Vísir


Vísir - 23.10.1979, Qupperneq 3

Vísir - 23.10.1979, Qupperneq 3
3 VÍSIR Þriöjudagur 23. október 1979 Prófkjör Sjálfstæðis- f lokksins í Reykjavík Jóna Gróa Sigurðardóttii „Nú er ég sko hættur!” „Hérna fer ég af, og þakka þér kærlega fyrir samfylgd- ina”. Fyrir þá, sem ekki gera sér fyllilega ljóst hvaö hér er á seyði, skal þaö upplýst, að hér skiljast leiðir hestsog knapa, og það heldur óvænt. Hesturinn var að fara yfir hindrun en tókst ekki betur en svo, að hann fór beinlínis á hausinn. Knapinn sá sér þá þann kostinn vænstan að yfirgefa samkvæmið. Hvorki hesti né knapa varð meint af þessari kollsteypu, en hesturinn mun hafa sett upp hundshaus vegna þess að hann var dæmdur úr leik fyrir vikið. VALFRELSI: VILL ATKVÆÐA- GREHDSLU UM ÞJÓÐARATKUÆÐI „Fyrsta skrefið er að finna út hvort mögulegt sé að koma tillög- unni til atkvæðagreiðslu i næstu kosningum,” sagði Sverrir Run- ólfsson framkvæmdastjóri Val- frelsis i samtali við Vlsi. Á fundi framkvæmdanefndar Valfrelsis fyrirhelgina var sam- þykkt að freista þess að fá 25. grein stjórnarskrárinnar breytt, þannig að fólkeigi möguleika á að fá þjóðaratkvæðagreiðslu um ákveðin mál. í tillögu Valfrelsis á þjóðarat- kvæðagreiðsla að fara fram, ef 1% kjósenda undirritar yfirlýs- ingu um að tiltekið mál verði þannig lagt undir dóm þjóðarinn- ar um leið og almennar kosningar fara fram. Ef efna þarf til sér- stakra kosninga, þurfi 10% kjós- enda að undirrita slika yfirlýs- ingu. „Gunnar G. Schram segir okk- ur, að til þess að unnt sé að greiða atkvæði um þetta i næstu kosn- ingum, þurfi aðeins samþykki rikisstjórnarinnar,” sagði Sverr- ir. „Við höfum skrifað ráðherrun- um og beðið um viðtal. Égséekki hvernig þeir geta staðið gegn þessu, þvi þetta mál hefur verið á stefnuskrá Alþýðuflokksins. En ef þeir segja að þetta sé ekki fram- kvæmanlegt, munum við koma undirskrif talistum til allra kjós- enda. Það er vel hægt fyrir kosn- ingar. Ef áhuginn er fyrir hendi, er allt mögulegt.” —SJ Norourland eystra: TVÆR FYLKINGAR KRATA OG VfBAR ER ÓLGA Tvær fylkingar berjast um efstu sætin I prófkjöri Alþýðu- flokksins á Norðurlandi eystra og þykir hagur Árna Gunnars- sonar hafa vænkast mjög eftir að Jón Helgason, formaður Ein- ingar, og Sigbjörn Gunnarsson Steindórssonar, fyrrverandi skólameistara, ákváðu að taka þátt i prófkjörinu. Arni gefur aðeins kost á sér i 1. sæti, JónHelgason I 2. og Sig- björn Gunnarsson i 3. sæti. Hinn armurinn er skipaður Braga Sigurjónssyni i 1. sæti, Jóni Ármanni Héðinssyni.sem býður sig fram i 1. og 2. sætið og Bárði Halldórssyni I 3. sæti. Framboð Sigbjarnar Gunnarssonar vekur athygli á Akureyri, þar sem Steindór Steindórsson, fyrrverandi skóla- meistari og hans fólk, hefúr jafnan verið ein helsta krata- fjölskylda norðan heiða og stutt Braga Sigurjónsson gegnum þykkt og þunnt. Eru sumir þeirrar skoðunar að Steindórs- fjölskyldunni hafi þóttfram hjá sér gengið, er Bragi bauð Bárði sæti á listanum og þetta kunni að reynast Braga dýrkeypt. Fylgismenn Braga bendla Arna við Reykjavikurvald en hins vegar telja margir Alþýðu- flokksmenn utan Akureyrar, að Akureyrarvaldið sé sýnu verra og fylkja sér um Arna. Sólnes úr leik Niber talið öruggt að Jón G. Sólnes verði ekki i efsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins er hann verður birtur um næstu helgi. Ekki mun Sólnes þó hyggja á sjálfstætt framboðeins og heyrst hefur, en hins vegar er mikil ólga meðal margra stuðn- ingsmanna hans og sumir hafa haft á orði að kjósa ekki flokk- innnæst, þar sem gamla ljóninu hafi verið bolað i burtu. Lárus Jónsson telur sig eiga rétt á sæti Jóns Sólness, það er fyrsta sætinu, en einhver hreyf- ing er i þá átt að styðja Halldór Blöndal i það sæti. Naumt hjá Stefáni Alþýðubandalagið kom sam- anlistaum helgina, enþaðgekk ekki átakalaust og um tima leit út fyrir að Helgi Guðmundsson trésmiður felldi Stefán Jónsson úr efsta sætinu. Yngra fólkið i Alþýðubandalaginu heimtaði forval með það i huga að koma Helga að, en Stefán marði meirihluta með þvl að sam- þykkt var ályktun.þar sem þvi var heitið að forval færi fram næst. Framsókn í vanda. Mikil ólga er meðal ungra Framsóknarm anna sem heimta skoðanakönnun áður en gengið verður frá framboðslista I þeim tilgangi að koma Stefáni Val- geirssyni frá og jafnvel þykir sumum sem Ingvar Gi'slason hafi setið nógu lengi. Ljóst ct að Ingi Tryggvason ætlar ekki að taka þriðja sæti listans. Hinir ungu hyggjast sækja sér frambjóðanda til Keflavikur sem er Guðmundur Bjarnason, útibússtjóri Samvinnubankans þar. Guðmundur var áður á Húsavik og er kvæntur inn i eina mestu krataf jölskyldu Húsavflí- ur. Hinir eldri vilja hins vegar raða röðun listans i ró og næði og er ekki vitað hvernig þessi barátta endar. "SG Húsn Sverrir Runólfsson, Valfrdsi: Al- þýöuflokkurinn getur ekki staðið á móti þjóöaratkvæðagreiðslu. ÓLAFSYÍK - GKUKDAKFJORÐUK - STYKKISHOLMUR phyris Snyftiyörukynning Snyrtif ræðingur okkar kynnir hinar vinsælu Phyris snyrtivörur og leiðbeinir um meðhöndlun húðarinnar. „ókeypisV ólafsvík Grundarf jörður Stykkishólmur miðvikud. 24.okt. Stykkishólms- Apótek fimmtud. 25. okt. Versl. Grund. föstud. 26. okt. Stykkishólms- Apótek. Phyris er húðsnyrting og hörundsfegrun með hjálp blóma og jurtaseyða. Phyris f yrir allar húðgerðir Fegrun úr blómum og jurtum. phyris Umboðið phyris Svanborg Danielsdóttir snyrtifræðingur.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.