Vísir - 01.12.1979, Blaðsíða 9

Vísir - 01.12.1979, Blaðsíða 9
 VÍSIR Laugardagur 1. desember 1979 Palladómar Steingríms Steinþórsson- ar um sam- tídarmennina Sjálfsævisaga Steingrlms Steinþórssonar fyrrum for- sætisráðherra er nií komin út hjá Bókaútgáfunni Erni og ör- lygi. Steingrfmur skráði ævi- söguna sjálfur, en handritið hefur legið milli hluta I hálfan annan áratug. t bókinni segir Steingrfmur frá lífi sinu og störfum á opin- skáan hátt og samtlmamönnum sinum lýsir hann tæpitungu- laust. Steingrfmur var ættaður úr Mývatnssveit og ólst þar upp á kotbýli. Eftir búnaðarnám á Hvanneyri fór hann á Landbún- aðarháskólann i Kaupmanna- höfn. Siðan gerðisthann kennari á Hvanneyri og siðar bóndi og skólastjóri á Hólum i Hjaltadal, forystumaður i félagsmálum héraðsins, alþingismaður Skag- firðinga i 26 ár, búnaðarmála- stjóri og loks forsætisráöherra og landbúnaðarráðherra. Hann lést 14. nóvember 1966. Steingrfmur hóf ritun sjálfs- ævisögu sinnar á miðjum aldri eftir dagbókum og minni og hélt þvi áfram með hléum fram að sjötugu. Þá haföi hann lokið Steingrfmur Steinþórsson fyrrum forsætisráðherra, rúmlega heimingi sögunnar og drögum að síðari hlutanum, sem enn er óbirtur. Andrés Kristjánsson og örlygur Hálfdánarson bjuggu bókina til prentunar og rita þeir jafnframt formála. t bókinni eru fjölmargar manniýsingar og fer Steingrim- ur oft á kostum I þeim efnum. Hér á eftir fara nokkrar lýs- ingar hans á frægustu sam- feröamönnum hans á Alþingi, en þangað lagði Steingrímur fyrst leið sina árið 1930. —SJ Jónas Jónsson frá Hriflu. ,,Jónas hratt fíestum frá sér*f „Fyrst skal þá frægan telja Jónas Jónsson, sem var óum- deilanlega pólitiskur kennifaöir okkar, hinna yngriflokksmanna flestra. Útlit Jónasar er svo ein- kennilegt, aö engin leiö er aö lýsa þvl. Blandast þar saman margvisleg einkenni, sumt fag- urt, annaö ljótt. Viö kynningu veröur maöurhins sama varum hæfileika Jónasar. Miklar og viötækar gáfur, leiftrandi á margan hátt, ai á hina hliö ó- trúleg heiftrækni og hefndar- þorsti — að ná sér persónulega niöri á andstæðingum sinum. Hinn mikli dugnaöur og ritsnilld Jónasar ruddi honum braut og varðtil þess að efla Framsókn- arflokkinn. En þaö sorglega er, aö við nánarikynni og samstarf hratt Jónas flestum frá sér, sumpart vegna skapofsa og ráö- rikis, en þvi miður einnig af þvi, að flestir fundu margt lágt og litt sæmilegt i skapgerö hans og athöfnum. Þvi miður hefur hið lélegra sótt á og náð meiri tök- um eftir þvi sem á ævi hans leið. Lit ég svo á, að kona hans hafi átt þátt I þeirri þróun. Guðrún, kona hans, er skapsterk að sumu leyti, en afar metnaöar- gjörn og skaphörö....” Asnaspark Jónasar „BenediktSveinsson haföi um langt skeið veriö þingmaöur N.-Þingeyinga og hin siðustu ár- in talist til Framsóknarflokks- ins, þóttekki væri hann strang- lega flokksbundinn. Jónas Jóns- son heimtaði að Benedikt yröi látinn vikja og fékk Björn (Kristjánsson) til þess aö bjóöa sig fram á móti frænda sinum. Benedikt bauð sig þvi einnig fram sem Framsóknarmaður, enféll með tiltölulega litlum at- kvæöamun. Þetta frumhlaup Jónasar varð til þess að spyrna öllu fólki Benedikts frá FVam- sóknarflokknum, en áöur voru synir hans mjög nærri okkar flokki. Ég tel aö Jónas hafi þarna gert eitt sitt mesta asna- spark, þvi að sennilega heföi verið hægt að tryggja þá Bene- diktssyni, ef ekki hefði á þennan hátt verið sparkaö i föður þeirra. Ég tel þvi að hér hafi verið framin stjórnmálaleg af- glöp, þótt það skuli viðurkennt, að Björn Krist jánsson var i alla staði hinn prýðilegasti þing- maður, til sóma fyrir stétt sina og hérað.” Asgeir Asgeirsson, fv, forseti. ,, Vildi helst enga hylli af sér brjóta” „Næst verður mér að hverfa vestur i Vestur-lsafjarðarsýslu og minnast þingmanns þeirra Vestur-lsfirðinga, Asgeirs As- geirssonar. Asgeir var þá (1931) maður á besta aldri — 37 ára. Hafði frami hans innan flokks- ins verið skjótur, enda kvæntur Dóru, systur forsætisráðherr- ans... Asgeir var og er glæsilegur maður að vallarsýn, fremur hár vexti, þrekvaxinn og feitlaginn, ljós yfirlitum og vel farinn i andliti, oft lék tvirætt bros um varir hans og andlitiö allt. As- geir er ágætum gáfum gæddur, hefur og menntun góða. Ræöu- maður