Vísir - 01.12.1979, Blaðsíða 22

Vísir - 01.12.1979, Blaðsíða 22
VÍSIR Laugardagur 1. desember 1979 22 99Paö er ekkert til dauöara en sósíatismi” Sovétrikjunum er algjörlega ófrjálst og steinrunnið þjóöfélag, tilkomiö i nafni jafnréttis og réttlætis. öryggi er ofarlega i hugum margra, ekki sist þeirra, sem liföu kreppuárin, og þaö er, nauösyn aö vissu marki. En menn geta aldrei náö fullkomnu öryggi, þá væru þeir ekki lengur lifandi. Fullkomið öryggi er fullkominn dauöi. Þegar menn stefna aö svona fullkomnum markmiöum, eins og algeru jafnrétti, öryggi og réttlæti, eru þeir aö fara út fyrir þaö sem er mannlegt og lifandi og enda í fullkominni og algerri skelfingu. Þaö er ekkert til dauöara en sósialismi!” Sérfrsöingar og stjórnmálamenn — Nú hefur þú verib ráögjafi ýmissa rikisstjórna gegnum árin. Ráöa sérfræðingar eöa stjórn- málamenn yfir landinu? „Þessar skoöanir, aö sér- fræöingar eöa embættismenn hafi óeðlileg völd, eiga sér held ég, einkum tvær rætur. Annars vegar er þetta pólitiskt herbragð af hálfu stjórnarandstööu, — tilraun til aö gera rikjandi stjórn t o r t r y g g i 1 e g a . Heldur skammsýnt herbragö aö visu, þvi einhverntfma verður stjórnar- andstaöa væntanlega stjórn. Hins vegar er um aö ræöa einskonar afbrýöisemi stjórnmálamanna sem uppgötva aö stjórnmál og ekki sist þingmennska, er ekki sú leið til áhrifa sem þeir ætluöu. Þeir leita einfaldra skýringa á þessu i völd- um embættismanna í staö þess aö kryfja málib til mergjar. Stjórnmálamenn geta ekki kom- ist af án embættismanna og sér- fræöinga og þeir siðarnefndu eru ekkert án stjórnmálamanna.” — Hvernig er aö starfa meö rikisstjórn sem hefur allt aöra stefnu en sú sem unnib var fyrir áöur? „Ég hef unniö meö rikisstjórn- um, bæöi hér heima og erlendis sem mér var litiö um og þaö hefur gengiö. Þaö eru ákveðin grund- vallarmarkmiö I efnahagsmálum sem allir hljóta aö stefna aö eins og þokkalegur hagvöxtur, jafn- vægi i erlendum viöskiptum og stööugleiki. Þaö er hægt aö vinna aö þessum markmiðum meö hvaöa rikisstjórn sem er. Ég hef meira aö segja unniö fyrir einræöisherra sem ég haföi mik- inn imigust á. Samt taldi ég unnt að nálgast verkefniö meö skynsamlegum hætti og þá um leiö vinna að velferö þjóöarinnar. Hinsvegar jafnast ekkert á við aö starfa meö rikisstjórn sem vinnur aö markmiöum sem maöur trúir sjálfur á og telur aö séu rétt.” Viðreisnarstjórnin Þaö var alveg sérstaklega ánægjulegt og árangursrikt aö vinna meö Viöreisnarstjórninni á sinum tima, ekki sist vegna þess hvaö sú stjórn var samhent. Hún haföi ákveöna stefnu frá byrjun sem var fastmótuö, og raunhæf og um leið róttæk miöaö viö þá setefnu sem áður hafði rikt, og hún hratt henni i framkvæmd fyrstu fjögur árin sem hún starf- aöi. Næsta timabil sneri hún sér aö öðrum viðfangsefnum. Ekki sist aö koma á sáttum viö verkalýðs- hreyfinguna sem ekki haföi viljað sætta sig við breytingarnar sem fylgdu I kjölfar þessarar stefnu. Þetta kom I hlut Bjarna Benediktssonar, sem náöi I þvi efni merkilegum árangri. Samningarnir sem voru gerðir 1964 milli vinnuveitenda, verka- lýðshreyfingar og rikisvalds eru þeir bestu sem geröir hafa verið hér á landi. Árangur þeirra spillt- ist hinsvegar strax á næsta ári þegar viö lentum i þessum venju- lega ólgusjó góöra aflabragða og erlendra veröhækkana, sem við vorum ekki nógu miklir menn til aö þola. Allir vildu fá sinn bita af kökunni þegar I staö og þvi fór sem fór. Atvinnumálanefndir Samt sem áður. — Ariö eftir, 1966, þegar óveöursský fór að draga upp á himininn, þá sáu menn að sér og það var aftur hægt að ná góöum samningum. Siðan, þegar holskeflan reiö yfir 1967—1968, og þaö var engin smá- ræöis alda, heldur mesta efna- hagsáfall sem viö höfðum orðið fyrir siðan á kreppuárunum 1930—31, þá var hægt aö sigrast á erfiðleikunum smátt og smátt meö góöri samvinnu allra aöila. Þaö var ekkert veriö aö básúna þetta út, en sú samvinna