Morgunblaðið - 27.09.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.09.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ TVEIR ungir karlmenn liggja enn alvarlega slasaðir á gjörgæsludeild Landspítalans-háskólasjúkrahúss eftir kappakstur tveggja bifreiða, fólksbifreiðar og jeppa, á kvart- mílubrautinni í Kapelluhrauni í Hafnarfirði í fyrrakvöld. Annar mannanna gekkst undir aðgerð í gær og gekk hún vel að sögn læknis á vakt en búist er við að hinn maðurinn þurfi einnig að gangast undir aðgerð. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Hafnarfirði var bílunum ekið inn á myrkvaða brautina í leyfisleysi og þeim ekið á miklum hraða brautina á enda. Síðan var þeim snúið við og ekið samsíða á miklum hraða í hina áttina út að rásmarkinu. Þar hafi ökumennirn- ir hins vegar ekki náð að bremsa í tæka tíð með þeim afleiðingum að bílarnir þeyttust yfir hæð við enda brautarinnar og ofan í um tíu metra djúpa gjótu. Við þetta kviknaði í bílunum og voru þeir alelda þegar slökkviliðsmenn bar að garði um miðnætti. Tók tals- verðan tíma að slökkva eldinn. Fólki sem var í bifreið skammt frá hafði hins vegar tekist að bjarga ökumönnunum og farþegunum út úr bílflökunum. Ökumaður fólksbifreiðarinnar er sautján ára, nýbúinn að fá bílpróf. Hann var einn í bílnum og slapp lítið meiddur samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins en í jepp- anum voru auk ökumanns, sem er átján ára, tveir farþegar; karl og kona innan við tvítugt. Ökumað- urinn og annar farþeginn í þeirri bifreið slösuðust alvarlega og liggja á gjörgæsludeild en stúlkan hlaut m.a. rifbeinsbrot. Engin merki Kvartmílubrautin er í eigu Kvartmíluklúbbsins í Hafnarfirði og er hún að sögn Grétars Jóns- sonar, stjórnarmanns í Kvartmílu- klúbbnum, samtals um 900 metrar að lengd. Þar af er um 460 metra aksturskafli og um 400 metra bremsukafli. Merkingar sem sýna m.a. hvar bremsukaflinn tekur við voru að sögn Grétars málaðar á brautina í sumar en þar sem brautin er ekki upplýst hafa öku- menn bifreiðanna í fyrrakvöld að því er virðist ekki áttað sig á því hvar brautin endaði. Brautin er malbikuð og var að sögn Grétars lögð fyrir 25 árum. Hann ítrekar að brautin sé í einka- eigu og að óviðkomandi sé strang- lega bannað að aka brautina. Eng- in merki eru hins vegar við brautina sem sýna það. Að sögn Grétars hefur Kvartmíluklúbbnum reynst erfitt að loka brautinni fyr- ir óviðkomandi m.a. vegna ann- arrar umferðar sem þurfi að vera um svæðið en bendir á að fyrir nokkrum árum hafi verið sett upp skilti við brautina sem sýndi að óviðkomandi væri bannaður að- gangur að brautinni. „Það merki var hins vegar eyði- lagt eins og svo margt annað á þessu svæði,“ segir hann og bendir auk þess á að eitt sinn hafi brautin verið lokuð af með læstu hliði en að hliðinu hafi verið stolið stuttu síðar í heilu lagi. „Við höfum því oftar en einu sinni reynt að loka svæðinu en það er allt eyðilagt þarna uppfrá hjá okkur,“ segir hann. Bætir hann því þó við að klúbburinn hafi átt í góðu sam- starfi við lögregluna í Hafnarfirði við að passa upp á brautina. Grétar ítrekar hins vegar að í kjölfar slyssins í fyrrakvöld verði reynt að loka svæðinu að nýju og sett upp nýtt skilti sem banni óvið- komandi aðgang. Aukinn áhugi á kvartmílu Að sögn lögreglunnar í Hafn- arfirði hefur það komið fyrir að hún hafi þurft að hafa afskipti af ökumönnum sem hafi farið í óleyfi inn á kvartmílubrautina en segir það þó ekki algengt. „Það hefur komið fyrir en þó ekki oft,“ að sögn varðstjóra í lögreglunni. Hann telur ennfremur aðspurður ólíklegt að ökumennirnir í fyrra- kvöld hafi farið í kappakstur á brautinni vegna áhrifa frá kvik- myndinni The Fast and The Furi- ous sem nú er verið að sýna í Bíó- höllinni. Í myndinni segir frá ungu fólki sem stundar ólögmætan kappakstur í skjóli nætur á götum Los Angeles-borgar. Grétar Jónsson, stjórnarmaður í Kvartmíluklúbbnum, segir það einnig ólíklegt að fyrrnefnd kvik- mynd hafi hvatt til kappaksturs- ins. Aðspurður segir hann að fé- lögum í Kvartmíluklúbbnum hafi fjölgað