Vísir - 31.03.1980, Síða 9

Vísir - 31.03.1980, Síða 9
VISIR Mánudagur 31. mars 1980 1 I I I Þessi mál verða með einum eða öðrum hættinum stöðugt oftar I sviðsljósinu, beint eða óbeint. Stundum er rætt eða rif- izt um sllk málefni út frá alls konar sjónarmiðum, en kjarni málsins skin ekki i gegn. Það er jafnvel reynt að forðast hann, og menn bregða fyrir sig hug- tökum eins og réttlæti, jafnrétti, byggðastefnu (óskilgreindri) o.fl. Þessi mál birtast í kröfum um verðjöfnun af hvers kyns tagi, niðurfellingu söluskatts af flutningsfjöldum, kröfum um vaxandi þjónustu i dreifbýli, húshitunarstyrk, kröfum á hendur rikinu um hafnarmann- virki og nú siðast i fregnum af orkuskatti, sem stjórnvöld munu vera að undirbúa. Margt fleira má nefna. Nánastallri umræðu um þessi mál er eitt sameiginlegt, hvort heldur hún er i formi reiði- lesturs einhvers Rangæings um raforkuverð i dagblöðunum eða frumvarpa á Alþingi ásamt greinargerðum. Gengið er út frá búsetu fólks og atvinnu sem óbreytanlegri staðreynd og sú hlið málanna ekki einu sinni rædd. Siðan er talað um réttlæti og jafnrétti varðandi alla skapaða hluti og hið opinbera á aðbjarga öllu. Greiða skal niður rafmagnsverð, oliu, flutnings- kostnað, jafna simakostnað og skilyrði til sjónvarpsmóttöku, og hver veit hvað. Mörg af þess- um málum geta verið góð að sjálfsögðu, en það alvarlegasta við allt saman er, að það vantar umræðu um sjálfa undirstöð- una, atvinnuna og hvernig henni verður bezt fyrir komið. At- vinnumálineru bara, þvi miöur, að verða að stórkostlega alvar- legu vandamáli. Heilbrigð byggðastefna. hvað er bað? ® Sú byggðastefna, sem rekin Ihefur veriðhérlendis frá og með vinstristjórn nr. 2 (1971) er ljót- §1 ur blettur. Yfirlýst markmið 1 með stefnunni hefur verið að H stuðla gegn fólksflutningum ut- ® an úr landsbyggðinni til höfuð- | borgarsvæðisins og i reynd til _ Reykjaneskjördæmis alls g einnig. Settur hefur verið á Blaggirnar sjóður (Byggða- sjóður), sem fjármagnað hefur Imargvislegar fjárfestingar og atvinnutæki á öllum öðrum Istöðum en þeim áðurnefndu. Að sjálfsögðu rennur fjármagn til sjóðsins úr vasa alls almenn- Iings. Kommissarar ráðstafa siðan fjármagninu i samræmi ■ við atkvæðalikur og atkvæða- * þunga. — Fjármögnun fiski- I skipa hefur einnig farið að ■ mestu i gegn um hálfpólitiska | nefnd. — Stjórnmálamenn hafa 8 alls staðar verið með puttana i j spilinu og ráðstafað fjármagni skv. einhvers konar „kúadellu- | pólitik” og að töluverðu leyti i _ andstöðu viö rikjandi tilhneig- j ingar, þ.e. samsöfnun fólks á _ vissa staði og þ.á m. höfuð- j borgarsvæðið. Þessi leið, sem Ifarin hefur verið, er mun verri entvær öfgaleiðir, sem lýsa má Iannars vegar sem hreinni „markaðsleið” og hins vegar Isem visindalegri „stjórnunar- leið”. Markaðsleiðin hefði leitt Itil þess, að si^nun fólks á höfuð- borgarsvæðið hefði orðið meiri Iá siðasta áratug en raunin varð, enda hefði það ekkert gert til. IStærri og hagkvæmari út- gerðarstaðir úti á landi heföu B stækkaö á kostnaö hinna minni. Atvinnulifið hefði lagazt að staöháttum og vissir kjarnar sýndu nú mun meiri reisn er nú Ier og gætu boðið upp á margvis- lega þjónustu, sem