Vísir - 01.12.1979, Blaðsíða 2

Vísir - 01.12.1979, Blaðsíða 2
VÍSIR Laugardagur 1. desember 1979 2 Konur og börn hreinsa til i rústum húss sem hrundi eins og spilaborg i flóöinu. 25 þúsund manns biöu bana I mesta stífluslysi veraldar í indversku borginni Morvi I hálfan mánuö helltu monsún-rigningarnar sér linnulaust yfir indversku borgina Morvi. Uppi- stööulón þessarar 65.000 manna borgar, þremur mílum norðan við borgina, var löngu fullt og f læddi yf ir bakka þess svo vatnið streymdi um borgina. En það versta var eftir.... Klukkan hálf f jögur 11. ágúst — þegar trúarhátíð- ir bæði múslima og hindúa stóðu sem hæst brustu skyndilega vatnsósa bakkar Machu-stíflunnar og vatnið braust fram í rúmlega tveggja kílómetra breiðri risaöldu sem flutti með áér ógn og dauða. Hræðilegur veggur leðjuog vatns — á við þriggja hæða byggingu á hæð — ruddist að borginni á of- boðslegum hraða. Þetta var mesta stifluslys ver- aldar. Þúsundir húsa, verksmiðja og annarra bygginga — margar hverjar með þykka steinveggi — hrundu einsog spilaborg. Stórir flutningabílar hentust til og frá einsog leikfangabilar. Það sem verst var: 25 þúsund karlmenn, konur og börn, auk óteljandi húsdýra, drukknuðu i flóðinu. Éngin orð geta fyllilega lýst hörmungum þeirra sem lifðu af. Ópin frá skelfdum borgarbú- um ómuöu í monsúnrigning- unni. Þremur milum noröar hafði rúmlega 30 feta há flóð- bylgja brotist útúr stiflunni og stefndi óöfluga aö borginni. Dauöinnn kæmi eftir minútu. Likt og ótal aörir hljóp Abbas Makrani eins hratt og komist varö aö einu tveggjahæöa- byggingunni I nágrenninu. Með honum var fjölskylda hans, eiginkona, tveir synir, þrjár dætur og fjögur barnabörn. Þau voru sekúndubroti of sein. Þaö kostaöi sjö þeirra lifiö. Makrani sem er 47 ára gamall reiöhjólaviögeröarmaöur, grét beisklega þegar hann rifjaöi upp atburöi. „Yngsta dóttir min, Razia, komst fyrst okkar að dyrum hússins. Hún hélt á ómálga ung- barni sinu á öörum handleggn- um og reyndi aö opna þunga málmhuröina til aö hleypa fjöl- skyldunni inn. En þeir sem inni voru höföu skellt i lás. Fingur hennar klemmdust og hún æpti af sársauka. Ég kastaöi mér á huröina en tókst aöeins aö opna hana nóg til aö Razia losnaöi. Ég hrópaöi til fólksins inni og grátbaö þaö aö hleypa okkur inn — að viö værum meö smábörn með okkur. En bænum minum var ekki sinnt.” Þá heyrði fjölskyldan allt i einu lágar dunur, sem hækk- uðu... og hækkuöu. Og loks sáu þau flóöbylgjuna, æöandi vatns- vegg, kolsvartan aö lit. „Vatniö gnæföi yfir húsin og sýndist engan endi hafa. Það virtist breiöast yfir allan sjón- deildarhringinn,” sagði Makr- ani. Flóöbylgjan var i aöeins nokkur hundruö metra fjarlægö — engar undankomu var auöiö. Makrani skipaðisonum sinum tveimur, sem voru á tánings- aldri, aö flýja á hlaupum. Siöan sagöi hann dætrum sinum, Shamshad 24 ára, Mutaz 22 ára og Raziu 20 ára, aö mynda meö honum hring. Loks skipaöi hann konu sinni aö vera inn i hringn- um meö börnin fjögur. Flóðið skellur á „Viö héldumst i hendur af öll um kröftum og vissum aö i