Morgunblaðið - 27.09.2001, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 27.09.2001, Qupperneq 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2001 43 VATNADÍSIRNAR sýna listir sínar og stúlknakór syngur í Laugardals- lauginni á vegum Orkuveitu Reykjavíkur og Íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur fimmtu- dagskvöldið 27. september kl. 20. Vatnadísirnar eru stúlkur á aldr- inum 13–15 ára og ætla þær að sýna listdans í vatni. Þjálfari stúlknanna er Rosmary Kajioka. Vatnadans er ekki keppnisgrein hérlendis en er aftur á móti ólympugrein. Þá mun stúlknakór syngja undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Áhorfendur eru beðnir að koma vel klæddir því dagskráin fer fram utandyra. Aðgangur er ókeypis,“ segir í fréttatilkynningu. Vatnadís- irnar í Laug- ardalslaug FULLTRÚAR Fegurðarsam- keppni Íslands, þær Íris Björk Árnadóttir, Íris Dögg Oddsdóttir og Svanhildur Björk Hermannsdóttir eru farnar til keppni erlendis. Íris Dögg og Svanhildur Björk keppa í Ungfrú Skandinavia í Finnlandi 5. október, en Íris Dögg í Miss Int- ernational, sem fram fer í Tókýó 4. október. Fram að keppninni munu þær annast ýmis kynningar- og aug- lýsingastörf ytra, auk æfinga fyrir lokakvöldin. Í fegurðar- keppni erlendis MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá þingflokki Frjálslynda flokksins: „Niðurstaða meirihluta hinnar svokölluðu „sáttanefndar“ er víðs fjarri loforðum stjórnarherranna fyrir síðustu kosningar. Þeir lofuðu þjóðinni því að ná sátt um fiskveiði- stjórnina. Þess í stað er niðurstaðan óbreytt kvótabraskkerfi sem Íslendingar munu aldrei sætta sig við. Við öðru var ekki að búast vegna þeirra mála- liða ríkisstjórnarinnar sem valdir voru í nefndina. Niðurstaða meirihlutans tekur í engu á þeim augljósu alvarlegu ágöllum sem eru á fiskveiðistjórn- inni og bitna á rekstri útgerðarfyr- irtækja, smárra sem stórra, sjó- mönnum og verkafólki. Ekki er heldur brugðist við hern- aði stjórnvalda gegn lífsvon sjávar- byggða um allt land. Með kvótasetn- ingu nýrra fisktegunda á smábáta er veiðikerfi smábátanna gert ófram- kvæmanlegt. Brottkast afla mun við áformaðar stjórnvaldsaðgerðir auk- ast enn frekar og var þó óbærilegt fyrir. Frjálslyndi flokkurinn telur að þau ólög, sem meirihluti nefndarinn- ar vill viðhalda eftir fyrirmælum stjórnarherranna, muni bitna harka- lega á lífskjörum þjóðarinnar. Þjóðin þarf að reka af höndum sér ríkis- stjórn sem stendur vörð um slík ólög.“ „Óbreytt kvótabraskkerfi“ LÖGFRÆÐINGAFÉLAG Íslands stendur fyrir málþingi í ráðstefnusal Hitaveitu Suðurnesja við Bláa lónið föstudaginn 28. september nk. Umfjöllunarefni þess er: Mörk lög- gjafarvalds og dómsvalds – er hlut- verk dómstóla að breytast? „Talsvert hefur verið fjallað um þetta álitaefni undanfarin misseri og þá ekki síst í tengslum við niðurstöð- ur einstakra dómsmála. Ýmsir hafa tjáð sig um málefnið og komið hafa fram mismunandi kenningar og ólík- ar skoðanir,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Lögfræðingafélag Íslands ákvað að leita til lögfræðinga, bæði innlendra og erlendra, til þess að skiptast á skoðunum og varpa ljósi á stöðu og þróun þessara mála hér á landi og í al- þjóðlegu samhengi. Málþingsstjórn- andi verður Eiríkur Tómasson pró- fessor. Dagskrá málþingsins er eftirfar- andi: Kl. 11.15 brottför með rútu frá BSÍ. 12 hádegisverður í veitingasal Bláa lónsins. 