Vísir - 01.12.1979, Blaðsíða 20

Vísir - 01.12.1979, Blaðsíða 20
Jónas Haralz ásamt eiginkonu sinni Guöriinu Þorgeirsdóttur fyrir utan heimili þeirra i Kópavoginum. 20 Vl&lM Laugardagur 1. desember 1979 21 Hann er hár# grannur og dökkur yfirlitum. Augun eru lifandi og athugul en laus viö forvitni eða hnýsni. Yfir honum er hversdagsleg reisn — hann hreykir sér ekki. Hann svarar hiklaust og án yfirlætist. Þegar aðrir tala, hlustar hann af athygli og kurteisi fremur en áhuga og er bersýnilega vanari því að hlustað sé á hann. Það örlar þó ekki á sjálfbirgingshætti í fari hans/ heldur er þetta óvenjulegt og að því er virðist óbilandi traustá eigin dómgreind. Það er kannski ekki að ófyrirsynju. Foreldrar hans voru landsþekkt, hvort á sfnu sviði. Faðir hans á andlega sviðinu en móðir hans hinu veraldlega jafnt sem þvi andlega. Sjálfur hefur hann verið ráðgjafi margra ríkisstjórna hérlendis og erlendis og nafn hans tengist fyrst og fremst efna- hagsmálum. Þetta er Jónas Haralz. Þó hann hafi aldrei setið á þingi hefur hann haft veruleg áhrif á landsmál hérlendis um árabil. Hann er ekki maður hlutleysisins. Hann tekur afdráttarlausa afstöðu til mála, en er óhræddur við að breyta þeirri afstöðu ef reynslan sannar ekki ágæti hennar. Jónas var róttækur og virkur kommónisti á yngri árum en er nú einn af stefnusmiðum Sjálfstæðisflokksins. Helgarblaðið ræddi við hann um leiðina frá vinstri til hægri, viðhorf til andlegra og veraldlegra verð- mæta, líf hans og störf. Eilíftlíf íþessu lífi — Ert þú ma&ur andans eöa efnishyggjunnar? ” „Þaö fer eftir hvernig þú skilgreinir efnishyggju” segir hann. „Faöir minn vorkenndi þeim sem voru efnishyggjumenn á sama hátt og músikalskur maöur vorkennir þeim sem hafa ekki tóneyra og vita ekki hvers þeir fara á mis. Ég var mikill efnishyggju- maöur en hef smám saman veriö að komast á þá skoöun fööur mins, aö þeir sem ekki hafa skiln- ing trúarreynslunnar á stööu mannsins, fari mikils á mis og komist i raun skammt þvi skiln- ingur þeirra er ófullkominn — svo ekki sé meira sagt. Um líf eftir dauöann geta menn svo haft mismunandi skoöanir. Mér hefur alltaf siöan ég fór aö hugsa um þessi mál fundist aö eilifa lifiö sé i þessu lifi. Mér er ekki unnt aö skilja þaö ööru visi. — Hvað er eillft llf? Hann veltir vöngum skamma stund. „Þaö hefur reynst erfitt aö skilgreina þaö, eins trúarlega reynslu yfirleitt, en segja mætti aö þaö væri sérstak „kvalitet” eða gæöi llfs. Þetta er öllum trúarbrögöúm sameiginlegt en þau túlka þaö meö mismunandi hætti. Fyrir kristna menn er það lif I Jesú Kristi. Þau augnablik koma I llfi manna, aö þeir fá sterka tilfinn- ingu fyrir þvi aö þeir hafi ekki trú, en hafi þörf yfir hana. Þetta er upphaf sannfæringar um aö þeir séu liöu i æöra samhengi. Ég haföi ekki þessa tilfinningu né sannfæringu þegar ég var ungur en hún kom smátt og smátt seinna á ævinni. Ég held aö þaö sé misskilningur að þröngva trúarlegum skilningi upp á ungt fólk og finnst fermingaraldurinn til dæmis óheppilegur. Fólk er ekki sérlega móttækilegt fyrir slikt á þeim