Morgunblaðið - 04.10.2001, Side 49
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 49
hennar systkini en hún missti einnig
tvö af börnum sínum fyrir aldur
fram.
Þrátt fyrir þessa lífsreynslu var
amma ein af þessum konum sem
höfðu mikið að gefa. Hún hafði mikla
útgeislun og heimili hennar bar
henni ávallt fagurt vitni. Ég átti því
láni að fagna á yngri árum að búa í
nálægð við ömmu og var tíður gestur
í hennar húsum. Amma var með
stórt hjarta og þegar mig bar að
garði var mér og vinum mínum ávallt
vel tekið, jafnvel þó að við værum
oftar en ekki óhreinir eftir ærsl og
útileiki. Amma giftist Benna afa sem
gekk barnabörnum ömmu í afa stað
og reyndist hann okkur einnig mjög
vel.
Með ömmu gengur kynslóð sem
lifði við töluvert aðrar aðstæður en
við þekkjum í dag. Tíma sem mik-
ilvægt er að minnast og koma á
framfæri við okkar eigin börn. Fyrir
okkur sem yngri erum er erfitt að
gera sér í hugarlund þá lífsreynslu
sem eldri kynslóðir gengu í gegnum,
missi ástvina, kröpp kjör og á tímum
erfiða lífsbaráttu, en samt viðhalda
reisn og trú á það góða og vera fær
um að gefa af sér í eins ríkum mæli
og amma gerði. Erfið lífsreynsla get-
ur bugað fólk eða gert það að betri
manneskjum en til þess þarf skap-
festu og jákvætt hugarfar sem þú
hafðir í svo ríkum mæli. Arfleifð þín
til okkar sem eftir stöndum er að
takast á við lífið á jákvæðan og upp-
byggilegan hátt, rækta það góða í
okkur og reynast samferðafólki okk-
ar vel.
Amma mín, ég kveð þig með sökn-
uð í hjarta og eftir standa minningar
um hlýja og hjartagóða manneskju
sem bætti þennan heim sem við lif-
um í. Þú skilar kveðju til afa sem ég
veit að þú hvílir nú loks í örmum hjá,
afa sem ég fann svo sterkt fyrir nær-
veru við í gegnum þig og móður
mína, til afa sem var stóra ástin í lífi
þínu.
Rafn Benedikt Rafnsson.
Ástkær amma mín Ólafía Sigurð-
ardóttir er látin en hún hefði orðið
áttatíu og átta ára í dag, fjórða októ-
ber. Á tímapunkti sem þessum rifj-
ast upp ýmsir atburðir og minning-
ar. Fyrstu minningar mínar um
ömmu eru frá Fálkagötunni en þær
eru því miður frekar óljósar. Frá
Stóragerði eru margar góðar æsku-
minningar, þegar ég kom með for-
eldrum mínum í bæinn var alltaf
komið við og stundum fékk ég að
gista. Amma var mikil áhugamann-
eskja um bíómyndir og horfði oft á
sjónvarp. Á þessum tíma var kana-
sjónvarpið upp á sitt besta. Ég man
þegar ég átti að vera farinn að sofa
en læddist fram aftur og kíkti á sjón-
varpið á bak við sófann.
Þegar aldurinn færðist yfir kom
ég oftar í bæinn og um tíma bjó ég
hjá ömmu að Háaleitisbraut 111. Þar
var allt í röð og reglu eins og vera
bar hjá Ólafíu ömmu, maturinn ná-
kvæmlega á réttum tíma og það var
eins gott að koma ekki of seint því þá
var maturinn óætur að hennar mati.
Eins og allir vita sem þekktu ömmu
þá var hún listamanneskja í eldhús-
inu og faðir minn, tengdasonur
hennar, spurði móður mína oft af
hverju hún eldaði ekki mat eins og
mamma hennar.