skapaði Imótvægi við áframhaldandi fólksflutninga til höfuðborgar- j svæðis. Margir minni staöir * væru minni en nú er og geröu að j sjálfsögðu ekki út togara og I® hefðu ekki bryggjur fyrir haf- skip, en þeir stunduöu smábáta- útgerö og nytu þess aö hafa | sterkari þjónustumiðstöö ekki _ langt undan, sem gæti e.t.v. | boðið upp á þjónustu, sem nú Ifæst aðeins i Reykjavik og á Akureyri. Auk þess nytu þessir Istaðir almennt betra efnahags- lifs i landinu. Með þvi, að menn Ivelji sér sjálfir búsetu með hlið- sjón af staðarkostum, liggur lika ljóst fyrir, aö það er ekki S «-■ „Sköttun á þessa auölind ieiöir til minni vatnsnotkunar, meiri einangrunar, minni hitunar húsa, en allt þetta er aukiö óhagræöi og þýöir meiri kostnaö.” rikisvaldið, sem ber ábyrgö á öllum sköpuðum hlutum. Hvaða vit er i öllum þessum „mjálm- leiðöngrum” sendinefnda til Reykjavikur? Litil eru geð guma orðin með þessari brjál- uðu rikisforsjárstefnu, sem ger- ir fólk að ósjálfstæðum kröfu- lýð. Visindaleg stjórnun i smá- atriðum hefði komizt að svipaðri niðurstöðu. Fljótt hefði komið I ljós, að unnt væri að veiða leyfilegan „jafnstööu- afla” með minni skipakosti en nú er rekinn. Einnig hefði komið i ljós, að ekki er grund- völlur til að reka nokkra tugi skuttogara út frá mörgum tug- um hafna og frá smástöðum, sem vart geta tekið á móti full- fermi eða veitt umtalsverða þjónustu i landi. Þvi hefðu skut- togararnir safnast saman á tii- tölulega fáa staði. Þar væri sið- an unnt að reka stór og fullkom- in frystihús með öllum þægind- um fyrir starfsfólk og forsend- um fyrir betri nýtingu afla og vöruþróun. — Hvað þá með alla litlu staðina, sem ekki fengu skuttogara eða hafnarkant með aðdýpi? Þeir væru að sjálfsögðu minni en nú og öðruvísi, en eins og áður var getið, fengju þeir margt i staðinn. Munurinn á þessum tveimur leiðum og „kúadelluleiðinni” er sennilega ómetanlegur. Viss þéttbýlis- myndun er forsenda fyrir iðn- þróun, hvort sem mönnum likar betur eða verr! Sú stefna, sem miðar að þvi að skeröa mögu- leika höfuðborgarsvæðisins til að nýta sina kosti, gengur ekki aðeins á kostnað þess svæðis heldur alls landsins einnig og er landflóttastefna. Eina heil- brigða byggðastefnan byggist þvi á þvi að stuðla að myndun stærri þéttbýliskjarna utan Reykjavikur, sem geta veitt höfuðborgarsvæðinu samkeppni en ekki á þvi að drita niður kúa- dellum hingað og þangað. En það þarf pólitiskt hugrekki til. Heilbrigð byggðastefna er þvf þéttbýlisstefna en ekki öfguð dreifbýlisstefna. Það eina markverða, sem ritað hefur verið um þessi mál og undir- rituðum er kunnugt um, var gert af Valdimar Kristinssyni, sérfræðingi hjá Seðlabanka Is- lands. Má I þvi sambandi benda á „Borgir og byggðajafnvægi”, sem birtist i Fjármálatiðindum 2. tbl. 1973. Annars er full ástæða til að rýna nokkuð I allar þessar „simaskrár”, sem Fram- kvæmdastofnun gefur út sem landshlutaáætlanir o.fl. Þar vinna sérfræðingar undir póli- tiskri stjórn og raða saman töl- um af kappi og gefa sfðan út skýrslur, sem byggðar eru að neöanmáls Dr. Jónas Bjarnason efnaverkfræöingur skrif- ar í dag mjög athyglis- veröa grein um nýtingu staðarkosta og byggða- stefnu út frá