13.20 setning – Ragn- hildur Arnljótsdóttir, skrifstofustjóri og formaður Lögfræðingafélags Ís- lands. 13.30 Davíð Oddsson, forsætisráð- herra: Valdheimildir löggjafans og úrskurðarvald dómstóla. 13.50 Niels Pontoppidan, fyrrver- andi forseti Hæstaréttar Danmerkur: Mörk lagasetningarvalds og dóms- valds í ljósi réttarþróunar í Dan- mörku. 14.15 Jón Steinar Gunnlaugs- son hrl.: Um valdmörk dómstóla. 14.40 kaffihlé. 15 Sigurður Líndal prófessor: Um lagasetningarvald dómstóla. 15.30 Hrafn Bragason hæstarétt- ardómari: Er hlutverk dómstóla að breytast. 16 Ragnhildur Helgadóttir dokt- orsnemi: Þróun síðustu ára á úr- skurðarvaldi um gildi laga gagnvart stjórnarskránni. 16.30 umræður og fyrirspurnir. Í pallborði sitja: Niels Pontoppid- an, fyrrverandi forseti hæstaréttar Danmerkur, Jón Steinar Gunnlaugs- son hrl., Sigurður Líndal prófessor, Ragnhildur Helgadóttir doktors- nemi, Ástráður Haraldsson hrl. og Þorgerður K. Gunnarsdóttir, alþing- ismaður og formaður allsherjar- nefndar Alþingis. 17 málþingi slitið – léttar veitingar. 18.30 brottför rútu. Málþingið er öllum opið – þátttaka tilkynnist Lögfræðingafélagi Íslands. Þátttökugjald er kr. 7.000,“ segir í fréttatilkynningu frá Lögfræðinga- félagi Íslands. Málþing um löggjafar- vald og dómsvald FLÖTUR, samtök stærðfræðikenn- ara, hefur ákveðið að dagurinn í dag, 27. september skuli vera dagur stærðfræðinnar. Það verður í annað sinn sem dagurinn er tileinkaður stærðfræðinni. Að þessu sinni er þema dagsins stærðfræðin í um- hverfinu með áherslu á þátt foreldra í heimanámi barnanna. Til þess að auglýsa daginn efndi Flötur í vor til teiknisamkeppni fyrir nemendur í 1. til 4. bekk. Þátttaka var mjög góð og bárust um 750 myndir í keppnina. Í fyrsta sæti varð Magnús Mar Arnarson, Korpuskóla, í öðru sæti var Hildur María Hólm- arsdóttir, Oddeyrarskóla, og í þriðja sæti Kamil D. Szczuka, Bíldudals- skóla. Verðlaunamyndirnar voru settar á veggspjald sem gert var til þess að vekja athygli á deginum. Þessa viku er sýning á myndum úr keppninni í Kringlunni, á Akranesi og á Egilsstöðum. Í tilefni dags stærðfræðinnar gaf Flötur út ritið „Dagur stærðfræð- innar 27. september 2001, Heima- verkefni í stærðfræði“. Þá stendur Flötur fyrir fundi í dag á degi stærðfræðinnar með yfir- skriftina „Þurfa allir að læra stærð- fræði?“ Fundurinn verður haldinn í Odda, stofu 101, og hefst kl. 17:15. Frummælendur verða: Benedikt Jó- hannesson, stærðfræðingur og for- stjóri Talnakönnunar, Hreinn Páls- son heimspekingur, Jón Torfi Jónasson, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði, og Sigríður Laufey Gunnarsdóttir, skólastjóri Baugs- skólans, segir í fréttatilkynningu. Dagur stærð- fræðinnar FERÐAFÉLAGIÐ Útivist efnir til haustlitaferðar í Bása um helgina 28.