Morgunblaðið - 04.10.2001, Page 30
LISTIR
30 FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Stóri Quelle-listinn
er kominn!
• Ótrúlegt vöruval
• Nýjasta tíska
• Þýsk gæði
• Þægileg þjónusta
• Stærðir og snið fyrir alla
• Verslaðu heima í ró og næði
Listinn kostar 600 kr. og nú
fylgja þessir sérlistar með eftir
eigin vali á meðan birgðir endast.
Sérlistar fylgja stóra Quelle listanum ókeypis
Meine Grösse
Fallegur og nýtísku-
legur kvenfatnaður,
undirfatnaður,
sundfatnaður ofl. í
stærð að nr. 60
Mode
Listi með klassískum
og vönduðum fatnaði.
Fatnaður sem mikið er
lagt í fyrir dömur og
herra
Euro-Kids
Skemmtilegur
barnalisti með fatnaði,
rúmfatnaði og ýmsu
öðru. Vandaður og
góður fatnaður sem
endist
Haushalt
Allt í eldhúsið og
borðstofuna.
Búsáhöld í ótrúlegu
úrvali og falleg gjafa-
og heimilisvara
Ve r s l u n D a l v e g i 2 • K ó p a v o g i
P ö n t u n a r s í m i 5 6 4 2 0 0 0
ÁKVARÐAST ensku Booker-bók-
menntaverðlaunin af því „hver sefur
hjá hverjum, hver selur hverjum eit-
urlyf og hver er giftur hverjum“. Því
heldur enski rithöfundurinn Al
Kennedy fram, en hún sat í úthlut-
unarnefndinni 1996.
Martyn Goff, sem stýrir stofnun-
inni, er úthlutar verðlaununum,
þvertekur fyrir þetta. Einn af þeim
sem sat í nefndinni kannast ekki við
lýsingu Kennedy. Og Booker-verð-
launin eru miklu óspilltari en
frönsku Goncourt-verðlaunin segja
Englendingar, sem þekkja til.
En fleira er óklárt með verðlaun-
in. Booker-verðlaunin eru kennd við
og stofnuð af samnefndu matvæla-
fyrirtæki. Iceland-kjörbúðakeðjan
keypti Booker í fyrra, en virðist hins
vegar ekki hafa áhuga á bókmennta-
verðlaununum úr því verðlaunin
verða ekki skýrð Iceland-verðlaunin.
Sérstök stofnun rekur verðlaunin og
það form verður staðfest. Nýlega var
Booker stuttlistinn birtur, alls sex
bækur af 24 bókum, sem dómnefndin
valdi úr. Eins og alltaf vekur listinn
öflugt umtal í breskum fjölmiðlum,
en 17. október verður tilkynnt hver
hlýtur verðlaunin sem eru 21 þúsund
pund, rúmar þrjár milljónir ís-
lenskra króna.
Beryl Bainbridge þótti líklegust til
að hljóta verðlaunin í ár, en hún er
ekki á stuttlistanum og það vekur
umræðu um hvort vinsælar bækur
geti aldrei unnið. Hún er hins vegar
æfð í því að missa af verðlaununum
því þetta er sjötta bókin hennar, sem
ekki kemst á stuttlistann. Nú þykja
Peter Carey og Ian McEwan einna
líklegastir til að hljóta verðlaunin en
þeir hafa báðir fengið þau áður.
Valið á að útiloka spillingu
Booker-verðlaunin voru sett á
stofn 1968 af Booker-fyrirtækinu,
sem seldi matvæli, en rak einnig
bókaútgáfu. Ætlunin var að koma á
fót verðlaunum, sem vektu ekki
minni athygli en frönsku Goncourt-
verðlaunin.
Einn af þeim sem sinnti málefninu
frá upphafi var enski leikarinn Mich-
ael Caine, sem var stjórnarformaður
þar til 1993. Tilgangur verð-
launanna, að vekja athygli á bresk-
um bókmenntum, hefur sannarlega
tekist. Bækur, sem komast á listann
yfir tilnefndar bækur eiga vísa
trygga sölu og verðlaunahöfundur-
inn frægð að auki.
Fyrirkomulagið er miðað við að
gefa sem minnst tilefni til spillingar.
Útgefendur geta sent inn bækur
og í ár voru 102 bækur í upphaflegu
úrtaki, auk þess sem dómnefndin
lagði sjálf til 17 bækur. Útgefendur
tilnefndu bókanna taka á sig ákveðn-
ar skuldbindingar. Þeir leggja meðal
annars fram þrjú þúsund pund, rúm-
lega 40 þúsund íslenskar krónur,
sem fara í að kosta starfsemina í
kringum verðlaunin, en rekstur
verðlaunanna kostar árlega um 300
þúsund pund, rúmlega 40 milljónir
íslenskra króna. Auk þess skuld-
binda útgefendur sig til að verja þús-
und pundum í kynningu bókarinnar.
