Vísir - 01.12.1979, Blaðsíða 6

Vísir - 01.12.1979, Blaðsíða 6
I Laugardagur 1. desember 1979 V'# / < 6 Hvernig fara kosningarnar í Keykjavík: Ellert, Ólafur Ragnar og Jóhanna í uppbótarsæti sæti er nú brotin og i stað Svövu þar er ólafur Ragnar Grimsson. 1 fyrsta sæti er svo Svavar Gestsson áfram. f þessari kosningabaráttu hefur Alþýöubandalagiö ein- beitt sér aö þvi að rifa niöur stefnu Sjálfstæðisflokksins. Þeir hafa einnig lagt áherslu á að þeir hafi lagt sig fram viö aö verja lifskjör fólks i rikisstjórn- inni. En þeir hafa hins vegar ekki i sama mæli lagt fram ákveöna stefnú hvernig eigi aö vinna bug á þeim efnahags- erfiðleikum sem hrjá landiö en um það snúast þessar kosning- ar. Það er likíegt að þeir fái eitt- hvað innan við 20% atkvæða i kosningunum og missi þá fylgis- aukningu sem þeir fengu i siðustu kosningum. Leynivopnið Framboð Framsóknarflokks- ins i Reykjavik byggist ein- vörðungu upp á einum manni, Ólafi Jóhannessyni fyrrverandi forsætisráðherra. Ólafur hefur alla tiö verið i framboði i Norðurlandskjördæmi vestra og hafði ákveðiö að hætta þing- mennsku. Honum er nú teflt fram sem leynivopni Framsóknarflokks- ins i Reykjavik. Framsóknar- flokkurinn kom best frá siðustu vinstri stjórn og hélt sig i hæfi- legri fjarlægö frá misklið Al- þýðuflokksins og Alþýðubanda- lagsins. Samkvæmt skoðana- könnunum er Ólafur Jóhannes- son einn vinsælasti stjórnmála- maður á Islandi. Fyrst eftir aö framboð flokks- ins var ákveöiö i Reykjavik virtist sem Framsóknar- flokkurinn ætti miklu fylgi að fagna. Heldur hefur dregið úr þeirri sókn siðustu daga og hafa ýmis ummæli Ólafs orkað tvimælis, og hafa margir lagt þau út sem ofmetnað. Hann hefur tekið liklega i að bjóða sig fram við forsetakjör á næsta ári og ef svo fer tekur Guðmundur G. Þórarinsson viö sæti hans á þingi. Margir sjá ofsjónum • yfir frama Guðmundar innan flokksins og vafasamt er að honum takist að ná þeirri lýö- hylli og samstöðu innan flokks- ins sem nauösynleg er fyrir fyrsta mann á lista flokksins I Reykjavik. Framsóknarflokkurinn galt algjört afhroð i siöustu kosning- um. Honum tekst að rétta veru- lega við nú en þó ná þeir ekki sinu fyrra fylgi. Nýju mennirnir Sigur Alþýðuflokksins i Reykjavik i siðustu kosningum var stórglæsilegur. Viö fáa stjórnmálamenn hafa verið bundnar jafn miklar vonir. Þetta voru nýir menn sem boðuðu nýjar aðferðir. Þegar þessar staðreyndir eru Þrjú atriði ráða eflaust mestu um hvernig kjós- endur greiða atkvæði: Trygglyndi við flokk sinn, frammistaða siðustu rikisstjórnar og hvernig einstökum flokkum tekst til i kosningabaráttunni. í Reykjavik er miklu meira lausafylgi og hreyfingar milli flokka en i öðrum kjördæmum þannig að tvö siðastnefndu atriðin koma þar einkum til greina. Þó nauðsynlegt sé fyrir stjórnmálaflokka að leggja fram eitthvert plagg um hvað þeir ætli að gera fái þeir traust kjósenda ræður slikt engum úrslitum. Hætt er við þvi að það setji svip sinn á þessar kosningar hve margir skili auðu eða mæti alls ekki á kjörstað. Yfirleitt rikir óánægja hjá fólki með stjórnmálamenn og það á erfitt með að gera upp hug sinn. Úrslit siðustu alþingiskosninga i Reykjavik 1974 1978 atkv. % atkv. % Alþýöuflokkur 4071 8,5 11159 22,6 Framsóknarflokkur 8014 16,7 4116 8,3 Sjálfstæöisflokkur 24023 50,1 19515 39,5 Alþýöubandaiag 9874 20,6 12016 24,4 Samtökin 1650 3,4 1940 3,9 Aðrir 337 0,7 596 1.3 Þrátt fyrir þetta hefur litið borið á ósamstöðunni i kosningabaráttunni og and- stæðingar flokksins litið reynt að koma höggi á þennan veika blett Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæöismönnum hefur tekist að beina allri stjórnmála- umræðu um stefnumörkun sina fyrir þessar kosningar sem þeir nefna „leiftursókn gegn verð- bólgu”. í fyrstu virtist sem vopnið hefði snúist i höndum þeirra og lá við að Þjóöviljinn hefði stöðvað leiftursóknina strax á fyrsta degi. Einnig var það neikvætt fyrir flokkinn hve illa þeim tókst að koma þessari stefnu til skila i flokkakynningu i sjónvarpi. Þetta hefur breyst siðustu daga og Sjálfstæðisflokkurinn virðist ekki ætla aö veröa jafn seinheppinn og leit út i fyrstu. Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur rokkað frá um 40% upp i um 50% i siðustu alþingis- kosningum. Minnst varð það i kosningunum i fyrra 39,5% og mest 50,7% i kosningunum 1963. Óhætt er að gera ráð fyrir þvi að þeir fái yfir 50% atkvæða i þess- um kosningum. Alþýðubandalagið inn- an við 20% Fylgi Alþýðubandalagsins i Reykjavik hefur mestan stöðug- leika. Vegna þátttöku þeirra i rikisstjórn má búast við þvi að þeir tapi allnokkru en þó minna en Alþýðuflokkurinn. Þeir treysta nú meira á stefnu flokksins en vinsældir einstakra frambjóðenda. Eðvarð Sigurðs- son og Svava Jakobsdóttir eru ekki lengur i efstu sætum. Eö- varð Sigurðsson haföi persónu- fylgi sem náði langt út fyrir raöir flokksins. Guðmundur J. Guðmundsson sem tók við af Eðvarði i ööru sæti fær einnig nokkur atkvæöi út á andlitið en hann er miklu umdeildari maður innan flokks- ins en fyrirrennari hans i verka- lýðssætinu. Sú hefð að hafa konu i þriðja athugaðar veröur að hafa i huga að margir þeirra sem kusu Al- þýðuflokkinn siðast voru óánægðir sjálfstæðismenn sem án efa munu flestir kjósa Sjálf- stæðisflokkinn að þessu sinni. Þegar af þeirri ástæðu er fyrirsjáanlegt að Alþýðu- flokkurinn fær allmiklu færri at- kvæði nú en siöast. Eftir stendur sá hópur nýrra kjósenda Al- þýðuflokksins sem veltir fyrir sér þeirri spurningu hvort flokkurinn hafi staðið viö sin fyrirheit. Ómögulegter að segja fyrir um að hvaða niðurstöðu þetta fólk kemst. A vissan hátt hefur þing- mönnum Alþýðuflokksins tekist að halda þeirri imynd að þeir séu öðrum stjórnmálamönnum heiðarlegri og hreinskilnari. Þá hefur ráðherrum Alþýðu- flokksins i minnihlutastjórninni tekist að beina athyglinni að sér. En flokkurinn hefur greini- lega ofmetið stöðu sina i Reykjavik. Allt kapp hefur veriö lagt á að kynna Jón Bald- vin Hannibalsson sem er i fjórða sæti á lista flokksins i þeirri von að hann fái uppbótarþingsæti. Benedikt Gröndal formaður flokksins hefur veriö litt áber- andi i þessari kosningabaráttu en hann og Vilmundur Gylfason verða þó þeir einu sem ná kjöri á lista Alþýöuflokksins. Það hefði verið sterkara bragö hjá þeim að auglýsa Jó- stjórnarslitin mestu áhrifin á úrslit kosninganna. Megin-spurningin virðist vera hvert þeirra þriggja Ragnhildar Helgadóttur, Ólafs Ragnars Grimssonar eða Guðmundar G. Þórarinssonar verði 12. þing- maður Reykvikinga. Baráttan standi sem sagt á milli 7. manns á lista Sjálfstæðisflokksins, 3. manns á lista Alþýðubandalags- ins og 2. manns á lista Fram- sóknarflokksins. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma mun Ragnhildur sigra örugglega i þessari baráttu Leiftursóknin fór hægt af stað Sjálfstæðisflokknum auðnaðist ekki að gripa þann blásandi byr sem hann fékk við stjórnarslitin. Þvi réö fyrst og fremst að forysta flokksins er ekki nógu sterk og samstöðu- leysi helstu áhrifamanna flokksins. flokkurinn fái 7000 atkvæði Al- þýðubandalagiö 10500 atkvæöi og Sjálfstæðisflokkurinn 24500 atkvæði verða þau öll þrjú, Guð- mundur, Ólafur Ragnar og Ragnhildur jöfn meö 3500 at- kvæöi á bak við sig. En liklegt er að Sjálfstæðis- flokkurinn fái talsvert fleiri at- ,kvæði og Framsókn og Alþýöu- bandalag nokkru minna. Ef um 51 þúsund greiða at- kvæði eru likleg kosningaúrslit þannig: Alþýðufl. Framsókn Sjálfst.fl. Alþýðubl. Aðrir Samkvæmt 7905 (15,5%) 6834 (13,4%) 26010 (51,0%) 9945 (19,5%) 306 ( 0,6%) þessu verður Ragnhildur Helgadóttir 12. þingmaður Reykvikinga með 3715 atkvæði á bak við sig. Næst kemur 2. maður Framsóknar- flokksins Guðmundur G. Þórarinsson með 3417 atkvæöi. Ellert B. Schram 8. maður á lista Sjálfstæðisflokksins, Jó- hanna Sigurðardóttir og ólafur Ragnar Grimsson verða eftir þessu að dæma uppbótarþing- menn. —KS Hreyfanleiki kjósenda milli flokka i Reykjavik gerir öllum mjög erfitt fyrir að spá um úr- slitin. Kosningabaráttan hefur alla tiö verið háð með öðrum hætti þar en i öðrum kjördæm- um landsins. Einnig hefur hún færst meira af opinberum vett- vangi yfir á vinnustaði en Al- þýðuflokkurinn ruddi þeirri að- ferð braut fyrir siðustu kosning- ar. En hvað sem allri kosninga- baráttu liöur hefur hin almenna hægri sveifla sem kom við hönnu Siguröardóttur i þriðja sæti meira upp. Samtökin bjóða að þessu sinni ekki fram en þau fengu um 1900 atkvæði i Reykjavik siöast. Lik- legt er að þetta fylgi dreifist á vinstri flokkana þrjá. 7-2-2-1 Ragnhildur Helgadóttir Ólafur Ragnar Grimsson Jóhanna Siguröardóttir Ellert B. Schram Guðmundur G. Þórarinsson Raonhildur örugg

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.