var til staðar. Siöasta áriö sem ég starfaöi meö rikisstjórninni vann ég á vegum atvinnumálanefndanna sem settar voru á laggirnar til að vinna bug á atvinnuleysinu sem varð afleiöing þessara erfiöleika. Þetta starf er ein af minum góöu endurminningum. Þar var vel unniö og i fullri einlægni og trausti, — og með miklum árangri. Þegar nefndirnar voru settar á laggirnar var sagt aö þetta yröi óskaplegt bákn sem kostaöi heil ósköp. Sannleikurinn var sá að þetta kostaði innan viö tvær milljónir króna, aö visu á ööru verðgildi en I dag. Þessar nefndir voru ólaunaðar og viö vorum aöeins tveir i fullu starfi. Batinn varö snöggur. Atvinnu- leysi hvarf fljótt og efnahagslifiö rétti við. Það var auövitaö ekki fyrst og fremst vegna þessara nefnda, heldur vegna þeirrar stefnu sem fylgt var f peninga- og fjármálum. Fé var útvegaö til aö atvinnulifið gæti gengiö og blásiö var lifi I þær greinar sem höföu dregist aftur úr. Þá skipti þaö miklu máli.aö fé var veittif at vinnulifiö I samráöi viö verka- lýöshreyfinguna. Þetta geröi það aö verkum að verkalýðshreyfing- in gat sætt sig viö efnahagsstefn- una og þá kjaraskerðingu sem var óhjákvæmileg. Áætlanagerð — Þú 'hefur látiö I ijósi afdráttarlausa skoðun á áætlana- gerö. „Já, áætlunargerö er mikilvægt stjórntæki. Umfram allt fyrir fyrirtæki, banka, stofnanir, sveitarfélög og að vissu marki fyrir rlkið i heild. Misskilningurinn er fólginn I þvi aö halda aö áætlunargerö eða áætlunarbúskapur komi i staöinn fyrir þann lifandi veruleika sem hagfræðin kallar markaðs- búskap. — Það getur hún aldrei. Þá er þaö einnig misskilningur aö áætlanir séu eitthvað sem á aö fara eftir. Áætlanagerö er mikið notuö i hernaöi. Þaö er haft eftir Eisenhower á hershöföingjaárum hans aö þaö ætti aö vanda áætlan- ir vel, en þegar búið væri aö gera þær, ætti aö henda þeim i pappírskörfuna. Gildi áætlana liggur i aö vinna þær. Þaö er aö segja, — aö hugsa málefnin til hlitar. En þegar komið er út i baráttuna, hið lifandi lif, þá er enginn timi til aö lita á plögg eins og áætlanir. Ég veit hvað pólitískur frami kostar — Hvers vegna gekkstu I Sjálf- stæðisflokkinn? „Þaö var I nánum tengslum viö stjórnarskiptin þegar vinstri stjórnin tók viö áriö 1971 og þaö ástand sem þá myndaðist. Ég taldi aö þvi frjálsa þjóöfélagi sem viö búum við væri beinlinis hætta búin og tel raunar aö svo sé enn i dag. Mér fannst mikill ábyrgðar- hluti fyrir þá sem áttuöu sig á þessu aö taka ekki þátt i pólitisku starfi og ákvaö þvi aö vera ekki aö draga dul á afstööu mtna.” — Sækistu eftir pólitiskum frama? ,,Nei. Þaö er ekki vegna þess aö ég sé litillátur maður. Það er frekar hitt, að ég veit dálitiö um hvað pólitiskur frami er og kannski betur en flestir aðrir þvi ég hef setiö viö þá stóla. Ég hef lifaö með mönnum sem hafa fengiö þennan eftirsótta frama og ég veit hvað hann kostar. Annars fer þetta, held ég, eftir upplagi manna. Það veröa að vera einhverjir menn sem hafa þörf á þvi aö leggja i sölurnar þaö sem til þarf og viö getum öll verið þvi þakklát aö slikir menn eru til. En ég er sannfæröur um aö ég er ekki einn af þeim og hefi haslaö mér völl á öörum vettvangi. — Heldurðu að þú munir ekki skipta um skoöun? „Nei, það held ég ekki. Enda fer ég aö komast á þann aldur að ekki þarf aö hafa áhyggjur af þvi. — Hefurðu oröið fyrir vonbrigöum meö Sjálfstæðis- flokkinn? „Nei, ég get ekki sagt þaö. Þaö sem ég kann best að meta i þeim flokki, er aö þar geta menn talaö saman i hreinskilni og af einlægni. 