Vísir - 01.12.1979, Side 13
Laugardagur 1. desember 1979
13
Stevie Wonder:
Undrabamid
sem stefnir
einlægt hærra
og hærra
Blindi tónlistarsnillingurinn
Stevie Wonder hefur nú loksins
eftir þriggja ára fjarveru úr
opinberum heimi tónlistarinn-
ar, sent frá sér nýja plötu, nýtt
meistaraverk. Þetta nýja verk
er i' tveggja platna albúmi og
nefnist „Journey Through The
Secret Life Of Plants” og er
sumpart tónlist viö samnefnda
kvikmynd og að nokkru leyti
hans eigin tónaljóö tengd efni
myndarinnar. Þetta er hrlfandi
verk og snertír hverja taug I
skrokk hlustandans, ef hann á
annað borö leggur sig fram viö
aö hlusta.
Fyrir þremur árum kom frá
Stevie Wonder tvöfalt albúm
sem kallað er, tvær plötur I
sama hulstri, sem nefnt var
„Songs In The Key Of Life”. Þá
höfðu liöiö hartnær tvö ár án
þess að Stevie léti til siri heyra.
Þessi plata hlaut einróma lof og
hefur af mörgum verið talin til
meiriháttar poppverka samtlö-
arinnar.
Tólf ára barnastjarna
Stevie Wonder hefur komiö
ótrúlega miklu I verk á sinni ævi
helgarpopp
og manni finnst aö þaö geti vart
staöist aö hanri sé rétt 28 ára
gamall. En þaö er ekkert lygi-
mál, Stevie er fæddur 13. maf
1951. Þaö sem gerir hins vegar
gæfumuninn er það, aö tón-
listarferill hans hófst mun fyrr
en hjá öörum popptónlistar-
mönnum. Hann var semsagt aö-
eins tólf ára, barn . aö aldri,
þegar frægöin blasti viö honum.
Undrabarn I tónlist var hann
nefndur, ekki einvörðungu
vegna nafnsins, heldur vegna
hins að hæfileikar haj» voru
undraverðir. Tólf ára gamall
gat hann töfrað fram hin geös-
legustu hljóö úr fjölmörgum
hljóöfærum og sungiö dáindis-
lega. Berry Gordy Jr„ forstjóri
Motown hljómplötuútgáfunnar
kom þá auga á hann og lagði viö
hlustir. Samningur var geröur
fyrir hans hönd við útgáfuna og
þar meö tryggt að stór hluti
mannkyns færi ekki á mis við
undrabarniö.
Fæddur blindur
Stevie Wonder fæddist blindur
og þaö kemur þvl fáum aö óvör-
um að einn eftirlætistónlistar-
maöur hans var Ray Charles,
sem einnig er blindur. (önnur
LP-plata Stevie nefndist
„Tribute To Uncle Ray>.
Skömmu eftir að Stevie fædd-
ist fluttist fjölskylda hans til De-
troit og þar eru bernskuslóöir
hans. Hermt er að hæfileikar
hans hafi fyrst komið berlega I
ljós um fimm ára aldur, er hann
fitlaði kunnáttusamlega við
píanó og munnhörpu.
Einn af nágrönnum Stevie og
kær vinur á árunum um 1960 var
Gerald White, bróöir Ronnie
Listamaöurinn Stevie Wonder
White, þess sem lék með hljóm-
sveit Smokey Robinsons,
Miracles. Eftir aö Gerald haföi
nokkrum sinnum hlýtt á Stevie
syngja og leika á munnhörpu
fékk hann þvl til leiðar komiö aö
Brian Holland (einn þriggja úr
lagaþrenningunni Holl-
and-Dozier-Holland) hlýddi á
drenginn. Holland hreifst svo
mjög aö hann fékk þvl tíl leiðar
komið aö sjálfur forstjórinn
mætti á staöinn og hann hreifst
llka.. og þar sem hér veröur
ekki sögö saga einbjarnar, tvl-
bjarnar og þeirra bræöra, verö-
ur látiö nægja aö segja: Stevie
fékk góöan samning.
