Morgunblaðið - 26.10.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 26.10.2001, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 45 færa það sem bilað var. Fram á síð- ustu stund var hann að leita leiða til þess en líkaminn var búinn. Pabbi reis hæst í erfiðleikunum og sýndi hve stór og mikill hann var í sjálfum sér. Í fjölmörgum sjúkrahús- legum og þjáningunum öllum kveink- aði hann sér lítið og aðspurður um líð- an síðustu dagana þar sem hann lá og gat enga björg sér veitt sagði hann: „Ég ligg hér eins og framliðinn háf- ur“ eða „ég er alveg kaput“ og þá var nú mikið sagt. Pabbi var stór maður og skilur eftir sig stóran fjársjóð sem við afkomend- ur hans búum að. Hann skilur eftir sig bjartar minningar sem ylja manni um hjartaræturnar og lærdóm sem ekki er hægt að nema í skólum. Hann kenndi okkur að vera við sjálf og þora að takast á við lífið eins og það mætir okkur. Hann kenndi okkur með for- dæmi sínu að gefast ekki upp þótt móti blási og hvað það er sem skiptir raunverulega máli í lífinu. Ég þakka Guði fyrir hann pabba og hugga mig við það að nú hvílir hann í faðmi hans. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir. Í dag verður borinn til grafar tengdafaðir minn Jóhannes G. Jó- hannesson frá Gauksstöðum í Garði. Mín kynni af Jóhannesi hafa staðið yfir í rúm 20 ár eða síðan ég og dóttir hans Petrína Mjöll kynntumst og byrjuðum að vera saman eins og það var kallað þá og líklega enn í dag. Jó- hannes tók strax vel á móti mér eins og hans var von og vísa. Stór og sterk hönd hans heilsaði manni þannig að 15 ára unglingspiltur eins og ég skalf af hræðslu en það var bara til að byrja með því hlýtt bros hans bræddi fljótt óttann í burtu. Bros sem einkenndi hann alla tíð. Hann var af þeim skól- anum sem spurði um föður manns og móður og brosti enn meir þegar hann vissi að pabbi minn var sjálfstæðis- maður af bestu gerð líkt og hann sjálfur. Þá má segja að maður hafi verið samþykktur í fjölskylduna. Sjó- mennska var Jóhannesi í blóð borin og stundaði hann hana frá unglings- árum. Jóhannesi farnaðist vel í starfi bæði sem afbragðs skipstjóri og at- vinnurekandi. Hann var formaður sjómannadagsráðs Keflavíkur í nokk- ur ár og átti frumkvæði að því að heiðra aldraða sjómenn á sjómanna- deginum. Jóhannes var maður með stórt og gott hjarta og fátt líkaði hon- um betur en að gefa og gleðja aðra. Hjálpaði hann börnum sínum sem mest hann mátti meðan þau voru að koma undir sig fótunum á þeirri hálu braut sem lífið getur orðið. Hann var mikið jólabarn og skreytti hús sitt mikið og í jólaveislum lék hann jóla- svein aðra mínútuna og hina skar hann niður hangikjöt eða bauð úr fullri skál af suðusúkkulaði og brjóst- sykri og var ávallt til nóg af öllu á þeim bænum. Kemur þá að því hlut- verki sem mér fannst Jóhannes standa sig einna best í en það var afa- hlutverkið. Þarna var hann á heima- velli því börn voru honum ávallt gleði- gjafar og gat hann átt hug og hjarta þeirra þegar hann vildi. Afmælis- veislurnar hans voru haldnar einung- is til að gleðja börnin. Þá var grillað og skellt sér í heita pottinn og ávallt var hann fyrstur ofan í og sat hann