Morgunblaðið - 27.09.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.09.2001, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ JÓN Ólafsson, sem keypti Arnarnesland í Garðabæ í byrjun janúar 1999, segir að á næstu vikum verði einbýlis- húsalóðir á landinu boðnar til kaups. Bæjarstjóri segir að samkvæmt skipulagi bæjar- ins verði ekki hægt að byrja að byggja á landinu fyrr en árið 2005. Markaðurinn ráði verðinu Einar Sveinbjörnsson, bæjarfulltrúi Framsóknar- flokks í Garðabæ, segir í grein á heimasíðu sinni að á síðasta bæjarstjórnarfundi hafi verið upplýst að óform- legar viðræður hafi átt sér stað milli landeigenda og bæjaryfirvalda í sumar. Þar hafi komið fram að einbýlis- húsalóðir á landinu verði að seljast á um 10 milljónir króna með gatnagerð eigi við- skiptahugmyndin að ganga upp. Þá hafi komið fram að landeigendur vildu breyta skipulaginu með því að þétta byggð og hækka blokkir en slíkt komi ekki til greina. Í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Jón að verðið, sem nefnt er á heimasíðu Einars, væri lágt miðað við söluverð annarra lóða á höf- uðborgarsvæðinu. „Aftur á móti eru einbýlishúsalóðirnar að fara í sölu á næstu vikum og það verður sennilega gert á mjög nýstárlegan hátt. Það verður opnaður vefur á slóð- inni arnarnes.is þar sem fólk mun geta skoðað skipulagið og göturnar og valið sér hvar það vill eiga heima. Svo fer sennilega eitthvert tilboðs- ferli í gang. Við gerum ráð fyrir því að þetta muni hefj- ast innan nokkurra vikna og að framkvæmdir muni hefjast jafnvel á næsta ári.“ Vill ekkert gefa upp Jón vill ekkert gefa upp um það hvaða verðhugmyndir menn hafa gert sér fyrir lóð- irnar. „Það verður að koma í ljós því markaðurinn verður að segja til um það. Framboð og eftirspurn verður að ráða því.“ Jón segir að ekki hafi verið ákveðið hversu stór hluti landsins verði seldur að þessu sinni en salan muni fara fram í áföngum. Framboðið verði látið ráðast af eftirspurninni. „Okkur liggur ekkert á en um daginn var verið að úthluta 70 lóðum í Garðabæ og 600 sóttu um. Það eru svipaðar sögur að segja í Reykjavík og víðar á höfuðborgarsvæðinu þannig að það virðist vera mikil eftirspurn.“ Jón segir gert ráð fyrir blandaðri byggð á Arnarnes- landinu en þegar hann er spurður um hvort hann hafi óskað eftir því að skipulagi svæðisins yrði breytt segir hann: „Við teljum að skipu- lagið sé mjög gott eins og það er en ákveðinn hluti af land- inu er enn óskipulagður. Það er hins vegar seinni tíma mál.“ Á sínum tíma þegar Jón keypti landið, sem var um 44 hektarar að stærð, var talað um að kaupverðið hefði verið um 700 milljónir króna. Þess- ar tölur fengust þó ekki stað- festar. Inntur eftir því hvort ekki hafi verið kostnaðarsamt að bíða með sölu landsins segir Jón að svo sé ekki. „Það er enginn rekstur á þessu og enginn tilkostnaður, nema fjármagnskostnaður og hann hefur verið viðráðanlegur. Eitt er víst að land er eitt- hvað sem mun aldrei rýrna í verði því ekki fjölgar spild- unum, heldur fækkar þeim.