Dómnefndin er aðeins skipuð til
eins árs og er algjör undantekning
að dómnefndarmaður sitji lengur en
ár í senn. Dómnefndin tekur sig síð-
an til, les bækurnar og setur saman
langan lista. Í ár voru á honum 24
bækur og nýlundan var að þessi listi
var birtur. Hingað til hefur aðeins
lokaúrtakið, stuttlistinn svokallaði,
verið birtur. Síðasta skrefið er að
velja verðlaunabókina af stutta list-
anum. Til samanburðar er nefnt að
síðan Goncourt-verðlaunin voru
stofnuð 1903 hafi þau til skiptis farið
til bóka aðeins þriggja bókaforlaga,
sem hvert um sig á tvo fulltrúa í
dómnefndinni.
„Iceland“-verðlaunin?
Auk þess að halda því fram að
verðlaunin ákvarðist af persónuleg-
um tengslum sagði Kennedy að sjálf
hefði hún „lesið 300 tilnefndar skáld-
sögur en það gerði ekkert annað af-
styrmi [í dómnefndinni]“. Jonathan
Coe, samnefndarmaður Kennedy úr
dómnefndinni segir þetta ekki rétt.
Kennedy ýki fjölda bóka, sem nefnd-
in þurfti að lesa, um þriðjung og ýkj-
urnar nái kannski til fleiri atriða.
Aðrir sem hafa setið í dómnefndinni
hafa vitnað um að þeir hafi búist við
gjafa- og veisluregni frá útgefendum
og öðrum hagsmunaaðilum, en ekk-
ert slíkt hafi gerst. Bent er á að ef
hægt sé að ota og pota þá gerist það í
mesta lagi til að koma bókum á langa
listann. Alveg sé útilokað að hafa
annarleg persónuleg áhrif á stutta
listann og alls ekki á verðlaunabók-
ina.
Ummæli Kennedy koma á óheppi-
legum tíma fyrir Booker-verðlaunin.
Iceland-keðjan hefur lýst því yfir að í
ár hafi hún aðeins áhuga á að leggja
til þriðjung þess sem það kostar að
reka verðlaunin. Keðjan hafði áhuga
á að verðlaunin yrðu heitin eftir
keðjunni, en það þótti ófært að
breyta rótgrónu nafni og fyrirtækið
hafði þá ekki áhuga á að reka verð-
launin. Nú þarf því að finna aðra til
að styrkja og ummæli Kennedy
gætu torveldað það. Enginn er þó í
vafa um að verðlaunin verði veitt
áfram. Þau hafa unnið sér svo ræki-
legan sess í breskum bókmennta-
heimi. Stofnuninni, sem rekur verð-
launin mun efalaust takast að finna
aðra til að spýta í baukinn.
Fjölbreytilegur langlisti –
stuttlisti sem kemur á óvart
Á langa listanum í ár gætti margra
grasa og hann skreytti þegar allar
bókabúðir, sem leggja áherslu á bók-
menntir. Það er eflir bóksöluna. Efst
á listanum yfir líklegar bækur var
bók eftir Beryl Bainbridge, Accor-
ding to Queeney, af því Bainbridge
var fyrst í stafrófinu af höfundunum
tilnefndu. En bók Bainbridge var
líka sú bók, sem dró að sér mesta at-
hygli og gæti hugsanlega náð að
komast upp fyrir Harry Potter á
metsölubókalistum.
Þetta er söguleg skáldsaga, fjallar
um doktor Samuel Johnsons (1709-
1784).
Dómnefndin mat hana þó léttvæga
og hún komst ekki á stuttlistann,
sem var birtur á dögunum.
Aðrar bækur þekktra höfunda,
sem komust ekki heldur með á stutt-
listann voru A Son of War eftir Melv-
yn Bragg, The Pickup eftir Nadine
Gordimer, Half a Life eftir V.S. Nai-
paul og How to be Good eftir Nick
Hornby. Þær sem fundu náð fyrir
augum dómnefndarinnar eru True
History of the Kelly Gang eftir Peter
Carey, sem veðmangarar veðja nú
mest á að vinni, An Atonement eftir
Ian McEwan, Oxygen eftir Andrew
Miller, The Dark Room eftir Rachel
Seiffert, number9dream eftir David
Mitchell og Hotel World eftir Ali
Smith. En spenna er í loftinu og
bækurnar seljast að öllum líkindum
vel fram að 17. október þegar nafn
verðlaunabókarinnar verður til-
kynnt í kvöldverðarboði, sem sjón-
varpað er frá. Þar gefst því bæði
tækifæri til að sjá eitt firna glatt
andlit og væntanlega nokkur von-
svikin.
