Morgunblaðið - 04.10.2001, Side 42
MINNINGAR
42 FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Leifur Agnars-son var fæddur í
Reykjavík 12. apríl
1948. Hann lést á
líknardeild Landspít-
alans 27. september
síðastliðinn. Móðir
hans er Unnur Sím-
onar, f. í Reykjavík
5.7. 1926. Faðir hans
var Agnar Kristjáns-
son, forstjóri Kassa-
gerðar Reykjavíkur,
f. í Reykjavík 18.7.
1925, d. 27.12. 1988.
Systkini Leifs er: 1)
Kristján Jóhann, f.
4.7. 1946. Hans kona er Andrea
Guðnadóttir, f. 9.12. 1950. Þeirra
börn eru Kristján Jóhann, f. 1977,
eldrar eru Haraldur Kristjánsson,
f. 22.2. 1924, og Perla Kolka, f.
31.5. 1924. Börn Leifs og Mar-
grétar eru: a) Margrét Perla Kolka,
nemi í tónlistarþerapíu, f. 26.11.
1972. Eiginmaður hennar er Hlöð-
ver Hlöðversson, verkfræðinemi, f.
16.3. 1972. Dætur þeirra eru Hekla
Kolka, f. 27.12. 1993, og Margrét
Kolka, f. 20.3. 1997. b) Haraldur
Agnar, viðskiptafræðingur hjá Ís-
landsbanka, f. 23.9. 1976. c)Unnur
Kolka, nemi, f. 28.5. 1980, og d)
Kristján Páll, nemi, f. 10.12. 1983.
Leifur tók stúdentspróf frá
Verslunarskóla Íslands 1969 og
lauk BA prófi í ensku og stjórn-
málafræði árið 1975. Hann helgaði
Kassagerð Reykjavíkur starfs-
krafta sína til æviloka. Auk þess
voru honum falin ýmis trúnaðar-
störf innan íslensks atvinnulífs og
sat hann í stjórnum nokkurra fyr-
irtækja.
Útför Leifs verður gerð frá
Vídalínskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Þorvaldur Símon, f.
1981, og Margrét Sess-
elja, f. 1986. Dætur
Kristjáns af fyrra
hjónabandi eru Sigríð-
ur, f.1967, og Unnur
Helga, f. 1969. 2)
Agata, f. 4.5. 1957.
Hennar synir eru
Bjartur, f. 1990, og
Hlynur, f. 1994. 3)
Bróðir Leifs samfeðra
er Agnar Gunnar, f.
1.8. 1972. Móðir hans
er Anna Lilja Gunn-
arsdóttir.
Hinn 15. nóvember
1970 kvæntist Leifur Margréti
Kolka Haraldsdóttur, myndlista-
kennara, f. 13.11. 1948. Hennar for-
Okkar kæri tengdasonur og vinur
Leifur Agnarsson er látinn, langt
um aldur fram og öllum harmdauði
sem þekktu hann.Það er mikið skarð
fyrir skildi. Leifur tókst á við veik-
indi sín, krabbamein, af mikilli karl-
mennsku, stóð á meðan stætt var og
reyndar miklu lengur. Lífsviljinn
var mikill. Hann vildi sem minnst
um veikindi sín tala. Við hlið hans í
þessari baráttu var Margrét kona
hans, sterk og ástrík, algjör hetja,
sem hann mátti ekki af sjá, einnig
var móðir hans kær og börnin,
hringurinn sem lukti sig um hann í
lokabaráttunni. Dauðinn kom að lok-
um sem líkn fyrir örþreyttan líkam-
ann og sálin hans góða og sterka
komin á æðra tilverustig þar sem
bíða endurfundir við ástvini.
Leifur var mikill mannkostamað-
ur. Hann bar hreinan skjöld og
sterkan. Hann var mikill fjölskyldu-
maður, ástríkur eiginmaður, faðir og
sonur. Leifur var ekki allra, frekar
dulur, það sem maður kallar í ensku-
mælandi löndum „a very private
person“, en mikill vinur vina sinna
og skemmtilegur í góðra vina hópi.
Hann var örlátur og greiðvikinn,
heiðarlegur, skarpgreindur, greindi
fljótt kjarna þess máls sem var til
umræðu hverju sinni og var virtur í
viðskiptalífinu.
