Morgunblaðið - 27.09.2001, Blaðsíða 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 41
Sími 562 0200
Erfisdrykkjur
við Nýbýlaveg, Kópavogi
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
Við þekkjum
Trausta heitinn sem
góðan dreng og hann
var vinur í raun og
óhlífinn sjálfum sér.
Trausti átti erfiða daga
oft um ævina, stundum
átti hann í baráttu við
Bakkus konung. Okkur
skildist upp á það síðasta að Trausti
heitinn væri orðinn saddur lífdaga,
þó berðist áfram til lokadags.
Guð blessi þig Trausti minn. Við
viljum þakka þér fyrir þau gengnu
spor sem þú áttir hér með okkur.
Um leið viljum við votta aðstandend-
um hans dýpstu samúð.
Oss er treginn Trausti minn
að trúa að þú sért látinn
Sogin nístir hug og sinn
svo er margur grátinn
þú ferð til feðra þinna inn
þinn er ferðamátinn
Gunnar Ó., Jón Karl, Ingimund-
ur Valur, Friðrik og Lilja.
Nú ertu farinn, Trausti minn.
Ég mun sakna gæsku þinnar og
bross þíns sem alltaf veitti mér gleði.
TRAUSTI
SIGURJÓNSSON
✝ Trausti Sigur-jónsson fæddist
21. apríl 1963. Hann
lést 9. ágúst síðast-
liðinn.
Útför Trausta fór
fram í kyrrþey.
Þannig mun ég alltaf
minnast þín.
Drottinn sé með þér
kæri vinur.
Villist ég vinum frá
vegmóður einn,
köld nóttinn kringum mig,
koddi minn steinn,
heilög skal heimvon mín.
Hærra, minn Guð, til þín,
hærra til þín.
(Þýð. Matt. Joch.)
Innilegar samúðar-
kveðjur til fjölskyldu
og vina.
Kveðja,
Eva Lind Björnsdóttir.
Hann Oddur vinur
minn er dáinn.
Það er svo skrítið, að
það er eins og sumu
fólki hafi verið ætlað að
kynnast. Ég held að því hafi þannig
verið farið með Odd, Helgu og mig.
Ég var bara fjögurra ára og var að
reyna að hjóla í fyrsta skipti hjálp-
arlaust á alvöru hjóli. Oddur og
Helga bjuggu í stóra kaupfélags-
stjórahúsinu hinum megin við göt-
una okkar. Ég hjólaði á grindverkið
hjá þeim og óhljóðin í mér ráku
Helgu út til að athuga hvað væri að
gerast.
Eftir að hún setti plástur á sárið,
hófst vinskapur okkar.
Ég man svo vel eftir því að hafa
verið að hoppa niður stigann hjá
þeim í Sigtúninu, lengsta stiga sem
ég hafði nokkurn tímann séð.
ODDUR
SIGURBERGSSON
✝ Oddur Sigur-bergsson fæddist
á Eyri í Fáskrúðs-
firði 19. maí 1917.
Hann lést á hjúkrun-
arheimilinu Drop-
laugarstöðum 14.
ágúst síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Dómkirkjunni 24.
ágúst.
Líka þegar ég fékk
dúkkuna sem Oddur
keypti handa mér í út-
löndum, dúkku sem var
höfðinu hærri en ég.
Elsku Oddur, takk
fyrir að hafa alltaf verið
svona góður við mig og
systkini mín, þau
Hörpu Hlíf og Kidda.
Við munum aldrei
gleyma þér.
Ég vildi að þú værir
enn þá hjá okkur, en þú
varst orðinn svo veikur
og ég veit að þér líður
vel núna á fallega
staðnum, þar sem enginn sársauki er
til.
Elsku Helga mín, þú veist að okk-
ur mömmu þykir svo innilega vænt
um þig og þú munt alltaf eiga okkur
að.
Kæra Margrét, Helga Brá og
Dagga, ég samhryggist ykkur inni-
lega, ég veit hvað hann var ykkur
kær.