nýjum sjónarhóli/ en þessi mál eru og munu verða ofar- lega á baugi# ekki síst vegna fyrirætlana um nýjan orkuskatt. töluverðu leyti á óskhyggju heimamanna um fjölgun skipa, stækkun frystihúss, endurnýjun viðlegukants o.m.fl. Þetta er gjarnan byggt á hugmyndum heimamanna um fólksfjölgun á staðnum og að þeirra mati æski- legri stækkun staðarins. Það er engin vissa fyrir þvi, að þörf sé fyrir öll þessi óskafiskvinnslu- hús, en af þvi aö það eru sér- fræðingar við Rauðarárstig sem hafa komið við sögu, eru tölum- ar búnar að fá opinbera stað- festingu. Svo koma Rafmagns- veitur rikisins og Orkuspár- nefnd, sem að sjálfsögðu veröa að byggja á tölum snillinganna. Hringekjan er farin af staö, og afl hennar er óskhyggja. Orkan verður stöðugt mikilvægari „Jöfnun húshitunarkostnaðar — eða búseturöskun”: heyrir landslýöur I hálfgerðum hótunar stil. Vitanlega veldur oliuverðs- hækkun miklum búsifjum, en það er óréttmætt að skamma ibúa höfuðborgarsvæðisins fyrir þetta. Svona tilkynningar á að birta á arabisku i einhverjum ritum i austurlöndum nær. — Vissulega á bað að vera alvar- legt Ihugunarefni, með hvaöa hætti unnt er að aðstoða fólk, sem verður illilega fyrir barð- inu á oliufurstunum. En að greiða niður oli'u, það er fráleitt. Þetta hefurBergsteinn Gizurar- son (o.fl. reyndar) haldið fram i góðum kjallaragreinum i Dag- blaöinu. Menn verða bara að gjöra svo vel að horfast i augu við staðreyndir. Menn eiga að greiða kostnaðarverð a.m.k. fyrir oliuna. Nú eru heilu þjóðirnar (t.d. Vestur-Þjóðverj- ar) búnir að banna allar niður- greiðslur á oliu og oliuvörum. Carter forseti er nú mjög gagn- rýndur fyrir að halda uppi niðurgreiðslum á innfluttri oliu og benzini. Flestallir vita, að niöurgreiðslur á þessum vörum er tilræði við heilbrigða skyn- semi og er pólitiskt alrangt. Oli'uverð á lika eftir að hækka áfram. Menn samþykkja ekki lög á Alþingi um breytingu á náttúrulögmálum. Kostir þess að búa við jarðhita eru þegar al- mennt orðnir mjög miklir og eiga eftir að fara vaxandi. Þvi ber að leggja alla áherzlu á öfl- un jarðvarma þá þegar. Sú at- vinnustarfsemi, sem ekki getur borgað nauðsynlegan oliureikn- ing eða rafmagnsreikning og er vonlaus meö jarðvarma, verður bara að hætta eða færa sig um set. Ef skattborgarinn á að greiða hallareksturinn, er lág- mark að hann fái að taka af- stöðu til þeirrar atvinnustarf- semi, sem til umræðu er. Ef þaö er offramleiðsla dilkakjöts, þarf ekki greindan mann til að sjá, hversu vitleysan er mikil. Það verður, þvi miður, stöðugt nauðsynlegra, að allur atvinnurekstur aðlagi sig hag- stæðustu aðstæðum og reyni ekki að stinga hausnum f sand- inn undir yfirskyni jafnréttis. Landið er bara að fara á haus- inn vegna svona vitleysu og ’ r ' 1 *, v* * * ■ Vl * 1 i » . ■ - I ‘1. i I ö ** % f VA « V» ♦ | 9 næsta meginháttar vandamál veröur að hindra landflótta i stórum stil. Tilfinningasemi og skammsýni gagnvart einstök- um liðendum, sem fela i sér harðneskju gagnvart fjöldan- um, lýsa engum eðlum hvötum né vizku. Hins vegar er sanngjarnt, að þjóðfélagiö (skattborgarinn) styðji við bakið á þeim, sem stunda lifvænlega atvinnustarf- semi með ýmsum öörum