aldri, — þaö vekur jafnvel and- stööu. Ég held aö fólk taki yfir- leitt seint út trúarlegan þroska, þó þaö sé auövitaö einstaklings- bundiö”. Hef ekki komist upp á lag með að fara með bænir — Hefuröru oröið fyrir trúar- legri reynslu sjálfur? „Nei, ekki beinllnis, en mig dreymir oft furðulega drauma eins og móöur mlna gerði. Hún fór I geimferöir I draumi og taldi aö þaö væri eitt þaö merkilegasta sem hún hefði lifaö. Þegar banda rlskur geimfari kom hingaö fór ég með hana á fyrirlestur þar sem sýndar voru myndir úr geimferðinni. Þá sagöi hún . „Ég hef séð þetta allt saman áöur”. Ég hef hinsvegar sjaldnast veriö I vandræöum meö aö finna eölilega skýringu á mlnum draumum I tengslum við eitthvaö sem ég hef verið aö hugsa eöa gera. Þaö skemmtilega viö drauma er, aö þeir segja manni margt um sjálfan mann og maöur gerir oftupp viö sigldraumi ýmis vandamál, bæöi sálræn og vitræn. — Feröu með bænir? „Nei, ég hef aldrei komist upp á lag meö aö fara meö bænir. Ég held þó aö þaö geti veriö gott. Þaö er hollt, ekki sist á timum eins og núna þegar hraöi og spenna eru ráöandi, að menn taki sér tima til aö vera meö guði slnum. Siöir gyöinga eru ekki út I bláinn. Bak viö þaö sem manni kann aö finnast bábiljur I siðum þeirra, eins, og ströngum reglum um livildardaginn, býr andleg nauösyn til aö lifa fyllra og betra lífi.” — Hvaö er þaö sem sonur Haraldar Nielssonar og Aðal- bjargar Siguröardóttur hefur ööru fremur fengiö I veganesti úr foreldrahúsum? „Lifandi áhuga á þvi sem er aö gerast hverju sinni. Einnig var faðir minn mikill náttúruunnandi og opnaöi augu mln fyrir undrum náttúrunnar og fegurö umhverfisins. Siöast en ekki slst rótgróna kristna lifsskoöun, en þaö geröi ég mér ekki ljóst fyrr en löngu siöar”. Eftirminnilegir kennarar — Hvaö meturöu mest i fari manna? „Aö hægt sé aö treysta þeim. Maöur lærir þaö i bankastarfsemi hversu ómetanlegt gagnkvæmt traust er. Ég met lika mikils hreinskilni, samningsvilja og fólk sem er lifandi, vel lesiö og fylgist meö þvl sem er aö gerast. Ég held aö iþað sé ekki gaman aö umgangast fólk sem er mjög framarlega á einhverju sviöi, þvi þaö er oftast svo upptekiö af sjálfu sér. Þeir sem hafa náð mjög langt á afmörkuðu sviöi, hafa oft ekkert frekar aflögu. Skemmtilegastir eru þeir sem eru fordómalausir, viösýnir og láta sér ekkert mannlegt óviökomandi. — Einhver sem hefur haft áhrif á þig til mótunar aörir en foreldr- ar þlnir?” „Já, fjöldi mánna. Einkum kennarar minir og samstarfs- menn. Fyrst er aö nefna Eirik Magnússon, sem var kennari minn meöan ég var unglingur og bjó um tlma heima hjá okkur. Hann var guðfræðinemi og kenndi mér og fleiri unglingum undir menntaskóla, einlægur, kærleiks- rikur og alvörugefinn maöur. I rauninni mjög trúhneigöur, en gekk kommúnismanum I hönd eins og margir geröu á kreppuár- unum. Tveir kennarar minir I mennta- skóla, þeir ólafur Daníelsson og Pálmi Hannesson, höfðu líka mikil áhrif á mig. Þetta voru dá- samlegir kennarar, lifandi áhugasamir og skemmtilegir, — Geröu alla hluti nýja. Ólafur gat fariö gegnum dæmi úr sinni