Morgunblaðið - 12.09.2001, Blaðsíða 23
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2001 23
i8 gallerí, Klapparstíg 33
Sýningu Max Cole og Thomas
Ruppel lýkur á laugardag.
i8 gallerí er opið þriðjudaga til
laugardaga frá kl. 13-17.
Sýningu lýkur
BORGARLEIKHÚSIÐ opnar upp
á gátt í kvöld, miðvikudagskvöld, og
býður til kynningarhátíðar kl. 20.
Listamenn hússins munu bregða á
leik á stóra sviðinu og skemmta
gestum og gangandi. Þar verður
leiklist, söngur og dans og svolítið
spjall inni á milli. Það verður
brugðið upp svipmyndum af því
sem leikhúsið ætlar að tilreiða gest-
um sínum í vetur, t.d. úr Kristni-
haldinu, Blíðfinni og Beðið eftir
Godot og forvitnilegar persónur
koma fyrir almenningssjónir í
fyrsta sinn. Einnig verða stutt at-
riði úr sýningum frá fyrra ári sem
ennþá eru í fullum gangi.
Húsið verður opnað kl. 19:30 og
aðgangur er ókeypis.
Kynningar-
hátíð í Borgar-
leikhúsinu
DR. Miguel Ángel Lama, dósent í
spænsku við Universidad de
Extremadura Cáceres, heldur opin-
beran fyrirlestur í boði heimspeki-
deildar Háskóla Íslands í stofu 304 í
Árnagarði á morgun, fimmtudag, kl.
16.15.
Fyrirlesturinn nefnist Aspectos
de la novela española contempor-
ánea (1975-2000) eða Ýmsar hliðar
spænskrar skáldsagnagerðar 1975-
2000. Í honum verður aðallega fjallað
um verk rithöfundanna Juan Goyt-
isolo, Juan Marsé, José Antonio
Gabriel y Galán og Carmen Martín
Gaite.
Dr. Miguel Ángel Lama er fæddur
í Zafra, Badajoz 1962. Hann er dós-
ent í spænskum bókmenntum við há-
skólann í Extremadura í Cáceres.
Fyrirlesturinn verður fluttur á
spænsku og er öllum opinn.
Fyrirlestur um spænska
skáldsagnagerð
MARGRÉT Bóasdóttir sópran
og Björn Steinar Sólbergsson
organisti, halda tónleika í Vík-
urkirkju, Vík í Mýrdal, í kvöld,
miðvikudagskvöld, kl. 20.30.
Íslensk og erlend tónlist
Þau flytja íslenska og er-
lenda kirkjutónlist; orgelverk
og sönglög m.a. eftir Jón
Leifs, Hróðmar Inga Sig-
urbjörnsson, Ragnar Björns-
son og Jón Hlöðver Áskelsson.
Einnig orgelverk eftir
Sweelinck og Clérambault og
sönglög eftir Fauré, Alain og
J.S. Bach. Þau flytja einnig lög
úr Biblíuljóðum eftir A. Dvor-
ák með íslenskum þýðingum
eftir Kristján Val Ingólfsson.
Tónleikarnir eru á vegum
sóknarnefndar Víkurkirkju og
er aðgangur ókeypis.
Sönglög
í Víkur-
kirkju
♦ ♦ ♦
V
ík
u
rf
ré
tt
ir
a
u
g
lý
s
in
g
a
s
m
ið
ja
-
4
2
1
4
7
17
Stutt tungumálanámskeið fyrir eldri borgara
Um er að ræða hnitmiðuð námskeið til að gera fólki kleift að bjarga sér á tilteknu tungumáli um það nauðsynleg-
asta sem snýr að ferðamanninum s.s. ferðalög, veitingahús, búðir og heilsugæsla. Kennt verður tvisvar í viku,
klukkutíma í senn í fimm vikur. Gert er ráð fyrir að nemendafjöldi á hverju námskeiði verði um 15.
Tungumálin sem unnt er að velja um eru franska, spænska og þýska.
Framburðarnámskeið í ensku
Námskeiðið er hentugt þeim sem telja mikilvægt að framburður þeirra sé sem áheyrilegastur og þeim sem þurfa að
halda ræður eða fyrirlestra t.d. á alþjóðlegum málþingum eða ráðstefnum. Takmarkaður nemendafjöldi.
Kennt verður tvisvar í viku, tvo klukkutíma í senn í tvær vikur.
Námskeið í stærðfræði fyrir foreldra grunnskólanema
Námskeiðið er ætlað foreldrum nemenda í 9. og 10. bekk grunnskólans.
Kennarinn Jóhann Ingólfsson, sem hefur bæði kennt í efstu bekkjum grunnskólans og m.a. byrjunaráfanga í
stærðfræði við MH.
Kennt verður tvisvar í viku, klukkutíma í senn í sex vikur.
Leiklist og handritaskrif
Rætt verður um gerð dramatískra leikverka fyrir svið eða kvikmynd.
Auk þekktra leikrita verður vísað til leikverka og kvikmynda sem verið er að sýna.
Kennari Þorvarður Helgason.
Kennt verður tvisvar í viku, klukkutíma í senn í sex vikur.
Esperantó
Kynningarnámskeið í þessu alþjóðlega hjálparmáli (svokölluðu planmáli), sem var búið til af Pólverjanum
L.L. Zamenhof. Esperanto er eina tungumálið sem tryggir jafnrétti viðmælenda sem eiga mismunandi móðurmál.
Kennari Baldur Ragnarsson.
Kennt verður tvisvar í viku, klukkutíma í senn í sex vikur.
Innritað er í síma 595 5200 mánudaginn 10. september til fimmtudagsins 13. september nk.
kl. 9.00–18.00 og föstudaginn 14. september frá kl. 9.00–15.00.
Gert er ráð fyrir að námskeiðsgjald sé greitt við innritun.
Er þetta ekki eitthvað fyrir þig?
Komdu þá í heimsókn á heimasíðu okkar! Þar má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um þessi námskeið.
Slóðin er www. mh.is.
Rektor.
Öldungadeild Menntaskólans
við Hamrahlíð
FJÖLBREYTT TÓMSTUNDANÁMSKEIÐ!