þar umkringdur barnaskara og lék sér og ræddi við þau og aðalgamanið var að sprauta á þau köldu vatni og endurguldu þau honum í sömu mynt. Jóhannes átti átta börn og eru barna- börn og barnabarnabörnin orðin á þriðja tug. Börnin hans, tengdabörn og mörg barnabarnanna unnu við sjó- mennsku eða fiskvinnsluna um ein- hvern tíma og fór einnig svo að ég var settur í fiskvinnsluna og þótti „mikið efni“ þótt ég hafi ekki verið settur í neina ábyrgðarstöðu! Kom í ljós að hæfileikar mínir voru á öðru sviði og var hann stoltur af mér líkt og ég væri hans eigin sonur og fyrir það þakka ég honum. Þó svo að veraldlegur auður hafi eitthvað dvínað hin síðari ár var hann samt ríkari en við flest því fjölskyldan var honum meira virði heldur en ein- hverjir aurar í banka. Genginn er merkur maður sem ávann sér virðingu í þjóðfélaginu og vert er að muna eftir. Maður sem lét verkin tala og ég og fleiri eigum eftir að sakna sárt. Maður sem stóð við orð sín og var með stórt hjarta, stærra en við flest. Maður sem getur verið stolt- ur af ævistarfi sínu og getur því kvatt okkur sæll og glaður hvíldinni feginn. Að lokum vil ég votta eiginkonu hans Ásdísi sem ávallt stóð við hlið eiginmanns síns í blíðu og stríðu mína dýpstu samúð, svo og börnum þeirra. Megi góður Guð styrkja þau í sorg þeirra og leiða í gegnum lífið um ókomin ár. Ögmundur Máni Ögmundsson. Nú hefur lokið ævi sinni Jóhannes bróðir minn. Undanfarin tvö til þrjú ár hefur hann barist við illvígann sjúkdóm sem dró hann til dauða 17. október síðastliðinn. Það er margs að minnast þessi 75 ár sem Jóhannesar naut við. Hann var áttundi í röðinni af 14 börnum sem fæddust á Gauksstöðum í Garði. Þá var komin á sú regla sem foreldrar okkar settu að eldri systkini aðstoð- uðu þau yngri í lífsbaráttunni. Það kom í minn hlut að líta til með Jóa þar sem ég var tvemiur árum eldri. Það var oft glatt á hjalla á Gauki á upp- vaxtarárum okkar. Manstu þegar við lentum í mok- ufsaveiði inni í Varaósi? Við komum glaðir með stóra kippu hvor af mikl- um ufsa, en þegar heim var komið fengum við ávítur frá eldri systrum okkar sem héldu að við hefðum dottið í sjóinn. Ég sagði við Jóa: „Svaraðu þeim, þær eru vægari við þig.“ Hann var ekki í vandræðum með svarið: „Það var ekki gott að hætta í svona mokveiði.“ Þarna var strax kominn upp í honum fiskimaðurinn. Í þá daga voru flestallir ungir strákar úr Garðinum með hugann við að fara á sjóinn, Jói var einn þeirra sem fóru þá leiðina. Eftir að hann lauk við sjómannaskólann 1952 var hann fljótlega ráðinn skipstjóri á ýmsa báta, fiskaði vel og var alltaf með þeim aflahæstu. Ég hef sagt áð- ur að ef Jói hefði haldið áfram á sjón- um hefði hann verið áfram á toppn- um, því hann var fæddur fiskimaður. Árið 1957 keypti Jóhannes 22 tonna bát með bróður sínum Þórði, sem bar nafnið „Ólafur“. Rúmu ári síðar keypti Jóhannes 35 tonna bát sem fékk nafnið „Þorsteinn“, og var með hann tvö ár, fiskaði vel. Nú var svo komið að þú varst orðinn eftir- sóttur. Þér var boðinn hlutur í 150 tonna bát sem bar nafnið Eldey sem var nýkominn til landsins. Þetta þótti heilmikið skip, sem gaf mikla mögu- leika. Þú selur