Morgunblaðið - 27.09.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 27.09.2001, Blaðsíða 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 43 VATNADÍSIRNAR sýna listir sínar og stúlknakór syngur í Laugardals- lauginni á vegum Orkuveitu Reykjavíkur og Íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur fimmtu- dagskvöldið 27. september kl. 20. Vatnadísirnar eru stúlkur á aldr- inum 13–15 ára og ætla þær að sýna listdans í vatni. Þjálfari stúlknanna er Rosmary Kajioka. Vatnadans er ekki keppnisgrein hérlendis en er aftur á móti ólympugrein. Þá mun stúlknakór syngja undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Áhorfendur eru beðnir að koma vel klæddir því dagskráin fer fram utandyra. Aðgangur er ókeypis,“ segir í fréttatilkynningu. Vatnadís- irnar í Laug- ardalslaug FULLTRÚAR Fegurðarsam- keppni Íslands, þær Íris Björk Árnadóttir, Íris Dögg Oddsdóttir og Svanhildur Björk Hermannsdóttir eru farnar til keppni erlendis. Íris Dögg og Svanhildur Björk keppa í Ungfrú Skandinavia í Finnlandi 5. október, en Íris Dögg í Miss Int- ernational, sem fram fer í Tókýó 4. október. Fram að keppninni munu þær annast ýmis kynningar- og aug- lýsingastörf ytra, auk æfinga fyrir lokakvöldin. Í fegurðar- keppni erlendis MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá þingflokki Frjálslynda flokksins: „Niðurstaða meirihluta hinnar svokölluðu „sáttanefndar“ er víðs fjarri loforðum stjórnarherranna fyrir síðustu kosningar. Þeir lofuðu þjóðinni því að ná sátt um fiskveiði- stjórnina. Þess í stað er niðurstaðan óbreytt kvótabraskkerfi sem Íslendingar munu aldrei sætta sig við. Við öðru var ekki að búast vegna þeirra mála- liða ríkisstjórnarinnar sem valdir voru í nefndina. Niðurstaða meirihlutans tekur í engu á þeim augljósu alvarlegu ágöllum sem eru á fiskveiðistjórn- inni og bitna á rekstri útgerðarfyr- irtækja, smárra sem stórra, sjó- mönnum og verkafólki. Ekki er heldur brugðist við hern- aði stjórnvalda gegn lífsvon sjávar- byggða um allt land. Með kvótasetn- ingu nýrra fisktegunda á smábáta er veiðikerfi smábátanna gert ófram- kvæmanlegt. Brottkast afla mun við áformaðar stjórnvaldsaðgerðir auk- ast enn frekar og var þó óbærilegt fyrir. Frjálslyndi flokkurinn telur að þau ólög, sem meirihluti nefndarinn- ar vill viðhalda eftir fyrirmælum stjórnarherranna, muni bitna harka- lega á lífskjörum þjóðarinnar. Þjóðin þarf að reka af höndum sér ríkis- stjórn sem stendur vörð um slík ólög.“ „Óbreytt kvótabraskkerfi“ LÖGFRÆÐINGAFÉLAG Íslands stendur fyrir málþingi í ráðstefnusal Hitaveitu Suðurnesja við Bláa lónið föstudaginn 28. september nk. Umfjöllunarefni þess er: Mörk lög- gjafarvalds og dómsvalds – er hlut- verk dómstóla að breytast? „Talsvert hefur verið fjallað um þetta álitaefni undanfarin misseri og þá ekki síst í tengslum við niðurstöð- ur einstakra dómsmála. Ýmsir hafa tjáð sig um málefnið og komið hafa fram mismunandi kenningar og ólík- ar skoðanir,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Lögfræðingafélag Íslands ákvað að leita til lögfræðinga, bæði innlendra og erlendra, til þess að skiptast á skoðunum og varpa ljósi á stöðu og þróun þessara mála hér á landi og í al- þjóðlegu samhengi. Málþingsstjórn- andi verður Eiríkur Tómasson pró- fessor. Dagskrá málþingsins er eftirfar- andi: Kl. 11.15 brottför með rútu frá BSÍ. 12 hádegisverður í veitingasal Bláa lónsins. 