Guð mun gefa ykkur styrk og
minningin um góðan mann mun
ávallt fylgja okkur.
Bless Oddur minn, við sjáumst
síðar.
Þín litla vinkona,
Gunnhildur Björk.
✝ Ásta Benjamíns-son Murray
fæddist í Kaup-
mannahöfn 16. nóv-
ember 1913. Hún lést
í Barnevelde í New
York-ríki 2. ágúst
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru hjón-
in María Wendel frá
Þingeyri við Dýra-
fjörð og Ólafur
Benjamínsson, stór-
kaupmaður í Reykja-
vík, frá Marðareyri í
Veiðileysufirði. For-
eldrar Maríu voru
hjónin Svanfríður Ólafsdóttir
Wendel og Friðrik Wendel, faktor
á Þingeyri. Foreldrar Ólafs voru
hjónin Hansína Elísabet Tómas-
dóttir og Benjamín Einarsson á
Marðareyri. Ásta átti tvær systur,
þær Sonju W.B. de Zorrilla og
Rögnu Benjamínsson, en hún lést
fjögurra ára að aldri árið 1922.
Ásta lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1935 og prófi í lyfja-
fræði 1939.
Meðan á námi í
lyfjafræði stóð og
eftir próf starfaði
hún í Ingólfsapóteki.
Ásta var fyrsta ís-
lenska konan til að
vinna meistaratitil í
tennisleik.
Ásta flutti til
Bandaríkjanna 1944
og giftist þar
Grosvenor Murray
verkfræðingi. Hann
dvaldi á Íslandi sem
hermaður meðan á
seinni heimsstyrjöldinni stóð.
Börn þeirra eru Thomas Olaf lög-
fræðingur, kvæntur Betty
Murray, og Margaret Murray Ro-
berts, félagsráðgjafi og tónlistar-
kennari, gift Laurence Roberts
prófessor.
Minningarathöfn um Ástu fór
fram í Folts Home-kapellunni í
Herkimer í New York-ríki í
Bandaríkjunum 6. ágúst.
Þau hittust fyrst á tennisvelli á
Melavellinum í Reykjavík þar sem
hann dvaldi meðan á seinni heims-
styrjöldinni stóð. Hann klifraði oft
upp á þakið á bragganum sínum til
að geta horft á tennisleikina. Dag
nokkurn var ungur maður frá einu
Norðurlandanna að bíða eftir kon-
unni sem hann vonaðist til að
kvænast. Hann sá bandaríska her-
manninn á þakinu og bauð honum
að leika við sig tennis. Fljótlega
birtist ung og fögur kona, nokkuð
hávaxin, á tennisvellinum. Norður-
landabúinn horfði vonsvikinn á
þegar ástin kviknaði hjá hinum
bandaríska hermanni og hinni
huggulegu íslensku konu. Þannig
hófst ástarsagan þeirra.
Hún var fyrsta íslenska konan
til að vinna meistaratitil í tenn-
isleik, hann var góður alhliða
íþróttamaður. Hann bað hennar;
að þau skyldu eigast og að brúð-
kaupið yrði haldið í Bandaríkjun-
um. Hún fékk far með Goðafossi,
sem fór frá Íslandi 28. ágúst 1944,
með síðustu ferð skipsins, því nas-
istar sökktu skipinu við strönd Ís-
lands 10. nóvember þegar skipið
var að koma heim úr þessari ferð.
Þau giftu sig í kapellu hersins í
Alabama. Hann náði aldrei að
vinna ástina sína í leik á tenn-
isvellinum.
Þau áttu góða daga í 57 ára
hjónabandi, sem stóð allt þar til
dauðinn aðskildi þau. Ásta Benja-
mínsson Murray lést 2. ágúst síð-
astliðinn. Hún fæddist í Kaup-
mannahöfn 16. nóvember 1913,
dóttir hjónanna Maríu Wendel frá
Þingeyri við Dýrafjörð og Ólafs
Benjamínssonar stórkaupmanns
frá Marðareyri í Veiðileysufirði.
