Morgunblaðið - 27.09.2001, Blaðsíða 24
ÁRÁSIN Á BANDARÍKIN
24 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
LÖGREGLA á Spáni hefur hand-
tekið sex Alsírbúa sem starfræktu
hryðjuverkahóp tengdan Osama
bin Laden, sem er grunaður um að
hafa staðið fyrir hryðjuverkaárás-
unum á Bandaríkin. Innanríkisráð-
herra Spánar, Mariano Rajoy,
greindi frá þessu í gær.
„Handtökurnar eru mikilvægar
og búið er að gera Bandaríkja-
mönnum grein fyrir þeim,“ sagði
Rajoy en Spánverjar eru á meðal
þeirra þjóða er taka þátt í alþjóð-
legri leit að hryðjuverkamönnum.
Mennirnir sex eru félagar í trú-
ar- og bardagahópi, GSPC, sem
samkvæmt bandarískum skilgrein-
ingum er hryðjuverkahópur. Ræðir
þar um klofningshóp frá GIA-sam-
tökunum, sem eru hin róttækustu
sem múslimar starfrækja í Alsír og
myrt hafa hundruð manna á und-
anliðnum árum.
Mennirnir voru handteknir í
fyrrinótt og snemma í gærmorgun
víðsvegar um Spán.
„Hryðjuverkamennirnir höfðu
fjárhagsleg tengsl við hóp bin Lad-
ens,“ sagði Jose Maria Aznar, for-
sætisráðherra Spánar, á blaða-
mannafundi. Rajoy sagði mennina
sex vera: Mohamed Boualem
Khnouni, leiðtoga samtakanna,
Mohamed Belaziz, Yassin Seddiki,
Hakim Zerzour, Madjid Sahouane
og Hocine Khouni. Samtök bin
Ladens veittu hópnum fjárhagsleg-
an stuðning og hjálpuðu til við
þjálfun í búðum í Afganistan, að
sögn Rajoy.
Tilgangur samtakanna var að
komast yfir rafmagns- og fjar-
skiptatæki auk tölvubúnaðar til
þess að senda til Alsír, að sögn
Rajoy, sem bætti við að einnig
hefði búnaður verið sendur til
Tsjetsjníu.
Lagt var hald á fölsuð skilríki,
tölvur og búnað til að falsa flug-
miða frá Spáni til Alsír og Frakk-
lands.
Mennirnir sex voru handteknir í
Valencia, Murcia og Almeria í suð-
austurhluta Spánar, í Huelva í suð-
vesturhluta landsins og Navarra í
norðurhlutanum. Rannsókn á mál-
inu hefur staðið í tvö ár og starfaði
lögregla á Spáni með lögregluliði í
Þýskalandi, Frakklandi, Ítalíu,
Hollandi og Belgíu.
Menn tengdir bin Laden
handteknir á Spáni
„Mikilvægar handtökur“ segir
innanríkisráðherra Spánar
Madríd. AFP.
ÓTTAST er að flóttafólki í Afgan-
istan fjölgi um helming í vetur, eða
í 2,2 milljónir, og að mikil hung-
ursneyð blossi upp ef fólkinu verð-
ur ekki komið til hjálpar, að sögn
embættismanna Sameinuðu þjóð-
anna í gær. Tugir þúsunda manna
hafa flúið borgir í Afganistan af
ótta við að árásir verði gerðar á
landið til að hefna árásar hermd-
arverkamanna á Bandaríkin 11.
september. Fyrir árásina áætluðu
Sameinuðu þjóðirnar að 5,5-6 millj-
ónir Afgana þyrftu á einhvers kon-
ar hjálp að halda en nú er talið að
sú tala hækki í 7,5 milljónir, að
sögn Stephanie Bunker, talsmanns
Sameinuðu þjóðanna í Íslamabad í
Pakistan.
Áætlað er að 1,1 milljón Afgana
hafi flosnað upp vegna borgara-
stríðsins og þriggja ára þurrka í
Afganistan og nú er talið að flótta-
fólkinu fjölgi í 2,2 milljónir í vetur.
Óttast farsóttir
Allt að 20.000 afganskir flótta-
menn eru nú þegar við landamærin
að Pakistan við mjög slæmar að-
stæður.
Yfirvöld í Pakistan hafa ekki vilj-
að opna landamærin að Afganistan
af öryggisástæðum og embættis-
menn Flóttamannahjálpar Samein-
uðu þjóðanna (UNHCR) segja að
hætta sé á farsóttum meðal flótta-
fólksins, sem er þegar illa á sig
komið vegna hungurs og vessa-
þurrðar.
