Morgunblaðið - 04.10.2001, Side 40

Morgunblaðið - 04.10.2001, Side 40
UMRÆÐAN 40 FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á MORGUN, 5. október, er alþjóða- dagur kennara hald- inn hátíðlegur í átt- unda sinn. Alþjóðasamband kennara hefur í sam- ráði við UNESCO val- ið deginum yfirskrift- ina „Hæfir kennarar – góður skóli“. Á ensku hljóðar yfirskrift dagsins svo: „Quali- fied Teachers for Quality Education“. Alþjóðadagur kenn- ara er að þessu sinni haldinn í skugga hrikalegra árása hryðjuverkamanna á helstu tákn fjármála og stjórnsýslu Bandaríkj- anna og óvissu og hræðslu við af- leiðingar illvirkisins. Margir óttast að í kjölfar árásanna og yfirlýsinga um að fyrsta stríð 21. aldarinnar sé hafið muni kynþáttahatur og for- dómar magnast og beinast einkum gegn múslímum. En hvernig á skólinn að bregðast við? Hvernig getur hann stuðlað að því að nem- endur verði ekki hatrinu og reið- inni að bráð þegar kallað er á hefnd fyrir voðaverkin? Skólinn getur spornað gegn kynþáttahatri og fordómum Skólinn sem er einn af horn- steinum lýðræðis getur spornað gegn kynþáttahatri og fordómum. Á honum hvílir sú skylda að búa nem- endur undir þátttöku í lýðræðisþjóðfélagi sem hafnar öfgum í garð fólks af ólíku þjóðerni, lit, trúar- brögðum o.s.frv. Í kafla um hlutverk og markmið grunn- skóla í almennum hluta aðalnámskrár grunnskóla segir að hann eigi að vinna í samvinnu við heimilin að því að búa nem- endur undir líf og starf. Þetta sameigin- lega verkefni heimila og skóla kalla á náin tengsl, gagn- kvæmt traust, gagnkvæma upplýs- ingamiðlun, samábyrgð og sam- vinnu. Voðaverkin í Bandaríkjunum mega ekki verða til þess að ala á hatri og fordómum í huga barna og unglinga. Það er sameiginlegt verkefni foreldra og skóla að sporna gegn slíkri félagslegri mót- un. Aðalritari Alþjóðasambands kennara sagði í tilefni alþjóðadags kennara í fyrra að skólastofan þyrfti að vera samnefnari eða þverskurður hins fjölþjóðlega sam- félags þar sem umburðarlyndi er sýnt í verki og gagnkvæmur skiln- ingur ríkir á menningarlegum mis- mun og fjölbreytileika. Þessi orð eiga ekki síður við nú en fyrir ári. Enginn fæðist fullskapaður kennari Efnt var í fyrsta sinn til al- þjóðadags kennara að frumkvæði Alþjóðasambands kennara og UNESCO árið 1994. Meginmark- mið með deginum er að vekja at- hygli á því mikilvæga starfi sem kennarar gegna um allan heim. Alþjóðasamband kennara er fjöl- mennustu kennarasamtök í heimi. Innan raða þess eru 25 milljónir kennara í yfir 300 kennarasam- tökum um allan heim. Á Alþjóðadegi kennara í ár eru kennarar og skólastjórnendur á öllum skólastigum hvattir til þess að hugsa og ræða sín á milli um mikilvægi góðrar menntunar, sbr. kjörorð dagsins: „Hæfir kennarar – góður skóli“. Árangur af starfi kennarans endurspeglast í einstaklingum sem skólarnir skila frá sér til sam- félagsins. Árangursríkt skólastarf byggist á hæfni þeirra í listinni að túlka og miðla þekkingu og upplýs- ingum til nemenda, en um leið að vísa veginn um hvernig nemendur geta sjálfir aflað sér upplýsinga og dregið ályktanir af þeim. Þó að upplag og meðfæddir hæfileikar kennara skipti miklu máli er það samt svo að enginn fæðist fullskap- aður í listgreininni að kenna. Þess vegna verður samfélagið að leggja mikla áherslu á menntun og hæfni kennara. Útskrifa þarf fleiri kennara á ári hverju Til skamms tíma hafa íslenskir skólar ekki verið samkeppnishæfir um vinnuafl vegna lágra launa og hefur fjöldi vel menntaðra og hæfra kennara leitað á önnur mið, enda eru þeir eftirsóttir til starfa á ýmsum sviðum