Morgunblaðið - 29.09.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.09.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isKA hefur allt að vinna í bikarúrslitunum/ B3 Þórsarar koma á óvart í handboltanum/ B2 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r29. s e p t e m b e r ˜ 2 0 0 1 NIÐURSTÖÐUR fjölþjóðlegra mælinga á úthafskarfastofninum gefa til kynna að hann sé nú rúmar tvær milljónir tonna. Það er um millj- ón tonnum meira en í mælingum sem gerðar voru árið 1999. Mælingarnar voru gerðar í sam- starfi Íslendinga, Rússa, Norðmanna og Þjóðverja. Farið var yfir gríðar- lega stórt hafsvæði í leiðangrinum eða næstum 450 þúsund fersjómílur. Í leiðangrinum voru um 700 þúsund tonn af úthafskarfa mæld með svo- kallaðri bergmálsaðferð, en um 600 þúsund tonn í mælingunum árið 1999. Ekki er hægt að beita bergmálsmæl- ingum á karfa sem heldur sig neðan við 500 metra dýpi og því stuðst við mælingar sem gerðar eru með trolli. Niðurstöður trollmælinga í leiðangr- inum í sumar sýndu rúmlega 1 millj- ón tonna af úthafskarfa sem er helm- ingi meira en í sambærilegum mælingum árið 1999. Þorsteinn Sigurðsson, fiskifræð- ingur á Hafrannsóknastofnun, segir marga óvissuþætti í stofnmælingum með trolli. Hinsvegar sé niðurstaðan að í neðri lögum sjávar á því hafsvæði sem rannsakað var, eða fyrir neðan 500 metra, sé að finna um eina milljón tonna af karfa. Hann segir einnig töluverða óvissu í bergmálsmæling- um á 300 til 500 metra dýpi. Þar sé karfi og því verði einnig að beita troll- mælingum þar. Þær gefi til kynna að töluvert meira sé af karfa á þessu dýpisbili en bergmálsmælingarnar segi til um. Því megi áætla rúmlega eina milljón tonna af úthafskarfa í efri lögum sjávar eða fyrir ofan 500 metra dýpi. Samkvæmt því sé stofn- stærðin áætluð samanlagt um og yfir 2 milljónir tonna. Þorsteinn segir að gera verði ótal fyrirvara við þessa mælingu. Niður- stöðurnar séu hinsvegar vísbending um að úthafskarfastofninn sé ekki í eins slæmu ástandi og niðurstaðan frá 1999 hafi gefið vísbendingar um. „Við getum ekki sagt til um þróun stofnstærðar með einhverri vissu fyr- ir en að nokkrum árum liðnum, þegar röð mælinga liggur fyrir.“ Norðaustur-Atlantshafsfiskveiði- nefndin (NEAFC) heimilaði veiðar á 95 þúsund tonnum úr úthafskarfa- stofninum á þessu ári, sem var 10 þúsund tonn umfram ráðgjöf Al- þjóðahafrannsóknaráðsins (ICES). Þar af var hlutur Íslendinga 45 þús- und tonn. Þorsteinn segir að það sé í höndum ráðgjafanefndar ICES að meta hvort niðurstöðurnar gefi tilefni til aukinn- ar veiði úr stofninum. ICES kynnir ráðgjöf sína á aðalfundi NEAFC fyr- ir miðjan nóvember. Hann segir að niðurstaða mælinganna í ár bendi til þess að stofninn sé ekki á hraðri nið- urleið eins og margir óttuðust eftir mælingarnar árið 1999. Milljón tonnum meira mældist af úthafskarfa HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness úrskurðaði í gær 36 ára austur- rískan karlmann í mánaðar gæsluvarðhald en maðurinn hafði eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær verið stöðvaður af Tollgæslunni á Keflavíkurflug- velli síðdegis á fimmtudag. E-pill- urnar sem maðurinn hafði í far- angri sínum reyndust við talningu vera 67.485 talsins. Austurríkismaðurinn hafði millilent hér á landi á leið sinni frá Amsterdam í Hollandi til New York í Bandaríkjunum en hinar hertu eftirlits- og öryggiskröfur á Keflavíkurflugvelli eru taldar hafa gegnt lykilhlutverki í því að upp komst um smygltilraunina. Er þetta mesta magn af e-töflum sem lagt hefur verið hald á hér- lendis í einu. Söluverðmæti tafln- anna á Íslandi er talið nema ná- lægt 240 milljónum króna. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er ekkert sem bendir til þess að maðurinn hafi haft vitorðsmenn hér á landi eða ætlað að koma töflunum á markað hérlendis. Næstmesta magn e-taflna sem náðst hefur hér á landi eru 14.270 töflur en þær fundust í fórum 46 ára gamals Hollendings fyrir tæpu ári. Hafði hann einnig milli- lent á Keflavíkurflugvelli á leið sinni frá Amsterdam til New York. Sá maður var ákærður hér á landi og síðan dæmdur í héraði í níu ára fangelsi. Var sá dómur staðfestur í Hæstarétti. Hald lagt á 67.485 e-töflur Morgunblaðið/Kristinn Guðmundur Ingi Ingason rannsóknarlögreglumaður skoðar e-töflurnar. Verðmæti á markaði um 240 milljónir ÞAÐ er óþolandi fyrir Háskóla Ís- lands að stjórnvöld setji hann í þá stöðu að leggja á skólagjöld, að mati Páls Skúlasonar háskólarektors, og að mikilvægt sé að allir skólar á há- skólastigi, hvort sem þeir eru í einkaeigu eða ríkiseigu, búi við sam- bærileg starfsskilyrði. Í samtali í blaðauka Morgun- blaðsins um Háskóla Íslands 90 ára segir hann að við breyttar þjóð- félagslegar aðstæður sé nauðsyn- legt að hugsa samskipti Háskólans og ríkisvalds eftir nýjum leiðum. „Einkareknir háskólar ættu sam- kvæmt orðanna hljóðan að vera reknir af einkaaðilum fyrir einkafé,“ segir Páll. „Hinir svokölluðu einka- reknu háskólar á Íslandi eru á hinn bóginn kostaðir af almannafé með sama hætti og opinberir skólar. Ríkið greiðir jafnmikið með nem- endum í einkareknum skólum og nemendum í Háskóla Íslands. Eini munurinn á einkaskólum á Íslandi og ríkisskólum er sá að einkaskólar hafa rétt til að innheimta sérstök skólagjöld, sem ríkið í raun niður- greiðir með því að veita nemend- unum lán á niðurgreiddum vöxtum til að greiða skólagjöldin.“ Páll segir að sértekjur háskólans hafi aukist verulega á undanförnum árum og að þær nemi nú um það bil helmingi framlags ríkisins til skól- ans. „Háskóli Íslands hefur ávallt sýnt mikið frumkvæði við tekjuöfl- un,“ segir Páll og spyr hvort þjóðin vilji í raun að tekin verði upp skóla- gjöld við HÍ fremur en að stjórn- völd jafni stöðuna á milli háskól- anna. Starfsskilyrði háskóla ójöfn  Háskólinn/D2 LÖGREGLAN í Kópavogi handtók á fimmtudag tvo pilta, 15 og 16 ára gamla, grunaða um vörslu og sölu fíkniefna. Við húsleit fundust 260 grömm af hassi sem hald var lagt á. Samkvæmt upplýsing- um frá lögreglunni í Kópavogi er talið að hassið hafi átt að selja unglingum. Málið telst upplýst. 260 g af hassi tekin ELDUR kviknaði í línubátnum Faxaborg SH í gærmorgun þar sem hann lá við bryggju á Rifi á Snæfellsnesi. Að sögn Hjálmars Kristjánssonar, eiganda bátsins, var verið að landa úr bátnum þegar eldsins varð vart í línu- gangi bátsins. Slökkvilið Snæ- fellsbæjar var kallað á vettvang og gekk því greiðlega að ráða niðurlögum eldsins. Hjálmar sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ekki væri búið að meta fjárhagslegt tjón vegna eldsins en línugangurinn sviðnaði allur og fiskilínan eyði- lagðist. Aðspurður telur Hjálmar að kviknað hafi í út frá rafmagni. Kvaðst hann ennfremur vera tryggður fyrir skemmdum sem þessum. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Eldur kviknaði í gærmorgun í línubátnum Faxaborg, sem gerður er út frá Rifi. Eldur í báti við bryggju á Rifi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.