Vísir - 01.12.1979, Blaðsíða 7

Vísir - 01.12.1979, Blaðsíða 7
Laugardagur 1. desember 1979 *.r*V /■ '4“ V W 7 HVERNIG FARA KOSNINGARNAR I NORÐURLANDI EYSTRA? FRAMSÓKN FÆR ÞRJÁ ÞINGMENN Áhugaleysiog ráðaleysi eru orö sem Iýsa kjósendum I Norður- landskjördæmi eystra best. Óvenju margir hafa ekki enn gert upp hug sinn hvaða lista þeir kjósa i komandi kosningum og hætt er við þvi að margir þeirra kjósi ekki eða skili auðu. Baráttan stendur á milli Hall- dórs Blöndals, 2. manns á lista Sjálfstæðisflokksins og Guð- mundar Bjarnasonar 3. manns á lista Framsóknarf lokksins. Fæstir treysta sér til að spá um úrslit og reyndar renna fram- bjóðendur sjálfir algjörlega blint I sjóinn hvar þeir standa i kosningabaráttunni. Framboð Jóns Sólnes setur stórt strik I reikninginn og úr- slitin velta að miklu leyti á þvi hvaða fylgi listi hans fær. Norðurlandskjördæmi eystra á sex kjördæmakjörna þing- menn og i síðustu alþingiskosn- ingum fékk það einn uppbótar- þingmann. Framsóknarflokk- urinn fékk tvo þingmenn, Sjálf- stæðisflokkurinn tvo, Alþýðu- bandalagið einn og Alþýðu- flokkurinn fékk einn kjördæma- kjörinn þingmann og auk þess uppbótarsartið. Staða Sjálfstæðis- flokksins veik Staða Sjálfstæðisflokksins hefur veikst mikið með sér- framboði Jóns Sólnes og vegna þess að ekki var efnt til próf- kjörs I kjördæminu um skipan framboðslistans. Engu aðsiður fékk flokkurinn byr I seglin i þeirri hægri vind- hviðu sem gekk um landið en ó- vist er að það dugi þeim til að sigla i gegn um kosningabarátt- una ef ekki kemur annað til. Listi þeirra er ekki tiltakan- lega sterkur og mörgum þykir sjónarsviptir að Jóni Sólnes úr 1. sætinu. Lárus Jónsson megnar ekki að fylla það skarð og Hall- dór Blöndal er umdeildur mað- ur en hefur komið nokkuð vel út úr kosningafundum. Vigfús Jónsson bóndi á Laxamýri I 3ja sæti höfðar ekki til kjósenda I þéttbýli en þar ráðast úrslitin. Fyrst eftir að listi Jóns Sólnes kom fram virtist sem hann nyti mikils fylgis. Fáir stjórnmála- menn hafa verið jafn harkalega gagnrýndir og Jón en hann hefur unnið mjög vel fyrir kjör- dæmi sitt og á harðsnúið lið per- sónulegra stuðningsmanna. Hins vegar gera menn sér grein fyrir þvi að litlar likur eru á að Jón Sólnes nái kosningu, Siðustu viku hefur þvi komið afturkippur i sókn Sólnes en samt sem áður breytir það ekki miklu um afstööu þeirra sem eru óánægðir með framboð flokka sinna og myndu greiöa Jóni Sólnes atkvæði til að láta þá óánægju i ljós. En sá áróður andstæöinga Sólnes hefur hrifið aö atkvæði honum greidd falli dauð og hætta sé á að fái Jón talsvert fylgi missi kjördæmið uppbótar- þingsætið. Að öllu þessu samanlögðu má geraráö fyrir þvi að Jón Sólnes fái um 800 atkvæöi, en þar með er jörðin lika farin aö gliðna undir Halldóri Biöndal. Aukning til Framsóknar 1 tveim efstu sætum Fram- sóknarf lokksins tróna þeir Ingvar Gislason og Stefán Val- geirsson. Yngri framsóknar- menn vildu endurnýjun á efstu sætunum og telja þá félaga bit- litil vopn I baráttunni. En Framsókn lumar á sterk- um manni i 3ja sæti, Guðmundi Bjarnasyni, nýjum manni á list- Guðmundur Bjarnason Jón Sólnes anum og hefur hann þótt bera höfuð og herðar yfir aðra fram- bjóðendur I kosningaslagnum. Alitið er að Framsóknarftakk- urinn muni endurheimta I þess- um kosningum það bændafylgi , sem hann tapaði i slöustu kosn- ingum, aðallega til Alþýðu- bandalagsins. Þá hefur Þorsteinn Jónatans- son san var efsti maður á lista Samtakanna i siðustu kosning- um gengið til liðs við Fram- sóknarflokkinn og viðbúið að