Þau kynntust ung Margrét og
hann, gengu í hjónaband stuttu eftir
að þau luku stúdentsprófi úr Versl-
unarskólanum. Fóru síðan bæði í
framhaldsnám, hann í háskólanám
og hún í myndlistaskólanám. Þau
eignuðust fjögur elskuleg og mynd-
arleg börn; Margréti Perlu, Harald
Agnar, Unni og Kristján Pál, auk
tengdasonar, Hlöðvers, sem var
þeim og er eins og sonur, og tvær in-
dælar dótturdætur. Hjónaband
Margrétar og Leifs var afar farsælt
og gott, mikið jafnræði með þeim og
studdi Leifur t.d. vel við bakið á
Margréti sinni þegar hún ákvað að
fara í frekara nám í háskólanum eft-
ir að börnin stálpuðust, þau voru líka
bestu og nánustu vinir hvort annars,
sannir ástvinir.
Margrét og Leifur áttu saman yfir
þrjátíu innihaldsrík hjónabandsár
og hlutu meiri lífsfyllingu á þeim
tíma en margir sem lengur njóta
samvista. Bæði voru hraust, dugleg
og bjartsýn og kunnu að lifa lífinu
lifandi, þau voru mjög gestrisin og
gaman að sækja þau heim eins
margir vinir þeirra vita og þau áttu
mörg sameiginleg áhugamál. Þau
ferðuðust mikið bæði innanlands og
utan, fóru oft með vinum sínum á
fjöll og firnindi Íslands eða í veiði-
skap, svo eitthvað sé nefnt og ferð-
uðust víða erlendis. Fyrir tveimur
eða þremur árum keyptu þau sér lít-
ið hús á Hofsósi sem þau gerðu
skemmtilega upp og hugsuðu gott til
framtíðar þegar tími gæfist til að
vera þar.
Við hjónin urðum þeirrar ánægju
aðnjótandi að fara tvisvar, með fimm
ára millibili, með þeim í ökuferðir
um Skotland og Suður-England,
Leifur ók og Margrét fann réttu
leiðirnar á kortinu, við gistum í
heimahúsum, þetta eru ógleyman-
legar ferðir sem við erum þakklát
fyrir eins og svo margt annað gott
frá þeim. Ekki var neitt kynslóðabil í
þessum ferðum frekar en í öðrum
okkar samskiptum og söknum við nú
vinar í stað, öll tengdafjölskyldan.
Elsku Leifur fór allt of fljótt, minn-
ingin um hann mun lifa með okkur.
Starfsævi Leifs verða ekki gerð
skil hér, það gera aðrir sem vita bet-
ur, en bræðurnir Kristján og Leifur
unnu saman alla tíð og í mörg ár sem
forstjórar í fjölskyldufyrirtækinu
Kassagerð Reykjavíkur eftir að fað-
ir þeirra Agnar fyrrum forstjóri lést,
voru um margt líkir og voru alltaf
samrýndir. Svo er og einnig með
fjölskyldur þeirra og er það mikill
styrkur fyrir Margréti okkar, börnin
þeirra og hans góðu móður.
Að lokum biðjum við góðan guð að
styrkja ástvinina hans Leifs og
hjálpa þeim á erfiðum tímum sem nú
eru framundan. Blessuð sé minning
Leifs Agnarssonar. Guð geymi hann
og þau öll.
Perla og Stefán.
Það er með miklum harmi, að ég
rita þessi fáu kveðjuorð til míns
kæra tengdasonar, Leifs. Það er
sárt að þurfa að missa þennan góða
vin langt fyrir aldur fram. Þegar
hann fékk þann úrskurð að hann
gengi með þann sjúkdóm sem nú
hefur leitt hann til dauða var ekki
liðið nema eitt ár frá því að hann lét
sig ekki muna um það að ganga á
Öræfajökul. Þessi sjúkdómur spyr
ekki um aldur og það bera ekki allir
þá gæfu að vinna á honum sigur.
Leifur var sérlega hógvær og lát-
laus maður. Hann var alltaf tilbúinn
að leysa hvers manns vanda og á ég
honum og Margréti mikið að þakka.
Leifur og Margrét voru einstaklega
gestrisin og á ég margar og góðar
minningar frá heimili þeirra.