aö- eins nokkurra sentimetra fjar- lægð — inni i húsinu — værum viö sennilega óhult. Ég sagöi börnunum aö vera hugrökk. Ég kvaddi dætur minar og kyssti konuna mina. Þá steyptist vatniö yfir okkur og tætti okkur hvert frá öðru. Ég fann neglur minar rifna er ég boraði fingrunum i föt ástvina minna til aö missa þau ekki. Þaö var þýöingarlaust. Vatnið henti mér fram og aftur og ég var að drukkna þegar mér skautupp og hringsnerist á yfir- boröinu. Þá sá ég mann á húsþaki sem rétti að mér bambusstöng. Mér tókst aö ná taki á henni og hann dró mig til sin. Ég leit i kringum mig á þaki og trúöi ekki minum eigin augum! Þarna var elsku- leg eiginkona min! Henni haföi veriö bjargað á sama hátt og mér. Siðar frétti ég að synir minir tveir væru óhultir. En dætur minar og barnabörn...” Þegar hér var komiö sögu féll Makrani saman, ófær um að horfast i augu viö dauða ástvina sinna. Þaö sem e.t.v. er kald- hæðnislegast er aö 70 manns sem komust inn i bygginguna, tókst aö klifra upp á þakiö og héldu allir lifi. „Turninn tættur isundur" Mohassin Amin, 48 ára gam- all opinber starfsmaöur, bjó á- samt konu sinni,fimm börnum þeirra og átta ættingjum, á ann- arri hæö i húsi sem var hættu- lega nærri stiflunni. Þau heyrðu i aðvörunarflaut- um. Það gat aöeins þýtt einn hlut — að stiflan væri u.þ.b. að bresta. Fremur en aö hætta á að grafast undir húsinu er flóðið skylli á, brutu hann og bróöir hans gat á þakið svo allir gátu klifrað upp á þaö. Orfáum sekundum siöar sáu þau stifluna bresta! „Vatniö braust út úr stiflunni og hentist að okkur eins og eld- flaug,” sagöi Amin. „A innan viö minutu skall flóöbylgjan á borginni. Ég sá eina 20 menn klifra uppá 60 feta háan vatns- turn. En krafturinn i flóöinu tætti sundur uppistöður hans eins og eldspýtur þó úr stein- steypu væru og allir mennirnir köstuðust út i vatnið. Siðan leit ég á nálægt hús þar sem 30 manns hnipruðu sig saman á þakinu. Allt i einu myndaðist sprunga i þvi og þak- iö brotnaði. Ég sá engan þeirra aftur.” Hús Amins stóö bylgjuna af sér en flóöið sem á eftir fylgdi náöi mittishæö á þakinu. „Við bjuggum okkur undir d’áuð- ann,” sagöi hann. „En skyndi- lega tók flóðiö aö sjatna. Viö féllumst i faöma og þökkuöum guði.” En of snemmt var fyrir hann að fagna. Hann frétti siöar aö móöir hans og systir höföu drukknað i öörum hluta bæjar- ins. Nokkrum sentímetrum frá því að drukkna Devji Mala, 70 ára, vaknaði af værum blundi viö skelfingaróp fólksins. Mala dvaldist á sjúkrahúsi þar sem hann var blindur. „Ég vissi ekki hvaö var um að vera. Ég fór úr rúminu og varð dauöhræddur — vatniö náði mér i mitti. Ég kallaöi á hjálp en fékk ekkert svar.” Þab var vegna þess að sjúklingar og starfslið reyndi hver sem betur gat að komast undan stigandi vatninu upp á þak. Enginn hafði rænu á að aðstoða aöra. En Mala haföi dvalist á sjúkrahús- inu i mörg ár og þekkti þaö upp á sina tiu fingur. Hann byrjaði Eftir aö flóöbylgjan var gengin yfir lágu llk drukknaöra borgarbúa sem hráviöi um allt.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.