þar sem sérþekking þeirra og reynsla nýtist vel. Von- andi eiga bætt laun kennara eftir að breyta þessu. Í haust hefur gengið heldur betur en undanfarin ár að ráða kennara með tilskilin réttindi til starfa í skólum en leið- beinendur eru þó enn alltof marg- ir. Ljóst er að gera þarf sérstakt átak til að styrkja og efla kenn- aramenntun á öllum skólastigum og útskrifa fleiri kennara með full kennsluréttindi á ári hverju. Baráttudagur fyrir bættu kennslustarfi og betri menntun Starfandi kennarar, skólastjórn- endur og námsráðgjafar í leikskól- um, grunnskólum, framhaldsskól- um og tónlistarskólum landsins eru um átta þúsund. Þeir gegna því mikilvæga hlutverki að búa nýjar kynslóðir undir lífið og gera þeim kleift að mæta nýjum kröfum á nýrri öld sem verður gerólík þeirri öld sem við höfum nýlega kvatt. Hæfur kennari þarf að hafa sýn inn í framtíðina ekki síður en til fortíðar. Kennarasamband Íslands hefur sent öllum leikskólum, grunnskól- um og framhaldsskólum landsins bréf í tilefni dagsins þar sem skólasamfélagið er hvatt til þess að vekja athygli á alþjóðadegi kenn- ara og kjörorðum hans. Stefnt er að því að með tímanum ávinni hann sér fastan sess í hugum ekki aðeins kennara, skólastjórnenda og ráðamanna, heldur einnig foreldra og alls almennings, sem baráttu- dagur fyrir stöðugt bættu kennslu- starfi á öllum skólastigum og betri menntun í landinu. Fagmennska kennara stöðugt til endurskoðunar Fagmennska kennara og stjórn- enda skóla verður ávallt að vera til endurskoðunar vegna sífelldra breytinga á þekkingu og kröfum um nám, kennslu og skólastarf. Eins og aðrir sérfræðingar verða kennarar að viðhalda menntun sinni og endurskoða starfsaðferðir sínar og vinnulag alla starfsævina. Í skólamálastefnu Kennarasam- bands Íslands sem samþykkt var á stofnþingi þess haustið 1999 segir að fagmennska kennara og skóla- stjórnenda felist í því að eiga frum- kvæði að tengingu þekkingarfræði kennslugreinarinnar og uppeldis- og kennslufræði. Kennarar bera ábyrgð á undirbúningi, fram- kvæmd og mati á skólastarfi. Á öll- um þessum starfssviðum eru skyldur kennara við skjólstæðinga sína æðri öðrum skyldum starfsins. Í skólamálastefnu Kennarasam- bandsins er lögð áhersla á að skapa þurfi skilyrði í skólum fyrir faglega umræðu, stefnumótun, sjálfsmat og þróunarstarf. Þetta eru nokkur þeirra atriða sem ástæða er til að hvetja kennara og annað skólafólk til að hugleiða og ræða á alþjóðadegi kennara 2001. Hæfir kennarar – góður skóli Helgi E. Helgason Kennarar Þó að upplag og meðfæddir hæfileikar kennara skipti miklu máli er það samt svo, segir Helgi E. Helga- son, að enginn fæðist fullskapaður í listgrein- inni að kenna. Höfundur er upplýsinga- og kynningarfulltrúi Kenn- arasambands Íslands. MEÐGÖNGUFATNAÐUR fyrir mömmu og allt fyrir litla krílið Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136 Ódýr eðalvagn óskast! Draumur margra sem kaupa sér bíl er að eignast Rolls á verði notaðrar Toyotu. Bíl sem eyðir engu, er jafngóður í fjallaferðir og bæjarsnatt og stækkar með fjölskyldunni. Ef viðkomandi á fyrirtæki þarf bíllinn að stækka með því, geta flutt allt starfsfólk og allar vörur og ekki má neitt tapast af akstureiginleikunum. Öryggið þarf að vera eins og best verður á kosið og útlitið á að falla að ímyndinni. Svona bílar virðast ekki vera á hverju strái. Dapurlegt að bíla- framleiðendur skuli ekki halda í við tölvuþróunina, því ef svo væri þá værum við öll á Rollsum fyrir nánast ekki neitt, með innbyggð- an bifvélavirkja undir húddinu ef eitthvað bregður útaf. Já, og breytingarnar