Leifur barðist við sjúkdóm sinn
með kjarki og æðruleysi, hann var
ekki vanur að bera tilfinningar sínar
á torg.
Á þessari sorgarstundu bið ég
Guð að geyma hann og blessa fjöl-
skyldu hans. Hafi hann þakkir fyrir
ógleymanleg ár.
Haraldur Kristjánsson.
Það voru mannalegir ungir menn
sem settust í 7 ára G-bekk í Mela-
skólanum haustið 1955. Þar kynntist
ég Leifi Agnarssyni, og við áttum
eftir að paufast saman í skólakerfinu
í allmörg ár eftir það. Við vorum í
sama bekk öll barnaskólaárin, en
fórum hvor í sinn gagnfræðaskóla.
Mér er afar minnisstæður sá dagur,
er ég kom til fyrsta skóladags í
Verzlunarskólanum haustið 1963.
Nemendur stóðu úti á götu á Grund-
arstígnum, og voru lesnir upp um
leið og raðað var í bekki. Í þessum
120 manna hópi kom ég aðeins auga
á einn nemanda sem ég þekkti – Leif
Agnarsson. Við lentum í sama bekk,
og sátum saman eins og það var kall-
að. Frá og með þeim tíma þróaðist
með okkur náinn kunningsskapur og
vinátta, sem engan skugga hefur
borið á síðan.
Æskuheimili Leifs var við Hring-
braut. Móðir Leifs, Unnur Símonar,
bjó með börnum sínum þremur á
annarri hæð hússins en föðurafi
hans, hinn landskunni athafnamaður
Kristján Jóhann Kristjánsson, for-
stjóri, á efstu hæðinni ásamt seinni
eiginkonu sinni. Leifur og Kristján
bróðir hans höfðu hvor um sig stórt
herbergi í kjallara hússins, og hann
varð nánast eins og félagsheimili
fyrir okkur félagana, sem vöndum
komur okkar þangað. Ég hef oft
hugsað til þess síðar, hvílíkt um-
burðarlyndi þetta mikla sómafólk
sýndi okkur á þessum árum, því að
það kom fyrir að menn gleymdu því
hvað tímanum leið og að fólk byggi á
efri hæðum hússins eða jafnvel í ná-
grenni þess. Þarna var ýmislegt
brallað sem ekki verður orðlengt um
hér, en í minningunni stendur upp
úr sá hlýlegi heimilisbragur sem þar
ríkti og sú umhyggja sem unga fólk-
ið sannarlega naut í þessu húsi.
Það hélst svo áfram, eftir að Leif-
ur stofnaði sitt heimili á Lynghaga 4
með Margréti, skólasystur okkar úr
Verzlunarskólanum, að íbúð þeirra
varð eins og fundarstaður kunningj-
anna sem margir voru þá við nám í
Háskóla Íslands. Þegar fjölskylda
þeirra stækkaði fluttust þau í Garða-
bæinn, og þar hefur glæsilegt heim-
ili þeirra verið síðan.
Að loknu námi stóð Leifur frammi
fyrir þeirri spurningu, hvort hann
ætti að taka við starfi í fjölskyldu-
fyrirtækinu, Kassagerð Reykjavíkur
hf., eða hasla sér völl annars staðar.
Margir hafa sjálfsagt talið víst að
hann færi þangað til starfa, en Leif-
ur var sjálfur lengi að gera það upp
við sig. Þegar hann hafði gert upp
hug sinn urðu hann og Kristján,
bróðir hans, framkvæmdastjórar fé-
lagsins, og eftir það helgaði Leifur
fyrirtækinu alla starfskrafta sína.
Þessu fylgdu margs konar trúnaðar-
störf sem tengdust starfsemi fyrir-
tækisins, en annars sóttist hann ekki
eftir vegtyllum af neinu tagi.
Persónueinkenni Leifs komu
sterkt fram eftir að hann greindist
með krabbamein á síðasta ári. Frá
upphafi var ljóst að brugðið gæti til
beggja vona með bata. Hann tók ör-
lögum sínum með þeirri karl-
mennsku og æðruleysi sem alltaf
einkenndi hann. Hann gerði þær
ráðstafanir með málefni fyrirtækis-
ins sem hann taldi því fyrir bestu og
reyndi að undirbúa allt umhverfi sitt
sem best fyrir það sem koma mundi.