–30. september. Árleg haustlita- ferð Útivistar var um miðjan sept- ember, þá tóku 90 manns þátt í grill- veislu og annarri dagskrá í Básum en að þessu sinni er einnig boðið upp á þessa haustlitaferð. Brottför er á föstudagskvöld kl. 20 en gist er í skálum Útivistar í Básum og verða skipulagðar styttri eða lengri göngu- ferðir í fylgd fararstjóra og hentar þessi ferð öllum aldurshópum. Á sunnudaginn, 30. sept., efnir Útivist til haustlitaferðar í Botnsdal í Hvalfirði en kl. 10.30 verður boðið upp á gönguferð kringum Hvalfell og kl. 13 gengið að Glym, hæsta fossi landsins,“ segir í fréttatilkynningu. Haustlitaferð Útivistar í Bása STJÓRN Landssambands íslenskra útvegsmanna sendi í gær frá sér eft- irfarandi ályktun vegna tillagna nefndar um endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða: „Stjórn LÍÚ ítrekar þá afstöðu útvegsmanna að ekki beri að inn- heimta auðlindagjald vegna nýting- ar náttúruauðlinda, en útvegsmenn eru tilbúnir að greiða hóflegt auð- lindagjald, enda verði það til þess að skapa stöðugleika í greininni. Stjórn LÍÚ ítrekar nauðsyn þess að þær reglur sem sjávarútvegsfyrirtækj- um eru settar gildi til langs tíma, enda tefur öll óvissa fyrir nauðsyn- legri hagræðingu og framþróun. Stjórn LÍÚ áréttar þá skoðun sína, að komi til álagningar frekara auð- lindagjalds á sjávarútveg, þá verði jafnræðis gætt við skattlagningu fyrirtækja sem nýta hverskonar náttúruauðlindir, enda samræmist skattlagning einnar atvinnugreinar umfram aðrar ekki jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Stjórn LÍÚ hafnar alfarið hug- myndum um fyrningarleið og upp- boð veiðiheimilda enda væri þar um að ræða þjóðnýtingu á stjórnar- skrárvörðum atvinnuréttindum út- vegsmanna. Frá því að aflamarks- kerfið var tekið upp hafa yfir 80% veiðiheimilda skipt um eigendur og þannig hafa þeir sem þær veiði- heimildir nýta greitt fullt verð fyrir þær. Uppboð veiðiheimilda myndi að auki leiða til óvissu og óstöðug- leika sem gengur þvert á hagsmuni einstakra byggðarlaga og þjóðar- hagsmuni. Tillögur meirihluta endurskoðunarnefndarinnar 1. Tekið er undir það álit meirihluta nefndarinnar að nýta beri auð- lindir sjávar á sjálfbæran hátt með heildarhagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Hagsmunum al- mennings, byggða og sjávarút- vegs verður aðeins borgið ef sjáv- arútvegurinn er rekinn á hagkvæman hátt. Því styður stjórn LÍÚ það álit meirihluta nefndarinnar að aflamarkskerfið verði áfram meginstoð fiskveiði- stjórnunar á Íslandi. Einnig er tekið undir það sjónarmið að nýt- ingarstefna fiskistofna verði mót- uð með hámarksafrakstur í huga. 2. Stjórn LÍÚ styður þá tillögu meirihluta nefndarinnar að náð verði betri stjórn á veiðum smá- báta. Stjórnin varar hins vegar við hverskonar hugmyndum um að veita smábátum sérstakar ívilnanir umfram önnur útgerðar- form. Þar er átt við þá tillögu meirihluta nefndarinnar að út- hluta krókaaflamarksbátum auknum heimildum í aukategund- um og veita eigendum tiltekinna krókabáta fjárhagslega fyrir- greiðslu, sem öðrum stendur ekki til boða. Með því er verið að verð- launa sérstaklega aðila sem fóru ógætilega í fjárfestingum og fylgdu ekki þeim markmiðum sem sett voru um veiðar þessara báta. 3. Stjórn LÍÚ telur að lágmarks- greiðsla auðlindagjalds skuli taka mið af núverandi greiðslum veiði- eftirlitsgjalds sem á síðasta ári námu 243 milljónum króna. Ekki er rétt að miða við tímabundnar greiðslur í Þróunarsjóð sjávarút- vegsins sem námu 630 milljónum króna á síðasta ári. Skuldbinding- ar sjóðsins verða að fullu greiddar á árinu 2005 þegar lokið er greiðslu á kostnaði við smíði hins nýja hafrannsóknaskips. 