Morgunblaðið - 04.10.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.10.2001, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 35 Landsmenn allir verða að “ ngin styður aðgerðir ra og ríkisstjórnar í máli Össurar Skarphéð- manns Samfylkingar, ein- ngur við viðbrögð utanrík- ríkisstjórninnar í þessum eg rétt sem utanríkisráð- við munum aldrei gleyma ði. Þetta er ein af þeim érhvers manns sem greyp- eð þeim hætti að aldrei fell- íðin, hún er einhvern veg- ur ný og hugrökk – svo uxleys – jafnvel við sem lif- lfa öld og upplifað höfum ngar í gegnum auga miðl- nnst einhvern veginn eins fi tapað með vissum hætti Okkur finnst einhvern veg- murinn sé orðinn allur ann- eldur en hann var,“ sagði þennan atburð kalla fram u nánast allra þjóða heims- st hefði Pútín Rússlands- yfir að hann væri reiðubú- p sérstök og ný tengsl við að vinna gegn þessari nýju undist málflutningur utan- ákaflega jákvæður og hóf- máli,“ bætti Össur við og ekki lofað því að hann og rði sammála ráðherranum di hann heita honum sam- ingarinnar í þeim ákvörð- n hefur tekið nú þegar. stuðning stórra bandalaga ntshafsbandalagið og Evr- við Bandaríkjamenn eftir hryðjuverkin að umtalsefni og sagðist telja þennan afdráttarlausa stuðning hafa leitt til þess að viðbrögð Bandaríkj- anna hafi verið miklu hófstilltari en ella hefði orðið. „Einhvern tímann hefði mað- ur búist við því að fyrstu viðbrögð Banda- ríkjamanna andspænis svona hryðju- verkum huglausra manna hefðu falist í eldflaugaárás strax fyrsta kvöldið,“ sagði hann og velti því fyrir sér hvort dúfur skynseminnar vestra, menn á borð við Powell utanríkisráðherra, réðu ferðinni. Benti hann á að aðgerðir Bandaríkjanna hafi verið miklu hófstilltari síðustu daga heldur en fyrstu yfirlýsingar Bush Bandaríkjaforseta hefðu gefið til kynna. Tómas Ingi Olrich (D), formaður utan- ríkismálanefndar Alþingis, sagði árás hryðjuverkamannanna á Bandaríkin marka dapurleg þáttaskil í alþjóðlegum samskiptum og öryggismálum. Árásin á Bandaríkin hafi verið aðför að lýðfrelsi og einstaklingsfrelsi; aðför að opnum og greiðum samskiptum og markaðshag- kerfi, sem hefur öðrum fremur bætt hag þjóða heims. Umfram allt hafi þetta verið aðför að þeirri öryggistilfinningu sem er undirstaða slíkra opinna samfélaga, und- irstaða mannlegra samskipta, ferðalaga, alþjóðlegs samstarfs og samskipta. „Það er ljóst að tilgangur hryðjuverka- mannanna var ekki aðeins að ráðast gegn Bandaríkjunum og því sem þau standa fyrir ásamt bræðraþjóðum sínum. Til- gangurinn var einnig að hrinda þjóðum heimsins út í trúarbragðaátök,“ sagði Tómas Ingi og sagði sérstaka ástæðu til að fagna því hve einarðlega þjóðarleið- togar hafi hafnað því að hér sé um átök milli trúarbragða að ræða. „Sá vandi sem upp er kominn er vandi allra þjóða og allra trúarbragða. Hann er vandi allra heimshluta og allra þjóðskipu- laga,“ sagði Tómas Ingi Olrich. Hann benti að lokum á að utanríkis- málanefnd Alþingis hafi vottað banda- rísku þjóðinni dýpstu samúð og lýst yfir stuðningi við Bandaríkjastjórn. Nefndin legði áherslu á að þeir sem bæru ábyrgð á voðaverkunum yrðu dregnir til ábyrgðar. Nefndin hefði öll staðið að samþykkt þar að lútandi sem undirstriki þá breiðu póli- tísku samstöðu sem þessi aðför að lýð- ræði og mannréttindum hafi skapað. Samstaðan mikilsverð og í raun merkilegur viðburður Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns fram- boðs, sagði að samstaða þjóða í kjölfar þessara atburða væri ákaflega mikilsverð og í raun merkilegur viðburður. Telja megi hana nánast algera, en hitt verði einnig að hafa í huga að hún sé afar brot- hætt. „Þessi samstaða og hvernig með hana fer í framhaldinu ræðst alveg af því sem gerist á næstu vikum og mánuðum, hvernig til tekst í yfirveguðum og skyn- samlegum viðbrögðum. Hvernig sam- félagi þjóðanna gengur að vinna sig gegn- um og út úr þessum atburðum og að ekki rísi deilur um aðferðafræðina sjálfa,“ sagði hann og benti á að samstaða sú sem skapast hefði hér á landi væri að sjálf- sögðu háð því að ekki rísi deilur um að- gerðir eða atburði í framhaldinu. „Ég er þeirrar skoðunar að fyrirvari Íslands, sem settur var við inngöngu okk- ar í Sameinuðu þjóðirnar 1946 og ítrek- aður við inngöngu okkar í NATO 1949, þess eðlis að Ísland muni aldrei segja annarri þjóð stríð á hendur, að hann sé enn í fullu gildi. Stjórnskipulegt gildi hans er að mínu mati óvefengjanlegt þar sem hann er meðal annars samþykktur í formi þingsályktunartillögu á Alþingi 27. febrúar 1945. Ég hef hvergi séð neinar yfirlýsingar, tillögur eða komist yfir ákvarðanir eða afgreiðslur hvorki á Al- þingi né annars staðar sem hafa fært þennan ótvíræða fyrirvara úr gildi,“ sagði Steingrímur ennfremur. Samstaða þjóða eykur vonir Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði hin ógnar- legu þrælmenni hafa gefið fordæmi sem öllum vekti ótta. Því miður verði vænt- anlega erfiðleikum bundið að koma í veg fyrir starfsemi slíkra voðamanna, en samstaða þjóða og stjórnmálaafla hljóti þó að vekja með mönnum auknar vonir. „Maður sem að ólst upp í kalda stríðinu hlýtur að fagna því þegar stórþjóðir heims í austri og vestri taka höndum saman. Það er auðvitað af hinu góða, en það er þó alveg óvíst að nægi til. Trúar- bragðadeilur blandast þessu máli og ekk- ert í veröldinni hefur verið eins hatrammt og miskunnarlaust og deilur af þeim toga,“ sagði hann. Kapp á að fullgilda hér alþjóðasamninga Í máli Sólveigar Pétursdóttur dóms- málaráðherra (D) voru rakin þau við- brögð sem ráðuneytið hugar að um þess- ar mundir í tilefni atburðanna í Bandaríkjunum. Sagði hún ljóst að hryðjuverkin hafi hvarvetna í nágranna- ríkjum kallað á að lög og reglur um varnir gegn hryðjuverkum verði skoðaðar í nýju ljósi. Það sé algerlega nauðsynlegt að leita nýrra úrræða til að takast á við þær ógnir sem stafa af hryðjuverkum. Þetta eigi sérstaklega við um refsilöggjöf, svo og lögreglu- og öryggismál sem heyri undir verksvið dómsmálaráðherra. Sagðist ráðherra leggja mikið kapp á að fullgilda þá alþjóðlegu samninga sem nauðsynlegir eru til þess að takast á við alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi. Slíkt kalli aftur á sérstaka skoðun ýmissa laga. Einkum eigi það við um almenn hegning- arlög, en einnig refsiábyrgð þeirra sem fjármagna hryðjuverkastarfsemi og ábyrgð fjármálastofnana. Upplýsti Sólveig að hún hefði kallað refsiréttarnefnd á sinn fund og falið henni að fara yfir alþjóðasamninga og alla þætti refsilöggjafarinnar sem endur- skoða þurfi eða breyta. Stefni hún að því að leggja fram frumvarp síðar á haust- þingi með breytingum í þessa veru. „Ég vil undirstrika að við Íslendingar munum leggja okkar af mörkum til þess að skera upp herör gegn skipulagðri glæpastarfsemi, þessari