1 Sjálfstæöisflokknum eru menn úr öllum stéttum, meö mjög mismunandi skoöanir og af stööu til lifsins. Það sem sameinar þá fyrst og fremst er, aö þeir meta frelsiö, finnst Islendingar vera þjóð, og hafa lag á aö koma sér saman um hlutina. Enginn reynir að hafa vit fyrir öðrum Ég hef unnib við að semja stefnuskrá og yfirlýsingar fyrir flokkinn. Þaö hefur veriö erfitt en jafnframt skemmtilegt. Þaö hef- ur alltaf tekist aö koma saman plaggi sem allir gátu sæst á og veriö ánægðir meö. 1 Sjálfstæðisflokknum skilja menn gildi þess aö virða skoðanir hver annars og hafa tilfinningu fyrir þvi aö heimurinn er marg- brotinn og flókinn. Enginn telur sig bæran um að hafa vit fyrir öörum. Hins vegar finnst mér Sjálf- stæðisflokkurinn og fulltrúar hans I bæjarstjórnum, á þingi, og i rikisstjórnum, stundum draga helst til mikinn dám af tiðar- andanum. — Efnahagsástandið? „Ef reynt er aö bera I bætifláka fyrir vinstri stjórnina fyrri, 1971—74, má segja aö hún hafi lagt megináherslu á ýms félags- leg markmið og þessi markmið hafi veriö talin svo mikilvæg, aö efnahagslegt jafnvægi skipti litlu máli i samanburði viö þau. Þetta þvi fremur sem slikt jafn- vægi var að fara forgörðum viöar en hér á landi um þetta leyti Afleiöingin varð sú verðbólga sem við ráðum ekki við enn, og nú sjá allir hvaö afleiðingar hennar eru viðtækar og geigvænlegar. Það er enginn maður valdamikill — Ertu valdamikill? „Orö og orð” segir bankastjór- inn og finnst bersýnilega litið um. „Ég kann illa viö orðið vald og vil frekar nota oröiö áhrif. Kannski er þaö bara orðaleikur. Oröið vald gefur hugmynd um aö menn ráði miklu en áhrif, aftur á móti, að þeir ráöi ekki mjög miklu og ég held þaö sé réttara mat. Þaö er enginn maður, jafnvel ekki I einræöisriki hvað þá lýðræöisriki, sem er i raun valda- mikill. í opnum frjálsum, þjóöfélögum er flókiö valda-eöa áhrifajafnvægi milli fjöldahreyf inga, flokka, hópa og stétta. Þau áhrif sem hver og einn getur haft eru afar takmörkuð. Þeir sem hafa raunveruleg áhrif eru þeir sem skilja best hvernig svona samfélagi er hátt- að og hvert þróunin stefnir. Þegar ég vann fyrir Viöreisnar- stjórnina, hafði ég eflaust mikil áhrif, — sennilega meiri en emb- ættismenn hafa yfirleitt haft á Islandi. En þaö var vegna þess að ég gat starfað af fullri einlægni meö þeim stjórnmálamönnum sem þá voru við völd og við vor- um allir að vinna að sömu mark- miðum.” — Hversvegna bankastarf? „Þaö kom meö ofur eölilegum hætti. Þaö verkefni sem ég haföi gegnt fyrir rikisstjórnina var komið I höfn. Ég heföi raunar tal- iö rétt aö vikja úr þvi starfi fyrr ef ekki heföu verið þeir efnahags- erfiðleikar i landinu sem raun var á. Maöur gengur ekki frá borði fyrr en komið er i lygnan sjó. Ég var búinn aö taka viö starfi I Venesuela á vegum Alþjóðabank- ans, sem aö visu var timabundið. Þá geröist það aö Pétur Benediktsson féll frá mjög skyndilega, og mér var boöið bankastjórastarfiö. Ég fann við athugun aö ég átti traust manna til aö gegna þvi ,bæði Bjarna Benediktssonar, sem þá var for- sætisráðherra og einnig annarra, ekki sist i Sjálfstæöisflokknum sem ég ekki tilheyröi þá. Þess vegna hikaði ég ekki við að taka viö starfinu og sé ekki eftir þvi.” Margt sem mig langar aö skrifa um Jónas Haralz er ákaflega störf- um hlaöinn maöur en hann hlýtur þó að hafa áhugamál, eða hvaö? „Ef ég heföi meiri tima vildi ég gjarnan verja honum i göngu- ferðir og náttúruskoöun. Mér finnst ég hafa séö of litið af íslandi. Þá vildi ég geta lesið meira og einnig skrifaö. Það eru alltaf aö koma upp einhver mál sem ég heföi áhuga á að skrifa um. Ég er meira aö segja oft kominn með beinagrind aö þeirri umfjöllun I hugann, en þaö gefst aldrei timi og húgmyndirnar vikja fyrir öör- um nýjum. Loks vildi ég geta notið listar I rikara mæli, bæöi hljómlistar og myndlistar. En þaö er meö þaö eins og allt annað að þaö er ekki hægt aö sinna þvi af neinu viti nema hafa góðan tima. — Hrifstu auðveldlega? „Ég býst viö þvi, já, Hins vegar veit ég auövitað ekki hvaö bærist innra meö ööru fólki. — Ertu hamingjusamur? „Stundum, að minnsta kosti” segir landsbankastjórinn eftir nokkra umhugsun. Þaö var ekki auövelt aö gera upp viö sig aö þaö sem maöur haföi veriö sannfæröur um og trúaö á væri misskilningur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.