„Finger tips” gerði
útslagið
Fyrsta lagið sem Stevie söng
inn á plötu hét „I Call It Pretty
Music” og vakti nokkra thygli.
Næst kom „Water Boy” og
„Contract On Love” og þvi næst
„Fingertips” sem raunverulega
gerði útslagiö. Þetta var um
miðbik ársins 1963 og lagiö
ákaflega vinsælt. Sama ár kom
fyrstaLP-plata Stevie Wonders,-.
,,12-Year-Old Genius” — seldist
vel.
Hér er hvorki rúm né nenna
hjá þeim er á pennanum heldur
aö rekja feril Stevie Wonder I
smáatriðum eöa tlunda sam-
viskusamlega hvert og eitt lag
sem frá honum hefur komið. Á
þaö skal aftur á móti minnst aö
barnastjarnan þroskaöist og
varö aö fullþroska tónlistar-
manni meö háleit markmiö,
gagnstætt því sem reynslan var
af barnastjörnum I henni Amer-
Iku.
Stevie Wonder hlotnaöist á
áratugnum 1960-1970 margvls-
legur heiöur og verölaun svo
tugum skipti. A þessum árum
söng hann mestmegnis lög eftir
aöra, malaöi gull fyrir Motown
og var tlöur gestur á toppum
vinsældalistanna.
Biðin þess virði
Mikil breyting veröur á tónlist
Stevie er kemur fram á áttunda
áratuginn. Stevieer þá oröinn 21
árs og fer sinar eigin leiöir.
Hann kýs aö vinna verk sin sem
mest einn, leika á öll hljóöfæri
sjálfur, leika aöeins eigin verk,
hljóörita, útsetja og syngja. I
fyrstu tilraun sýndist þetta ætla
aö mistakast. Platan „Where
T’m Coming From” vakti litla
athygli. En sú næsta lukkaðist
betur og slöan hafa allar plötur
Stevie Wonder lukkast bæri-
lega.
Fyrri hluta þessa áratugar
var Stevie ákaflega iðinn við
tónsmiðar og plöturnar komu
frá honum með stuttu millibili,
auk þess sem hann vann mikið
fyrir aðra. Nú hefur þetta illu
heilli breyst og lengra líöur milli
platna, jafnvel þrjú ár eins og
nú. Þetta væri déskotans leiö-
indabið, — ef hún væri ekki þess
virði. En það er hún!
— Gsal
S/^UHJÁLP I VIÐLÖGUM.
Ný þjónústa.
. Símavika frá'ki. 17-23 alla daga vjícunnar. .
STmi 8-15-15. '
Fræóslu- og leiðbeiningarstöö opin alla virka
daga fró kl. 0?-17. Sírni 82399-------- ,
Hringdu — og ræddu málið.
JJtJt7^ SAMTÖK ÁHUGAFQLKS
UM ÁFENGJSVANDAMÁUÐ
PÓSTKRÖFU
ciuglýsing
ADVENTUUÓS
Nr. 411
Kr. 23.530.-
Hæð: 33 cm
Nr. 407
Kr. 13.030.-
Stærð 28x 28 cm
Auk f jölda annarra gerða.
Biðjið um myndalista
uíiíiox h.f.
Suðurlandsbraut 16 — Simi 91-35200
Nr. 864, litur rauð-
ur/brúnn
Kr. 12.900,-
Breidd 47 cm, hæð 36 cm.
Nr. 889, litur brúnt
Kr. 18.600.-
Breidd 47 cm, hæð 24 cm
Nr. 7010
Kr. 12.900.-
Hæð 40 cm.
Brennslutimi ca. 25 klst.
Nr. 1069
Kr. 12.500.
16 perur
ÚTILJÓS
Nr. 408
Kr. 16.670,-
Hæð: 36 cm
Nr. 886, smiðajárn
Kr. 15.400.-
Breidd 36 cm, hæð 37 cm.
Nr. 417
Kr. 10.930,-
Hæð 40 cm
J ÓL ATRÉS-
SERÍA
Nr. 885, litur gull
Kr. 18.400.-
Breidd 38 cm, hæð 37 cm.
KIRKJUGARÐS-
OLÍU-LUKT