Röð og regla var í fyrirrúmi á
heimilinu og gerði ég og fleiri stund-
um smá tilraunir í stofunni hjá henni
með að færa örlítið til hluti, eftir
augnablik var búið að lagfæra allt og
koma hlutunum á réttan stað, en það
var oft gert ómeðvitað.
Fyrir tæpum tíu árum kynntust
börnin mín Ólafíu ömmu mjög vel en
þá bjuggu hún og foreldrar mínir
saman með minni fjölskyldu á
Reykjaveginum og minnast börnin
þessa tíma með ánægju og gleði. Eft-
ir að amma var komin á Eir voru ófá-
ar ferðir sem börnin fóru með afa og
ömmu að heimsækja langömmu.
Elsku amma og langamma, megi
guð varðveita þig og við kveðjum
með söknuði.
Gústaf Adólf Hjaltason
og fjölskylda.
Fleiri minningargreinar
um Ólafíu Sigurðardóttur bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
EVRÓPUMÓTI taflfélaga lauk
um helgina og sendu tvö íslensk fé-
lög sveitir á mótið, Taflfélag
Reykjavíkur og Taflfélagið Hellir.
Mótið fór fram á Krít. Árangur ís-
lensku sveitanna var athyglisverð-
ur fyrir margra hluta sakir. Það var
þó ljóst þegar við upphaf mótsins að
það yrði á brattann að sækja, því
Taflfélagið Hellir var í 25. sæti í
styrkleikaröðinni samkvæmt Eló-
stigum og TR í því 28.
Besti árangur félags
frá Vestur-Evrópu
Árangur beggja íslensku félag-
anna var langt umfram það sem bú-
ast mátti við fyrir mótið. Taflfélagið
Hellir lenti í 10. sæti, hlaut 8 stig og
26 vinninga. Taflfélag Reykjavíkur
var ekki langt undan, hafnaði í 12.
sæti, einnig með 8 stig en 24½ vinn-
ing. Taflfélagið Hellir náði þeim at-
hyglisverða árangri að verða efst
félaga frá Vestur-Evrópu og ein-
ungis fimm félög í keppninni fengu
fleiri vinninga en Hellir. Árangur
annarra félaga frá Norðurlöndum
var sá, að sænska félagið lenti í 14.
sæti, danska félagið í því 20., norskt
félag í 28. sæti, finnska félagið í 35.
sæti og annað norskt taflfélag varð í
37. sæti, en alls tóku 39 félög þátt í
keppninni.
Hannes sigraði einn sterkasta
skákmann heims
Öll sterkustu taflfélög Evrópu
sendu öflugar sveitir til leiks og
margar hverjar voru styrktar með
útlendingum líkt og
núorðið tíðkast í Ís-
landsmóti skák-
félaga, þótt bæði ís-
lensku liðin væru
eingöngu skipuð ís-
lenskum skákmönn-
um í Evrópukeppn-
inni. Flestar
sterkustu sveitirnar
komu frá Austur-
Evrópu, ekki síst
Sovétríkjunum fyrrverandi. Fimm
sveitir voru með meðalstig yfir
2.600, þannig að toppurinn var ekki
beint árennilegur. Þetta kom
greinilega í ljós strax í fyrstu um-
ferð mótsins þegar bæði íslensku
liðin mættu sterkum mótherjum.
Taflfélagið Hellir tefldi við úkr-
aínska liðið Danko Donbass sem
var skipað stórmeisturum á öllum
borðum og að þessu sinni með sjálf-
an Ruslan Ponomariov í broddi
fylkingar. Ponomariov er með 2.684
Eló-stig og einungis 20 skákmenn í
heiminum eru stigahærri. Hann
tefldi nú á nýjan leik fyrir Donbass,
eftir að hafa teflt fyrir annað tafl-
félag á síðasta keppnistímabili.
