Morgunblaðið - 27.09.2001, Síða 19

Morgunblaðið - 27.09.2001, Síða 19
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 19 REYKJAVÍK: Ármúla 11 - Sími 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka - Sími 461-1070 Model 6834 Gifsskrúfvél 470 W O = 4 x 57 mm Tilboðsverð 30.000,- NÝ MYND mánaðarins verður af- hjúpuð í Kjarna, Hafnargötu 57 í Keflavík, mánudaginn 1. október næstkomandi, klukkan 18. Myndin er eftir Ástu Pálsdóttur og verður síðasta verkið í kynningu á mynd- listarmönnum Reykjanesbæjar. Mynd mánaðarins er heiti á kynn- ingarátaki á myndlistarmönnum Reykjanesbæjar á vegum markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykja- nesbæjar og Félags myndlist- armanna. Mánaðarlega hefur nýr listamaður verið kynntur og verk hans ásamt upplýsingum á ensku og íslensku verið til sýnis í Kjarna í einn mánuð og farið svo næsta mán- uð á Hótel Keflavík. Átakið hófst í nóvember á síðasta ári og er þetta tólfta og jafnframt síðasta myndin í bili, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá menningarfulltrúa. Ásta Pálsdóttir fæddist á Sauð- árkróki 2. febrúar 1938 en flutti til Keflavíkur 1954 og hefur búið þar síðan. Ásta hefur stundað myndlist- arnám víða, m.a. hjá Námsflokkum Hafnarfjarðar, Handíða- og mynd- listarskólanum og einnig var hún lengi í myndlistardeild Baðstof- unnar í Keflavík. Aðalkennari hennar þar var Eiríkur Smith. Ásta hefur lengi verið einn af virtustu listamönnum bæjarins og tekið þátt í mörgum sýningum bæði hér heima og erlendis. Ásta Pálsdótt- ir listamaður mánaðarins Ásta Pálsdóttir myndlistarmaður við mynd mánaðarins. Reykjanesbær FÉLAG talkennara og talmeinafræð- inga (FTT) heldur landsfund sinn í fundaraðstöðu Skólaskrifstofu Reykjanesbæjar í Kjarna næstkom- andi laugardag. Í tengslum við fund- inn verða haldnir nokkrir fyrirlestrar sem eru opnir almenningi. FTT á tuttugu ára afmæli í ár og bauð Skólaskrifstofa Reykjanesbæj- ar félaginu að halda landsfundinn á skrifstofu sinni. Eiríkur Hermanns- son fræðslustjóri og Kristinn Hilmarsson talmeinafræðingur munu kynna starfsemi Skólaskrifstofunnar, starfsaðstöðu og þjónustu við íbúa. Að loknu þinghaldi, frá kl. 14 til 16, býður FTT upp á fjóra stutta fyrir- lestra sem allir tengjast lestri. Fyr- irlestrarnir eru hugsaðir jafnt fyrir þá sem vinna með börnum og for- eldra. Þeir verða á Skólaskrifstofunni í Kjarna, Hafnargötu 57 í Keflavík, eins og aðalfundurinn. Fyrsta fyrirlesturinn, „Hvernig lesum við fyrir börn“, flytur Bjartey Sigurðardóttir, talkennari við leik- og grunnskóla á Álftanesi. „Slök heyrn- ræn úrvinnsla“ nefnist framlag Val- dísar B. Guðjónsdóttur talmeinafræð- ings sem vinnur bæði á Skóla- skrifstofu Hafnarfjarðar og á eigin stofu í Hafnarfirði. Ásthildur Bj. Snorradóttir, tal- meinafræðingur hjá Talþjálfun Reykjavíkur, sem einnig vinnur fyrir Snæfellsbæ og Akranes fjallar meðal annars um tengsl hljóðkerfisvitundar við lestur. Síðasta erindið flytur Elmar Þórðarson sem starfar við Grundaskóla á Akranesi og er ráð- gjafi við nokkra skóla á Vesturlandi og Vestfjörðum. Kallast erindi hans: „Lestrargreining og nefning“. Fyrirlestrar fyrir almenn- ing um lestur Reykjanesbær

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.