Morgunblaðið - 27.09.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.09.2001, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 35 Í LIÐAÍÞRÓTTUM er oft talað um að vænlegast til árangurs sé hópur sem saman- stendur af jafn góðum einstaklingum frekar en nokkrum framúr- skarandi einstakling- um sem oft eru nefnd- ar „stjörnur“. Ætli það sé ekki víða sem þetta á við, til að mynda í stjórnmálum. Ég verð að geta þess strax að ég er ekki mikill stjórnmálaspek- ingur og lendi gjarnan í vandræðum þegar kemur að umræðum um pólitík, því vitneskja mín er takmörkum sett og því hugleiði ég meira en að vera „virkur á skoð- anaskiptatunnunni“. Mér finnst óskaplega gaman að fylgjast með pólitík og þá helst í sjónvarpi og eru pólitískar umræður jafnvel komnar við hlið íþróttaútsendinga hvað áhuga varðar. Ég spyr mig stundum, vinna stjórnmálamenn eftir einhverri hugsjón? Er stefna flokks þeirra svo sterk og nálægt hjarta þeirra að þeir fylgja henni í blindni en gleyma þeim gildum sem mannlegt innsæi segir? Og í framhaldinu; er nokkuð svo mikill munur í dag á stjórnmálaflokkum á Íslandi að menn skiptist í fylkingar og eru al- gerlega á öndverðum meiði um hvernig skuli reka búið? Menn þrátta og þræta og finna að hver öðrum eingöngu í þeim tilgangi að það hentar flokki viðkomandi að benda á það sem miður fer hjá hin- um. Hversu oft hefur maður ekki heyrt menn í upphafi umræðna segja t.d. „við vorum búnir að vara við þessu“ eða „skuldir borgarinnar hafa margfaldast eftir að þau tóku við völdum“, en svo er eins og þeg- ar líður á umræðurnar að önnur gildi komi fram hjá viðmælendum og þeir fari að hætta að tala í nafni flokks síns og tali út frá eigin sann- færingu í stað þess að þóknast flokki sínum og því sem hann stendur fyrir eða áhrifamestu mönnum hans og þeirra svör eða umsagnir eru bara ekki svo fjarri skoðunum „andstæðinganna“! Hver kannast ekki við setningar eins og „ við getum nú verið sammála um“ eða fréttamaðurinn segi „það greinir nú ekki mikið á milli hjá ykkur“ Líklegra er að slík staða komi upp þegar menn þora að vera þeir sjálfir en sitja ekki fastir í viðjum vanans um að finna enda- laust að þeim sem við viljum kalla pólitíska andstæðinga. Menn eða málefni? Eftir ofanteknar hugleiðingar kemur einmitt sú grundvallar stað- reynd upp að menn eru misjafnir að verðleikum, traustir, stefnufast- ir, sveigjanlegir, hreinskiptir, ákveðnir og svo mætti áfram telja. Tókuð þið eftir því að flestar eru þetta eru tilvísanir sem við tengjum oft við stjórnmálamenn, það passar einhvern- veginn ekki að segja um stjórnmálamann að hann sé vanafastur, skapgóður, fljótfær eða tilfinningaríkur. Allt eru þetta jákvæð gildi, eða hvað? Hins- vegar vitum við að menn geta líka verið óheiðarlegir, óstund- vísir, falskir, viðkvæmir, sjálfum- glaðir og hrokafullir. Ég held reyndar að það séu mjög margir hér á landi sem eru í sömu sporum og ég, þ.e.a.s. hafa ákveðnar skoð- anir á stjórnmálamönnum út frá framkomu og einhverju leyti ákvörðunum þeirra án þess að hafa mikla eða endanlega vitneskju um hvað þeir standa fyrir m.t.t. flokks þeirra og hvort gjörðir þeirra eru góðar fyrir almenning og þjóðarbú- ið eða ekki, því tæmandi vitneskja um mörg mál er takmörkuð (t.d. Evrópumál, fiskveiðistefna, varnar- mál). Þessa hef ég oft orðið var þegar t.d. maður með mikla þekk- ingu á ákveðnu máli kemur inn í umræðu þar sem áður tóku þátt eingöngu aðilar sem höfðu tak- markaða þekkingu á málinu og rek- ur kunnáttuleysi þeirra ofan í þá. Auðvitað eins og í öllu öðru þarf maður að þekkja málið til hlítar til að geta talist marktækur, en er það ekki einmitt skírskotun til ofan- greindra pælinga að skoðanir manna á persónu stjórnmálamanna er ekki byggð á stefnu flokks þeirra heldur persónunni sjálfri, ímynd hennar – er hún leiðtogi? Eru ekki einmitt sterkustu per- sónuleikarnir þeir valdamestu eða áhrifamestu í sínum flokkum? Mér hefur fundist frábært hreinlega að finna innan t.d. Sjálfstæðisflokksins menn sem þora að vera þeir sjálfir og setja fram skoðanir sínar sem oft á tíðum stangast á við stefnu eða skoðanir afgerandi meirihluta flokksmanna. Mig grunar að margt af því sem fram kemur í dag hjá þessum „djarfhugum“ hefði nú ekki þótt sæmandi hér fyrir nokkrum árum. Hugsjón? Það eru til margar aðferðir við að stjórna öðru fólki eða setja því reglur og sameiginleg markmið, við treystum stjórnmálamönnum til þess fyrir okkur með því að kjósa einhvern ákveðinn flokk því við höldum að það sé næst okkar hug- sjón eða væntingum. Sumir vilja að við Íslendingar verðum ríkastir og hver einstaklingur fái að njóta sín til