Morgunblaðið - 04.10.2001, Síða 44

Morgunblaðið - 04.10.2001, Síða 44
MINNINGAR 44 FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sveinbjörg Kar-ólína Kolbeins- dóttir fæddist í Ólafsvík 13. júní 1909. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík 27. september síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Kolbeinn Torfi Jóns- son, f. 18.4. 1876, d. 19.9. 1938, og Elín Þjóðbjörg Svein- björnsdóttir, f. 7.8. 1878, d. 23.10. 1960. Systkini hennar voru Jón, f. 1906, d. 1986, kona hans var Valgerður Guðmundsdóttir, d. 1993, Guð- ríður, f. 1910, d. 1920, Árni, f. 1913, d. 1930. Karólína giftist 25.10. 1933 Kristni Hermanni Sigmundssyni, f. 11.8. 1907, d. 1.1. 1980. For- eldrar hans voru Sigmundur Jónsson og Margrét Jónsdóttir á Hamraendum í Breiðuvík. Börn Karólínu og Kristins eru 1) Guð- ríður Erna, f. 25.11. 1934, gift Eyjólfi Kolbeins, þau eiga þrjú börn. 2) Kristín, f. 7.2. 1937, gift Kristófer Guðmundssyni, d. 23.12. 1999, þau eignuðust þrjá syni. 3) Ella Kolbrún, f. 29.1. 1940, gift Gunnari Friðbjörns- syni, þau eiga tvö börn. 4) Stefán Smári, f. 5.11. 1941, d. 13.10. 1962, hann eignaðist eina dóttur. 5) Pálína Matthildur, f. 14.1. 1943, gift Sigfúsi Johnsen, þau eiga þrjú börn. 6) Kolbeinn, f. 1.6. 1946, kvæntur Gyðu Ólöfu Guðmunds- dóttur, þau eiga tvær dætur. 7) Mar- grét, f. 8.3. 1948, gift Jóhannesi Tryggvasyni, þau eiga fjögur börn. 8) Lára, f. 1.3. 1950, gift Lárusi Einars- syni, þau eiga þrjá syni. Barnabörnin eru 21 og lang- ömmubörnin eru 34. Karólína fluttist með fjölskyldu sinni að Faxa- stöðum í Breiðuvík 1918 og síð- an að Eyri á Arnarstapa 1924. Karólína og Kristinn tóku við búinu á Eyri 1938 er faðir henn- ar lést og bjuggu þar til 1958 en þá fluttist fjölskyldan til Ólafs- víkur. Árið 1963 fluttist fjöl- skyldan til Reykjavíkur og þar hefur Karólína verið búsett síð- an, fyrst í Sólheimum 27 og síð- an Glaðheimum 10. Karólína vann í mörg ár við ræstingar hjá SÍS, en hennar aðalstarf var að sinna húsmóðurstörfum í sveit og bæ. Hún var mikil hannyrða- kona og var alltaf með eitthvað á prjónunum á meðan heilsan leyfði. Síðustu þrjú árin dvaldi hún á Hrafnistu í Reykjavík. Útför Karólínu fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Því aðeins færð þú heiðrað þína móður að minning hennar verði þér alltaf kær og skýr, og veki hjá þér löngun til að vera góður og vaxa inn í himin, þar sem kærleikurinn býr. (Höf. ók.) Fimmtudagsmorguninn 27. sept- ember var kyrr og fagur haust- morgunn. Ekki blakti blað á grein, algjör kyrrð og friður, blöð eru að byrja að falla af trjánum og minnir okkur á að allt er lifir deyr og lifn- ar aftur. Það er gott ferðaveður. Þennan morgun kvaddi hún mamma þennan heim og flutti sig til æðri heima. Mér er litið í vesturátt, jökullinn eins og skínandi perla við hafs- brún, hugurinn reikar til æsku- stöðvanna á Stapa. Það er kyrrt og fagurt vorkvöld, allir á heimilinu eru sofnaðir, við mamma erum úti í garði að planta úr vermireit kál- plöntum, ég fékk að setja krukkur yfir til að skýla veikburða plönt- unum er brátt urðu að ógnarstór- um kálhausum, ég man hversu mikla natni mamma lagði við þessa ræktun. Síðan var sýslað í blóma- garðinum því mikil blómakona var hún mamma. Þetta eru ógleym- anleg vorkvöld. Þá er mér