Morgunblaðið - 27.09.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.09.2001, Blaðsíða 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 23 RYÐFRÍ SÉRSMÍÐI STÁLBORÐ STÁLVASKAR STÁLKLÆÐNINGAR HEIMILI MÖTUNEYTI SÖLUTURNAR VEITINGASTAÐIR Ofnasmiðjan Flatahrauni 13 220 Hafnarfirði Leitið tilboða hjá okkur. Sími 555-6100 Fax 555-6110 KYNNING Sólveig Einardóttir verður með húðgreiningartölvuna í Lyf og heilsu, Austurstæti, fimmtudag og föstudag og veitir faglega ráðgjöf. Nú býðst þér ótrúlegt tækifæri til þessarar heillandi borgar á verði sem hefur aldrei fyrr sést. Þú bókar tvö sæti til Prag, en greiðir bara fyrir eitt, og kemst til einnar feg- urstu borgar Evrópu á frábærum kjörum. Allar ferðir í október eru nú uppseldar og þér bjóðast nú síðustu sætin þann 8. og 15. október á einstökum kjörum. Hjá Heimsferðum getur þú valið um gott úrval 3ja og 4 stjörnu hótela og fararstjórar Heimsferða bjóða þér spennandi kynnisferðir meðan á dvölinni stendur. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 16.850 Flugsæti á mann, m.v. 2 fyrir 1. 33.700/2 = 16.850.- Skattar kr. 2.870, ekki innifaldir. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Forfallagjald, kr. 1.800. Verð hótela: Verð á mann Hotel Korunek – 3 stjörnur, kr. 3.890 nóttin í tveggja manna herbergi. Quality – 3 stjörnur, kr. 3.900 nóttin í tveggja manna herbergi. Expo – 4 stjörnur, kr. 4.900 nóttin í tveggja manna herbergi. Síðustu sætin til Prag í október 2 fyrir 1 til Prag 8. eða 15. október frá kr. 16.850 Borgara- flokkar ræðast aftur við KJELL Magne Bondevik, formaður Kristilega þjóðarflokksins í Noregi, samþykkti í gær að hefja aftur við- ræður við Hægriflokkinn um stjórn- armyndun en á þriðjudag slitnaði upp úr viðræðum borgaraflokkanna. Að sögn Bondeviks var ekki aðeins deilt um skipan í ráðherraembætti heldur einnig stefnu. Hafði Aftenposten eftir Bondevik að Hægriflokksmenn hefðu viljað mjög eindregnar hægri- áherslur í stjórnarsáttmálanum. Auk áðurnefndra flokka taka einn- ig liðsmenn Venstre, sem er borgara- legur flokkur, einnig þátt í viðræðun- um. Leiðtogi Hægriflokksins, Jan Petersen, skýrði frá því á blaða- mannafundi í gær að flokkurinn hefði samþykkt að gera ekki áfram kröfu um að fá embætti forsætisráðherra í væntanlegri stjórn. Bondevik var um hríð forsætisráð- herra samsteypustjórnar hægri- og miðflokka og ljóst að hann leggur áherslu á að hreppa embættið á ný. Hann nýtur mikils álits í skoðana- könnunum en flokkurinn missti nokkur þingsæti í kosningunum ný- verið. Stjórnarmyndun í Noregi Uppstokk- un í heima- stjórninni JONATHAN Motzfeldt, formaður grænlensku landstjórnarinnar, hef- ur stokkað upp í ráðherraliði sínu í kjölfar gagnrýni sem hann hefur sætt innan flokks síns, Siumut, sem er jafnaðarmannaflokkur. Var Hans Enoksen, sem harðast hefur gagnrýnt Motzfeldt og felldi hann úr formannssæti Siumut í vikunni sem leið, skipaður sjávarútvegsráð- herra og Ole Dorph var skipaður félagsmálaráðherra. Motzfeldt hefur legið undir harðri gagnrýni frá Enoksen og fleirum fyrir það hvernig land- stjórnin hefur haldið á málum sjáv- arútvegsins í Grænlandi. Halli á rekstri Royal Greenland, sem sér um vinnslu og útflutning á græn- lenskum sjávarafurðum, nam um 37 milljörðum íslenskra króna og ligg- ur fyrir að loka þurfi fjórum af níu fiskvinnsluhúsum félagsins. Royal Greenland er í eigu landstjórnar- innar. Grænland hefur haft heimastjórn frá árinu 1979 og var Motzfeldt fyrsti formaður stjórnarinnar frá 1979 til 1991. Hann tók aftur við embættinu árið 1997. Grænland ♦ ♦ ♦ LÝÐRÆÐISLEGA vinstribanda- lagið, flokkur fyrrverandi komm- únista í Póllandi, og samstarfs- flokkur hans, Verkalýðsbanda- lagið, fengu 41,04% greiddra atkvæða í þingkosningum á sunnu- dag og náðu ekki meirihluta í neðri deild þingsins, samkvæmt lokatölum sem birtar voru í gær. Aleksander Kwasniewski, for- seti Póllands, hefur sagt að Leszek Miller, leiðtoga Lýðræð- islega vinstribandalagsins, verði falið að mynda ríkisstjórn. Miller hyggst hefja viðræður við aðra flokka um myndun samsteypu- stjórnar. Samstaða, flokkur Jerzy Buzeks, fráfarandi forsætisráðherra, galt mikið afhroð í kosningunum og fékk ekkert þingsæti. Bandalag Samstöðu og hægriflokka fékk að- eins 5,6% atkvæðanna og það dugði ekki til að fá þingsæti, en til þess þurfti bandalagið a.m.k. 8% fylgi. Einstakir flokkar þurftu að fá a.m.k. 5% fylgi til að fá sæti á þinginu. Frelsisbandalagið, flokk- ur Bronislaws Geremeks, fráfar- andi utanríkisráðherra, fékk að- eins 3,1% atkvæðanna. Miðflokkurinn Borgaravettvang- ur varð næststærsti flokkurinn á þinginu, með 12,68% atkvæðanna. Næstir komu Samoobrona (Sjálfs- vörn), flokkur smábænda, með 10,2%, Flokkur laga og reglu með 9,5% og Pólski smábændaflokkur- inn 8,98%. Pólska fjölskyldubanda- lagið, flokkur kaþólskra þjóðern- issinna, sem er andvígur því að Pólland gangi í Evrópusambandið, fékk 7,87%. Kosningarnar í Póllandi Arftakar komm- únista náðu ekki meirihluta Varsjá. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.