að- gerðum. T.d. með stuðningi við jarðboranir, lánveitingar vegna einangrunar, styrkir til að reisa móhitaðar fjarvarmaveituro.fi. 1 ..Skattlieimtumeistari - puttana at Hitaveitu Reykjavíkur”! Boðaður hefur verið orku- skattur. Það þarf ekki greindan mann tilað sjá, að það, sem nú- verandi stjórnarherrar hafa i huga, er: „Hvað haldið þið”? Jú, vitanlega Hitaveita Reykja- vikur! Ekki nóg með það. Þeir munu sennilega miða orku- skattinn við varmamagn en ekki söluverð orku, þvi að Hita- veita Reykjavikur selur gifur- lega orku en á lágu verði. Orku- magn Hitaveitunnar er sam- bærilegt við allt Lands- virkjunarsvæðið. — Ef þessar hugmyndir reynast réttar, eru þær mjög óskynsamlegar, óréttlátar og þjóðfélagslega óhagkvæmar. — Þær eru þjóð- félagslega óhagkvæmar vegna þess, aö vatnið er óþrjótanleg auðlind til hagsbóta fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Vatnið á þvi að greiða á verði, sem sam- svarar nákvæmlega öflunar- kostnaöi, hvorki meira né minna. Ibúarnir eiga að haga einangrun, húsastærð og vatns- notkun almennt með hliðsjón af þvi. Sköttun á þessari auölind leiðir til minni vatnsnotkunar, meiri einangrunar, minni hitun- ar húsa, en allt þetta er aukið óhagræði og þýöir meiri kostn- aö. Hitaveituskattur er auk þess óskynsamlegur. Hann krefst eins rikisapparatsins enn. Sum- ar hitaveitur eru nýjar og selja vatnsittá mjög háu veröi. Hvað með þær? Aðrir sjá fram á það, að þeir geti fengið hitaveituvatn á litlu lægra verði en oliuhitun er nú. Hvaö gera þeir, ef skatt- leggja á þá, og þeir geta fengiö oliustyrk? Hvað með öll gróður- húsin og litlu hitaveituhverfin út um land? Hvað með fiskrækt- ina, sem hefur jarðvarmann einn kosta fram yfir útlend- inga? Hvaö með ýmsar nýjar iðnaðarhugmyndir, sem byggj- ast á lágu orkuverði? Hitaveituskattur er auk þess ósanngjarn. tbúar höfuðborgar- svæöisins hafa metið kosti og galla þess að búa þarna. Þétt- býli fylgja lika margir ókostir. Hitaveituvatnið er einn af fáum umtalsverðum kostum, sem unnt er að státa af við útlend- inga. Reykvikingar greiddu lika áöur fyrr hærra útsvar en tiðkaðist hér i landi. Það að meira segja svo, að hér spruttu upp bæjarfélög I nágrenninu beinlinis vegna flótta frá út- svörum höfuðborgarinnar. Þeg- ar brauðinu var komið, voru það lika fleiri dýr en litla gula hænan, sem vOdu borða brauð- ið, án þess aö hafa unnið nokkuð til þess. Ef út i skattheimtu af þessu tagi er farið, hvað með önnur náttúruauðæfi? Hvað meö lax- veiði og silungsvötn? Hvað þá með stærstu auðlindina, sem er fiskurinn Ikring um landið? Það er mun skynsamlegra að skatt- leggja aðgang að honum, þvi allir tslendingar hafa rétt aö sækja I hann og fiskurinn er tak- markaður, sem hitaveituvatnið er ekki. Ef minnihluti þjóöarinnar ákveður að skattleggja meiri- hlutann (Ibúa höfuðborgar- svæðis) á grundvelli atkvæða- misréttis, verður sennilega óbætanlegur skaöi i Islenzku þjóðfélagi. Ég spái þvi, að það byrji gifurleg fundahöld á höfuðborgarsvæðinu um leið og áðurnefndar hugmyndir sjást staðfestar frá stjórnvöldum. Reykjavik, 25.3. 1980 Dr. Jónas Bjarnason, ef na verk f ræ ðin eu r

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.