Morgunblaðið - 29.09.2001, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 29.09.2001, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isKA hefur allt að vinna í bikarúrslitunum/ B3 Þórsarar koma á óvart í handboltanum/ B2 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r29. s e p t e m b e r ˜ 2 0 0 1 NIÐURSTÖÐUR fjölþjóðlegra mælinga á úthafskarfastofninum gefa til kynna að hann sé nú rúmar tvær milljónir tonna. Það er um millj- ón tonnum meira en í mælingum sem gerðar voru árið 1999. Mælingarnar voru gerðar í sam- starfi Íslendinga, Rússa, Norðmanna og Þjóðverja. Farið var yfir gríðar- lega stórt hafsvæði í leiðangrinum eða næstum 450 þúsund fersjómílur. Í leiðangrinum voru um 700 þúsund tonn af úthafskarfa mæld með svo- kallaðri bergmálsaðferð, en um 600 þúsund tonn í mælingunum árið 1999. Ekki er hægt að beita bergmálsmæl- ingum á karfa sem heldur sig neðan við 500 metra dýpi og því stuðst við mælingar sem gerðar eru með trolli. Niðurstöður trollmælinga í leiðangr- inum í sumar sýndu rúmlega 1 millj- ón tonna af úthafskarfa sem er helm- ingi meira en í sambærilegum mælingum árið 1999. Þorsteinn Sigurðsson, fiskifræð- ingur á Hafrannsóknastofnun, segir marga óvissuþætti í stofnmælingum með trolli. Hinsvegar sé niðurstaðan að í neðri lögum sjávar á því hafsvæði sem rannsakað var, eða fyrir neðan 500 metra, sé að finna um eina milljón tonna af karfa. Hann segir einnig töluverða óvissu í bergmálsmæling- um á 300 til 500 metra dýpi. Þar sé karfi og því verði einnig að beita troll- mælingum þar. Þær gefi til kynna að töluvert meira sé af karfa á þessu dýpisbili en bergmálsmælingarnar segi til um. Því megi áætla rúmlega eina milljón tonna af úthafskarfa í efri lögum sjávar eða fyrir ofan 500 metra dýpi. Samkvæmt því sé stofn- stærðin áætluð samanlagt um og yfir 2 milljónir tonna. Þorsteinn segir að gera verði ótal fyrirvara við þessa mælingu. Niður- stöðurnar séu hinsvegar vísbending um að úthafskarfastofninn sé ekki í eins slæmu ástandi og niðurstaðan frá 1999 hafi gefið vísbendingar um. „Við getum ekki sagt til um þróun stofnstærðar með einhverri vissu fyr- ir en að nokkrum árum liðnum, þegar röð mælinga liggur fyrir.“ Norðaustur-Atlantshafsfiskveiði- nefndin (NEAFC) heimilaði veiðar á 95 þúsund tonnum úr úthafskarfa- stofninum á þessu ári, sem var 10 þúsund tonn umfram ráðgjöf Al- þjóðahafrannsóknaráðsins (ICES). Þar af var hlutur Íslendinga 45 þús- und tonn. Þorsteinn segir að það sé í höndum ráðgjafanefndar ICES að meta hvort niðurstöðurnar gefi tilefni til aukinn- ar veiði úr stofninum. ICES kynnir ráðgjöf sína á aðalfundi NEAFC fyr- ir miðjan nóvember. Hann segir að niðurstaða mælinganna í ár bendi til þess að stofninn sé ekki á hraðri nið- urleið eins og margir óttuðust eftir mælingarnar árið 1999. Milljón tonnum meira mældist af úthafskarfa HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness úrskurðaði í gær 36 ára austur- rískan karlmann í mánaðar gæsluvarðhald en maðurinn hafði eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær verið stöðvaður af Tollgæslunni á Keflavíkurflug- velli síðdegis á fimmtudag. E-pill- urnar sem maðurinn hafði í far- angri sínum reyndust við talningu vera 67.485 talsins. Austurríkismaðurinn hafði millilent hér á landi á leið sinni frá Amsterdam í Hollandi til New York í Bandaríkjunum en hinar hertu eftirlits- og öryggiskröfur á Keflavíkurflugvelli eru taldar hafa gegnt lykilhlutverki í því að upp komst um smygltilraunina. Er þetta mesta magn af e-töflum sem lagt hefur verið hald á hér- lendis í einu. Söluverðmæti tafln- anna á Íslandi er talið nema ná- lægt 240 milljónum króna. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er ekkert sem bendir til þess að maðurinn hafi haft vitorðsmenn hér á landi eða ætlað að koma töflunum á markað hérlendis. Næstmesta magn e-taflna sem náðst hefur hér á landi eru 14.270 töflur en þær fundust í fórum 46 ára gamals Hollendings fyrir tæpu ári. Hafði hann einnig milli- lent á Keflavíkurflugvelli á leið sinni frá Amsterdam til New York. Sá maður var ákærður hér á landi og síðan dæmdur í héraði í níu ára fangelsi. Var sá dómur staðfestur í Hæstarétti. Hald lagt á 67.485 e-töflur Morgunblaðið/Kristinn Guðmundur Ingi Ingason rannsóknarlögreglumaður skoðar e-töflurnar. Verðmæti á markaði um 240 milljónir ÞAÐ er óþolandi fyrir Háskóla Ís- lands að stjórnvöld setji hann í þá stöðu að leggja á skólagjöld, að mati Páls Skúlasonar háskólarektors, og að mikilvægt sé að allir skólar á há- skólastigi, hvort sem þeir eru í einkaeigu eða ríkiseigu, búi við sam- bærileg starfsskilyrði. Í samtali í blaðauka Morgun- blaðsins um Háskóla Íslands 90 ára segir hann að við breyttar þjóð- félagslegar aðstæður sé nauðsyn- legt að hugsa samskipti Háskólans og ríkisvalds eftir nýjum leiðum. „Einkareknir háskólar ættu sam- kvæmt orðanna hljóðan að vera reknir af einkaaðilum fyrir einkafé,“ segir Páll. „Hinir svokölluðu einka- reknu háskólar á Íslandi eru á hinn bóginn kostaðir af almannafé með sama hætti og opinberir skólar. Ríkið greiðir jafnmikið með nem- endum í einkareknum skólum og nemendum í Háskóla Íslands. Eini munurinn á einkaskólum á Íslandi og ríkisskólum er sá að einkaskólar hafa rétt til að innheimta sérstök skólagjöld, sem ríkið í raun niður- greiðir með því að veita nemend- unum lán á niðurgreiddum vöxtum til að greiða skólagjöldin.“ Páll segir að sértekjur háskólans hafi aukist verulega á undanförnum árum og að þær nemi nú um það bil helmingi framlags ríkisins til skól- ans. „Háskóli Íslands hefur ávallt sýnt mikið frumkvæði við tekjuöfl- un,“ segir Páll og spyr hvort þjóðin vilji í raun að tekin verði upp skóla- gjöld við HÍ fremur en að stjórn- völd jafni stöðuna á milli háskól- anna. Starfsskilyrði háskóla ójöfn  Háskólinn/D2 LÖGREGLAN í Kópavogi handtók á fimmtudag tvo pilta, 15 og 16 ára gamla, grunaða um vörslu og sölu fíkniefna. Við húsleit fundust 260 grömm af hassi sem hald var lagt á. Samkvæmt upplýsing- um frá lögreglunni í Kópavogi er talið að hassið hafi átt að selja unglingum. Málið telst upplýst. 260 g af hassi tekin ELDUR kviknaði í línubátnum Faxaborg SH í gærmorgun þar sem hann lá við bryggju á Rifi á Snæfellsnesi. Að sögn Hjálmars Kristjánssonar, eiganda bátsins, var verið að landa úr bátnum þegar eldsins varð vart í línu- gangi bátsins. Slökkvilið Snæ- fellsbæjar var kallað á vettvang og gekk því greiðlega að ráða niðurlögum eldsins. Hjálmar sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ekki væri búið að meta fjárhagslegt tjón vegna eldsins en línugangurinn sviðnaði allur og fiskilínan eyði- lagðist. Aðspurður telur Hjálmar að kviknað hafi í út frá rafmagni. Kvaðst hann ennfremur vera tryggður fyrir skemmdum sem þessum. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Eldur kviknaði í gærmorgun í línubátnum Faxaborg, sem gerður er út frá Rifi. Eldur í báti við bryggju á Rifi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.