ofarlega í huga jóla- fastan, notuð er hver stund til að prjóna og sauma á allan hópinn. Og svo er það undrið mikla, einn morguninn eru allar dúkkurnar horfnar. Ég veit af fyrri reynslu hvað stendur til. Gamli dúkku- hausinn fær nýjan búk og nýjan kjól og dúkkurúmið er pabbi smíð- aði fyrir mig fær nýjan lit. Bangsi gamli er líka horfinn, hann var orðinn ósköp lúinn eftir árið, hann fær líka nýjan prjónabúk. Hvað ég hlakkaði til jólanna, ég gat varla beðið með að fá að sjá allt þetta gamla dót verða sem nýtt á að- fangadagskvöld. Þetta vakti ekki síður tilhlökkun en öll tæknivædd leiktæki nútímans. Svona var hún mamma, gat alltaf gert gert mikið úr litlu. Ég man líka söngæfingar og leikæfingar heima í stofu og mamma að búa til hárkollu og skegg á einhverja undarlega per- sónu er pabbi var að skapa í það skiptið. Og hversu oft var mikið hlegið og skemmt sér í eldhúsinu er hvíld var á æfingum. En matur og kaffi var ætíð á borðum því hún mamma var bæði listakokkur og bakari. Fyrir nokkrum árum hringdi gömul vinkona mín og spurði: „Hvernig bjó hún mamma þín til randasmákökurnar fyrir jól- in, þær eru ógleymanlegar.“ Ég hef oft hugsað um það í seinni tíð hversu mörgu var hægt að koma í verk án allra nútímaþæginda eins og rafmagns. Er ég fór að eldast og þroskast urðum við mamma bestu vinkonur, ég gat talað við hana um allt, strákana, vini mína og í hverjum ég væri dálítið skotin. Hún ásakaði mig aldrei heldur leiðbeindi og sagði hvað ég skyldi varast í lífinu. Árin líða og það er flutt úr sveit- inni, fyrst til Ólafsvíkur og síðan til Reykjavíkur. Hér áttu þau nokkur góð ár saman en svo kom að því að pabbi dó árið 1980. Nú var hún mamma mín orðin ein, hún tókst á við það með sinni hæglátu reisn, bjó í íbúð sinni og naut sinna. Um þetta leyti er að hefjast starf eldri borgara í Lang- holtskirkju, þangað fór hún á hverjum miðvikudegi og naut þess að vera þar með sínu fólki meðan heilsan leyfði. Þá var hún svo lán- söm að fólkið í Glaðheimum varð hennar bestu vinir og hún Karitas varð henni mjög náin og þau hjón- in vöktu yfir velferð hennar og vil ég hér þakka þeim fyrir. Ég átti því láni að fagna að fara með mömmu í önnur lönd og ganga þar um stræti því ferðalög bæði innanlands og utan voru hennar bestu skemmtanir. Við fór- um ótal ferðir saman vítt og breitt um landið, dvöldum á æskustöðv- um og margt og margt. Um árabil áttum við fastan miða í leikhús, fórum út að borða og á kaffihús saman, þetta allt fannst henni gefa krydd í tilveruna. Og fáum dögum áður en hún veiktist vorum við á árshátíð Snæfellinga og dönsuðum fram á rauða nótt. Og allt það er hún stóð fyrir heima eftir að hún varð ein, því fyrst og síðast lifði hún fyrir okkur börnin og fjölskyldur okkar. Safn- aði okkur til sín af minnsta tilefni, skötuboð, jólakaffi, þorramatur, sláturgerð og margt og margt. Undi sér við hannyrðir hvers kon- ar og ávallt með eitthvað á prjón- unum. Heima tilbúin að verma kaldar hendur og þerra tár. Hún mamma átti svo gott með að taka þátt í gleði okkar og sorg- um, mundi alla afmælisdaga fram á síðustu ár og var efst á gestalista okkar við öll möguleg tækifæri. Eitt er það er við mamma áttum fyrir okkur saman var að horfa á handboltaleiki og var það henni hið besta sjónvarpsefni. Og margan landsleikinn