sd@uti.is
Booker-verðlaunin draga
að sér árvissa athygli
Ian McEwan Peter Carey
Verða Booker-verðlaunin „Iceland“-verðlaunin
fyrst Iceland-keðjan hefur keypt Booker-fyr-
irtækið? Varla, segir Sigrún Davíðsdóttir, en eins
og alltaf eru verðlaunin umdeild.
MITCHELL, höfundur og leik-
stjóri myndarinnar, er kannski ekki
að ástæðulausu fæddur í hlutverk
dragdrottningarinnar Hedwigs. Sem
er frábært, hann getur ekki annað en
gefið rétta, kraftmikla og mjög ein-
læga mynd af aðalpersónunni og sögu
hennar.
Þar segir frá stráknum Hans sem
er alinn upp í Austur-Þýskalandi, og
var í æsku misnotaður af amerískum
föður sínum. Á unglingsárum finnur
hann fyrir ruglingi með kyn sitt, er
skiptur milli þess að vera kona og
karl, og hefst þá leitin að hinum helm-
ingi sjálfsins, og tilrauninni til að sam-
eina þá tvo. Þegar amerískur hermað-
ur verður ástfanginn af Hans, tekur
hann upp nafn móður sinnar, Hedwig,
verður endanlega klæðskiptingur og
heldur á vit draumalandsins. En þar
reynist tilveran lítið skárri, ef ekki
verri, en í Þýskalandi.
Myndin er gerð eftir samnefndum
söngleik Mitchells, og tekst aðlögunin
bara ágætlega. Leikstjórinn notar
teiknimyndir til að túlka tilfinningar
Hedwigs og þrár, sýnir myndir úr
æsku hans til að gefa skýrari mynd af
bakgrunni hans, og beitir ýmsum
brögðum til að koma söngleiknum í
kvikmyndaform. Mikill hluti myndar-
innar fer þó í tónlistarflutning, og fyr-
ir mér er það versti hluti myndarinn-
ar því tónlistin höfðar engan veginn
til mín. Einstaka lög eru þó mjög
áhrifarík vegna textans og leiksins.
Ýmsir hlutar sögunnar eru ekki
nógu skýrir, en það má kannski skrifa
á hversu áttavillt Hedwig er. Hedwig
virðist hafa fundið sig í lokin, en samt
skildi ég ekki alveg hver niðurstaðan
var. Einnig var mjög óljóst hver eða
hvers kyns Yitzhak var og hvert sam-
band þeirra Hedwigs var, þótt í ljós
komi að þau/þeir eru gift/ir í lokin.
Sagan er mjög átakanleg og í raun
sorgleg, en það er oft þannig að þeir
sem verst lenda í því tekst best að
gera grín að sjálfum sér og myndin er
full af húmor og sjálfsháði, auk þess
að vera fræðandi og skemmtileg til-
breyting frá kvikmyndum um hetjur
og aðrar fullkomnar fyrirmyndir.
Lífsbarátta
dragdrottningar
KVIKMYNDIR
R e g n b o g i n n
Leikstjórn og handrit:
John Cameron Mitchell eftir eigin
samnefndum söngleik og Stephens
Trask. Aðalhlutverk: John
Cameron Mitchell, Michael Pitt
og Miriam Shor. 95 mín.
New Line Cinema 2000.
HEDWIG Hildur Loftsdótt ir
NÚ stendur yfir í húsakynnum
MÍR, Vatnsstíg 10, sýning á mynd-
verkum eftir hvít-rússnesku hjónin
Ljúdmilu Krasnévskaju og Arlen
Kashkúrevits, en þau eru bæði
kunnir myndlistarmenn í Hvít-
Rússlandi um langt skeið, en hann
er kunnastur fyrir svartlistamyndir
sínar og bókaskreytingar. Meðal
bóka sem hann hefur myndskreytt
eru Atómstöðin eftir Halldór Kiljan
Laxness og Eddukvæðin hin fornu.
Ljúdmila hefur á síðustu árum get-
ið sér gott orð fyrir myndverk sín,
einkum myndir trúarlegs eðlis og
myndir unnar úr þurrkuðum blóm-
um.
Sýningin er opin á þriðjudögum,
miðvikudögum og sunnudögum kl.
14-17. Aðgangur er ókeypis.
Myndverk í MÍR