Hún ólst upp í Reykjavík, þar sem
hún lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík vorið
1935 og prófi í lyfjafræði lauk hún
árið 1939. Ásta starfaði í Ingólfs-
apóteki þar til hún flutti til Banda-
ríkjanna.
Í Bandaríkjunum helgaði Ásta
fjölskyldu sinni allt sitt líf. Hún
bjó fjölskyldu sinni fallegt heimili
þar sem krakkarnir í nágrenninu
gátu notið lífsins í útivist og skáta-
leikjum í fallegu umhverfi.
Ásta lætur eftir sig eiginmann,
Grosvenor Murray. Ást hans og
tryggð verður seint ofmetin. Hún
lætur einnig eftir sig kæra systur,
Sonju W.B. de Zorrilla; son og
tengdadóttur, þau Thomas Olaf og
Betty Murray; dóttur og tengda-
son, Margaret Murray og Laur-
ence Roberts; ömmubörnin Daria
Roberts Helmer og eiginmann
hennar Adam, Sonja Roberts,
Kristina Murray og eiginmann
hennar Tad Ripley, Patricia
Murray Nordwall og eiginmann
hennar Mark, Carolyn Murray og
langömmubarnið Katie Nordwall.
Minningarathöfn um Ástu var
haldin í Folts Home-kapellunni við
Washingonstræti í bænum Herki-
mer í New York-ríki í Bandaríkj-
unum mánudaginn 6. ágúst síðast-
liðinn.
Blessuð sé minning móður minn-
ar, Ástu Benjamínsson Murray.
Margrét Murray Roberts.
ÁSTA
BENJAMÍNSSON
MURRAY
Ég kynntist Jóhanni
mjög og átti með hon-
um góðar stundir.
Kom þar sérstaklega
hve hann var traustur maður í
hverju máli og þá áttum við samleið
á tveim vettvöngum hins daglega
lífs. Annar var bindindismálin sem
hann fylgdi dyggilega alla ævi og
sérstaklega hafði ég ánægju af okk-
ar síðustu samfundum er ég heim-
sótti hann í sumar á heimili hans,
Hólnum, og þá kvað hann það hafa
verið sína mestu hamingju að hafa
ungur tekið ákvörðun um að forðast
áfengi og önnur vímuefni. Það sagði
hann mikið gæfuspor. Við áttum
líka góða og farsæla samleið í Sjálf-
stæðisflokknum, þar sem manndáð-
in og baráttan fyrir farsæld sam-
félagsins átti sterk ítök og
fjölskyldan var í fyrirrúmi. Við átt-
um góða stund saman á heimili
hans og ræddum þessi mál okkar,
hugsjónirnar sem að þeim stóðu,
hvað unnist hefði á og hvað hefði
farið úrskeiðis. Við vorum sammála
um að vímulaust þjóðfélag væri
brýn nauðsyn, en eins og þjóðlífið
væri í dag þar sem fólkið í landinu
hefði orðið fyrir barðinu á eiturefn-
unum, væri enn lengra í land með
bindindissamt þjóðfélag og nú
þyrftu allir þjóðhollir landsmenn að
taka til hendinni og stöðva þessa
óheillaþróun. Hann sagði m.a.:
„Mér líst ekki á þessa þróun en allt-
af á að bæta við áfengisverslunum
JÓHANN
FRIÐFINNSSON
✝ Jóhann Frið-finnsson fæddist
í Vestmannaeyjum 3.
nóvember 1928.
Hann lést á Land-
spítala – háskóla-
sjúkrahúsi í Fossvogi
13. september og fór
útför hans fram frá
Landakirkju 21.
september.