Hannes Hlífar Stefánsson fékk það
erfiða hlutverk að tefla gegn þess-
um ofurstórmeistara. Hannes lét
það þó ekki hafa áhrif á sig og það
var hann sem tefldi eins og sterkari
aðilinn, þjarmaði jafnt og þétt að
Ponomariov og endaði á því að króa
kóng hans úti í horni með tveimur
riddurum og máta hann. Frábært
afrek hjá Hannesi.
Þrír íslenskir skákmenn
fengu borðaverðlaun
Hvert lið var skipað sex skák-
mönnum og veitt voru sérstök verð-
laun fyrir bestan árangur á hverju
borði. Þrír íslenskir skákmenn voru
í hópi þeirra sem bestum árangri
náðu á sínu borði. Þar skal fyrstan
telja Hannes Hlífar Stefánsson sem
fékk verðlaun fyrir árangur á fyrsta
borði. Hann fékk 5 vinninga af 7 og
tapaði ekki skák. Auk hans hlutu
tveir af sterkustu skákmönnum
heims verðlaun fyrir árangur á
fyrsta borði, þeir Vassily Ivanchuk,
sem er sjötti sterkasti skákmaður
heims og Alexey Dreev, sem er í 19.
sæti á lista FIDE.
Björgvin Jónsson sem tefldi fyrir
TR fékk flesta vinninga á þriðja
borði, eða 6 af 7. Ótrúlega góður ár-
angur hjá Björgvini í ljósi þess hvað
hann hefur teflt lítið að undanförnu
og kærkomin búbót fyrir lið TR-
inga.
Það var svo gamla kempan Ingv-
ar Ásmundsson, sem tefldi á sjötta
borði fyrir Helli, sem nældi sér í
borðaverðlaun á sjötta borði. Að
auki var hann einungis hársbreidd
frá því að tryggja sér áfanga að al-
þjóðlegum meistaratitli. Hann upp-
fyllti stigaskilyrðin, en tefldi ekki
við nægilega marga titilhafa.
Stórmeistararnir
teknir í karphúsið
Mörg góð afrek voru unnin á
mótinu, þegar íslensku liðin mættu
firnasterkum keppinautum sínum.
Jón Viktor Gunnarsson (2.404) náði
jafntefli við stórmeistarann Lub-
omir Ftacnik (2.580) í lokaumferð
mótsins. Þorsteinn Þorsteinsson
(2.324) gerði jafntefli við stórmeist-
arann Yanickh Pelletier (2.534).
Kristján Eðvarðsson (2.245) lagði
stórmeistarann Efstratios Grivas
(2.489) og Ingvar Ásmundsson hóf
mótið á því að leggja stórmeistar-
ann og liðsfélaga Ponomariovs,
Genadi Kuzmin (2.542).
Árangur einstakra
liðsmanna
Taflfélagið Hellir:
Hannes Hlífar Stefánsson 5 v.
Helgi Ólafsson 4½ v.
Jón L. Árnason 3½ v.
Kristján Eðvarðsson 3 v.
Björn Þorfinnsson 4½ v.
Ingvar Ásmundsson 5½ v.
Taflfélag Reykjavíkur:
Þröstur Þórhallsson 3½ v.
Jón Viktor Gunnarsson 4 v.
Björgvin Jónsson 6 v.
Þorsteinn Þorsteinsson 4 v.
Magnús Örn Úlfarsson 3½ v.
Sigurður Daði Sigfússon 3½ v.
Friðrik Ólafsson og Guð-
mundur Pálmason á minning-
armótinu um Jóhann Þóri
Minningarmótið um Jóhann Þóri
Jónsson, sem hefst í Ráðhúsi
Reykjavíkur 23. október, verður vel
skipað, jafnt ungum sem eldri skák-
mönnum. Bæði Friðrik Ólafsson og
Guðmundur Pálmason hyggjast
taka þátt í mótinu. Þótt Friðrik hafi
hætt atvinnumennsku í skák fyrir
mörgum árum hefur hann af og til
tekið þátt í skákmótum. Guðmund-
ur Pálmason hefur hins vegar ekki
teflt opinberlega á skákmóti í a.m.k.