Þorstein og kaupir stóran hlut í Eldey og gerist þar skip- stjóri. Ég man árið 1960 þegar við vorum á netaveiðum, og ég einu sinni sem oftar með sex trossur á dekkinu og vissi að Jóhannes var að fiska reyting á svokölluðum hólum 12–14 mílur í v.n.v. frá Eldey. Þá var ég að hugsa um að fara suður fyrir Reykjanes, þar sem ég hafði nægan tíma til að ná þangað í björtu. Ég fór í stöðina til að heyra í Jóhannesi, en í þriðja skiptið sem ég kallaði svarar Jói og spyr mig hvort ég sé ekki á leiðinni út til hans. Þetta var það sem ég skildi, ég lagði sex trossur á hólana rétt sunnan við þann stað þar sem Jóhannes var með sínar trossur. Og þarna rótfiskuðum við í hálfan mánuð. Árið 1964 kom hann í land, og setur í gang fiskverkunarstöðina Saltver í Keflavík. Árið 1965 sökk Eldey skammt und- an Gerpi, þá við síldveiðar í slæmu veðri. Skömmu síðar ákváðuð þið fé- lagar með þig í forystu að láta byggja nýja Eldey. Það var gerður samning- ur við Stálvík í Garðabæ. Þetta þótti góður samningur, en annað kom á daginn. Það tók þrjú ár frá því samn- ingur var gerður þangað til Eldey komst í gagnið. Og ekki bætti það úr, að fyrstu árin voru bilanir tíðar og kostnaðarsamar. Það sem olli var að aðalvélin var ekki rétt sett niður í þetta mikla skip. Eftir tæp tvö ár var þetta lagfært, þá var svo komið að þið voruð neyddir til að selja skipið vegna mikils kostnaðar sem þessi mistök ollu. Þetta var mikið áfall fyrir Jó- hannes bróður, enda kom í ljós að þegar aðalvél var orðin rétt í skipinu var allt í himnalagi. Þeir sem keyptu skipið efnuðust vel vegna þess að þetta var með afkastamestu skipum í loðnuflotanum á þeim tíma. Það væri efni í nokkrar blaðsíður ef festa ætti það á prent, sem við höfum brallað saman, Jói minn. Ég má til með að minnast þess þegar við kom- um til Reykjavíkur, þú níu ára og ég ellefu ára, og við vorum að bíða eftir pabba utan við Landsbankann. Pabbi hafði gefið okkur smápeninga til að kaupa gotterí fyrir. Eftir smáþras varð ofan á að þú færir með smáaur- ana í næstu sælgætisbúð sem var rétt hjá. Þegar þú komst í búðina segirðu við búðardömuna (miðaldra konu): „Sæl og blessuð,“ og hún heilsar á móti og spyr: „Hvaðan ert þú, góði minn?“ „Ég er nú úr Garðinum.“ „Það hlaut að vera, því þeir eru ekki svona kurteisir, jafnaldrar þínir í Reykjavík.“ Þú komst til baka með vel útilátið magn af ágætu sælgæti. Þessi litla saga af þér sýnir að þú varst ákveðinn strax á barnsaldri og varst ekki að velta hlutunum lengi fyrir þér. Enda var aldrei lognmolla í kringum þig, Jói minn, í gegn um ár- in. Með þessum línum vil ég votta þér þakklæti mitt fyrir að hafa fengið að vera samferða þér öll þessi ár. En það var sárt að horfa upp á hvernig fór fyrir þér með bátana þína og fisk- verkunarstöðvarnar. Maður spyr: Hvernig gat þetta farið svona hjá þér? Þú sem vannst baki brotnu allan sólarhringinn til að ná endum saman. Þú varst kominn með gott merki á saltfiskinn sem þú verkaðir. Ég hef það á tilfinningunni að stjórn fisk- veiða hafi leikið þig grátt. Jóhannesi þakka ég samfylgdina og kveð góðan bróður með söknuði. Ég votta eiginkonu og fjölskyldu inni- legustu samúð. Guð