Vísir - 01.12.1979, Blaðsíða 33

Vísir - 01.12.1979, Blaðsíða 33
vtsm Laugardagur 1. desember 1979 Svona gerum vid laufabraud Skemmtilegast er aö öll fjölskyldan sé saman viö jólabaksturinn. Hér er veriö aö skera út munstur i laufabrauö. Þórunn Jónatans dóttir skrifar Þá er komiö aö útskuröinum. Venjulegast mun vera aö skera kökurnar tvöfaldar en þó voru margir svo leiknir viö skuröinn aö þeir skáru einfalt. Nú veröur æ algengara aö nota svokölluö laufabrauösjárn sem fengist hafa undanfariö ár úr kopar og eru þau afar þægi- leg og mun fljótlegra aö skera meöþeim enhníf. Slöanerbrett upp, oftast á ööru hvoru laufi og oddurinn á laufinu festur meö hnifsoddinum léttilega á næst- neðsta oddann sem liggur óbrettur. Þannig er haldiö áfram meö hverja rönd af laufum sem skorin eru I kökuna. Best er aö hver skurðarmaður pikki sina köku meö hnifsoddinum eftir aö skurðinum lýkur, einkum ef dá- litlir fletir eru milli skuröanna. Á myndunum má sjá ýmiss konar falleg mynstur sem hægt er aö skera. Ef skoriö er meö hnif er heppilegra aö gera smá- rákir þar sem menn hugsa sér aö hver rönd komi, meö þvi aö brjóta kökuna lauslega saman. Þegar skoriö er meö laufa- brauösjárni er alltaf skoriö ein- falt og hægt er aö sjá jafnharöan hvernig skuröirnir liggja. Þá má skera meö hnif ýmiss konar skurði sem mynda sólir, glugga eöa annaö skraut, þegar búið er aö bretta upp á réttan hátt. Best er að lýsa útskuröi meö myndum. Algengt er aö skera ýmiss konar stjörnur, ein- hverskonar reitamunstur, jóla- tré-burstabæ o.fl. Einnig eru oft skorin nöfn eöa fangamörk heimilisfólksins. Þegar er komiö aö skera er farið aö hita feitina. Áður fyrr var ætiö steikt úr tólg en einnig má steikja I jurtafeiti eöa blöndu af hvoru tveggja. Potturinn þarf aö vera vlöur svo kökurnar geti þanist út. Feitin erhöfö vel heit. Venjuleg steikarfeiti er um 170-180 C og þvi ber aö gæta fyllstu varúöar: Kökurnar eru settar niöur i heita feitina, þannig aö laufin snúi niöur svo aö þau fléttist siö- ur viö, siöan er kökunni snúiö viö meö prjóni eöa fingeröum gaffli og steikt augnablik á hinni hliöinni. Færiö siöan kökuna upp meö prjóninum, leggiö hana á slétt, hreint bréf sem dregur i dálftið af feitinni ogsléttiö litillega meö potthlemmi eöa gaffli meöan hún er heit ef meö þarf. Agætt er aö kökurnar liggi kyrrar meöan þær eru aö kólna þá aflagast þær siöur. Steikiö þannig allar kökurnar og stafliö þeim i hlaöa þegar þær eru orönar kaldar. Best er aö geyma laufabrauö- iö uppá rönd i hreinum og þurr- um kassa, á köldum staö. Laufabrauð með heil- hveiti 800 g hveiti 200 g heilhveiti (eöa rúgmjöl) 1 1/2 tsk. lyftiduft 1 tsk. salt u.þ.b. 1 1 sjóöandi mjólk Laufabrauð með rúg- mjöli 500 g hveiti 500 g rúgmjöl (eða heilhveiti) 2 tsk. lyftiduft 70 g smjörliki 2 msk. sykur 2 tsk. salt 1/2 1 sjóbandi mjólk 1/4 1 heitt vatn örl. kúmen hitaö I mjólkinni (má sleppa) Fyrsta uppskriftin er úr ein- tómu hveiti og er algengust og þaöer auöveldaraaö skera i þaö fingert mynstur. Ef notuö er uppskrift með smjörliki i er þaö brætt i mjólk- inni. Setjið salt,lyftiduft og syk- ur I mjólkina. Hrærið hveitiö úti