„Við höfum fengið fréttir um að
fólk hafi fengið bráða niðurgangs-
sótt,“ sagði Rupert Colville, tals-
maður Flóttamannahjálparinnar.
„Breiðist hún út getur þessi sótt
verið mannskæð við þessar aðstæð-
ur, einkum meðal barna.“
Embættismenn Sameinuðu þjóð-
anna reyna nú að semja við pak-
istönsk stjórnvöld um að hleypa
flóttafólkinu yfir landamærin til að
hægt verði að koma því til hjálpar.
„Þetta er mjög flókið mál fyrir
yfirvöld í Pakistan. Þau hafa
áhyggjur af öryggi landsins því
eins og ástandið er nú eru þetta lík-
lega viðkvæmustu landamæri
heimsins,“ sagði Colville. „Menn
gera sér hins vegar fulla grein fyrir
því að neyðin er mikil. Helmingur
fólksins við landamærin sefur undir
beru lofti og ástandið versnar með
hverjum deginum sem líður.“
Landamæraverðir hafa leyft
nokkrum þeirra, sem eru verst á
sig komnir, að fara yfir landamær-
in. Tvær konur ólu börn við landa-
mærin í vikunni sem leið og þeim
var leyft að fara til Pakistans,
fengu þar læknisaðhlynningu og
voru síðan sendar aftur yfir landa-
mærin.
Gert hefur verið ráð fyrir fimm
flóttamannabúðum í vesturhluta
pakistanska héraðsins Baluchistan
fyrir alls 50.000 manns. Starfsmenn
hjálparstofnana óttast að búðirnar
verði lítið annað en „geymslustað-
ir“ undir stjórn hersins.
„Þetta verða ekki flóttamanna-
búðir í hefðbundnum skilningi,“
sagði einn heimildarmanna AFP.
„Þær verða geymslustaðir undir
stjórn og eftirliti pakistanskra yf-
irvalda sem ákveða hverjum verði
hleypt þangað. Helsta ástæðan fyr-
ir því að búðirnar verða við landa-
mærin er að fólkið verður sent aft-
ur til Afganistans eins fljótt og
mögulegt er.“ Hjálparstofnunin
Oxfam dregur einnig upp dökka
mynd af ástandinu. „Grunnvatnið á
þessu svæði er 300 m undir yf-
irborðinu og líklega ísalt,“ sagði
talsmaður stofnunarinnar, Alex
Rentom, og bætti við að mjög erfitt
yrði að koma þangað búnaði til að
bora eftir drykkjarvatni.
„Eins og að setja upp
búðir á tunglinu“
Landamærasvæðið í Baluchistan
er byggt ættflokkum, sem eru
þekktir fyrir að vera mjög óvin-
veittir aðkomufólki, að sögn
Rentoms. „Einn starfsmanna okkar
sem fór þangað sagði að þetta væri
eins og að setja upp búðir á tungl-
inu, en tunglið er líklega örugg-
ara.“
Aðstæður afganskra flóttamanna
fjarri landamærunum eru ekki
betri.
Matvælahjálp Sameinuðu þjóð-
anna (WFP) hóf á þriðjudag flutn-
inga á matvælum til þurrkasvæða í
norðurhluta Afganistans, þar sem
áætlað er að 300.000 manns verði
uppiskroppa með matvæli um
helgina.
„Við þurfum að tryggja að mat-
vælin berist til þeirra sem þurfa á
þeim að halda,“ sagði talsmaður
Matvælahjálparinnar, Khaled
Mansour. Gerðir hafa verið samn-
ingar við flutningafyrirtæki í
Túrkmenístan og Tadjikistan um
að flytja matvæli til norðurhluta
Afganistans.
Talibanar hafa torveldað störf
hjálparstofnana með því að leggja
undir sig útibú þeirra í borginni
Kandahar í suðurhluta Afganistans
og rjúfa fjarskipti flestra starfs-
manna Sameinuðu þjóðanna.
Kofi Annan, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna, skoraði á
grannríki Afganistans að taka á
móti afgönsku flóttafólki og varaði
talibana við því að trufla hjálpar-
starfið.
Flóttamannahjálp Sameinuðu
þjóðanna óskaði í gær eftir fjár-
framlögum að andvirði rúmra 25
milljarða króna til að hægt yrði að
koma afganska flóttafólkinu til
hjálpar.
