Morgunblaðið - 04.10.2001, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 04.10.2001, Qupperneq 56
DAGBÓK 56 FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Ef fleiri hefðu typpi EF fleiri hjúkrunarfræð- ingar, sjúkraliðar og fóstr- ur hefðu typpi þá væri vandalaust að semja við þessar stéttir um hærri laun. Þessar konur sem annast börnin okkar, veika og aldraða, mæta sömu mann- fyrirlitningu og þessir að- ilar, eða það fólk sem þær eru að annast eða hjúkra. Það vantar ekki áhuga á umönnunarstörfum, það vantar aftur á móti að þess- ar stéttir geti séð sér far- borða á núverandi launum. Hvernig viljum við verja sameiginlegum skattpen- ingum okkar? Ef ekki verður hugar- farsbreyting hjá stjórn- völdum lendum við í öng- stræti eða erum þegar lent þar. Þetta er dauðans al- varlegt mál. Stjórnvöld ættu að skammast sín og semja við sjúkraliða núna. Hrönn Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur á eftirlaunum. Börnin vonsvikin ÉG er nú svo yfir mig hneyksluð á að sýning á 35 ára afmæli Stundarinnar okkar var kl. 20.30 rétt þeg- ar börnin eru sofnuð. Var þessi þáttur ekki ætlaður börnum? Ég bara spyr. Börnin voru búin að stilla sér upp við sjónvarpið til að horfa á þáttinn sinn. En hvað? Enginn þáttur fyrir börnin, heldur kappakstur í Indianapolis. Ég held að það hefði ekki liðið yfir karlmennina hér heima að bíða í smátíma eftir fréttunum af því. En börnin urðu náttúr- lega vonsvikin yfir því að það var enginn þáttur því börn bíða spennt eftir sín- um þætti og þar var búið að segja þeim að það yrði sennilega mjög skemmti- legur afmælisþáttur. Ég var ekki búin að líta á dagskrána í blöðunum, mér datt bara ekki í hug að barnaþáttur yrði færður til. Ein óánægð. Dýrahald Persnesk innikisa týndist frá Álfatúni PERSNESK innikisa týndist frá Álfatúni í Kópa- vogi sl. mánudagskvöld. Hún er eyrnamerkt en ekki með hálsól. Þeir sem hafa orðið hennar varir hafi samband í síma 554-4017. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... VINKONA Víkverja, sem er ný-komin heim frá útlöndum eftir langa útiveru, hafði orð á því við Víkverja að miklar breytingar væru að verða á miðborginni. Stuttu eftir að hún kom til landsins ákvað hún að fara niður í miðbæ til að skoða mannlífið og hitta gamla kunningja. Hún kvaðst hafa orðið undrandi á því hve fátt fólk var í miðbænum og hvað dauft væri yfir mannlífinu þar. Án efa er þetta rétt hjá henni. Miðbærinn hefur hægt og bítandi verið að breytast úr miðpunkti Reykjavíkur í hálfgert úthverfi þar sem fáir koma og fáir eiga erindi. Fólk kýs að gera innkaup sín í Kringlunni eða öðrum verslunar- miðstöðvum. Ekkert bendir til að þessi þróun sé að snúast við og Vík- verji sér ekki hvaða leiðir eru til þess að breyta henni. Ýmislegt hef- ur verið gert í miðbænum. Ný hús hafa verið byggð og eldri hús hafa verið endurbætt. Víða í miðbænum er að finna skemmtileg kaffihús. Samt virðist þorri borgarbúa reka erindi sín annars staðar. x x x VÍKVERJI brá sér í bíó fyrirskömmu til að sjá sænsku myndina „Tillsammans“, en sýning- um á myndinni lauk í síðustu viku. Myndin fjallar um fólk sem býr í kommúnu í Svíþjóð árið 1975. Flestar sögupersónur hafa mikinn áhuga á að gera byltingu, en mynd- in fjallar þó aðallega um samskipti fólksins sem kosið hefur að búa saman við