mikið síðustu árin en að sú fjölgun hafi átt sér stað áður en umrædd mynd var frumsýnd. Sem dæmi um þá fjölgun sem átt hefur sér stað í kvartmílu- keppni bendir Grétar á að fyrir tveimur árum hafi 20 til 30 manns keppt í kvartmílu en að síðasta sumar hafi milli 60 og 70 manns keppt í kvartmílu. Að sögn Grétars má m.a. rekja þessa fjölgun til auglýsingaherferðar klúbbsins síð- asta vetur en þá var fólk hvatt til að hætta hraðakstri á götunum en keppa þess í stað í kvartmílu. Tveir ungir menn alvarlega slasaðir eftir slys á kvartmílubrautinni í Hafnarfirði Morgunblaðið/Árni Sæberg Kvartmílubrautin í Kapelluhrauni við Hafnarfjörð. Bílunum var ekið að rásmarkinu og enduðu þeir í hraungjótunni neðst á myndinni. Bílarnir þeyttust yfir hæð og ofan í gjótu Morgunblaðið/Tobbi Báðir bílarnir gjöreyðilögðust eftir kappaksturinn á kvartmílubrautinni í Hafnarfirði í fyrrakvöld. ALÞINGI kemur saman á mánudag, 1. október næstkomandi. Þingsetn- ing þessa 127. löggjafarþings fer venju samkvæmt fram að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, ráðherrar og al- þingismenn ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu kl. 13:25 þar sem séra Gísli Gunnarsson, sóknarprestur í Glaumbæ, predikar og þjónar fyrir altari ásamt biskupi Íslands. Að guðsþjónustu lokinni er gengið til þinghússins þar sem forseti Ís- lands, Ólafur Ragnar Grímsson, set- ur þingið. Að því loknu tekur aldurs- forseti þingsins, Páll Pétursson félagsmálaráðherra, við fundar- stjórn og stjórnar kjöri forseta Al- þingis, sem flytur ávarp. Því næst verða kjörnir varaforset- ar og kjörið í fastanefndir Alþingis og til Íslandsdeilda þeirra alþjóða- samtaka sem Alþingi er aðili að. Að síðustu verður hlutað um sæti þing- manna annarra en ráðherra og for- seta Alþingis. Setning Alþingis 1. október HLAUPIÐ, sem hófst í Súlu og Núpsvötnum vestast á Skeiðarár- sandi í Vestur-Skaftafellssýslu, er í rénun. Heldur dró úr vatnsmagni að- faranótt miðvikudags og er hlaupinu að ljúka, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar. Hlaupið, sem hófst á þriðjudag, er stærsta hlaup í ánni frá árinu 1986. Vatnið kom úr Grænalóni við Skeið- arárjökul. Jarðvísindamenn flugu yf- ir hlaupið í fyrrakvöld. Að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðeðlisfræðings er ekki talin hætta á hlaupi úr Grímsvötnum þar sem ekki varð vart neinnar hreyfingar þar. „Hlaupið úr Grænalóni hegðar sér öðruvísi en síðustu hlaup á þessu svæði. Við höfum í sjálfu sér engar skýringar á því. Vatn hefur sigið um fimm metra í lóninu en við vitum ekki af hverju jarðhitalykt leggur af vatninu,“ sagði Magnús Tumi. Hlaupið í rénun 34. LANDSFUNDUR Sjálfstæðis- flokksins verður haldinn í Laugar- dagshöll 11.-14. október nk. Dagskrá fundarins verður með hefðbundnu sniði og hefst klukkan 17.30 fimmtu- daginn 11. október með ræðu for- manns Sjálfstæðisflokksins, Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Yfir- skrift landsfundarins verður „Fleiri tækifæri – farsælla mannlíf“. Í fréttatilkynningu frá Sjálfstæð- isflokknum segir að athygli sé vakin á því að nú liggi fyrir drög að álykt- unum fundarins sem hægt sé að nálgast á heimasíðu Sjálfstæðis- flokksins; www.xd.is. Þar er einnig hægt að finna greinargerð skipu- lagsnefndar flokksins, Skipulag og starfshættir Sjálfstæðisflokksins á nýrri öld, sem lögð verður fram til umræðu og afgreiðslu á landsfund- inum. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur eftir tvær vikur ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ RÚMLEGA 150 skjálftar mældust í Öxarfirði, skammt vestur af Kópa- skeri, sl. sólarhring. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hef- ur skjálftavirknin minnkað mikið frá því í síðustu viku þegar hrinan stóð sem hæst en enn sér þó ekki fyrir endann á hrinunni. Flestir skjálftanna í gær voru á bilinu 1 til 2 stig á Richter. Vísindamenn á jarðeðlisstofu Veð- urstofunnar munu áfram fylgjast með skjálftavirkninni á svæðinu. Enn skjálftar í Öxarfirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.