Morgunblaðið - 12.09.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.09.2001, Blaðsíða 21
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. SEPTEMBER 2001 21 HJÖRTUR Hjartarson lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Í fórum sínum á hann marga ólíka strengi svo sem sannast á þeim ólíku stöðum þar sem hann hefur sýnt. Sumir mundu kalla það þversögn að einn og sami listamaðurinn skuli hafa haldið einkasýningar, jafnt í Nýlistasafninu sem í Bílar og list. Slík óvirðing við viðurkennda hólfun íslenskrar listar er dæmigerð fyrir Hjört. Svo virðist sem hann kæri sig kollóttan í hvaða samhengi hann lendir. Þeir sem þekkja eilítið til Hjartar geta gert sér í hugarlund brosið sem breiðist yfir andlit hans þegar hann er áminntur um að hann hafi farið yf- ir strikið í vali sínu á sýningastöðum. Hver ætti að vita það betur en hann að Nýlistasafnið og Bílar og list eru ósamrýmanlegir staðir. En Hjörtur er einmitt þannig listamaður að hann nærist á sam- bræðslu ólíkra þátta, hins háa og lága, hins vinsæla og sértæka. Þann- ig er því einnig varið með verk hans. Í Smíðar og skart leyfir hann sér að teikna á móderníska vísu líkt og væri hann arftaki meistaranna frá fyrri hluta síðustu aldar. Það má dást að lipurð og leikni teiknarans Hjartar þótt eflaust færu teikningar betur í heilum sal en hengdar hlið við hlið á einn falskan vegg. Vegna troðningsins í rýminu verður útkoman veikari en efni standa til því teikningarnar drukkna eilítið hver í annarri. En eftir að hafa vanið augað við kraðakið koma verkin í ljós hvert af öðru. Sum eru á langveginn og sýna raðir af manneskjum, en í öðrum bregður fyrir einni eða tveimur mannverum. Síllinn er módernískur, stílfærður en fágaður, og ber vott um mikla, náttúrlega hæfileika Hjartar. Áherslan á fígúrurnar sjálfar óháð umhverfi er fremur í anda högg- myndalistar en málaralistar, enda minna einstaklingar og hópar Hjart- ar að sumu leyti á teikningar Henry heitins Moore. Þetta er eftirtektar- verð sýning þótt upphengið sjálft verði að teljast afleitt. Einn og tveir og fleiri MYNDLIST S m í ð a r o g s k a r t , S k ó l a v ö r ð u s t í g Til 13. september. Opið á verslunartíma. TEIKNINGAR HJÖRTUR HJARTARSON Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Frá sýningu Hjartar Hjartarsonar í Smíðar og skart. Halldór Björn Runólfsson Í HÁLFA öld hefur English National Ballet sett upp Hnotubrjótinn um jólin. Í þetta skiptið fær Barbie að vera með. Reyndar ekki alveg á svið- inu, en á myndbandi með uppsetn- ingu ballettsins í Hnotubrjótnum verður Barbie teiknuð inn á. Barbie- framleiðandinn Mattel hefur gert samninga um að leggja fram 85 þús- und pund, um tólf milljónir íslenskra króna, til Enska þjóðarballettsins. Það kemur sér vel því skuldir hans nema 200 þúsund pundum eða tæplega þrjátíu milljónum íslenskra króna. Mattel fór einnig á fjörurnar við Konunglega ballettinn, en þar báru samningaumleitanir ekki ár- angur. Bæði Mattel og þjóðarballett- inn vonast til að samstarfið haldi áfram. Barbie er ekki óvön að bregða sér í hin ýmsu störf. Hún er bæði flug- freyja, geimfari, hjúkrunarkona og sjónvarpskona, svo henni verður ekki skotaskuld úr því að bregða sér í tjullpilsið og táskóna og svífa um eins og gefur á að líta á myndband- inu. Þótt hún hafi ekki áður dansað með jafnfrægum hópi hefur ball- erínugervið fylgt henni í þá fjóra áratugi sem Barbie hefur glatt stelpnahjörtu um allan heim. Það kippast kannski einhverjir ballett- unnendur við þegar sambandi Barbie og ballettsins er lýst sem jafnfullkomnu og sambandi dans- aranna goðumlíku Rudolf Nureyev og Margot Fonteyn, en þannig lýsir Mattel þó sambandinu. Árleg uppsetning þjóðarball- ettsins á Hnotubrjótnum er vinsæl- asta uppsetning ballettsins og Christopher Nourse framkvæmda- stjóra hans þykir fara vel á því að spyrða ballettinn saman við Barbie. Í fréttatilkynningu ballettsins segir hann að ballett snúist um ímynd- unaraflið og að hrífa fólk inn í ímyndaðan heim, alveg eins og Barbie geri. Auk þess sem pening- arnir komi sér vel, vonast Nourse eftir því að Barbie-merkið nái til nýrra áhorfenda, sem ekki hafi áður komið á sýningar ballettsins. Ballett- inn höfðar til barna og vonin er að litlar Barbie-stelpur dragi foreldra sína með á Barbie-sýninguna. Uppsetningin mun efalaust vekja áleitnar spurningar um það rými, sem fyrirtæki er kosta menningar- atburði ætla sér fyrir sinn