Morgunblaðið - 27.09.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.09.2001, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                                        BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÉG var ekki gamall þegar ég gerði mér ljóst að það fór ekki eftir gáf- um hvernig menn komu fram hver við annan. Glámskyggni hefur löngum byrgt mönnum sýn. Kurt- eisi og hlýlegt viðmót er einhver ódýrasta og minnsta fyrirhöfn í tjáskiptum sem hugsast getur og gefur mikið. Virðing og góður hug- ur til náungans ætti fyrir löngu að vera orðin mönnum samgróinn eft- ir alda langa reynslu af hroka og mannfyrirlitningu. Mönnum lærist best að níða hver annan niður og þrífast á að eyðileggja. Þjóðir og umhverfi eru látin víkja fyrir hagsmunum fárra og heimskan og skammsýnin höfð í öndvegi. En það er ekkert vonlaust því kyndl- arnir eru meðal okkar með fróð- leik og tónlist að vopni og þótt við höfum ekki borið gæfu til að byggja tónlistarhús búum við að því sem of fáir sjá, frábæru tón- listarfólki. Þetta fólk lýsir upp til- veruna og gerir lífið auðugra. Án tónlistar væri tómleiki. Öll list er undirstaða menningar, en tónlistin veitir mestu hamingjuna og er eina góða stórveldið því hún er stórveldi gleðinnar. Á Íslandi er magnaður og margbreytilegur hrærigrautur góðs og ills og trón- ar hugsjónalaust vald víða án ábyrgðar og yfirfullt af tillitsleysi. En hvar sem græðgi og henni tengt siðleysi fer um þjóðarsali líknar og huggar tónlistin. Hún lyftir fólki á hærra plan og lætur því líða vel. Alla tuttugustu öldina hefur tónlistin verið að lýsa upp auðinn sem þjóðskáldin, ljóðsnill- ingarnir með Jónas Hallgrímsson í fylkingarbrjósti sköpuðu. Tónlistin á stóran þátt í að ljóð þeirra eru greypt í þjóðarsálina. Hún færði ljóðin nær fólkinu og gerði því kleift að njóta þeirra betur og fá börnin með. Íslendingar eiga nú fjölda söngfólks á heimsmæli- kvarða. Mér er nær að halda að kórmenning okkar standi ekki á gömlum merg en hvað sem því líð- ur er hún nú í frægðarljóma. Það er ekki aðeins að kórum, ánægju- legu menningarblómunum hafi fjölgað, það besta er að stóraukin þátttaka barna og unglinga er staðreynd. Uppeldislegt gildi þessa menningarstarfs er ómetan- legt. Allir aldurshóparnir kynnast innlendum og erlendum menning- ararfi sínum og læra að þekkja gömlu klassísku meistarana, flest- ar tegundir tónlistar, ljóð og sögur í fortíð og nútíð. Í þessari menn- ingarskál eiga Íslendingar ekkert smáræði. En það þarf að vísa leið- ina og þeir eru fleiri sem það gera en haft hefur verið í hámælum. Störf þessa fólks fara fram í kyrr- þey, við erfið skilyrði, án skilnings og opinbers stuðnings. Í nútíman- um eigum við Íslendingar marga tónlistarfrömuði á heimsmæli- kvarða. Jón Ásgeirsson er ekki bara gott tónskáld sem víða hefur sett mark sitt, hann er líka útsetj- ari á heimsvísu. Stofnun og rekst- ur Pólýfónkórsins í áratugi var einstakt afreksverk Ingólfs Guð- brandssonar. Þorgerður dóttir hans ber af í kórstjórn, túlkun, ný- sköpun og er vegvísir í uppeldi ungmenna. Aðrir snjallir kórstjór- ar eru Jón Stefánsson, Björgvin Þ. Valdimarsson og Sigurður Braga- son. Öll eru þau í heimsklassa. Björgvin er gott tónskáld eins og Sigurður sem er auk þess afbragðs söngvari. Undir þeirra stjórn gáfu Árnesingakórinn í Reykjavík og Skagfirska söngsveitin út mjög góða geisladiska og plötur. Pólý- fónkórnum fórst meistaralega vel að gefa út klassísk stórverk og plöturnar sem Þorgerður og Jón Stefánsson gerðu með Hamrahlíð- arkórunum og Kór Langholts- kirkju eru löngu landsþekktar. Ég álít að þjóðin eigi betra skilið en verkum þessa listafólks og því sjálfu sé ekki sýndur meiri sómi en verið hefur. Óskandi væri að sjónvarpið hefði mánaðarlega þætti um störf þessa fólks, léti kynna nýju lögin og gæfi þjóðinni kost á að njóta tónlistar á sem margbreytilegastan hátt. Kórsöng má ekki vanta í veisluna. Kóramót, ég tala nú ekki um barnakóramót- in, fóru fyrir ofan garð og neðan. Ég vona að sjónvarps- og hljóð- varpsstöðvar nái þeim þroska að hræðast ekki hið kjarngóða ís- lenska efni sem liggur nánast á glámbekk. Komi stjórnmálaflokkur auga á menningar- og uppeldislegt gildi tónlistarhúss, hvenær sem það nú verður, mun hann umsvifa- laust hefja baráttu fyrir byggingu þess því það verður ásjóna lands og lýðs og minnisvarði framsýnar og stórhugs. ALBERT JENSEN, Háaleitisbraut 129, Reykjavík. Frá Alberti Jensen: Kórastörf – söngv- arar – tónskáld – tónlistarhús Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.