á nýjustu árgerð- inni kæmu í tölvupósti og upp- færðust þegar þess er óskað. Með Stólpa fyrir Windows er von Það er heldur ólíklegt að við rekumst á umræddan bíl á bílasölum bæjarins, en við getum fundið FORRIT sem uppfyllir flest þessi skilyrði. Það er í senn öruggt og auðkeyranlegt, auk þess sem það stækkar eftir þörf- um hvers og eins. Stólpi fyrir Windows er íslenskur viðskiptahugbúnaður. Með nú- tímatækni í tölvubúnaði og hug- búnaðargerð er Stólpinn "hug- búnaðar-Rolls" fyrir einn eða eitt- þúsund notendur. Með sæti fyrir þá sem það vilja og stæði fyrir hina. Sem sagt, kerfi sem aðlagar sig aðstæðum hvers og eins á verði sem aðlagar sig að stærð fyrirtækja og notkunarþörf. Alhliða bókhaldskerfi, launa- kerfi, lagerkerfi, sölukerfi, inn- heimtukerfi, tilboðakerfi, vefver- slun, tollakerfi, pantana- og útflutningskerfi. Þetta allt eða eitt af þessu, allt eftir því sem aðstæður kalla á. Stólpi, eðalvagn sem vex með fjölskyldunni og fyrirtækinu Auglýsing Verkbókhaldið er létt verk Guðmundur Pálmason ehf. nýtir sér einnig Stólpa. Sama kerfið en með takmarkaðan færslufjölda enda starfsmenn aðeins 5 að jafn- aði. Guðmundur segir: "Það hefur verið meiriháttar að hafa þetta kerfi. Alveg skothelt. Það er ein- falt í notkun og fljótvirkt og kemur þannig upp sett að við getum bjargað okkur um alla hluti. Við notum verkbókhaldið mikið og það hefur ómetanlegt gildi fyrir okkur sem getum þurft að gera grein fyrir tilteknum verkum hvenær sem er. Hvað var gert, hvenær, hvernig, hvað það kostaði okkur og hvað það kostaði kúnnann. Ekki má heldur gleyma hvað það auðveldar allt utan- umhald t.d. að reikningsfæra ýmsa hluti smáa og stóra sem notaðir eru í tiltekin verk." Ánægð með „launin“ Eykt er eitt þeirra fyrirtækja sem nota Stólpa fyrir launabókhaldið. Starfsmannafjöldi er á milli 120 og 170, breytilegur eftir árstímum og stór hluti starfsmanna vinnur í uppmælingu. Margvíslegir vinnu- samningar og launatímabil eru í notkun hverju sinni. Þannig eru viku-, hálfsmánaðar- og mánaðar- laun greidd, að ekki sé talað um fyrirframgreiðslur sem teknar eru til baka eftir samkomulagi við hvern og einn, auk þess sem bónusar flækja enn málið. Áslaug Hansen sér um launa- bókhaldið hjá Eykt: "Kerfið er mjög þægilegt og býður upp á endalausa möguleika. Ég get t.d. flakkað á milli kerfa og sinnt málum sem upp koma án þess að hætta vinnslu í launakerfinu. Svo spara ég ómældan tíma og pappír með því að senda launagreiðslur á bankareikninga og skilagreinar til tollstjóra á rafrænan hátt beint úr kerfinu. Við vorum áður með Stólpa fyrir DOS, en þetta nýja er allt annað líf, því það er allt svo lipurt," segir Áslaug. Þess má geta að Áslaug getur líka nælt sér í stig hjá samstarfsfólk- inu með því að muna eftir afmælum þeirra allra, starfsald- urshækkunum og öðru því sem hún kýs að láta kerfið minna sig á. Útlit og innlit Kerfið er skrifað með útlit Office frá Microsoft í huga, en það er einn mest notaði skrifstofuhug- búnaður heims í dag. Því koma vinnsluaðferðirnar kunnuglega fyrir sjónir frá forritum eins og Word og Excel. Kerfisþróun ehf. hefur hannað og skrifað kerfið og 15 ára reynsla af gerð viðskipta- hugbúnaðar skilar sér vel til viðskiptavina í Stólpa, enda nýta sér nú þegar rúmlega 1500 aðilar á öllum sviðum atvinnulífsins kerfið með frábærum árangri. Ef þú hefur áhuga á að kynnast þessum „bókhalds-Rolls“ frekar, þá er upplagt að kíkja á netið www.stolpi.is eða líta inn hjá Kerfisþróun að Fákafeni 11. Auglýsing SKRI INNURff

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.