þröngar aðstæður. Myndin er á köflum bráðfyndin. Það er auðvelt að hlæja að hug- sjónum fólks sem fyrir 25 árum barðist fyrir byltingu kommúnista. Hugsjónir persónanna í myndinni birtast með ýmsum hætti. Bylting- arsinnarnir neita t.d. algerlega að drekka kók vegna þess að þeir segja að það sé vara sem framleidd sé af auðvaldinu. Ekkert virðist hins vegar geta komið í veg fyrir að þetta sama fólk drekki Tuborg bjór! Einn drengur í myndinni heitir Tet eftir Tet-sókninni sem komm- únistar í Víetnam stóðu fyrir og kom bandaríska hernum mjög á óvart. Foreldrar drengsins vildu ekki gefa honum legókubba sem framleiddir voru af auðvaldinu, en pabbi hans lofaði að búa til handa honum trékubba. Pabbinn náði hins vegar aldrei að búa til nema tvo kubba, sem Tet litli varð að láta sér nægja. Miklar deilur verða í komm- únunni þegar gamalt sjónvarp er keypt fyrir börnin. Eins var broslegt að hlusta á um- ræður persónanna um Línu Lang- sokk, en byltingasinnarnir í komm- únunni töldu að börn hefðu ekki gott af því að lesa um Línu vegna þess að hún væri kapítalisti og væri alltaf að hugsa um efnisleg gæði. Þessu til sönnunar bentu þeir á peningakistuna hennar. Það má segja að það sé dálítið raunalegt fyrir ’68 kynslóðina að rúmum 30 árum eftir að hún gerði uppreisn skulum við sitja í bíó og hlæja að hugmyndum og hugsjón- um hennar. Annars er mikil einföldun að segja að „Tillsammans“ fjalli ein- vörðungu um hlægilegar hugsjónir ’68 kynslóðarinnar. Myndin fjallar ekki síður um mannleg samskipti, fjölskylduna og einmanaleikann. Niðurstaða myndarinnar er að þrátt fyrir margvíslega árekstra í samskiptum fólks sé betra að borða hafragraut saman en sitja einn og borða svínakjöt. Með öðrum orðum, maður er manns gaman. Víkverji getur í sjálfu sér skrifað undir þessa niðurstöðu. ÉG bý í Garðabæ og á ungling í framhaldsskóla sem notfærir sér ferðir Strætó bs. til að komast til og frá skóla. Hingað til hefur verið hægt að kaupa græna kortið í söluturninum Bitabæ í Garðabæ en nú bregður svo við að ekki er lengur hægt að kaupa farmiða og kort þar – og hvergi annars staðar í Garða- bæ. Til að kaupa farmiða og kort þarf að fara inn í Miðbæ Hafnarfjarðar eða til Reykjavíkur. Finnst mér það léleg þjónusta hjá Almenn- ingsvögnum að sjá ekki til þess að kort og miðar séu fáanleg í Garðabæ, að fara þurfi í önnur bæjarfélög til að nálgast þetta. Ég man ekki betur en þegar fyrirtækið var stofnað hafi markmiðið verið að efla almenn- ingssamgöngur og bæta þjónustu. Þetta kalla ég ekki bætta þjónustu. Skora ég á þá sem málið varðar að breyta þessu hið snarasta og veita viðskiptavinum Al- menningsvagna almenni- lega þjónustu. Garðbæingur. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 fátæka, 8 við góða heilsu, 9 depill, 10 spil, 11 fiskur, 13 híma, 15 dramb, 18 ógild, 21 hár, 22 þrautin, 23 verur, 24 farangur. LÓÐRÉTT: 2 halda, 3 sjá eftir, 4 bár- an, 5 hnugginn, 6 óns, 7 lesta, 12 álít, 14 slöngu, 15 mann, 16 skeldýr, 17 ámu, 18 viljugt, 19 fóðr- unar, 20 grugg. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 þröng, 4 skref, 7 torfa, 8 ermar, 9 sár, 11 röng, 13 snúa, 14 efast, 15 last, 17 ólán, 20 aða, 22 göfug, 23 fá- tíð, 24 sorta, 25 rorra. Lóðrétt: 1 þotur, 2 ögrun, 3 glas, 4 sver, 5 ræman, 6 fórna, 10 ásauð, 12 get,13 stó, 15 leggs, 16 sófar, 18 læt- ur, 19 naðra, 20 agga, 21 afar. Beðið eftir strætó. Morgunblaðið/Ásdís Hvar fæst græna kortið? Skipin Reykjavíkurhöfn: Mánafoss kemur í dag. Goðafoss, Arnarfell og Árni Friðrikson fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Högifossur kom í gær. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 opin handavinnustofan, bókband og öskjugerð, kl. 9.45–10 helgistund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 opin smíðastofan, kl. 10–16 púttvöllur opinn. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–12 myndlist, kl. 9–16 handavinna, kl. 14–15 dans. Opið hús í dag kl. 19–21. Söngur, upplest- ur og dans. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13– 16.30, spil og föndur. Jóga á föstudögum kl. 13.30. Kóræfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ á Hlaðhömrum á fimmtu- daga kl. 17–19. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9– 13 handavinnustofan opin, kl. 9.30–10.30 danskennsla, kl. 14.30– 15.30 söngstund. Félag eldri borgara Kópavogi. Félagsfund- ur verður í Gullsmára 13, föstudaginn 6. októ- ber kl. 14. Dagskrá: Fé- lagið og störf þess. Kjaramálin. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 11 leik- fimi, kl. 13 föndur og handavinna, bingó kl. 15. Félagsstarfið Furur- gerði 1. Kl. 9 smíðar og útskurður, leirmuna- gerð og glerskurður, kl. 9.45 verslunarferð í Austurver, kl. 13.30 boccia. Á morgun kl. 14 bingó. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Fimmtudag- ur: kl. 9 snyrtinám- skeið, kl. 9.45 boccia, kl 10 keramik, kl. 12.15. spænska, kl. 13.30 spila- dagur í Holtsbúð. Vinnuhópur 2 í gler. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli. Krukkumálun kl. 13. Skráning stendur yfir í Óperuna (Töfraflautan) 21. okt. Takmarkaður miðafjöldi. Einnig stendur yfir skáning í glerskurð. Á morgun verður myndlist kl. 13, bridge kl. 13:30 og pútt á vellinum við Hrafn- istu. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Fimmtudag- ur: Brids kl. 13. í dag. Framsögn kl. 16.15. Fræðslunefnd FEB stendur fyrir fyrirlestr- unum„Heilsa og ham- ingja á efri árum“, kynning á mörgum at- riðum sem snerta heilsu fólks á efri árum. Laug- ardaginn 6. október mun Ásta K. Ragnars- dóttir námsráðgjafi flytja erindi um breytt lífsmunstur við starfs- lok. Magnús Kolbeins- son, yfirlæknir á Akra- nesi, ræðir um gallsteina og nýjustu tækni við meðferð sjúk- dómsins. Fyrirlestrarn- ir verða haldnir í húsa- kynnum félagsins, Ásgarði, Glæsibæ, og hefjast kl. 13.30. Á eftir hverju erindi gefst tækifæri til spurninga og umræðna. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12, sama síma- númer og áður. Fé- lagsstarfið er áfram í Ásgarði. Upplýsingar á skrifstofu FEB kl. 10– 16 s. 588–2111. Félagsstarfið, Hæðar- garði 31. Kl. 9–16.30 glerskurðarnámskeið, kl. 10 leikfimi, kl. 15.15 dans. Opið alla sunnu- daga frá kl. 14–16 blöð- in og kaffi. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnnustofan op- in, leiðbeinandi á staðn- um, kl. 9.30 klippimynd- ir, taumálun kl. 9–15, kl. 9.05 og 9.50 leikfimi., kl. 13 gler- og postu- línsmálun, kl. 16.20 og kl. 17.15 kínversk leik- fimi. Gullsmári, Gullsmára 13. Postulínsmálun kl. 9.15, jóga kl. 9.05, brids kl. 13. handavinnnustof- an opin, leiðbeinandi á staðnum, línudans kl. 17. Hraunbær 105. Kl. 9 opin vinnustofa, búta- saumur, kortagerð og perlusaumur, kl. 9.45 boccia, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 bútasaumur, kl. 10 boccia, kl. 13 handa- vinna, kl. 14 félagsvist. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 tréskurður og op- in vinnustofa, kl. 10–11 ganga, kl. 10–15 leir- munanámskeið, Hafdís. Vesturgata 7. Kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 10–11 boccia, kl. 13–14 leikfimi, kl. 13–16 kór- æfing. Söngfuglar, kór félagsstarfs aldraðra Reykjavík verða með söngskemmtun, í tilefni 15 ára afmæli kórsins sunnudaginn 14. októ- ber kl. 15.30 í Ráðhús- inu. Vitatorg. Kl. 9 smíði, kl. 9.30 glerskurður og morgunstund, kl. 10 boccia, kl. 13 hand- mennt og frjálst spil, kl. 14. leikfimi. Haustfagn- aður verður 18. október kl. 19. Fram verður borinn léttur kvöldverð- ur: Haustkabarett, berjaterta, kaffi. Fjöl- breytt dagskrá, söngur, gamanmál og gleði. Lukkuvinningur. Skráning og upplýsing- ar í síma 561–0300. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13 alla mánudaga og fimmtu- daga. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Bridsdeild FEBK í Gullsmára. Sjálfsbjörg, félagsheim- ilið Hátúni 12. Kl. 19 tafl í Rauða sal. Sjálfboðamiðstöð Rauða krossins, Hverf- isgötu 105: Í dag kl. 13– 16 er prjónað fyrir hjálparþurfi erlendis. Efni á staðnum. Allir velkomnir. Kvenfélag Bústaða- sóknar heldur fund í Safnaðarheimilinu mánudaginn 8. október kl. 20. Vetrarstarfið kynnt. Sagt frá sumar- ferðinni. Upplestur. Kaffiveitingar. Kvenfélag Hallgríms- kirkju. Fundur í kvöld, fimmtudaginn 4. okt., í safnaðarsal kl. 20. Sig- ríður Norðkvist spilar á harmónikku og Sigríður Þórðardóttir segir frá kynnum sínum af Kjar- val. Gestur sr. Sigurður Pálsson. Gjábakki. Dansað verður í Gjá- bakka í kvöld frá kl. 20– 22. Sigvaldi stjórnar. Húnvetningafélagið í Reykjavík, Húnabúð, Skeifunni 11. Sunnu- daginn 7. október kl. 13.30 er haldinn hátíð- legur „Dagur Huldu Á. Stefánsdóttur, Þingeyr- um“, skólastýru Kvennaskólans á Blönduósi. Fjölbreytt dagskrá, umsjón Guð- mundur Þorsteinsson frá Steinnesi, nánar kynnt síðar. Kvenfélag Fríkirkjunn- ar í Reykjavík. Fyrsti fundur vetrarins verður í kvöld í safnaðarheim- ilinu, Laufásvegi 13, kl. 20. Bingó, kaffiveiting- ar. Ath. breyttan fund- artíma. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Leik- fimi kl. 11 í dag í Ás- garði, Glæsibæ. Kristniboðsfélag kvenna, Háaleitisbraut 58–60. Fundur í umsjá Ingveldar Ragnarsdótt- ur. Fundurinn hefst kl. 16 með kaffi. Gerðuberg, félagsstarf. Sund- og leikfimiæfing- ar í Breiðholtslaug kl. 9.30, kl. 10.30 helgi- stund, umsjón Lilja G. Hallgrímsdóttir djákni. Frá hádegi vinnustofur og spilasalur opin. Myndlistasýning Hans Jörgensen stendur yfir, listamaðurinn á staðn- um eftir hádegi. Þriðju- daginn 9. október kl. 10 kynning á samstarfi við Miðberg, m.a. boðið upp á borðtennis, innipútt- völl, snóker, stofnun tölvuklúbbs og aðgang að tölvuveri o.fl. Allir velkomnir. Umsjón Hermann Valsson íþróttakennari. Í dag er fimmtudagur 4. sept- ember, 277. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Hugrekki mannsins heldur honum uppi í sjúkdómi hans, en dap- urt geð, hver fær borið það? (Orðskv. 18, 14.)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.