Leifur hefði sennilega lítið kært
sig um að ég skrifaði langa lofrollu
um hann, hvorki fyrr né síðar. Ég er
afskaplega þakklátur fyrir að hafa
átt vináttu hans um áratuga skeið.
Leifur hafði höfðinglegt yfirbragð,
var bráðgreindur og sannur vinur
vina sinna, á hverju sem gekk. Hann
var fremur hlédrægur í fasi og hafði
ekki mjög hátt um skoðanir sínar á
málefnum líðandi stundar, en var
rökfastur og réttsýnn. Enginn efað-
ist um orðheldni hans – það stóð sem
hann sagði. Þegar á unglingsárum
kom það skýrt fram, að hann hafði
sterka trúarsannfæringu og var
ávallt tilbúinn að standa við hana,
þótt ekki flíkaði hann slíku.
Leifur var mikill gæfumaður í
einkalífi sínu. Perlan í lífi hans var
eiginkonan, Margrét Kolka Har-
aldsdóttir. Börn þeirra eru fjögur.
Leifi var afar umhugað um fjöl-
skylduna, og ekki dró úr stoltinu
þegar tengdasonur og barnabörn
LEIFUR
AGNARSSON
Æ
tli það sé ekki
dæmigert að
eina umræðan
sem farið hef-
ur fram um
sjónvarp á þessu hausti hefur
snúist um hvort Skjár einn hafi
gert rétt í því að betla peninga
af þjóðinni. Og allir ruku upp til
handa og fóta og töluðu um
betliprinsa og þotulið með betli-
skál. Af hverju var þeim ekki
frekar hrósað fyrir að fara þessa
líknarfélagsleið í stað hinnar
hefðbundnu sem er að heimta
stuðning frá hinu opinbera þegar
allt er komið í kaldakol og hug-
myndin sem leit svo vel út í upp-
hafi virðist ekki ætla að skila
hagnaði. Foreldraleiðina mætti
kalla hana,
þar sem eng-
inn tekur
fulla ábyrgð á
eigin gjörðum
og ætlast til
að bjargað sé
í horn þegar sjálfstæðisbröltið
gengur ekki upp. Enda hafa allir
skynsamir sjálfstæðismenn gætt
þess vel að taka aldrei neina
fjárhagslega áhættu persónulega
nema til staðar séu öruggar
tryggingar hins opinbera fyr-
irfram. Ekki eftirá. Í því er
barnaskapurinn fólginn og gerir
menn að athlægi. Að ganga
þannig frá málum að einhverjir
aðrir beri ábyrgðina þegar loft-
kastalarnir eru hrundir niður allt
í kringum þá. Það er ekkert
aumingjalegt við það að biðja um
peninga. Það er bara ekki sama
hvernig það er gert. Það er aum-
ingjalegt að biðja um þá á röng-
um tíma. Einhver gæti líka sagt
að ekki væri sama hvað gert
væri við peningana en það er
aukaatriði. Skjár einn er íslenskt
sjónvarp að nokkru leyti. Þar
situr íslenskt fólk í myndveri og
sýnir okkur á hverju kvöldi
hversu halloka íslensk tunga hef-
ur farið á undanförnum árum.
Það er stórskemmtilegt að horfa
upp á þotuliðið blanka eiga í
mestu erfiðleikum með að orða
hugsun sína þar til það er svo
heppið að fá í heimsókn til sín
enskumælandi gesti. Þá kjaftar á
þeim hver tuska og málfræði og
orðaforði þenjast út og umlykja
viðmælendur eins og vorgola við
strönd. Samt er Skjár einn ís-
lenskasta sjónvarpsstöðin. Þar
sést íslenskt fólk sem end-
urspeglar hugarheim ákveðins
hóps ungs fólks í landinu. Þetta
er ekki mjög stór hópur en hóp-
ur samt og minnihlutahópar eiga
fullan rétt á að komast að með
sín sjónarmið.