ógn sem nú steðjar að mannkyni,“ sagði Sólveig Pét- ursdóttir. Undir lokin dró Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra saman umræðuna og þakkaði samstöðuna sem komið hefði fram í umræðunni. Þakkaði hann forystu- mönnum Samfylkingar og Frjálslynda flokksins sérstaklega fyrir hinn afdrátt- arlausa stuðning við viðbrögð og aðgerðir ríkisstjórnarinnar fram að þessu. Kvaðst hann munu leggja sig fram um að við- halda þessari samstöðu og sagði ljóst að komi til sameiginlegra aðgerða Atlants- hafsbandalagsins í þessu máli, sé þar um meiriháttar utanríkispólitíska ákvörðun að ræða og samkvæmt þingsköpum beri að hafa samráð við utanríkismálanefnd og ríkisstjórn um það. „Það hefur engin slík ákvörðun verið tekin. Það hefur engin beiðni um slíkt komið fram og engar umræður, enn sem komið er. Það er hins vegar ekki hægt að útiloka það, sérstaklega í ljósi þess að 5. grein Atlantshafssáttmálans er nú orðin virk í fyrsta skipti.“ Utanríkisráðherra sagði ljóst að eyða þyrfti mikilli vinnu í að skoða varnir Ís- lands gagnvart nýrri ógn og m.a. hefðu í tveimur síðustu heræfingum hér á landi, Norður Víkingi, verið æft undir þeim for- merkjum að um væri að ræða hryðju- verkaárás hér á landi. Össur Skarphéðinsson spurði ráðherra um hugsanleg áhrif þessara atburða á viðræður við bandarísk stjórnvöld um bókun við varnarsamninginn. Svaraði Halldór Ásgrímsson því til að viðræður um þessi mál hefðu ekki síst mótast af því hver væri viðunandi lágmarksviðbúnaður hér á landi í ljósi nýrrar heimsmyndar og nýrrar vár af völdum hryðjuverkastarf- semi og ýmissa aðstæðna annarra. „Við höfum haldið því fram að hér væri um lágmarksviðbúnað að ræða. Við þurf- um að sjálfsögðu að endurmeta það, en það er alveg ljóst að miðað við þær að- stæður sem nú eru komnar upp, er enn frekar rétt að halda því fram að hér sé um algjöran lágmarksviðbúnað að ræða,“ sagði Halldór og sagði rétt að ræða ör- yggishugtakið í þessu ljósi. Upplýsti hann að svo vel hefði viljað til að sendi- nefnd á vegum bandarísku flugmála- stjórnarinnar hafi komið til Keflavíkur- flugvallar í óvænta heimsókn á þriðjudag til að gera þar úttekt, eins og verið væri að gera víða um heim. Komi í ljós að ör- yggismál séu ekki í fullnægjandi horfi, geti slíkt leitt til þess að allt flug verði bannað frá viðkomandi flugstöð til Bandaríkjanna. „Þessi yfirvöld voru mjög ánægð með aðstæður á Keflavíkurflugvelli. Það sýnir að við höfum brugðist þar rétt við,“ sagði Halldór. á Alþingi í gær um hryðjuverkin í Bandaríkjunum og áhrif þeirra herra sagði á Alþingi í gær að baráttan gegn hryðjuverkum væri barátta fyrir framtíð okkar. ri hafin yfir flokkadrætti og að hryðjuverk væru glæpur gegn mannkyninu og aldrei réttlæt- ingmenn tóku þátt í umræðum um hryðjuverkin og áhrif þeirra í bráð og lengd. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Halldór Ásgrímsson flytur skýrslu um afleiðingar hryðjuverka á Alþingi í gær. ’ Okkur finnst ein-hvern veginn eins og veröldin hafi tapað með vissum hætti sakleysi sínu. Okkur finnst ein- hvern veginn eins og heimurinn sé orðinn all- ur annar og verri held- ur en hann var. ‘ ’ Sá vandi sem upp erkominn er vandi allra þjóða og allra trúar- bragða. Hann er vandi allra heimshluta og allra þjóðskipulaga. ‘ r heims taki hönd- man í baráttunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.