Vísir - 01.12.1979, Blaðsíða 29

Vísir - 01.12.1979, Blaðsíða 29
Laugardagur 1. desember 1979 29 Geir spáir i spilin ásamt frystihússkonum sem smelltu sér i eina - ---—~ ^ ■ ■- ' • * sandkasslnn Það er erfitt að átta sig á hvað eru fréttir og hvaö er áróður i flokksblöðunum þessa dagana. Senniiega er þetta mestan part áróður, en óneitanlega staldrar maður við sumar fyrirsagnir. Þessi birtist i Tlmanum: „ÓTTINN VIÐ ÓLAF” Mér hefur alltaf fundist Ólaf- ur vera heldur meinleysislegur og skildi þvi ekki hvers vegna menn ættu að óttast hann svo mjög. Skýringuna fann ég I Alþýöublaðinu en þar stóð eftir- farandi: „ÓLI JÓ FÆR ÆÐISKAST” 0000000000 „HITTUMST AFTUR EFTIR SEX MANUÐI” segir Visir að Geir Hallgrimsson hafi sagt þegar hann kvaddi starfsfólk Is- bjarnarins eftir að hafa messað yfir þvi. Eftir þessu að dæma veröur þá kosið aftur i mai. 0000000000 „HÉR FÆDDIST VINSTRI STJÓRNIN — OG HÉR SKAL HUN DREPIN LtKA” hefur Dagblaðið eftir Birgi tsleifi Gunnarssyni þar sem hann stóð i pylsuvagninum hans Ásgeirs i Austurstræti. Eftir þetta þori ég ekki fyrir mitt litla lif að fá mér pylsu þarna. Hver veit nema Ásgeir Hannes léti mig í ógáti fá pylsu sem ætluð væri vinstri stjórn- inni. 0000000000 „FRÉTT ÞJÓÐVILJANS RÉTT” segir í fyrirsögn Þjóð- viljans. Þeir á Þjóöviljanum eiga þakkir skildar fyrir að benda lesendum sérstaklega á þær fréttir sem þeir telja að séu réttar. Svona hugulsemi kann ég vel að meta og vonandi verð- ur þessu haldiö áfram, ekki veitir af. 0000000000 „ÓVÖN AÐ GANGA A HAHÆLUÐUM SKÓM” hefur Visir eftir nýbakaöri feguröar- drottningu. Það tóku vist allir eftir þessu þar sem gestir á feg- uröarsamkeppni horfa fyrst og fremst á skó keppenda. 0000000000 „GEIR HALLGRtMSSON A VINNUSTÖÐUM t KEFLAVtK” æpir Mogginn I risafyrirsögn. Það er mjög eðlilegt að skýra frá þessu með striðsletri þvi ó- neitanlega er hér um einstæðan viðburð aö ræða. 0000000000 „FJÖLMENNI A FRAM- SÓKNARSKEMMTUN” segir Visir alveg forviöa. Timinn læt- ur sér hins vegar hvergi bregöa og slær upp grein eftir konu úti i bæ undir fyrirsögninni: ALLTAF SVO GAMAN AÐ VERA FRAMSÓKNARMAÐ- UR” 0000000000 „GJALDSKRA HITAVEIT- UNNAR 34% HÆRRI EN HCN ÞYRFTI AÐ VERA” fullyröir Mogginn. Við megum þá búast við LÆKKUN á gjaldskránni ef Sjálfstæðisflokkurinn vinnur kosningarnar, eða hvaö? 0000000000 0000000000 „TROUBLE-MAKER” seg- ir i fyrirsögn á hernámssiðu Þjóðviljans. Mér finnst nú aö þeir geti skilgreint samtök sin á islensku þótt enskan sé þeim ef- laust tamari. „DEILUR UM HEILSUFAR HVALANNA” segir I fyrirsögn Visis. Ég hef einmitt haft það á tilfinningunni að þetta væri aðaldeilumál þjóðarinnar I dag og sannast það hér með. Enda er varla neitt merkilegra til að deila um þessa dagana. KYNNINGAR AFSLÁTTUR LAUGARDAG- MÁNUDAG-ÞRIÐJUDAG á pkiumobil M 1 SYSTEM LEIKFÖNGUM Leikfangabúðin Iðnaðarhúsinu - Hallveigarstig 1 VEFARINN HF. ÁRMÚLI 21 - SÍMI 84700 Bókhald og eignaiimsýsla Bókhaldsþjónusta og reikningsskil fyrir fyrir- tæki og einstaklinga. Tölvuvinnsla eða spjaldfærsla.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.