“ Ekki samkomulag um flýtingu uppbyggingar Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri segir að Jón Ólafsson hafi reglulega verið í viðræðum við bæinn frá því hann keypti landið. „Sam- kvæmt aðalskipulagi er gert ráð fyrir að uppbygging þessa lands geti hafist árið 2005. Viðræðurnar hafa snú- ist um hvort uppbyggingin geti hafist fyrr og um ýmsa aðra þætti varðandi það hver myndi sjá um grunnuppbygg- ingu hverfisins, vegagerð og annað. Það eru engar niður- stöður komnar í það þannig að við verðum bara að sjá hvernig það þróast áfram,“ segir hún. Innt eftir því hvort raun- hæft sé að framkvæmdir geti hafist á næsta ári segir hún: „Á meðan samkomulag hefur ekki náðst væri það ekki í samræmi við okkar skipu- lag.“ Jón Ólafsson, eigandi Arnarneslands, í söluhugleiðingum Lóðir boðnar til kaups á næstunni                                              Garðabær BÆJARRÁÐ Hafnar- fjarðar hefur samþykkt að ganga til samninga við Nýsi hf. og Ístak hf. um byggingu og rekstur nýrrar byggingar fyrir Lækjarskóla á Sól- vangssvæðinu að undan- gengnum viðræðum við alla tilboðsgjafa í skól- ann. Umrætt tilboð var það lægsta sem barst. Hljóð- aði það upp á tæpar 206 milljónir árlega næstu 25 ár. Verður tilboðið lagt til grundvallar þeim samningaviðræðum sem framundan eru. Á fundi bæjarráðs í síðustu viku ítrekuðu bæjarráðsmenn Sam- fylkingar þá afstöðu sína að um væri að ræða óheyrilega dýrar og óhagstæðar fram- kvæmdir og því gætu þeir ekki fallist á að ganga til samninganna. Bæjarráðsmenn meiri- hluta bókuðu aftur á móti að tilboð lægst- bjóðanda væri tæpu einu prósenti yfir kostnaðar- áætlun sem hlyti að telj- ast viðunandi. Samið við lægstbjóð- endur í Lækjar- skóla Hörðuvellir Dúfnaræktarsamband Ís- lands hefur sótt um aðstöðu fyrir bréfdúfukeppnisfugla í hrauninu vestan Hafn- arfjarðar, neðan viðHrafn- istu. Að sögn Gunnars Sig- urðssonar, félaga í Dúfnaræktarsambandi Ís- lands, fælist aðstaða fyrir bréfdúfurnar í landskika þar sem reisa mætti vandað dúfnahús í hæfilegri fjar- lægð frá byggð. Nágrannar óttist oft að ónæði og óþrif fylgi dúfunum. Það sé hins vegar misskilningur; bréf- dúfur fari eingöngu stutta stund út úr húsi á degi hverj- um til æfinga en séu mest inni við og nærist og hvílist fyrir næstu æfingu. Fljúga alltaf heim til sín Dúfunum veitir enda ekki af að vera í toppformi, í það minnsta yfir sumarmán- uðina, því að keppt er í bréf- dúfnaflugi hvern einasta laugardag yfir sumarmán- uðina, frá lokum maí fram í byrjun september. Keppnirnar fara þannig fram að farið er með dúf- urnar eitthvað út á land og þeim sleppt þar. Sú dúfa sigrar sem nær mestum hraðanum, þ.e. sem er fljót- ust heim miðað við vega- lengdina sem flogið er. „Það er misskilningur sem sumt fólk heldur, að það sé hægt að senda þær, t.d. niður á Snorrabraut með bréf!“ seg- ir Gunnar. „Þær eru nú ekki svo gáfaðar. En þær fljúga alltaf heim til sín. Ef þær venjast einu sinni á sama stað, þá sækja þær alltaf á þann stað.“ Gunnar segir að það ráði úrslitum hvaða dúfur séu best þjálfaðar og í besta forminu. Þær séu misgóðar eins og íþróttamennirnir. Dúfur í toppformi Eftir næði vetrarins þarf að koma keppnisdúfunum í form að vori. Þá er byrjað á því að láta fuglana fljúga styttri vegalengdir eða um 40-50 km til að koma þeim af stað; það er um það bil helm- ingur vegalengdarinnar í fyrstu keppni sumars. Þar fyrir utan eru þær þjálfaðar á hverjum virkum degi fram að keppni helgarinnar. Gunnar segir að æfingarnar þyngist eftir því sem líði á vikuna en á föstudögum, daginn fyrir keppni, fái dúf- urnar oftast hvíld til þess að þær verði í besta mögulega formi á keppnisdaginn. „Og svo bíða bara dúfnabænd- urnir spenntir, tilbúnir með stimpilklukkurnar, vegna þess að oft er hver sekúnda geysilega mikilvæg í þessum stuttu keppnum.