höfum við horft á saman með viðeigandi ópum og köllum, oft var hún staðin upp er tók að halla á hennar menn. Þetta gerðum við meðan heilsa hennar leyfði, til 88 ára aldurs. Hún mamma var fædd í upphafi síðustu aldar. Hún lifði það að sjá þjóðina rísa úr fátækt til alls- nægta, hún gladdist yfir öllum framförum og fannst mikið til koma er hún gat brunað vestur á malbiki. Hún mamma var fordómalaus- asta manneskja er ég hef þekkt, sá alltaf eitthvað gott í öllum mönn- um og átti gott með að fyrirgefa. En stærst var hún í stórum áföll- um, þegar Stefán bróðir dó og síð- ar pabbi, þá gat hún gefið okkur svo ótrúlega mikið. Fyrir rúmum þremur árum bilaði heilsan, þetta hafa verið erfið ár, hún hefur verið hvíldinni fegin. Hún mamma kenndi mér ungri að bera virðingu fyrir lífinu og öllu því góða sem býr í hverjum manni. Þetta var ekki amalegt veganesti er ég hafði í poka mínum. Ég vil þakka henni mömmu minni fyrir allt það sem við höfum gert saman, bæði í leik og starfi, og einnig stundirnar er hún var orðin sjúk, þær voru lærdómsrík- ar. Ég er viss um að mamma hefur átt góða heimkomu og þar hafi staðið vinir í varpa er von var á gesti. Takk fyrir allt og allt. Guð geymi þig. Þín Erna. Elsku amma, nú þegar litið er yfir farinn veg kemur margt upp í hugann. Oft áttum við góðar stundir saman. Ég minnist þess þegar ég var hjá þér í Sólheimum sem stelpa, mamma og pabbi voru að vinna. Amma var alltaf að gera handa- vinnu, ýmist að prjóna, sauma eða hekla. Eitt af því merkilegasta sem þú prjónaðir handa mér þá voru röndóttir kisuskór sem ég hélt mikið uppá. Þá eru ekki fáir vettlingarnir og sokkarnir sem hafa farið í gegnum fima fingur þína, og hafa margir notið góðs af því. Á þessum árum varstu að skúra í Ármúlanum, þangað var labbað og mikið spjallað á leiðinni og gjarnan farið í leiki til að stytta leiðina fyrir stutta fætur. Ég hugsa líka til jólanna sem við áttum saman þegar ég var lítil stelpa, alltaf var farið í messu í Langholtskirkju og borðað hjá ömmu og afa. Einnig eftir að við stálpuðumst og þú varst orðin ein, þá varstu alltaf með okkur á að- fangadag. Alltaf fékk amma marga pakka og það var gaman að hafa þig með okkur. Eftir að ég eignaðist fjölskyldu var oft komið við hjá ömmu í Glaðó. Þar var alltaf eitthvað á borð borið, kleinur, pönnukökur eða þú hafðir hrært í ofninn eins og þú sagðir oft. Þú komst oft með okkur heim í Grafarvog þegar ég var heima með stelpurnar litlar, við fórum oft í göngutúr og þér þótti gaman að sjá hverfið byggj- ast upp og breytast á stuttum tíma í fallegt hverfi. Þá var gjarnan farið í búð og keypt inn fyrir vikuna, þetta þótti þér mjög gaman og að sjá þegar verið var að ganga frá öllu í búrið. Síðan var sest og spjallað, trall- að og sungið með stelpunum og þá var oftast tekið þetta lag: Hver var að hlæja þegar ég kom inn? Kannski það hafi verið kötturinn. Jæja, nú jæja, látum kisu hlæja, kannski hún hlæi ekki í annað sinn. Þetta þótti stelpunum alltaf mjög skemmtileg vísa. Stelpurnar mínar eignuðust marga sokka og vettlinga frá lang- ömmu, það kom stundum fyrir að það komst „mús“ í vettlingana og þá var bara farið til langömmu og hún reddaði því um leið. Oft leitaði ég til þín í sambandi við matseld, bakstur og fleira. Þú gast alltaf leiðbeint eða veitt