20 ár, var síðast með í helgarskák-
móti í Grímsey 1980.
Ekki er að efa að þessir tveir
skákmenn eiga eftir að draga að sér
mikla athygli.
Taflfélagið Hellir í 10. sæti og
TR í 12. sæti á Evrópumótinu
SKÁK
K r í t
23.–30.9. 2001
EM TAFLFÉLAGA
Daði Örn Jónsson
Björgvin
Jónsson
Ingvar
Ásmundsson
Hannes Hlífar
Stefánsson
FRÉTTIR
HÁSKÓLAHÁTÍÐ verður haldin
föstudaginn 5. október í Háskólabíói.
Hátíðin hefst kl. 15.
Á dagskránni verður ávarp rekt-
ors, Páls Skúlasonar, hátíðarræða
Björns Bjarnasonar menntamálaráð-
herra og Þorvarður Tjörvi Ólafsson,
formaður Stúdentaráðs HÍ, ávarpar
samkomuna. Einnig verða starfs-
mönnum Háskóla Íslands veittar við-
urkenningar. Að lokum verða veittar
heiðursdoktorsnafnbætur.
Hollvinir Háskóla Íslands eru sér-
staklega hvattir til að mæta til há-
skólahátíðar nú og fagna 90 ára af-
mæli skólans.
Háskólahátíð
Hollvinir
hvattir til
þátttöku
LOKAFUNDURINN í Evrópuút-
tekt Samfylkingarinnar verður hald-
inn í Norræna húsinu, laugardaginn
6. september kl. 11–14.
Össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, flytur ávarp.
Valgerður Bjarnadóttir viðskipta-
fræðingur fjallar um fullveldismál.
Árni Páll Árnason lögmaður fjallar
um utanríkismál. Ingileif Ástvalds-
dóttir, forseti bæjarstjórnar í Dal-
víkurbyggð, fjallar um byggðamál og
Halldór S. Guðmundsson félagsráð-
gjafi fjallar einnig um byggðamál.
Eiríkur Bergmann Einarsson, rit-
stjóri Evrópuúttektar Samfylking-
arinnar, stjórnar fundinum.
Fundur um
Evrópuúttekt
ARNFIRÐINGAFÉLAGIÐ, félag
brottfluttra Arnfirðinga, heldur
haustfagnað í Breiðfirðingabúð laug-
ardaginn 6. október kl. 21. „Söng-
fuglar að vestan og einhverjir burt-
flognir láta í sér heyra. Jazztríó
Péturs Valgarðs Péturssonar leikur
fyrir dansi. Miðaverð 1.000 kr.
Vonandi sjá sem flestir sér fært að
mæta,“ segir í fréttatilkynningu.
Arnfirðinga-
félagið með
haustfagnað
EINN liðurinn í hátíðahöldum og
viðburðum í tilefni af 90 ára afmæli
Háskóla Íslands er opið málþing
um háskóla í fortíð, samtíð og fram-
tíð með þátttöku rektora menning-
arborga Evrópu árið 2000.
Rektorar menningarborganna
eru heiðursgestir Háskóla Íslands á
90 ára afmæli skólans. Á mál-
þinginu mun þeir ræða um málefni
háskóla sinna og fjalla um mik-
ilvægi háskóla fyrir framtíðina, auk
þess að varpa ljósi á hvert framlag
háskólanna hefur verið til borga
sinna og landa.
Að loknum erindum rektoranna
verða umræður. Málþingið hefst kl.
16, fimmtudaginn 4. október nk., í
hátíðasal Háskóla Íslands í Aðal-
byggingu og stendur til kl. 18, það
fer fram á ensku og er öllum opið.
Háskólar í
fortíð, samtíð
og framtíð
Á VEGUM SÍBS er nú verið að vinna
að mjög stóru átaki á Reykjalundi,
sem er bygging 2.700 m² þjálfunar-
húss og sundlaugar með mjög full-
kominni aðstöðu. „Það hófst með
landssöfnuninni Sigur lífsins í októ-
ber 1998, en þá lagði á annan tug sam-
taka lið og landsmenn tóku vel undir.