Allt að fjórar milljónir landflótta
Afgana eru nú þegar í Pakistan og
Íran vegna borgarastríðsins í Afg-
anistan.
Sameinuðu þjóðirnar vara við mikilli hungursneyð í Afganistan
Óttast að flóttafólkinu
fjölgi í 2,2 milljónir
Íslamabad, Quetta. AFP, AP.
Reuters
Afgönsk börn í borginni Chaman, skammt frá landamærunum að Pakistan, leita sér skjóls í yfirgefnu neðan-
jarðarbyrgi í brennandi sólarhitanum. Chaman er í um 130 km fjarlægð frá Quetta í Pakistan.
Vilja að Pakistan
opni landamærin
NÚ hafa 300 lík fundist í rúst-
um World Trade Center í New
York. Að sögn lögreglu í borg-
inni er 6.437 manns enn sakn-
að.
Talsmaður lögreglu New
York greindi og frá því í gær
að tekist hefði að bera kennsl á
232 líkanna. Fjöldi þeirra sem
saknað er hefur verið nokkuð á
reiki undanliðna daga sökum
þess að tölum á listum þeim
sem hinir ýmsu aðilar taka
saman hefur ekki borið saman.
Fimm manns fundust á lífi í
rústum World Trade Center
kvöldið eftir árás hryðjuverka-
mannanna en fleiri hafa ekki
fundist þar.
300 lík
fundin
New York. AFP.
„Íslamska
sprengjan“
veldur
áhyggjum
KJARNORKUVOPN Pakistana
valda mörgum áhyggjum um þessar
mundir þegar Bandaríkjamenn eru
að leggja á ráðin um herför inn í
Afganistan. Hún gæti kynt undir
mikilli ólgu í landinu og martröðin er
sú, að bókstafstrúaðir múslimar
komist þar til valda.
Talið er, að Pakistanar eigi um 30
kjarnaodda og sé hver þeirra nokkru
öflugri en sprengjan, sem varpað var
á Hiroshima undir lok síðari heims-
styrjaldar. Ekki er vitað hvort þeir
geta varpað sprengjunum úr flugvél
eða skotið þeim með eldflaug en víst
þykir, að unnið sé að einhverju slíku.
Pakistönsk stjórnvöld segja, að
kjarnorkuvopnaáætlanir þeirra séu
svar við kjarnorkuógninni frá Ind-
landi en ýmsir hópar á þessum slóð-
um líta hins vegar á vopnabúrið sem
„íslömsku sprengjuna“, sem nota
megi til varnar hagsmunum músl-
ima yfirleitt.
Ivo Daalder, fyrrverandi starfs-
maður bandaríska þjóðaröryggis-
ráðsins, segir, að kjarnorkuvopna-
búr Pakistana sé „martröð“, sem
bandarískir ráðamenn verði ávallt
að hafa í huga. Hann segir, að
ástæða sé til að hafa áhyggjur af
kjarnorkuvopnum hvar sem er og
allra helst í landi þar sem hálfgert
neyðarástand sé næstum daglegt
brauð.
Almennt er litið svo á, að pakist-
anski herinn sé hlynntur Banda-
ríkjamönnum en innan hans eru
menn, sem finnst sem Bandaríkin
hafi ávallt brugðist Pakistan í átök-
unum við Indland. Komi til mikillar
ólgu í landinu er hugsanlegt, að þessi
klofningur komi upp á yfirborðið.
Enginn öryggisbúnaður
Sérfræðingar telja fullvíst, að
pakistönsku kjarnorkuvopnin séu
ekki búin þeim öryggjum, sem, til
dæmis eru á þeim rússnesku og eiga
að koma í veg fyrir, að hver og einn
geti notað þau. Þetta er ekki lítið
áhyggjuefni og Bruce Blair, for-
stöðumaður Miðstöðvar fyrir upp-
lýsingar um varnarmál, segir, að það
sé einmitt þetta, sem haldi fyrir hon-
um vöku á nóttinni.
Blair segist viss um, að ríkisstjórn
George W. Bush sé þegar búin að
ákveða hvað gera skuli falli kjarn-
orkusprengjur í hendur ofsatrúar-
manna. Ónefndur, bandarískur emb-
ættismaður segir hins vegar, að
Pakistanher sé mjög öflugur og
muni aldrei leyfa slíkt. Það sé því
ekki rétt að gera of mikið úr þessum
áhyggjum.
(Heimild: The Washington Post)
Kjarnorkuvopn