góður, talaöi skipulega og rökvist. Röddin er þó fremur veik og ræskir hann sig oft, er hann flytur ræður. Ekki virtist Asgeir eiga mörg brennandi áhugamál, þegar við kynntumst fyrst. Hitt mun nær sanni, að honum þótti notalegt að hreiðra um sig innan Framsóknar- flokksins. Hverjum manni var Asgeir ljúfari i umgengni, hæg- látur i framkomu, en þó glaðvær og hýr. Varð honum þvi gott til vina, jafnt innan flokks sem ut- an. Vildi hann helst enga hylli af sér brjóta. Þótti okkur, sumum flokksmönnum hans, nóg um, hve lipur hann varog nærgætinn við andstæðingana...” ,,Yfirburda gáfur og starfsorka” „Eysteinn er ekki mikill fyrir mann að sjá við fyrstu sýn. 1 minna lagi á vöxt, með stórt höfúð.fremur ófriður, stór, út- standandi eyru, rangeygður og kringluleitur. Svipurinn I senn gáfulegur og góðlegur, svo aö þótt Eysteinn virðist ófriður við fyrstu sýn, þá gleymist það þeg- ar við kynningu vegna yfirburða gáfna og starfsorku. Eysteinn var si'vinnandi þá eins og hann er enn. Éghef aldrei þekkt eins sivakandi starfsmann og Eystein, né heldur eins heiðar- legan I starfi sinu og litið ágeng- an fyrir sjálfan sig.” ,,Hægt ad leika á hann” „Tryggva Þórhallsson, for- sætisráðherra og formann Framsóknarflokksins hafði ég þekkt um langt skeið, eöa allt frá þvi er ég var skólapiltur á Hvanneyri, en hann ungur prestur I Hestþingum i Borgar- firði. Þessi stóri, glæsilegi, yfir- litsbjarti rnaður, með hina frjálslegu, ljúfmannlegu fram- komu, vakti alltaf og alls staðar traust. Tryggvi var og prýðilega máli farinnog hreif áheyrendur meðsér. Tryggvi var hinn besti drengur, sem öllum vildi allt hið besta. Hann var mjög bjartsýnn aö eðlisfari og treysti mönnum vel. Var þvi hægt að leika á hann...” , ,Ahlaupamaöur en íatur meö köflum ” „Hermann (Jónasson) er glæsilegur maður að vallarsýn. Með hærri mönnum á vöxt, þrekinn og mikill um herðar, mikið andlit, ljós yfirlitum. Andlitsfallið ferkantað og allir drættir einkennilega beinir. Allt fas Hermanns lýsti þrótti og sjálf söryggi. Andstæðingar hans hafa löngum viljað telja hann montinn og litið gefinn. Hvort tveggja er öfugmæli. Hitt er rétt, að Hermann fann þá og finnur enn talsvert til sín. Hreyfingar hansog Utlit allt ber þvi vitni... Hermann er miklum hæfileikum gæddur, og það ein- mitt þeim hæfileikum, er að gagni koma. Hann er raunsær og klókur, þrekmaöur mikill, áhlaupamaður við störf, en lat- ur með köflum, sem flokks- formann vantar hann hina sivökulu athygli...” Hcrmann Jónasson, fv. forsæt- isráöherra. Jón Þorláksson Ólafur Thors Héðinn Valdimarsson Andstædingum lyst Steingrimur lýsti þingmönn- um annarra flokka en Fram- sóknarflokksins i styttra máli. Þetta haföi hann, að segja um foringja Sjálfstæöisflokksins: „Formaður Sjálfstæöisflokks- ins var Jón Þorláksson, harö- greindur maöur og mun hafa viljaö reka heiðarlega pólitik á sina visu... Ólafur Thors er einhver sér- kennilegasti stjórnmálamaður, sem upp hefur skotið með þjóö- inni. Hann virðist vera ábyrgðarlaus glanni og hinn mesti gapuxi, en er þó klókur að vissu leyti og hefur sérstakt lag á að umgangast fólk persónu- lega. Þriöji aðalforingi Sjálfstæöis- manna, Magnús Guömundsson, samþingismaður minn, virtist að engu leyti nema meðal- maður, en var i raun starfs- maður mikill, svo að þeir, sem kynntust honum, hlutu að meta það mikils. Magnús var mikill samningamaður og vildi ávallt vera tillögugóöur, en lenti alloft I alls konar makki, sem leiddi hann i hálfgerðar ógöngur.” Og um þingmenn Alþýðuf lokksins: „Jón Baldvinsson var for- maður flokksins. Lágvaxinn, feitur, bliður og brosandi, ’ greindur maður og klókur fyrir sinn flokk, ef um einhverja samninga þurfti að fjalla. Héö- inn Valdimarsson þingmaður Reykvikinga, greindur og menntaður vel, en óþjáll og staurslegur. Taliö var að Héö- mn vildi vikja Jóni Baldvinssyni til hliðar og taka stjórn flokks- ins I sinar hendur. Haraldur Guömundsson, frændi minn, var þá þingmaður Seyðfiröinga. Harögreindur maður og ávallt tillögugóður, en oft meö óþarf- lega miklar vangaveltur. Loks var svo Vilmundur Jónsson, landlæknir, sem þá náði kosn- ingu á Isafirði, greindur maður, en sérvitur um margt.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.