eigin kennslubók, sem hann var búinn aö kenna i áratugi, á þann hátt aö þaö var eins og hann hefði aldrei reiknaö dæmiö áöur og uppgötvað I fyrsta sinn hvernig það væri. Pálmi var hinsvegar heimspek- ingur, ef heimspeki er skilgreind á þann hátt aö hún sé öguö umræöa um mikilvæg og vanda- söm mál. Pálmi ræddi viö nemendur sina um mikilvæg og vandasöm mál og geröi þaö þann-. ig aö maöur gleymir þvi ekki. Hann kenndi okkur tvo tima i viku i fimmta og sjötta bekk. Ég held aö fyrir utan timana hjá Óla Dan, séu þessir tveir timar þaö sem mér er minnisstæöast úr skólan- um. Síöar höföu kennarar minir viö háskólann i Stokkhólmi mikil áhrif á mig, sérstaklega einn þeirra, Herbert Tingsten. Tók virkan þátt ístarfi kommúnista Jónas Haralz á sæti i miðstjórn Sjálfstæöisflokksins og er einn af höfundum hinnar nýju efnahags- stefnu hans. A yngri árum var hann hinsvegar róttækur vinstri maður og ég spyr, hvaö eöa hver, hafi mótaö stjórnmálaskoöanir hans á þim árum og hvaö hafi oröið til aö breyta þeim,- „Þærmótuöustheld ég, mest af þeim viöhorfum sem voru rikjandiá kreppuárunum. Einnig af áhrifum frá sumum kennara minna sem voru róttækir eins og flestir menntamenn á þeim tima. Þaö riktu svipuð viöhorf hér þá eins og 1968. Þetta eru róttækni- bylgjur sem ganga yrir heila kyn- slóð og eru mótaöar af þeim ytri aöstæðum sem rikja hverju sinni. Sú fyrri af kreppunni en hin siðari af Vietnam-striöinu og vonbrigöum velferöarþjóöfélags- ins. Ég var áhugasamur I pólitik og tók virkan þátt I starfi kommúnista. Þegar ég i háskóla fór svo aö leggja stund á þjóöfélagsfræði, neyddist ég til aö hugsa málin til botns á þann hátt sem margir jafnaldrar minir hafa aldrei þurft aö gera. Þar meö gekk ég til uppgjörs viö marxismann. Þaö var ekki auðvelt mál að gera upp viö sig aö þaö sem maöur haföi veriö sann- færöur um og trúaö á„væri mis- skilningur. A þessum árum starfaöi ég mikiö I félagi róttækra stúdenta i Stokkhólmi sem heitir „Clarté”. Þar lenti ég smátt og smátt i and- stööu viö orþódoksa kommúnista. Ég komst aö þeirri niöurstööu aö hugmyndafræðin stæöist ekki þótt ég enn um alllangt skeið aöhyllt- ist sósialistisk viöhorf. Agi i hugsun um stjórnmál Kennarinn minn, Herbert Tingsten, hafði mikil áhrif á þetta uppgjör. Hann var prófess- or i stjórnmálafræöi og framúr- skarandi mælskumaður og rithöf- undur. Hann várö siöar aöalrit- stjóri Dagens Nyheter i Stokk- hólmi. Tingsten geröi mjög strangar kröfui; um miskunnarlausan heiöarleika. Aö menn áttuöu sig á hvaö væru þeirra eigin fordómar og tilfinningar og létu þaö ekki hafa áhrif á röksemdir slnar og niðurstööur. Hann geröi skil- yröirlausa kröfu um aö nemendur hans hugsuöu „objektivt” um stjórnmál og stjórnmálakenn- ingar. Ég held aö þessi agi I hugsun um stjórmál hafi mótaö alla hans nemendur. Sjálfur skipti Tingsten um skoöun I stjórnmálum oftar en einu sinni. Fyrst var hann hægri maður, þá sósialdemókrati og loks mikill frjálshyggjumaöur. Hann segir einhvers staöar, aö þeir sem skipti um skoöun séu salt jaröar, þvl þaö séu þeir sem hafi hugsaö