blessi ykkur. Gísli Jóhannesson. Skrítinn maður með tennur sem skutust inn og út bara til þess eins að gleðja smáfólkið… þetta er okkar fyrsta minning um þig, elsku afi Jói, og minningarnar flæða um hugann er okkur verður hugsað til baka. Þú varst höfuð fjölskyldunnar, vissir af því og sinntir því hlutverki út í ystu æsar, enda varstu kallaður ,,Guðfaðirinn“ meðal okkar. Blár vinnusloppur, sixpensari, bartar og líflegu augun þín… afi var alltaf í vinnunni. Þú sinntir gífurlega mörgum hlutverkum í lífinu og eitt af uppáhalds hlutverkum þínum var hlutverk jólasveinsins. Jólin voru án efa uppáhaldstími ársins hjá þér og þar með okkar, því þú dróst okkur með inn í töfraheim jólanna. Jóladag- ur byggðist á því að fara á Austur- brautina til ykkar ömmu Dísu og fagna hátíðinni að hætti Gauksstaða- fjölskyldunnar. Regla númer eitt var að leggja heimilið í rúst! Regla númer tvö var að þú faldir hlut og allir undir tvítugu leituðu að honum eftir vís- bendingum frá þér, þ.e. heitt eða kalt. Regla númer þrjú að dansa í kringum jólatréð og syngja jólalög. En í raun og veru giltu engar reglur því það eina sem skipti þig máli var að allir skemmtu sér vel og fengju nóg af nammi og appelsíni. ,,Dósin hans afa“ gegndi þar lykilhlutverki og uppi- staðan í henni er suðusúkkulaði, brjóstsykur og hlaup. Eftir því sem bættist í barnahópinn leyfðum við hin eldri þeim yngri að njóta athygli þinnar og ekki var laust við afbrýði- semi af okkar hálfu. Þú varst alveg frábær í afahlut- verkinu og naust þín í botn með barnaskarann á eftir þér. Afmæli þitt var ávallt stórviðburður enda ekki all- ir afar sem bjóða uppá potta- og pyl- supartý. Þú varst ekkert venjulegur maður, sjötíu ára í heitum potti með magann fullan af pylsum að sprauta ísköldu vatni á grislingana þína, það komust færri í pottinn en vildu. Það var ánægður og úrvinda afi sem kom inn eftir hamaganginn til þess að hvíla sig, en þú fékkst sjaldan að kasta mæðinni því þú varst bæði elsk- aður og dáður og sóttust allir eftir því að vera í návist þinni. Að kveldi dags var það þreyttur en hamingjusamur maður sem lagðist í rekkju, ríkari maður var ekki til og þú sofnaðir með þá vitneskju í hjarta þínu. Elsku besta amma Dísa, við biðjum Guð að veita þér styrk í sorg þinni, Guð veri með þér. Ykkar grislingar, Ásdís, Guðrún Sigríður og Thelma Björk.            !" #! !!$!%&'"%()&&*          '+ + ,   !!"   # $ %  &' +- ./,+  ,  01  #   /   ,  232    / +.  4 , 5  ,6 (  )  *   + +   , )  *   -* . &/0   .#    *      1   - #/23  *    .   /  *     ( * * /0   7 8        "41 1"!5 +-  .   9+ , :   3  ;  <    , .  /+  3=   ;> + 0> ;> ? /+3+  +  1** "   6 ( * "   * &/0 *1**  )1**  *  "   " 1**  '+ + ,   !!"   # $ %  &' +- ./,+  ,  01  + #  /   ,232 / +.  (  )  *   + +   , )  *   -* . &/0   .#    *      1   - #/23  *    .   /  *     ( *     * /0   7 8  ,,       +    47%"5  . 8 / / ( *     .   8 ++   9+   ? 3   ;  * 3  3  *  &/0 1   - 1* * 9 , (/0   /0     * 1  *  ) )  *  / *   * * + ) (/    , ( ) 3  :2 ** &0  ?8  ,,   4" 1"6""45 / .* ;< =   +- .%6/6 @  ,   A   /      " %*  . &/0 1  %* 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.