Vísir - 01.12.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 01.12.1979, Blaðsíða 8
vtsm i Laugardagur 1. desember 1979 Utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjári: Davfá Guömundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Hörður Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elías Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Halldór Reynisson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guð- vinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. Slmar 81611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4, simi 86611. .Ritstjórn: Siöumúla 14, slmi 86611 7 linur. Askrift er kr. 4.000 á mánuði innanlands. Verð i lausasölu 200. kr. eintakið. Prentun Blaðaprent hM Gengid til kosninga Það er mikill kvíði í íslensku þjóðinni, þegar hún gengur að kjörborðinu þessu sinni. Þessum kvíða veldur hið alvar- lega ástand í efnahagsmálum okkar. Verðbólgan hefur ætt á- fram. Og allir gera sér Ijóst, að enn eru verulegar verðhækkanir í vændum. Stjórnvöld hafa neitað að horfast í augu við raunveru- leikann með því að skjóta hluta af verðbólgunni i felur fram yf ir kosningar. Jafnvel þótt launþegasamtök búi sig nú undir að setja fram kauphækkunarkröf ur til að rétta sinn hlut í þessu verðbólguá- standi, gera f lestir launþegar sér sjálfsagt Ijóst, að það er ekki hægt að verða við þeim, nema til enn meiri vandræða verði stofn- að í þjóðfélaginu. Atvinnufyrir- tækin eru mörg að niðurlotum komin, og á það jafnt við um opinber fyrirtæki sem einka- fyrirtæki. AAunurinn er þó sá, að t.d. ríkisfyrirtækin hafa ríkissjóð og skattlagningarvaldið á bak við sig, en það hafa einkafyrirtækin ekki. Greiðsluerfiðleikarnir nú eru víðast hvar þeir sömu. Opinberu fyrirtækin standa ekki í skilum við einkafyrirtækin og þetta er Þaö er mikill kviöi i Islensku þjóöinni, er hiin gengur nú aö kjörboröinu. Vonandi tekst eftir kosningarnar aö koma á ábyrgri stjórn I landinu, sem getur bægt á brott kviöanum fyrir framtlöinni meö þvi aö vinna bug á veröbólgunni og skapa grundvöll aö nýjum at- vinnutækifærum I landinu. ein ástæða þess, að einkafyrir- tækin geta ekki staðið í skilum hvert við annað, svo að nú eru vanskil i þjóðfélaginu meiri en oftast áður. Vegna þeirrar óreiðu, sem hér hefur ríkt í efnahagsmálum á þessum áratug hefur íslenska þjóðin dregist aftur úr nágranna- þjóðunum í almennum lífskjör- um. Til þess að hafin verði ný sókn fyrir bættum lífskjörum þarf fyrst og fremst tvennt til að koma. í fyrsta lagi verður að ná verð- bólgunni niður. Og í öðru lagi verður að koma hér upp nýjum stóriðjufyrirtækj- um, sem byggjast á virkjun inn- lendra orkulinda. í þvi efni er það ekkert áhorf smál, að við eig- um að hagnýta okkur erlent f jár- magn. Sjálfir ráðum við yfir mjög takmörkuðu f jármagni, og því eigum við ekki að hika við að láta fjármuni útlendinga vinna fyrir okkur, ef þess er kostur. Takist þetta hvort tveggja, geta fslendingar litið björtum augum á framtíðina. Og þetta getur tekist, ef stjórnendur landsmála vinna af einbeitni og festu að þessum stefnumiðum. Um al Isherjarsamkomulag þýðir ekki að tala. En takist svo gæfulega til eftir kosningarnar nú, að við fáum ríkisstjórn og þingmeirihluta, sem af fullri al- vöru vilja takast á við viðfangs- efnin, er við blasa, verður þjóðin að sýna þessum aðilum hollustu og stuðning. í raun og veru þurfa stjórnmálamenn, sem vilja taka til hendi, traustari stuðning eftir kosningar en fyrir þær. I skiptum stjórnenda og kjós- enda þarf að ríkja gagnkvæmt traust. Kjósendur verða að geta treyst því, að stjórnendur vinni eftir kosningar að framkvæmd þeirrar stefnu, sem þeir boða fyrir kosningar. Og stjórnendur verða að geta treyst á stuðning kjósenda sinna eftir kosningar og