vökvann, setjið deigið á borö og hnoöiö hveitii það eftir þörfum. Hnoðið deigiö þartil það er oröið slétt, sprungulaust og þægilegt meðferðar. Þær húsmæður sem eiga sterkar hrærivélar meö hnoðara geta notað þær. Mótiö mjóa sivalninga úr deiginu. Breiöiö rakt stykki yfir deigiö til aö ekki myndist hörö skán utan á þaö. Skerið litlar sneiöar af deiginu, lagiö þær til milli handanna þannig aö þær veröi kringlóttar. Hafið diskmeö hveiti viö hönd- ina og dýfiö kökunum i hveitið áöur en deigiö erflatt, til aö þaö 'estist hvorki viö borðið né kökukeflið. Nú er um aö gera aö nota fremur létt handtök viö kökukeflið til aö ekki komist brot I kökurnar og þær aflagist sem minnst. Best er aö snúa þeim nokkuö oft svo aö þær haldist fallega kringóttar á meðan þær stækka smátt og smátt undir keflinu. Fletjið laufabrauöiö næfurþunnt út. Aður fyrr var þaö mælikvarði aö þegar lesa mátti gegnum kökuna væri hin rétta laufa- bruösþykkt komin. Þá er kakan skorin undan hæfilega stórum diski meö kleinujárni en áöur er athugaö aö kakan sé laus frá boröinu, annars tapar hún lögun. Gæta verður þess aö kakan stækkar dálitiö þegar fariö er aö steikja og þvi' þarf aö hafa vel viðan pott. Laufabrauösdagurinn stendur fyrir hugskotssjónum flestra er vanist hafa laufabrauðsgerö sem einhver eftirminnilegasti dagur ársins frá bernskudög- um. Þennan dag voru ljósin bartari en aðra skammdegis- daga og hibýlin hlýlegri og vist- legri. Þá var enginn vafi á þvi lengur aö jólin voru á næsta leiti. Heimilisfólkið safnaöist saman og hjálpaðist að viö laufaskuröinn. Þá var oft kátt á hjalla og keppst um aö skera falleg og margbreytileg mynst- ur. Þaðfervel á þvi nú á dögum að fjölskyldan safnist saman einhverja helgina viö laufa- brauðsgerð þegar annrikistim- inn fyrir jólin fer i hönd. Laufa- brauöið geymist ágætlega i nokkrar vikur á þurrum og köldum staö og er þvl tilvalið aö hefja jólaundirbúninginn á þessu verki. Laufabrauðið var áöur fyrr búið til fyrir aörar stórhátiöir ársins og fyrir brúðkaupsveisl- ur. En á siðari timum er það eingöngu bundiö jólunum. Margirbúa tillaufabrauð núhin siðari ár, jafnvel þó þeir hafi ekki vanist þvi frá barnæsku. Þaö er lika þjóölegt og jólalegt aö láta laufabrauöshlaðann standa á boröi um jóhn svo aö heimilisfólk og gestir megi maula þaö aö vild. Astæðulaust er aö hræðast laufabrauðsgeröina vegna þess aö þaö sé svo erfitt aö búa þaö til. Áður fyrr var deigiö haft mjög hart og vætt i með sjóö- andi mjólk. Nú eruflestir hættir þessu. Mjólkin á aö vera heit og hveitið hrært úti hana. Ekki þarf aö hnoöa deigiö mjög hart Afganginn eöa afklippurnar er ágætt að geyma i skál, breiöa stykki yfir og vera ekkert aö hnoöa saman heldur steikja og boröa strax. Leggið kökurnar á hreint stykki á borö og plast yfir svo þær þorni ekki um of. og þá veröur heldur ekki eins erfitt aö breiöa þaö út. Algengast mun hafa veriö aö búa til laufabrauö Ur hvitu hveiti eða Ur rúgmjöli og hveiti sigtuöusamaneöa úr heilhveiti. Laufabrauð 5 dl hveiti 1 1/2 tsk. sykur 1/4 tsk. lyftiduft 1/4 tsk. salt 2 dl sjóöandi mjólk

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.