upplýsingar. Elsku amma, hafðu þakkir fyrir allt sem þú gafst okkur og kenndir okkur. Nú hefurðu verið leyst frá þrautum þínum. Hvíl í friði. Kveðja, Elín Karólína (Ella Kæja), Ottó, Erna Kristín og Andrea Lilja. Hún amma Karólína er sofnuð svefninum langa. Yndisleg amma, hvort heldur var fyrir barnabörn sín, tengdabarnabörn eða lang- ömmubörn. Amma var oft heima hjá okkur Svani þegar við bjugg- um á Íslandi og það var alltaf notalegt að renna við í Glaðheim- um þegar maður kom úr bænum, þiggja kaffi og eitthvað í gogginn eða sækja hana ömmu, taka hana með heim og finna eitthvað gott að borða. Venjulega heyrði maður í henni í stofunni með langömmu- börnin í fanginu þar sem hún söng fyrir þau „Hver var að hlæja þegar ég kom inn“ eða einhverjar aðrar gamlar vísur. Já, það er gott vega- nesti fyrir börnin okkar, að hafa fengið að kúra í fanginu hennar ömmu og hlusta á sögur úr sveit- inni. Amma var vön því, úr sveitinni, að hafa fullt hús af fólki. Hún eign- aðist átta börn og heima hjá henni bjuggu foreldrar hennar, farand- kennarinn, og allir þeir sem þurftu á húsaskjóli að halda. Hún átti alltaf langa vinnudaga og fannst ekkert sjálfsagðara en að sitja uppi fram á nætur til að sauma föt á krakkana sína, prjóna sokka eða sinna heimilinu á einhvern hátt. Þegar ég kom inn í fjölskylduna fyrir 21 ári síðan fannst mér svolít- ið skrýtið að þessi strákur, sem ég hafði fallið fyrir og keyrði um á Willis jeppa, var alltaf með gos- kassa í bílnum. Enn undarlegra þótti mér þegar hann sagði að gos- kassinn væri til að auðvelda ömmu að komast upp í bílinn. Ég var spennt að hitta þessa konu sem hoppaði upp í Willis-jeppann, án þess að hika, og fór af stað með barnabarninu í allskonar veðrum til Ólafsvíkur, hvort sem fært var eða ekki. Ekki varð ég fyrir von- brigðum með þau kynni, því þrátt fyrir mikinn aldursmun urðum við fljótt góðar vinkonur og alltaf gát- um við spjallað saman. Þegar við Karólína kynntumst var hún fljót að finna út að afi minn, Sigurður Magnússon, sem var farandkenn- ari í gamla daga, hafði verið einn af þeim sem áttu húsaskjól hjá Karólínu og Kristni. Ekki þótti afa mínum það verra að ég væri komin inn í svona ljúfa fjölskyldu. Þau áttu saman mörg og löng samtölin þar sem rifjuð voru upp gömul kynni og lomberspil á Eyrinni. Já, það er lítið þetta land okkar. Rétt áður en við fluttum til Nor- egs fór heilsa ömmu að dala og síð- ustu þrjú árin hefur hún dvalið á Hrafnistu. Við Svanur og börnin okkar, Kristófer, Kristín Anna, Reynir Smári og Dýrleif Lára þökkum ömmu Karólínu fyrir allar okkar dásamlegu samverustundir og ósk- um henni velfarnaðar á framandi vegum. Guð blessi Karólínu Kol- beinsdóttur. Guðrún Kjartansdóttir. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér (Hallgr. Pétursson.) Nú hefur hún elsku amma okkar fengið hvíldina eftir langa ævi- daga. Alla tíð var hún okkur bræðrum einstaklega hugljúf og hjartgóð, sem lifir innra með okk- ur um ókomna daga. Í æsku okkar var hún stór hluti af okkar daglega lífi þar sem hún sótti okkur á róló og leikskóla og gaf okkur síðan heitt í kroppinn. Þær stundir sem við áttum saman á pallinum í Glað- heimunum með kaffi og meðlæti eru ógleymanlegar. Þegar við fluttum upp í Mosfellsbæ þá var hún hjá okkur löngum stundum og hugsaði um