málin til hlltar.” Aldrei sett markið mjög hátt — Manni finnst eins og bæði þér sjálfum.og öörum þyki velgengni og áhrif sjálfsögö þegar þú ert annars vegar. Sækja aldrei aö þér efasemdir um aö þetta sé veröskuldaö? „Mér finnst sjálfum flest sem ég hafi tekiö mér fyrir hendur, hafi heppnast, en ef til vill er þaö vegna þess aö ég hafi aldrei sett markiö mjög hátt. Ég byrjaöi þó á háskólanámi sem ég fann að átti ekki viö mig og hætti eftir tvö ár og fór I annaö. Þaö var erfiö ákvöröun en ég held hún hafi verið rétt. Annars snúast málin oft undar- lega. Ég hætti námi i efnaverk- fræöi og fór i hagfræöi, en nú er bekkjarbróöir minn sem lauk námi I efnaverkfræöi, starfs- bróöir minn og félagi I skrif- stofunni viö hliöina á mér. Þetta er Helgi Bergs. Ég lit á háskólamenntun sem almenna menntun og það er skrýtiö, ef þeir merin sem læra eitthvaö mjög sérhæft veröa ekki átvinnulausir áöur en lýkur. Ég held aö þaö sé dálitiö sérstakt meö hagfræöinga aö þeir vinna vel saman. Meöal sumra annarra stétta, svo sem lækna, visinda- manna eöa listamanna er oft mikiö um árekstra og afbrýöi- semi. Ég hef aldrei oröiö var viö neitt af þessu tagi meöal hag- fræðinga og reyndar ekki heldur hjá bankamönnum, verkfræöing- um eöa lögfræöingum. Þessir menn eru praktiskir, vita hvernig heimurinn er. og þeim er fyrir öllu aö hlutirnir gangi. Þeir vita að þaö er aldrei hægt aö höndla hugsjónina, menn veröa aö sætta sig viö eitthvaö minna, viöur- kenna þetta og vinna i þeim anda. Menn sem einblina á hugsjónina eru aðdáunarveröir og viö gætum ekki án þeirra veriö en þeir eru oft og tiöum ósköp þreytandi og fá litlu framgengt. Og þegar þeir fá einhverju framgengt er eins vist aö þaö sé til ills eins og góös.” Það er ekkert dauðara en sósíalismi — Þú segir i viötali fyrir nokkr- um árum, aö velferöarrlkiö sé á leiö til þeirra stjórnarhátta sem eru viö lýöi fyrir austan tjald. Ertu enn á þeirri skoöun aö viö færumst i átt til Austur-Evrópu? „Já, eindregiö. Þaö er til merkileg bók um lýðræöiö i Bandarikjunum. Hún er eftir Frakka aö nafni Alexis De Tocqeville og var gefin út áriö 1835. Höfundurinn, þá ungur maöur, dvaldi i Bandarlkjunum i tvö ár og kynnti sér þjóölifshætti þar. Þetta er klassisk bók. — Gæti veriö skrifuö i dag. Rauöi þráöur þessarar bókar er hversu illa frelsi og jafnrétti fara saman, þegar til lengdar lætur. Lýöræöiö leiöir til vaxandi jafn- réttis. En eftir þvi sem menn gera meiri kröfur til jafnréttis, láta þeir sér ekki lengur lynda aö allir hafi sömu tækifæri, heldur heimta, aö menn séu geröir jafn- ir. — Þá fer frelsiö fljótlega veg allrar veraldar. Þaö er mikilvægast aö halda réttu jafnvægi. Jafnrétti gengur nú út I öfgar I velferöarrikjunum. I Sviþjóö mega menn ekki lengur skara framúr I skólum og hér á landi stefnir I sömu átt. 1 helgarviðtalið Þeir sem skipta um skoðun eru salt jaröar, þvl þaö eru þeir sem hafa hugsaö málin til hlitar. 9,Pad er ekkert tií dauöara en sósíalismi” — segir Jónas Haraíz bankastjóri í heígarvidtaíi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.