fullnustu og þeir sem það ekki geta verða bara að eiga sig, aðrir vilja að við séum öll jöfn og ríkið haldi utan um velferðina, nú sumir vilja næstum að allir lifi í kommúnu og umhverfið sé svo hreint að ruslaílátin rétt fylli tugina. Hvað sem þessum ýktu og örfáu nefndu atriðum líður erum við öll mann- eskjur sem viljum okkar eigin hag sem bestan, ekki satt? Ég held að við Íslendingar séum náungakærir svona í heildina og viljum að allir hafi það sem best, en hvernig að- ferð notum við til að ná því og hverjum treystum við til þess? Næst þegar ég geng til kosninga hugsa ég örugglega; hver er mín hugsjón, hvaða gildi eru æðst í mínum huga? ... eða hugsa ég hvað er mínum hagsmunum fyrir bestu? Ja, ég er mannlegur eins og þú. En hvaða stjórnmálaflokkur fyllir þau skilyrði mín? – Úpps, ég veit það ekki almennilega en ég veit um fullt af einstaklingum sem ég hef trú á, þeir eru framarlega í sínum flokki sumir og eru sterkir per- sónuleikar og ég treysti þeim best ... en, ansans, þeir eru meira og minna hver í sínu horni, væntan- lega að fylgja stefnu flokks síns ... eða eigin hugsjón!? Samanburður Þegar hér er komið sögu í vangaveltunum fer maður að bera saman persónur án nokkurs tillits til hvaða flokki þær tilheyra. Fyrstu manneskjurnar sem koma mér í hug eru Davíð Oddsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir – skyldu þau falla undir eitthvað af tilvísununum hér að ofan? Ég læt ykkur um að meta það, en hugs- anlega bætið þið jafnvel við fúk- yrðum og/eða hólyrðum, en eitt getum við verið sammál um, þau eru sterkir persónuleikar hvað sem öðru líður. ...ja, það sér hugur minn nú. Mín pólitíska hugsjón! Sigurjón Kristjánsson Hugleiðing Hvaða stjórnmálaflokk- ur fyllir skilyrði mín veit ég ekki almennilega, segir Sigurjón Kristjánsson, en það eru margir einstakling- ar sem ég hef trú á. Höfundur er prenthönnuður. HINN 1. október næstkomandi hafa sjúkraliðar verið með lausa samninga í 11 mánuði. Í 11 mánuði hafa sjúkraliðar reynt að semja við kjaranefnd ríkisins en það hefur ekki gengið. Vegna þess að sjúkraliðar hafa ekki viljað sætta sig við 6,9% launahækkun, vegna þess að 6,9% hækkun á 89.000 kr. byrjunarlaun er næst- um því ekki neitt. Reyndar hafa heyrst hærri tölur hjá sátta- semjara, þar sem deiluaðilar hittast, en það hefur þá annað- hvort verið misskiln- ingur eða eitthvað sem er í núgildandi kjara- samningi hefur átt að seljast á móti. Sjúkraliðar hafa sýnt fram á að kjör þeirra eru bágbornari en sumra ófaglærðra stétta en það skiptir ekki máli því skýringin er þá sú að þær stéttir hafa ekki samið við ríkið heldur einhverja aðra. 1. október er líka sorgardagur vegna þess að þá taka uppsagnir ríf- lega 100 sjúkraliða sem starfa á Landspítala – háskólasjúkrahúsi gildi. Þessir sjúkraliðar sætta sig ekki við þá lítilsvirðingu sem störf- um þeirra, skjólstæðingum þeirra, og jafnvel vinnustaðnum þeirra eru sýnd. Þessir sjúkraliðar verða ekki í vandræðum með að finna sér önnur aðhlynningar- og umönnunarstörf sem eru betur launuð því varla er hægt að finna þau verr launuð. Þessir sjúkraliðar vinna aðallega á bráðadeildum sjúkrahússins í Fossvogi og við Hringbraut. Það verður mikil sorg að vita af áfallinu sem þessar deildir verða fyrir þegar stór hluti af starfsfólkinu fer, og hver veit hvort það skilar sér nokk- urn tíma til baka. Það verður mikil sorg að vita af kostnaðinum sem af þessu hlýst og verður engum til gagns. Svo ekki sé talað um þær þjáningar og vonbrigði sem hlýst af þessu fyrir sjúklinga og aðstandend- ur þeirra. Næstu mánaðamót á eftir taka uppsagnir um 50 sjúkraliða til viðbótar gildi. 1. október munu um 700 sjúkraliðar sem vinna hjá ríkinu um land allt byrja þriggja daga verkfall, það fyrsta af þremur í októ- ber. Viðbúið er að þá lamist hreinlega starf- semi margra heilbrigð- isstofnana og verða ekki séðar fyrir afleið- ingar þess á neinn hátt. Sjúkraliðar á LSH hafa leitað til yfir- manna sinna sem vilja leggja sitt af mörkum til að leysa þessa deilu og koma í veg fyrir að þessir sorgaratburðir nái fram að ganga, en þeir eru því miður hvorki launagreiðandinn né beinir viðsemj- endur. Ég sný mér því til þeirra sem mál- ið varðar. Gerið eitthvað áður en það er um seinan. 1. október – Sorgardagur fyrir sjúkraliða Hanna M. Geirsdóttir Höfundur er aðaltrúnaðarmaður sjúkraliða á LSH Hringbraut og sit- ur í samninganefnd sjúkraliða. Verkfall 1. október munu um 700 sjúkraliðar sem vinna hjá ríkinu um land allt byrja þriggja daga verkfall, segir Hanna M. Geirsdóttir, það fyrsta af þremur í október.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.