eitthvað af Samtakamönnum fylgi honum. Það hnigur þvi allt i þá átt að Framsóknarflokkurinn bæti verulega við sig i Norðurlands- kjördæmi eystra, enda hefur flokkurinn löngum átt þar traust fylgi og hafði 3 kjör- dæmakjörna þingmenn þar allt frá kjördæmabreytingunni fram að siðustu kosningum. Ýmsar blikur hjá krötum Alþýðuflokkurinn fékk ævin- týralega fylgisaukningu i sið- ustu kosningum en þá jókst fylgi hansúr 1098 atkvæöum (9,1%) i 2876 atkvæði (22,1%). Engum dettur i hug að þeir haldi þessum atkvæðum, tapið verður verulegt. Alþýðuflokkurinn stendur vel utan Akureyrar, en á Akureyri hefur fylkingin riðlast m.a. vegna átaka um skipan fram- boðslistans. Árni Gunnarsson sigraði Braga Sigurjónsson I prófkjöri flokksins um fyrsta sætið og Jón Armann Héðinsson bar sigurorð af Jóni Helgasyni formanni Einingar á Akureyri i ööru sæti. Kjartan Stefánsson, blaðamaður, skrifar Hvorki Jón Helgason né Bragi Sigurjónsson eiga sæti á listan- um og veikir það hann verulega, sérstaklega að Jón vantar. Arni Gunnarsson hefur unnið ötullega fyrir kjördæmið en honum er fundiö það til foráttu að vera aðkomumaður. Jón Ar- mann Héöinsson er óliklegur til að afia ftakknum vinsælda. En ýmislegt bendir til að Al- þýðuflokkurinn hafi sótt i sig veðrið siðustu viku. Ingólfur Arnason rafveitustjóri á Akur- eyri, fulltrúi Samtakanna i bæj arstjórn, hefur lýst yfir stuðn- ingi við Alþýðuflokkinn. Ingólf- urhefur mikið persónulegt fylgi á Akureyri, sem sést á þvf, að i bæjarstjórnarkosningunum á siðasta ári fékk hann 624 at- kvæði en Samtökin fengu aðeins 448 atkvæði i öllu kjördæminu I þingkosningunum sama ár. Halldór Blöndal Það má þvi búast viö þvi að Alþýðuflokkurinn slagi hátt upp I tvö þúsund atkvæði. t herbúðum Alþýðubanda- lagsins rikir mikil óeining og hefur flokkurinn fengið litlar undirtektir á kosningafundum. Guðmundur nær kjöri Vinstri kjarninná Akureyri er óánægðurmeö Stefán Jónsson i fyrsta sæti listans og verður þetta áreiðanlega i siöasta sinn sem Stefán verður þarna i efsta sæti. Eins og Alþýðuflokkurinn tap- ar Alþýðubandalagið þó nokkr- um atkvæðum en óliklegt er að þeir óánægðu sem standa lengst til vinstri hlaupi yfir á aðra flokka. Úrslit eru mjög tvisýn i Norðurlandi eystra. Jón Sólnes þarfa.m.k. 1500-1600 atkvæði til aðkomast inn á þing. Svo mörg atkvæöi fær hann ekki. Hins vegar er liklegt að hann fái það mörg atkvæði frá Sjálfstæðis- flokknum að Halldór Blöndal nái ekki kjöri en Guðmundur Bjarnason verði kjördæmakjör- inn. Þó verður mjótt á munun- um varla meira en 20 til 30 at- kvæði. Fari svo bendir allt til þess að Halldór fái uppbótar- þingsætið. Nái hins vegar Halldór kjöri er ekki vist að neinum flokki nýtist umframatkvæði tíl þess að kjördæmið fái uppbótarþing- sæti. —KS Crslit i Norðurlandskjördæmi eystra I slöustu alþingiskosning- um: 1974 1978 atkv. % atkv. % Alþýðuflokkur 1098 9,1 287« 22,1 Fra msóknarf lokkur 4811 39,7 4150 31,9 Sjálfstæöisflokkur 3661 30,2 2944 22,7 Alþýöubandalag 1731 14,3 2580 19,9 Samtökin 772 6,4 448 3,4 Noröurlandskjördæmi eystra: Kjördæmakjörnir þingmenn 1978 Atkvæöi aö baki þingmanns 1. Ingvar Gislason Framsóknarflokkur 4150 2. Jón G. Sólnes Sjálfstæðisflokkur 2944 3. BragiSigurjónsson Alþýöuflokkur 2876 4. Stefán Jónsson Alþýðubandalag 2580 5. Stefán Valgeirsson Ffamsóknarflokkur 2075 6. Lárus Jónsson Sjálfstæöisflokkur 1472 Næstur I rööinni varö Árni Gunnarsson Alþýöuflokki meö 1438 at- kvæöi. Arni Gunnarsson Lárus Jónsson Ingvar Glslason

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.