“ Bæjarráð Hafnarfjarðar tók vel í umsóknina um að- stöðu undir dúfnahús, að sögn Gunnars, en engin ákvörðun hefur verið tekin. Erindinu var vísað til skipu- lags- og umferðarnefndar bæjarins til umfjöllunar. Sótt um aðstöðu fyrir keppnisdúfur í Hafnarfirði Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðmundur Jónsson, dúfnaræktandi og gjaldkeri Dúfnaræktarsambands Íslands, ásamt hinni fræknu keppnisdúfu ÍSL-1994-1832. Dúfur í topp- formi SKORTUR er á tveggja til fjögurra herbergja íbúðum í Bessastaðahreppi og hefur húsnæðisnefnd sveitarinnar því farið þess á leit við hreppsnefnd að tekið verði til- lit til þess við skipulag næsta íbúðahverfis í sveitinni. Að sögn Gunnars Vals Gíslasonar sveitarstjóra hefur mest verið byggt af einbýlis- húsum, raðhúsum og parhús- um í hreppnum í gegnum tíð- ina. Hins vegar eru ekki nema rétt tæplega 30 íbúðir í fjöl- eignarhúsum af þeim 400 íbúðum sem eru í sveitarfé- laginu. „Þannig að þegar kemur til þess að ungt fólk eða fólk sem ræður síður við stærri eignir er að leita sér að húsnæði kemur það upp að framboð af slíku húsnæði er ekki meira en þetta.“ Hann segir að verið sé að ljúka uppbyggingu tveggja nýrra hverfa þar sem eru litl- ar íbúðir í rað- og parhúsum. „Þegar þær íbúðir komu á markaðinn urðum við hins vegar varir við að þörfin fyrir ennþá smærri íbúðir var mikil og það er sú þörf sem við ætl- um núna að snúa okkur að því að leysa.“ Svipuð ásókn og annars staðar Að sögn Gunnars er óráðið hvar næsta íbúðahverfi verð- ur en það verður íhugað alvar- lega að þar verði fjölbýlishús með litlum íbúðum. Hann seg- ir að eftirspurnina megi bæði rekja til ungs fólks sem sé uppalið í hreppnum og sé far- ið að huga að sinni fyrstu íbúðareign og ungs fólk ann- ars staðar frá sem vilji setjast þar að. Skortur á litlum íbúðum Bessastaðahreppur komandi þarf að vera með sérverkfæri á borð við góða og beitta hnífa. Menn gera þetta ekkert á fimm mínútum heldur tekur það sinn tíma.“ Hann segir að árlega missi rosalega mikil skemmd að það var enginn möguleiki á því.“ Hann segir börkinn vera hlíf trésins auk þess sem öll nær- ing fari í gegn um barkar- rótina. Ekki er vitað hver eða hverjir voru þarna að verki en ljóst að viðkomandi hefur þurft að leggja mikið á sig til að ná fram ætlunarverki sínu. „Það þarf töluvert til að ná berki af trjám með þessu móti,“ segir Björn. „Yfirleitt er börkurinn á þessum trjám frekar harður þó það fari eftir tegundum. Það þarf nokkur átök til að tálga hann og við- MYNDARLEG fura sem stóð á mótum Hlíðarbrautar og Hringbrautar var felld í gær eftir að skemmdarvargar rifu börkinn utan af efri hluta hennar. Tréð er með þeim stærstu sem bærinn hefur misst vegna eyðileggingar af mannavöldum. Að sögn Bjarnar Hilmars- sonar, garðyrkjustjóra í Hafnarfirði var umrædd fura 30-40 ára gömul þegar hún varð skemmdarvörgunum að bráð. Ekki hafi verið hægt að bjarga trénu. „Þetta var svo bærinn nokkur tré vegna skemmda af völdum mann- fólks en þetta hafi verið með því stærsta sem og verðmæt- asta þar sem furur vaxi hægt og verði mjög gamlar. 30–40 ára göm- ul fura eyðilögð Furan átti sér ekki viðreisnar von eftir að skemmdarvarg- ar fjarlægðu efsta hluta barkarins og því var hún felld. Hafnarfjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.