13.20 setning – Ragn- hildur Arnljótsdóttir, skrifstofustjóri og formaður Lögfræðingafélags Ís- lands. 13.30 Davíð Oddsson, forsætisráð- herra: Valdheimildir löggjafans og úrskurðarvald dómstóla. 13.50 Niels Pontoppidan, fyrrver- andi forseti Hæstaréttar Danmerkur: Mörk lagasetningarvalds og dóms- valds í ljósi réttarþróunar í Dan- mörku. 14.15 Jón Steinar Gunnlaugs- son hrl.: Um valdmörk dómstóla. 14.40 kaffihlé. 15 Sigurður Líndal prófessor: Um lagasetningarvald dómstóla. 15.30 Hrafn Bragason hæstarétt- ardómari: Er hlutverk dómstóla að breytast. 16 Ragnhildur Helgadóttir dokt- orsnemi: Þróun síðustu ára á úr- skurðarvaldi um gildi laga gagnvart stjórnarskránni. 16.30 umræður og fyrirspurnir. Í pallborði sitja: Niels Pontoppid- an, fyrrverandi forseti hæstaréttar Danmerkur, Jón Steinar Gunnlaugs- son hrl., Sigurður Líndal prófessor, Ragnhildur Helgadóttir doktors- nemi, Ástráður Haraldsson hrl. og Þorgerður K. Gunnarsdóttir, alþing- ismaður og formaður allsherjar- nefndar Alþingis. 17 málþingi slitið – léttar veitingar. 18.30 brottför rútu. Málþingið er öllum opið – þátttaka tilkynnist Lögfræðingafélagi Íslands. Þátttökugjald er kr. 7.000,“ segir í fréttatilkynningu frá Lögfræðinga- félagi Íslands. Málþing um löggjafar- vald og dómsvald FLÖTUR, samtök stærðfræðikenn- ara, hefur ákveðið að dagurinn í dag, 27. september skuli vera dagur stærðfræðinnar. Það verður í annað sinn sem dagurinn er tileinkaður stærðfræðinni. Að þessu sinni er þema dagsins stærðfræðin í um- hverfinu með áherslu á þátt foreldra í heimanámi barnanna. Til þess að auglýsa daginn efndi Flötur í vor til teiknisamkeppni fyrir nemendur í 1. til 4. bekk. Þátttaka var mjög góð og bárust um 750 myndir í keppnina. Í fyrsta sæti varð Magnús Mar Arnarson, Korpuskóla, í öðru sæti var Hildur María Hólm- arsdóttir, Oddeyrarskóla, og í þriðja sæti Kamil D. Szczuka, Bíldudals- skóla. Verðlaunamyndirnar voru settar á veggspjald sem gert var til þess að vekja athygli á deginum. Þessa viku er sýning á myndum úr keppninni í Kringlunni, á Akranesi og á Egilsstöðum. Í tilefni dags stærðfræðinnar gaf Flötur út ritið „Dagur stærðfræð- innar 27. september 2001, Heima- verkefni í stærðfræði“. Þá stendur Flötur fyrir fundi í dag á degi stærðfræðinnar með yfir- skriftina „Þurfa allir að læra stærð- fræði?“ Fundurinn verður haldinn í Odda, stofu 101, og hefst kl. 17:15. Frummælendur verða: Benedikt Jó- hannesson, stærðfræðingur og for- stjóri Talnakönnunar, Hreinn Páls- son heimspekingur, Jón Torfi Jónasson, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði, og Sigríður Laufey Gunnarsdóttir, skólastjóri Baugs- skólans, segir í fréttatilkynningu. Dagur stærð- fræðinnar FERÐAFÉLAGIÐ Útivist efnir til haustlitaferðar í Bása um helgina 28.