eiga jafnframt kröfu til þess, að þeir, sem aðra kusu, virði lýð- ræðisreglur og standi ekki í vegi fyrir því, að meirihlutavilji nái fram að ganga. Stuttri og harðri kosningabar- áttu er að Ijúka. Á morgun og mánudag lætur þjóðin uppi vilja sinn. Þegar hann liggur fyrir, verður vonandi unnt að koma á laggirnar ábyrgri stjórn, sem létt geti af þjóðinni kvíðanum fyrir f ramtíðinni. VIÐ STYÐJUM FATLAÐA helgarpistill Fatlaöir hafa látiö meira I sér heyraaöundanförnu en áður, og er þaö vel. Magnús Kjartans- son, sá ágæti baráttumaður, hefur gengiö þar fram fyrir skjöldu og sagt svo margt af viti og þekkingu, aö menn veröa aö hlusta. Stjórnmálamenn hafa ekki viö að lýsa yfir stuöningi viö málefni þeirra, og vonandi meina þeir meira meö því en mörgu ööru. En I alvöru talaö: Getum viö lengur sýnt mál- efnum fatlaöra sama tómlæti og hingaö til? Mörgum finnst of- mælt að tala um tómlæti, þvi aö margt hafi nú verið gert. Kann aö vera rétt, enda allt ógert til skamms tima. Ég ætla aö sleppa þvi aö tala um háu tröpp- urnar, þröngu dyrnar, vondu göturnar og allt þetta, sem sjá- andi maöur sér á hverjum degi. Ég ætla aö tala um eitthvaö af hinu. Hvaö t.d. um sundlaugarnar? Af hver ju er ekki Grensáslaugin komin fyrir löngu? Þaö er þó lönguvitaö, aö sund erein bezta endurhæfing, sem völ er á. Eöa þá Sjálfsbjargarlaugin. Aö viö skulum ekki vera búin aö byggja hana fyrir mörgum árum. Ég segi viö, vegna þess aö þaö ættu aö vera þakkir okkar, sem höfum sæmilega heilsu, fyrir aö geta hreyft okkur og komizt leiöar okkar hjálparlaust. Vantar ekki aðeins herzlu- muninn til aö sundlaug sé komiö upp viö Kópavogshæli? — Okkur vantar fé, segja ein- hverjir. Höfum viö ekki 150-300 millj. til aö kasta i snjómokstur, svo aö strákar i stjórnmálaleik geti látiö kjósa? Mér finnst, og þá má hver sem vill kalla þaö ihaldssemi, aö viö I þessu litla þjóöfélagi veröum aö setja þaö á oddinn, sem veröur aö gerazt, ef viö eigum að heita menningarþjóö. Ef við fáumst ekki til aö lita á þaö sem sjálfsagöan hlut að styöja s júka til sjálfsbjargar, og sjá sómasamlega um aldraöa og vanheila. Er menning okkar fölsk, hve mikiö sem viö útskrifum af stúdentum og ööru mennta- fólki? Unga menntafólkið þarf að taka þessi mál upp á sina arma og berjast fyrir þeim af sömu atorkunni og t.d. Torf- unni. Ég vona aö margir hafi lesiö grein Guömundar Magnússonar leikara um vandamál fatlaöra. Hvertorð sem hann segir þar er athygli vert. En hvernig fer þetta fólk aö láta sér nægja aurana, sem við skömmtum þeim? Þaö er eins og viögetum aldrei vaxiö upp Ur smásálarskapnum þegar þaö á I hlut. Og ef þeir, sem ráö lýö- veldinu skyldu nú huga betur aö þeirra málum en fyrirrennara þeirra, þá I öllum bænum, miöiö þiö ekki laun þeirra viö þaö, sem lakast þekkist á vinnu- markaönum. Sá, sem ekki kemst leiöar sinnar hjálparlaust og í bifreiö, þarf meira en ekki minna til Aöalheiöur Bjarnfreös- dóttir skrifar lifsviðurværis en hinn. Þaö er augljóst mál. Það gleður mig sannarlega, aö fatlaöir eru orönir skeleggari i sinni stéttarbaráttu en áöur. Ég lit ekki á þá sem þrýstihóp, heldur vanræktan minnihluta, sem hefur sýnt mikinn dugnaö viö aö bjarga sér viö alltaf litinn skilning þeirra, sem heilir eri heilsu. Aöur en ég lýk þessum pistii langar mig aö segja: Afarfinnst mér gaman, hvaö margir láta ljós sitt sklna i sambandi viö sjúkrahúsmál. Ég vona, að sú umræöa haldi áfram. Aö áfram veröi minnst á hvaö mörg rúmliggjandi gamal menni vantar sjúkrahús pláss. Aö oftar veröi talaö um þá, sem liö? og biöa eftir hjálp bækl unarlæknis. Ekki getur þaö sparnaöuraö halda fólki verklausu og þjáöu svo hundruöum skipti. Hættum slikum sparnaöi og förum aö vinna af viti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.