Annar minnihlutahópur sem
haldið hefur fast í úreltar hug-
myndir um tilgang íslensks sjón-
varps lét í sér heyra um daginn
og lýsti vanþóknun sinni á því að
hvergi væri gert ráð fyrir því að
framleitt væri íslenskt leikið efni
fyrir ríkissjónvarpsstöðina. Náð-
arhöggið hefði verið veitt með
niðurlagningu Menningarsjóðs
útvarpsstöðva. Hópurinn sem
hér um ræðir er Leikskáldafélag
Íslands, lítill hópur bústinna
vesalinga sem hafa aldrei náð
tökum á þeirri kúnst að horast
svo á hanabjálka að þeir njóti
sannrar aumingjagæsku ann-
arra. Skáldin ættu að taka sér
peningamennina á Skjá einum til
fyrirmyndar.
Menntamálaráðherrannn furð-
aði sig á heimtufrekju leikskáld-
anna og benti réttilega á að sjóð-
ir handa rithöfundum væru
nægir á vegum hins opinbera.
Leikskáldum er svo í sjálfsvald
sett hvort þau skrifa leikrit fyrir
sjónvarp, útvarp, leikhús eða
bara skúffuna sína. Látum vera
þótt allir viti að meira þurfi til
en leikskáldið eitt á starfs-
launum hins opinbera til að
handrit að sjónvarpsleikriti verði
að mynd á skjá allra lands-
manna; laun leikskáldsins eru
smámunir í því reikningsdæmi;
öllu erfiðara er að láta af-
skiptaleysi opinberra yfirvalda
gagnvart menningarlegu hlut-
verki ríkisútvarpsins sem vind
um eyru þjóta.
Engu er samt líkara en komin
sé ákveðin uppgjöf í andófið
gegn aumingjaskapnum í ís-
lensku sjónvarpi og flestir hættir
að nenna að furða sig á því til
hvers verið sé að þenja út svo
ómerkilega dagskrá. Steininn tók
þó úr þegar eymingjarnir tóku
upp á því að biðla til ódauðleik-
ans með því að troða lúkunum í
blauta steypu. Í tilkynningu frá
stjórn RÚV var komist svo að
orði að Íslendingar væru með
þessu „að eignast sitt eigið Hall
of fame“. Ekki var einu sinni
hægt að orða þessa lágkúru á ís-
lensku svo vel færi. Hvað er eig-
inlega Hall of fame? Hversu lágt
er eiginlega hægt að leggjast?
Í rökstuðningi Leikskálda-
félagsins fyrir því hvers vegna
sé þörf á íslensku leiknu efni í
íslensku sjónvarpi – þetta þarf
semsagt að rökstyðja – er því
haldið fram að okkur sé nauð-
synlegt að sjá samfélag okkar og
menningu spegluð í þessum
áhrifamikla fjölmiðli í eigu þjóð-
arinnar. Rökvilla leikskáldanna
felst í því að þrátt fyrir að Sjón-
varpið sé að nafninu til í eigu
allrar þjóðarinnar þá er það í
raun undir stjórn lítils hóps fólks
einsleitra skoðana pólitískra. Það
hvarflar að manni möguleikanum
á samfélagsspeglun sé markvisst
haldið frá skjánum. Þjóðinni
gæti kannski mislíkað við speg-
ilmyndina. Hún gæti kannski
vaknað upp við vondan draum ef
það hvarflaði nú einhvern tím-
ann að einhverjum að það væri
ómaksins vert fjalla um það sem
miður fer í draumalandinu okk-
ar.
En líklega er þó nærtækari
skýring að hjarta þessa ágæta
fólks brennur bara alls ekki af
löngun til að skapa í sjónvarpinu
vettvang fyrir menningarlega og
listræna umfjöllun; sýn þess á
möguleika sjónvarpsins tak-
markast við afþreyingarhlutverk
þess og lítilfjörlega samkeppni
um að komast yfir „bestu“ er-
lendu þættina. Enda er þeim að
takast ágætlega upp við að gera
innlenda dagskrárgerð að al-
gjöru aukaatriði og maður hefur
á tilfinningunni að markmið
þeirra sé að eignast fullkomna
afsteypu af fyrrverandi rík-
issjónvarpi.
Afsteypur
af höndum
„Leikskáldafélag Íslands er lítill hópur
bústinna vesalinga sem hafa aldrei náð
tökum á þeirri kúnst að horast svo á
hanabjálka að þeir njóti sannrar
aumingjagæsku annarra.“
VIÐHORF
Eftir Hávar
Sigurjónsson
havar@mbl.is