Í því átaki náðist að safna um 50 millj-
ónum króna. Þó vantar enn yfir 200
milljónir sem SÍBS hefur verið falið
að afla með samþykkt frá 32. þingi
sambandsins. Því eru landsmenn
hvattir til að leggja inn á söfnunar-
reikning nr. 0301-26-2600. Með því
verður enn styrkari stoðum rennt
undir brúna til lífsins. Markmið SÍBS
eru skýr: Að styðja sjúka til sjálfs-
bjargar með forvörnum, endurhæf-
ingu og félagslegri uppbyggingu,“
segir m.a. í fréttatilkynningu frá
SÍBS.
„SÍBS-daginn í ár ber upp á sunnu-
daginn 7. október. Þá verður opið hús
á Suðurgötu 10 frá kl. 13–17 á skrif-
stofum SÍBS og aðildarfélaga sam-
takanna fyrir alla sem vilja kynna sér
starfsemina. Það er von SÍBS að sem
allra flestir sjái sér fært að heiðra
SÍBS með nærveru sinni þennan dag
og huga um leið að mikilvægi starfs
SÍBS í fortíð, nútíð og framtíð.
SÍBS er með heimasíðu á Netinu,
http://www.sibs.is, og þar er að finna
upplýsingar á íslensku og ensku um
starfsemi sambandsins, félaga innan
þess, fyrirtæki þess og stofnanir og
Happdrætti SÍBS,“ segir þar enn-
fremur.
Bygging
endurhæfing-
arhúss á
Reykjalundi
SNEMMTÆK íhlutun – meðferð,
þjálfun og stuðningur fyrir ung börn
með þroskafrávik og fatlanir og fjöl-
skyldur þeirra er yfirskrift nám-
stefnu á vegum Greiningar- og ráð-
gjafarstöðvar ríkisins, sem fer fram
á Grand Hóteli dagana 9.–10. októ-
ber nk. Aðalfyrirlesari námstefn-
unnar verður dr. Mark Sigurjón
Innocenti, en hann er vísindamaður
af íslensku bergi brotinn.
„Á námstefnunni mun dr. Mark
Sigurjón Innocenti m.a. fjalla um
hugmynda- og aðferðafræði snemm-
tækrar íhlutunar og rannsóknir á því
sviði. Hann mun skýra hvað greinir
snemmtæka íhlutun frá almennu
uppeldisstarfi og gera grein fyrir
áætlunum sem ætlaðar eru mismun-
andi hópum barna með þroskafrávik
og fatlanir og börnum í áhættuhóp-
um,“ segir m.a. í fréttatilkynningu.
„Námstefnan er ætluð fagfólki
sem starfar við skipulagningu og/eða
framkvæmd meðferðar, þjálfunar og
kennslu 0–6 ára barna með þroska-
frávik eða fatlanir og þeim sem vinna
með börnum í áhættuhópum, s.s.
vegna frávika af læknisfræðilegum
og félagslegum toga, aðstandendum
og öðrum sem áhuga hafa.
Upplýsingar um skráningu og
dagskrá er að finna á heimasíðu
Greiningarstöðvar, www.greining.-
is,“ segir í fréttatilkynningu.
Ráðstefna
um börn með
þroskafrávik
TOURETTE–samtökin á Íslandi
hafa opið hús fyrir foreldra barna
með Tourette–heilkenni í kvöld,
fimmtudag, kl. 20.30 í Hátúni 10b, 9.
hæð. Þessi opnu hús eru mánaðar-
lega, fyrsta fimmtudag hvers mán-
aðar. Þar gefst foreldrum tækifæri
til að spjalla saman yfir kaffibolla um
málefni barna sinna.
Tourette með
opið hús
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