Morgunblaðið - 27.09.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 27.09.2001, Blaðsíða 56
Tvær töfrasýningar í gangi í Reykjavík ÞAÐ ER EKKI á hverjum degi sem töframenn á heimsmælikvarða sýna listir sínar hér á landi en nú er aldeilis gósentíð fyrir þá sem vilja láta plata sig upp úr skónum. Tvær veglegar töfra- og sjónhverfingasýningar voru frumsýndar í síðustu viku. Finnski ofurhuginn og sjónhverf- ingamaðurinn Iiro sýndi listir sínar í Loftkastalanum um helgina og hefur bætt við aukasýningu um þá næstu vegna góðrar aðsóknar. Sýn- ingarnar verða á föstudag og laugardag kl. 20 en einnig hefur verið bætt við barnasýningu kl. 15 á laugardag. Í Broadway er hins vegar boðið upp á alíslenska skemmtidagskrá með töfrum og ótrúlega glæfralegum sjónhverfingum. Sýningin heitir PG Magic show og er hinn góðkunni Pétur pókus þar í aðalhlutverki en sérlegur ráðgjafi hans er frægasti töframaður íslenskrar sam- tímasögu, Baldur Brjánsson. Frumsýnt var með glæsibrag á fimmtu- daginn og verða sýningar komandi vikur eða í samræmi við viðtökur. Næstu sýningar eru í kvöld, fimmtudagskvöld, og á sunnudaginn. Morgunblaðið/Ásdís Töframaðurinn Iiro er staddur hér á landi í annað sinn. Hókus hér og pókus þar Morgunblaðið/Ásdís Pétur pókus er aðalstjarnan í PG Magic show sem er í anda Las Vegas-sýninga. 56 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ TILGÁTA Goldbachs hefur verið mönnum hugleikin frá því á átjándu öld er Christian Goldbach setti hana fram í bréfi til vin- ar síns Leonards Eulers. Tilgátan hefur ekki verið sönnuð og enn er nokkuð í land með að finna sönn- unina, en skáld- saga Doxiadis segir frá manni sem glímt hefur við sönnunina. Doxiadis var víst undrabarn í stærðfræði og lagði stund á hana meðal annars í New York og París, en sneri sér síðan að ritstörfum. Við það hefur honum gengið flest í haginn, skrifað nokkrar skáldsögur sem þykja góðar, leikstýrt og verið verð- launaður fyrir kvikmyndir sínar. Í sögunni af Petrosi frænda segir Doxiadis frá ungum pilti sem heillast af leyndarmáli fjölskyldunnar um Petros frænda, einrænan mann sem hefur dregið sig í hlé frá skarkala heimsins og hefur helst ekki samneyti við annað fólk. Hvernig á því stendur er vel varðveitt leyndarmál innan fjöl- skyldunnar en sögumaður, sem er drengur er sagan hefst, nær á end- anum sambandi við Petros og fær hann til að segja sér sögu sína. Í ljós kemur að Petros hafði undraverða stærðfræðihæfileika, en kaus að sóa þeim í leit að sönnun á tilgátu Gold- bachs. Smám saman tekst drengnum unga að vinna traust Petrosar og ákveður í aðdáun sinni að verða stærðfræðingur. Petros er ekki sátt- ur við það og leggur fyrir piltinn lymskulega gildru. Bók Doxiadis gefur skemmtilega mynd af heimi æðri stærðfræði og þeim sérvitringum sem búa í þeim heimi, margir svo heillaðir af fræð- unum að þeir geta ekki legur átt sam- neyti við menn og sumir ganga af göflunum. Saga Petrosar er vitanlega ýkt dæmi um hvert fræðin geta leitt menn, en eigi að síður trúverðug um margt. Hún er líka býsna vel skrifuð framan af, en aðdragandi atburðanna í lokin er ekki sannfærandi og kemur á óvart hve Doxiadis missir tökin und- ir það síðasta. Þess má geta að Faber og Faber- útgáfan stofnaði verðlaunasjóð um það leyti sem bókin kom út og býður milljón sterlingspund þeim sem tekst að sanna títtnefnda tilgátu. Uncle Petros and Goldbach’s Con- jecture eftir Apostolos Doxiadis. Faber og Faber gefur út 2000. 209 síðna kilja sem kostar 1.995 kr í Máli og menningu. Árni Matthíasson Tilgáta Goldbachs Forvitnilegar bækur Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905 FYRIR 1250 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ www.sambioin.is  kvikmyndir.com  kvikmyndir.is Þegar þú veist lykilorðið, geturðu gert allt! Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. B i. 16. Vit 251  strik.is  strik.is Mögnuð stuðmynd í nánast alla staði!  kvikmyndir.is  Kvikmyndir.is Sýnd kl. 6. Ísl. tal. Vit 258. Sýnd kl. 8.Enskt. tal. Vit 265.Sýnd kl. 6, 8 og 10. Vit 268 Sýnd kl. 6. Ísl tal. Vit 245  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 10. B.i. 12. Vit 256 Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 12. Vit 270 Steven Spielberg leikstyrir hér Haley Joel Osment (Sixth Sense, Pay it Forward) og Jude Law (Enemy at the Gates) í einni stór- kostlegustu sögu og sjónarspili sem sést hefur á hvíta tjaldinu. Í leikstjórn Steven Spielberg  Rás 2  Mbl  Radíó X  HK DV  Kvikmyndir.is Kvikmyndir.com HÁSKÓLABÍÓ þar sem allir salir eru stórir Sýnd kl. 6Sýnd kl. 10.30.Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.15, 8 og 10. B. i. 12 ára. Himnasending i i Frá leikstjórum American Pie. Líf og dauði hef- ur sínar góðu og slæmu hliðar. Með „fyndn- asta manni“ í Ameríku, Chris Rock (Lethal Weapon 4, Dogma), Mark Addy (The Full Monty), Eugene Levy (American Pie), Regina King (Jerry Maguire, Enemy of the State) og Chazz Pal- menteri (Analyze This). 1/2 Kvikmyndir.com  H.L. Mbl.  H.K. DV  Strik.is  ÓHT Rás 2 TILLSAMMANS Sýnd kl. 10. B.i.10. Sýnd kl. 8. B.i. 12. Skriðdýrin eru mætt aftur til leiks Sýnd kl. 6 og 8. Kvikmyndir.com Hugleikur DV  strik.is Stærsta mynd ársins yfir 50.000 áhorfendur Steven Spielberg leikstyrir hér Haley Joel Osment (Sixth Sense, Pay it Forward) og Jude Law (Enemy at the Gates) í einni stórkostlegustu sögu og sjónarspili sem sést hefur á hvíta tjaldinu. Í leikstjórn Steven Spielberg Hagatorgi www.haskolabio.is sími 530 1919 Sýnd kl.6. Ísl tal  Radíó X  Kvikmyndir.is Kvikmyndir.com  HK DV                           !"  # "  ! "  $ "% &! ' "  ! "  ( "%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.