snúð. Sýn- ingin verður auglýst með Barbie- myndum á veggspjöldum, sem hengd verða upp um alla London. Á sérstökum sýningum verður Colliseum skreytt hátt og lágt með Barbie og hennar dóti og allt flóðlýst í bleiku ljósi. Auk Barbie-mynd- bandsins verða seldar Barbie- dúkkur í búningum úr ballettinum. Barbie með Enska þjóðarballettinum London. Morgunblaðið. KAMMERMÚSÍKKLÚBBURINN er nú að hefja sitt 45. starfsár og verða fyrstu tónleikar klúbbsins nk. sunnudag. Verða þar leikin tvö af öndvegisverkum kammertónlistar- innar, divertimento í Es-dúr, K. 563, eftir Mozart og strengjakvintett í C- dúr eftir Schubert, D. 956. Flytjend- ur verða strengjaleikarar undir for- ystu Sigrúnar Eðvaldsdóttur. 100 ára ártíðar Verdis verður minnst með flutningi á strengjakvar- tett hans í e-moll hinn 14. október. Þá verður haldið áfram að kynna strengjakvartetta Shostakovich og verður nú sá tíundi í As-dúr, op. 118, fluttur. Að lokum verður hið kunna píanótríó Dvoráks op. 90 í e-moll, svokallað „Dumky“-tríó, flutt. Flytj- endur á þessum tónleikum verða meðlimir Camerarctica-hópsins. Á þriðju tónleikum vetrarins sunnudaginn 18. nóvember sækir Cuvillés-kvartettinn frá München Kammermúsíkklúbbinn heim. Þessi kvartett er áheyrendum klúbbsins að góðu kunnur, bæði undir núver- andi nafni sínu og sem Sinnhofer- kvartettinn fyrr á árum. Að þessu sinni leika þeir þrjú öndvegisverk: strengjakvartett nr. 2 eftir Bartók, strengjakvartett í C-dúr, K. 465, svo- nefndan „Dissonanz“-kvartett, eftir Mozart, og eitt af öndvegisverkum Beethovens, strengjakvartett í a- moll, op. 132. Fjórðu tónleikarnir verða sunnu- daginn 20. janúar. Verða þá flutt tvö af píanótríóum Brahms, fyrst horn- tríóið í Es-dúr, op. 40, og svo klarin- ettutríóið í a-moll, op. 114. Að lokum kemur svo kvintett fyrir píanó og blásara í Es-dúr, op. 16, eftir Beethoven. Flytjendur á þessum tónleikum verða meðlimir úr Blás- arakvintett Reykjavíkur ásamt Sig- rúnu Eðvaldsdóttur, Bryndísi Höllu Gylfadóttur og Vovka Ashkenazy. Fimmtu og síðustu tónleikar vetr- arins verða sunnudaginn 24. febrúar. Á þeim heyrast strengjakvintett í g- moll, K. 516, eftir Mozart. Þá kemur kvartettþáttur í c-moll, D. 703, eftir Schubert og eitt af meistaraverkum Brahms, píanókvintett í f-moll, op. 34. Flytjendur á þessum tónleikum verða EÞOS-kvartettinn og félagar. Tónleikar Kammermúsíkklúbbs- ins fara sem fyrr fram í Bústaða- kirkju og hefjast alltaf kl. 20. Öndvegisverk á 45. starfsári Kammer- músíkklúbbsins TVÖ handritsverkefni hafa ver- ið valin til að hljóta styrk í loka- úthlutun handritanefndar Kvik- myndasjóðs Íslands á árinu. Um er að ræða verkefnin Napó- leonsskjölin eftir Arnald Indr- iðason og Búktalaraást eftir Kristínu Ómarsdóttur og Odd- nýju Eiri Ævarsdóttur en hvort verkefni hlýtur 300.000 í styrk. Með styrkveitingunni lýkur úthlutunarferli handritanefndar kvikmyndasjóðs á árinu, sem hófst í janúar síðastliðnum, þeg- ar ellefu handrit hlutu styrki og aðstoð við þróun handrits, með möguleika á framhaldsstyrk. Fimm verkefni voru valin til að hljóta framhaldsstyrk í annarri úthlutunarlotu, en verkefnin tvö sem hér er greint frá hlutu þriðja styrkinn. Kvikmyndasjóður hefur nú alls veitt 6.000.000 kr. í styrki og aðstoð við íslenska handritsgerð á árinu, en hver styrkveiting nam 300.000 krónum. Í úthlut- unarnefnd árið 2001 sitja Christof Wehmeier, Kolbrún Jarlsdóttir og Pétur Blöndal. Í undirnefnd vegna handrits- styrkja sitja Bjarni Jónsson, Björn Vignir Sigurpálsson og Guðrún Vilmundardóttir. Tvö hand- rit hlutu lokastyrk Framtíðin hefst ....núna! Borgartúni 28 • S: 562 2901 & 562 2900 • www.ef.is Super A nti-Alia s Filter 540 lín ur TOSHIBA DVD • SD 100 er af 5. kynslóð DVD mynddiskaspilara, með betri myndgæðum og mun fullkomnari en aðrir bjóða! TOSHIBA eru fremstir í tækniþróun. Hönnuðir Pro-Logic heimabíókerfisins, Pro-Drum mynd- bandstækjanna og DVD mynddiskakerfisins. Önnur TOSHIBA tæki fást í stærðunum frá 14“-61“ 29“-33“ eða 37“ 100HZ DIGITAL SCAN TOSHIBA heimabíó Nýjasta og fullkomnasta tækni á einstöku verði! • Super-5 Digital Blackline myndlampi • 180-300W magnari • 3 Scarttengi að aftan • 2 RCA Super VHS/DVD tengi að aftan Super VHS, myndavéla- og heyrnartækjatengi að framan • Barnalæsing á stöðvar • Glæsilegur skápur m/glerhurð og 3 hillum • 6 framhátalarar • 2 bassahátalarar • 2 x 2 bakhátalarar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.