Morgunblaðið - 27.09.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.09.2001, Blaðsíða 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 19 REYKJAVÍK: Ármúla 11 - Sími 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka - Sími 461-1070 Model 6834 Gifsskrúfvél 470 W O = 4 x 57 mm Tilboðsverð 30.000,- NÝ MYND mánaðarins verður af- hjúpuð í Kjarna, Hafnargötu 57 í Keflavík, mánudaginn 1. október næstkomandi, klukkan 18. Myndin er eftir Ástu Pálsdóttur og verður síðasta verkið í kynningu á mynd- listarmönnum Reykjanesbæjar. Mynd mánaðarins er heiti á kynn- ingarátaki á myndlistarmönnum Reykjanesbæjar á vegum markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykja- nesbæjar og Félags myndlist- armanna. Mánaðarlega hefur nýr listamaður verið kynntur og verk hans ásamt upplýsingum á ensku og íslensku verið til sýnis í Kjarna í einn mánuð og farið svo næsta mán- uð á Hótel Keflavík. Átakið hófst í nóvember á síðasta ári og er þetta tólfta og jafnframt síðasta myndin í bili, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá menningarfulltrúa. Ásta Pálsdóttir fæddist á Sauð- árkróki 2. febrúar 1938 en flutti til Keflavíkur 1954 og hefur búið þar síðan. Ásta hefur stundað myndlist- arnám víða, m.a. hjá Námsflokkum Hafnarfjarðar, Handíða- og mynd- listarskólanum og einnig var hún lengi í myndlistardeild Baðstof- unnar í Keflavík. Aðalkennari hennar þar var Eiríkur Smith. Ásta hefur lengi verið einn af virtustu listamönnum bæjarins og tekið þátt í mörgum sýningum bæði hér heima og erlendis. Ásta Pálsdótt- ir listamaður mánaðarins Ásta Pálsdóttir myndlistarmaður við mynd mánaðarins. Reykjanesbær FÉLAG talkennara og talmeinafræð- inga (FTT) heldur landsfund sinn í fundaraðstöðu Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar í Kjarna næstkom- andi laugardag. Í tengslum við fund- inn verða haldnir nokkrir fyrirlestrar sem eru opnir almenningi. FTT á tuttugu ára afmæli í ár og bauð Skólaskrifstofa Reykjanesbæj- ar félaginu að halda landsfundinn á skrifstofu sinni. Eiríkur Hermanns- son fræðslustjóri og Kristinn Hilmarsson talmeinafræðingur munu kynna starfsemi Skólaskrifstofunnar, starfsaðstöðu og þjónustu við íbúa. Að loknu þinghaldi, frá kl. 14 til 16, býður FTT upp á fjóra stutta fyrir- lestra sem allir tengjast lestri. Fyr- irlestrarnir eru hugsaðir jafnt fyrir þá sem vinna með börnum og for- eldra. Þeir verða á Skólaskrifstofunni í Kjarna, Hafnargötu 57 í Keflavík, eins og aðalfundurinn. Fyrsta fyrirlesturinn, „Hvernig lesum við fyrir börn“, flytur Bjartey Sigurðardóttir, talkennari við leik- og grunnskóla á Álftanesi. „Slök heyrn- ræn úrvinnsla“ nefnist framlag Val- dísar B. Guðjónsdóttur talmeinafræð- ings sem vinnur bæði á Skóla- skrifstofu Hafnarfjarðar og á eigin stofu í Hafnarfirði. Ásthildur Bj. Snorradóttir, tal- meinafræðingur hjá Talþjálfun Reykjavíkur, sem einnig vinnur fyrir Snæfellsbæ og Akranes fjallar meðal annars um tengsl hljóðkerfisvitundar við lestur. Síðasta erindið flytur Elmar Þórðarson sem starfar við Grundaskóla á Akranesi og er ráð- gjafi við nokkra skóla á Vesturlandi og Vestfjörðum. Kallast erindi hans: „Lestrargreining og nefning“. Fyrirlestrar fyrir almenn- ing um lestur Reykjanesbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.