag í því að nýta sér skömmt-
unarþjónustu fyrirtækisins. Þá
hafi lyfsölukeðjan Lyf & heilsa
fyrst íslenskra lyfsölufyrirtækja á
Íslandi gert samning við Lyfjaver
um tölvustýrða lyfjaskömmtun fyr-
ir viðskiptavini sína.
Nýja lyfjaskömmtunarvélin er af
gerðinni Main-TOPRA 4001CE.
Hún er að sögn Aðalsteins full-
komnasta vél á þessu sviði sem
framleidd er fyrir Evrópumarkað
og sú öruggasta sem völ er á þar
sem hún getur skammtað 400 mis-
munandi lyf á töflu- og lyfjaformi
án þess að mannshöndin komi
nærri. Hún uppfyllir einnig ýtrustu
kröfur sem gerðar eru til áletr-
unar á fjölskammta lyfjapakkn-
ingar fyrir einstaklinga samkvæmt
opinberum reglugerðum.
Morgunblaðið/Þorkell
Bessi Gíslason, Aðalsteinn Steinþórsson, Andrew Tamura, sem vinnur að uppsetningu lyfjaskömmtunarvélarinn-
ar, og Magnús Steinþórsson við nýju vélina.
Lyfjaver fær nýja skömmtunarvél
SKIPTAFUNDUR í þrotabúi
Íslenskrar miðlunar ehf. verð-
ur haldinn 21. nóvember nk. en
félagið var úrskurðað gjald-
þrota um miðjan ágúst, eins og
fram hefur komið. Ásgeir
Magnússon hæstaréttarlög-
maður var skipaður skipta-
stjóri búsins.
Íslensk miðlun
Skipta-
fundur í
nóvember
Geisladiskahulstur
aðeins 500 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is