4. Stjórn LÍÚ hafnar hugmyndum um að auðlindagjaldi verði varið til styrktar öðrum atvinnugrein- um enda skekkja slíkir ríkisstyrk- ir alla samkeppnisstöðu. Auð- lindagjald á sjávarútveginn er fyrst og fremst landsbyggðar- skattur sem mun draga mátt úr atvinnulífinu á landsbyggðinni en auka þenslu í mesta þéttbýlinu. 5. Stjórn LÍÚ er andsnúin hug- myndum um framsal á aflahlut- deild frá fiskiskipum til fisk- vinnslustöðva enda hefur fiskveiðistjórnunin grundvallast á rétti útvegsmanna til nýtingar fiskistofna. Slík breyting myndi valda erfiðleikum í samskiptum útvegsmanna og sjómanna. 6. Stjórn LÍÚ styður hugmyndir nefndarinnar um aðgerðir til að koma í veg fyrir brottkast. 7. Stjórn LÍÚ tekur undir hug- myndir nefndarinnar um aukið frjálsræði í sjávarútvegi er lýtur að takmörkun á heildareign á ein- stökum fisktegundum og heildar- eign aflahlutdeildar.“ Ályktun stjórnar LÍÚ Hugmyndum um fyrningarleið hafnað ENDURMENNTUN HÍ býður upp á mörg tungumálanámskeið á haustönn – hvort heldur er starfs- tengd námskeið eða hnitmiðuð námskeið sem miða að því að opna nýja menningarheima. „Arabíska fyrir byrjendur er námskeið sem fyllir síðari flokkinn, en þar er markmiðið að veita inn- sýn í framandi og gjöfulan heim ar- abískunnar sem töluð er af 200 milljónum manna í 22 löndum, segir í fréttatilkynningu. Námskeiðið hefst 3. október og kennari er Þórir Jónsson Hraundal, BA í almennum málvísindum. Gestafyrirlesari er Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamað- ur. Spænska fyrir eldri kynslóðina er annað menningartengt tungumála- námskeið sérstaklega sniðið að þörfum eldri borgara. Námskeiðið hefst 9. október og kennari er Mar- grét Jónsdóttir, lektor í spænsku við HÍ. Eldri borgarar fá 10% af- slátt af námskeiðsgjaldi. Þriðja tungumálanámskeiðið þar sem fléttað er inn umfjöllun um menningu hefst 29. október og heit- ir Mál og mannlíf á Ítalíu. Það mið- ast við að nemendur skilji ítölsku ef hún er töluð hægt og skýrt. Fjallað er um sögu, menningu og þjóðlíf á Ítalíu, þróun ítalskrar tungu og bókmenntir. Kennari er Mauro Barindi, stundakennari við HÍ. Frekari upplýsingar um þessi námskeið eru á vefsíðunni www.endurmenntun.is og þar er jafnframt hægt að skrá sig,“ segir í fréttatilkynningu. Arabíska kennd í Endur- menntun HÍ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ SJÁLFSBJÖRG, félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu, mótmælir harðlega þeim kostnaðarhækkun- um sem orðið hafa í heilbrigðis- kerfinu að undanförnu. Þessar kostnaðarhækkanir koma verst niður á öryrkjum og tekjulágu fólk, segir í ályktun félagsins. „Ennfremur tekur félagið und- ir þá yfirlýsingu heilbrigðisráð- herra að ekki verði tekið upp inn- ritunargjald á sjúkrastofnanir. Þeim hugmyndum hafnar félagið alfarið því ef þær hugmyndir verða teknar upp, mun bilið milli ríkra og fátækra aukast enn meir en nú er. Sjálfsbjörg félag fatl- aðra á höfuðborgarsvæðinu skor- ar jafnframt á öll samtök launa- fólks að standa einhuga á móti þessum hugmyndum,“ segir í ályktuninni. Mótmæla hækkunum í heilbrigðiskerfinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.