heimilið og okkur stóru strákana í veikindum Lár- usar og mömmu. Á kvöldin þegar amma var að svæfa okkur þá kenndi hún okkur margar vísur og bænir sem hún raulaði á meðan og einhvern veginm fann maður mik- inn frið leggjast yfir sig. Amma hafði alltaf gaman af því að ferðast og fórum við saman í margar úti- legur og sumarbústaðarferðir upp í Bifröst. Þær ferðir voru alltaf mjög fróðlegar þar sem amma sagði okkur margar sögur af hinu og þessu sem tengdist þeim stöð- um er við vorum á. Margar ferðir fórum við saman til Ólafsvíkur og á Arnarstapa, þar sem er mjög minnisstætt að í heyskapnum var það amma sem fór fremst í flokki. Við fórum saman í réttir og sauð- burð og tókum þátt í sveitarlífinu saman. Einnig fórum við saman í utanlandsferðir, sem amma hafði mjög gaman af og heimsóttum við ýmsa staði. Eftirminnilegust er ferðin sem við fórum saman til Flórída, þar sem við skoðuðum alla helstu skemmtigarðana og hafði amma mikið gaman af að hitta Andrés Önd og félaga. Sú minning sem lifir er um einstaka konu sem bjó yfir mikilli orku og dugnaði. Elsku amma, takk fyrir allar ynd- islegu stundinar sem þú gafst okk- ur og eru ómetanlegar. Við kveðj- um þig með bæninni sem þú kenndir okkur strákunum: Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gjörðu svo vel og geymdu mig, Guð, í skjóli þínu. (Höf. ók.) Stefán Smári, Einar og Lárus Örn Lárussynir. Haustið er komið með sínum fal- legu litum en allt fölnar. Það er alltaf svo, að þegar sorgin bankar upp á hjá okkur þá fyllist maður kvíða en samt ró. Elsku vinkona okkar Karólína, það var svo gott að þú fékkst hvíldina sem þú þráð- ir. Það yljar okkur að þér líði vel. Það er eitthvað í hjarta mínu sem segir mér að mér finnist ég þurfi að skrifa þessi orð. Að ég vil ævinlega vera þakklát fyrir allt sem þú gerðir hljóðlaust en hugs- aðir bara meira. Allt fyrir fjöl- skyldu mína. Karólína var fyrirmyndar hús- móðir og regluföst, auk þess hafði hún til að bera góðvild, trú- mennsku og hógværð. Mín kynni af henni voru þegar ég kynntist eiginmanni mínum, þá ung að ár- um. Hún reyndist honum alltaf af- ar vel. Hugsaði um hann og börnin okkar eins og hanntilheyrði hennar fjölskyldu. Elsti sonur okkar var skírður Smári, í höfuðið á syni Karólínu. Sonur hennar var góður vinur eiginmanns míns sem lést í slysi fyrir mörgum árum. Nú á þessum tímamótum rifjast uppgóð- ar minningar sem við eigum um þig. Þú hafðir alltaf hugann hjá okkur. Þér fannst ég mjög ung með börnin og þú prjónaðir sokka og færðir mér alltaf þegar börnin voru lítil. Hvar sem við komum í heimsókn og þú varst mætt hafðir þú áhyggjur af því að börnin fengju ekki nóg að borða og hafðir í farteski þínu sitt lítið af hverju til að seðja svanga munna. Þessi kona hugsaði alltaf vel um okkur og var vel af Guði gerð. Í fleiri ár kom hún í jólaboð til okkar og tók þátt í jólagleðinni með fjölskyldunni. Hún gaf sér alltaf tíma fyrir okkur þó svo að við værum ekki skyld, vináttan var bara svo góð. Umhyggja þín fyrir eiginmanni mínum, Þorvarði, og fjölskyldu okkar var einstök. Guð blessi þig. Þakka þér fyrir alla góðvild þína. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pétursson.) Svana, Þorvarður og fjölskyldan Grenilundi 4. KARÓLÍNA KOLBEINSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.