og fjölga vínveitinga-
húsum og svo hélt ég
að engum gæti komið
til hugar að berjast
fyrir að þessi ófögn-
uður ætti eftir að vera
seldur innan um alls-
konar matvæli í öllum
búðum landsins.“
Hann sagði líka að
undanlátssemin við
allskonar kröfur sem
gerðar væru á hendur
þjóðfélaginu myndu
ekki verða framtíðinni
til bóta. Og margt ann-
að vorum við sammála
um og höfðum ótta af sem væru
steinar í götu þjóðarinnar um gró-
andi þjóðlíf með þverrandi tár, sem
þroskast á guðsríkisbraut. Það var
mér mikill ávinningur að geta átt
þessa stund með vini mínum Jó-
hanni. Hann hafði virkilega kynnst
mörgum viðhorfum í starfi sínu fyr-
ir bæinn sinn og eins þjóðina. Jó-
hann var maður heilbrigðra lífs-
hátta og var ekki óspar á að segja
hver væri gæfuleiðin. Kirkjan átti
einnig hans hug, það fann ég svo
glöggt og „bænirnar hennar
mömmu“, eins og við orðuðum það,
voru þau leiðarljós sem gáfu far-
sæld í lífi hvers manns.
Ég vil með þessum orðum þakka
Jóhanni góðvini mínum fyrir öll
hans hlýju orð og handtök og hið
góða viðmót og bros sem hann átti
svo ríkulega mikið af. Hann var
sannur maður í þess orðs fyllstu
merkingu, vildi öllum gott gera.
Það var alltaf mikil heiðríkja í
kringum hann. Guð blessi hann og
varðveiti.
Árni Helgason, Stykkishólmi.
Jóhann Friðfinnsson var for-
stöðumaður Byggðasafnsins í Eyj-
um frá árinu 1992 þar til hann lét af
því starfi fyrir aldurssakir. Síðustu
tvö árin stjórnaði hann sagna- og
fræðasetri á heimili sínu á Hólnum
í Vestmannaeyjum. Jóhann naut sín
í starfi safnvarðar enda fróður um
sögu Eyjanna og góður sögumaður.
Það var ætíð ánægjulegt að sækja
hann heim og var Jóhann rómaður
fyrir gestrisni sína og alúðlega
framkomu. Jóhann Ásmundsson var
safnmaður og vel liðinn meðal sam-
starfsmanna í byggða- og minja-
söfnum landins. Hann tók til varð-
veislu muni í Byggðasafnið í
Eyjum, skráði og bjó til sýningar
auk þess að taka vel á móti gestum.
Jóhann tók árlega þátt í ársfundi ís-
lenskra safnmanna, farskólanum.
Þar var hann hrókur alls fagnaðar
og einstaklega áhugasamur. Jói á
Hólnum, eins og við kölluðum hann,
hafði einlægan áhuga á starfinu og
var stoltur af safninu sínu og sögu
Vestmannaeyja. Árið 1997 var hinn
árlegi farskóli íslenskra safnmanna
haldinn í Vestmannaeyjum og tók
Jóhann sérlega vel á móti sam-
starfsmönnum sínum frá öllum
landshornum. Farskólinn það árið
var óvenjulega fjölsóttur og eftir-
minnilegur. Jóhann hafði skipulagt
glæsilega dagskrá blandaða fróðleik
og skemmtun eins og honum einum
var lagið. Boðið var upp á fræðslu-
erindi, leiðsögn um safnið og skoð-
unarferðir um söguslóðir í Eyjum.
Hátíð farskólans var svo þegar Jó-
hann bauð hinum 60 manna hópi til
kvöldverðar á heimili sitt á Hóln-
um. Einkenndust móttökurnar af
einstakri gestrisni, vinarhug og ör-
læti. Það var því sorg og söknuður
sem einkenndi þátttakendur í far-
skóla íslenskra safnmanna í sept-
ember sl. þegar þær fréttir bárust
á miðjum farskóla að Jóhann væri
látinn. Þar er skarð fyrir skildi.
Fyrir hönd samstarfsmanna á Þjóð-
minjasafni Íslands og byggða- og
minjasöfnum landsins er Jóhanni
þakkað fyrir hans hlut í safnastarfi
á Íslandi. Hann átti sinn þátt í að
varðveita minjar og miðla á áhuga-
verðan hátt fróðleik um sögu
heimabyggðar sinnar gestum hans
til ánægju. Blessuð sé minning Jó-
hanns Friðfinnssonar.
Margrét Hallgrímsdóttir.