–30. september. Árleg haustlita- ferð Útivistar var um miðjan sept- ember, þá tóku 90 manns þátt í grill- veislu og annarri dagskrá í Básum en að þessu sinni er einnig boðið upp á þessa haustlitaferð. Brottför er á föstudagskvöld kl. 20 en gist er í skálum Útivistar í Básum og verða skipulagðar styttri eða lengri göngu- ferðir í fylgd fararstjóra og hentar þessi ferð öllum aldurshópum. Á sunnudaginn, 30. sept., efnir Útivist til haustlitaferðar í Botnsdal í Hvalfirði en kl. 10.30 verður boðið upp á gönguferð kringum Hvalfell og kl. 13 gengið að Glym, hæsta fossi landsins,“ segir í fréttatilkynningu. Haustlitaferð Útivistar í Bása STJÓRN Landssambands íslenskra útvegsmanna sendi í gær frá sér eft- irfarandi ályktun vegna tillagna nefndar um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða: „Stjórn LÍÚ ítrekar þá afstöðu útvegsmanna að ekki beri að inn- heimta auðlindagjald vegna nýting- ar náttúruauðlinda, en útvegsmenn eru tilbúnir að greiða hóflegt auð- lindagjald, enda verði það til þess að skapa stöðugleika í greininni. Stjórn LÍÚ ítrekar nauðsyn þess að þær reglur sem sjávarútvegsfyrirtækj- um eru settar gildi til langs tíma, enda tefur öll óvissa fyrir nauðsyn- legri hagræðingu og framþróun. Stjórn LÍÚ áréttar þá skoðun sína, að komi til álagningar frekara auð- lindagjalds á sjávarútveg, þá verði jafnræðis gætt við skattlagningu fyrirtækja sem nýta hverskonar náttúruauðlindir, enda samræmist skattlagning einnar atvinnugreinar umfram aðrar ekki jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Stjórn LÍÚ hafnar alfarið hug- myndum um fyrningarleið og upp- boð veiðiheimilda enda væri þar um að ræða þjóðnýtingu á stjórnar- skrárvörðum atvinnuréttindum út- vegsmanna. Frá því að aflamarks- kerfið var tekið upp hafa yfir 80% veiðiheimilda skipt um eigendur og þannig hafa þeir sem þær veiði- heimildir nýta greitt fullt verð fyrir þær. Uppboð veiðiheimilda myndi að auki leiða til óvissu og óstöðug- leika sem gengur þvert á hagsmuni einstakra byggðarlaga og þjóðar- hagsmuni. Tillögur meirihluta endurskoðunarnefndarinnar 1. Tekið er undir það álit meirihluta nefndarinnar að nýta beri auð- lindir sjávar á sjálfbæran hátt með heildarhagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Hagsmunum al- mennings, byggða og sjávarút- vegs verður aðeins borgið ef sjáv- arútvegurinn er rekinn á hagkvæman hátt. Því styður stjórn LÍÚ það álit meirihluta nefndarinnar að aflamarkskerfið verði áfram meginstoð fiskveiði- stjórnunar á Íslandi. Einnig er tekið undir það sjónarmið að nýt- ingarstefna fiskistofna verði mót- uð með hámarksafrakstur í huga. 2. Stjórn LÍÚ styður þá tillögu meirihluta nefndarinnar að náð verði betri stjórn á veiðum smá- báta. Stjórnin varar hins vegar við hverskonar hugmyndum um að veita smábátum sérstakar ívilnanir umfram önnur útgerðar- form. Þar er átt við þá tillögu meirihluta nefndarinnar að út- hluta krókaaflamarksbátum auknum heimildum í aukategund- um og veita eigendum tiltekinna krókabáta fjárhagslega fyrir- greiðslu, sem öðrum stendur ekki til boða. Með því er verið að verð- launa sérstaklega aðila sem fóru ógætilega í fjárfestingum og fylgdu ekki þeim markmiðum sem sett voru um veiðar þessara báta. 3. Stjórn LÍÚ telur að lágmarks- greiðsla auðlindagjalds skuli taka mið af núverandi greiðslum veiði- eftirlitsgjalds sem á síðasta ári námu 243 milljónum króna. Ekki er rétt að miða við tímabundnar greiðslur í Þróunarsjóð sjávarút- vegsins sem námu 630 milljónum króna á síðasta ári. Skuldbinding- ar sjóðsins verða að fullu greiddar á árinu 2005 þegar lokið er greiðslu á kostnaði við smíði hins nýja hafrannsóknaskips. 4. Stjórn LÍÚ hafnar hugmyndum um að auðlindagjaldi verði varið til styrktar öðrum atvinnugrein- um enda skekkja slíkir ríkisstyrk- ir alla samkeppnisstöðu. Auð- lindagjald á sjávarútveginn er fyrst og fremst landsbyggðar- skattur sem mun draga mátt úr atvinnulífinu á landsbyggðinni en auka þenslu í mesta þéttbýlinu. 5. Stjórn LÍÚ er andsnúin hug- myndum um framsal á aflahlut- deild frá fiskiskipum til fisk- vinnslustöðva enda hefur fiskveiðistjórnunin grundvallast á rétti útvegsmanna til nýtingar fiskistofna. Slík breyting myndi valda erfiðleikum í samskiptum útvegsmanna og sjómanna. 6. Stjórn LÍÚ styður hugmyndir nefndarinnar um aðgerðir til að koma í veg fyrir brottkast. 7. Stjórn LÍÚ tekur undir hug- myndir nefndarinnar um aukið frjálsræði í sjávarútvegi er lýtur að takmörkun á heildareign á ein- stökum fisktegundum og heildar- eign aflahlutdeildar.“ Ályktun stjórnar LÍÚ Hugmyndum um fyrningarleið hafnað ENDURMENNTUN HÍ býður upp á mörg tungumálanámskeið á haustönn – hvort heldur er starfs- tengd námskeið eða hnitmiðuð námskeið sem miða að því að opna nýja menningarheima. „Arabíska fyrir byrjendur er námskeið sem fyllir síðari flokkinn, en þar er markmiðið að veita inn- sýn í framandi og gjöfulan heim ar- abískunnar sem töluð er af 200 milljónum manna í 22 löndum, segir í fréttatilkynningu. Námskeiðið hefst 3. október og kennari er Þórir Jónsson Hraundal, BA í almennum málvísindum. Gestafyrirlesari er Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamað- ur. Spænska fyrir eldri kynslóðina er annað menningartengt tungumála- námskeið sérstaklega sniðið að þörfum eldri borgara. Námskeiðið hefst 9. október og kennari er Mar- grét Jónsdóttir, lektor í spænsku við HÍ. Eldri borgarar fá 10% af- slátt af námskeiðsgjaldi. Þriðja tungumálanámskeiðið þar sem fléttað er inn umfjöllun um menningu hefst 29. október og heit- ir Mál og mannlíf á Ítalíu. Það mið- ast við að nemendur skilji ítölsku ef hún er töluð hægt og skýrt. Fjallað er um sögu, menningu og þjóðlíf á Ítalíu, þróun ítalskrar tungu og bókmenntir. Kennari er Mauro Barindi, stundakennari við HÍ. Frekari upplýsingar um þessi námskeið eru á vefsíðunni www.endurmenntun.is og þar er jafnframt hægt að skrá sig,“ segir í fréttatilkynningu. Arabíska kennd í Endur- menntun HÍ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ SJÁLFSBJÖRG, félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, mótmælir harðlega þeim kostnaðarhækkun- um sem orðið hafa í heilbrigðis- kerfinu að undanförnu. Þessar kostnaðarhækkanir koma verst niður á öryrkjum og tekjulágu fólk, segir í ályktun félagsins. „Ennfremur tekur félagið und- ir þá yfirlýsingu heilbrigðisráð- herra að ekki verði tekið upp inn- ritunargjald á sjúkrastofnanir. Þeim hugmyndum hafnar félagið alfarið því ef þær hugmyndir verða teknar upp, mun bilið milli ríkra og fátækra aukast enn meir en nú er. Sjálfsbjörg félag fatl- aðra á höfuðborgarsvæðinu skor- ar jafnframt á öll samtök launa- fólks að standa einhuga á móti þessum hugmyndum,“ segir í ályktuninni. Mótmæla hækkunum í heilbrigðiskerfinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.