Morgunblaðið - 26.10.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.10.2001, Blaðsíða 14
Morgunblaðið/Ásdís ÞESSI litli fugl söng undurblítt fyr- ir forsætisráðherra í góða veðrinu. Ekki vitum við hvaða laglínur hann fór með en hugsanlega hefur það verið „Vorið er komið“, svo mikil blíða hefur verið undanfarið. Sungið fyrir ráðherra FRÉTTIR 14 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HRYÐJUVERKAÁRÁSIRNAR í Bandaríkjunum geta skapað ýmis tækifæri í ferðamennsku hingað til lands ef rétt er að málum staðið, að sögn Hauks Birgissonar, forstöðu- manns landkynningarskrifstofu Ferðamálaráðs í Frankfurt. Haukur sagði að það væri alveg ljóst að minnkun yrði í ferðalögum í vetur vegna hryðjuverkanna og við því væri ekkert að gera. Hins vegar væri sumarið langmikilvægasti ferðatíminn fyrir okkur og því skipti máli að nota tímann í vetur vel til kynningar- og útbreiðslu- starfs. „Allar landkynningarskrifstofur hér á stærsta ferðamarkaðnum ætla að spýta í lófana og nýta sér þau tækifæri sem eru fyrir hendi í ljósi þessara aðstæðna. Ég held að það sé alveg ljóst að það er lykilatriði að vinna náið með stærsta ferðaþjón- ustuaðilanum, Flugleiðum, og tryggja leiðakerfi þeirra, en það er einnig ljóst að ferðaþjónustan og ríkið þurfa að bregðast skjótt við og leggja fram aukið fjármagn,“ sagði Haukur. Þjóðverjar fjölmennasti hóp- urinn sem kemur til Íslands Hann sagði að það yrði alvarlegt áfall fyrir okkur ef ferðamönnum myndi fækka næsta sumar og land- kynningarskrifstofur almennt mið- uðu starf sitt við að koma í veg fyrir það að ferðamönnum fækkaði yfir þennan háannatíma. Haukur benti á að Þjóðverjar væru langfjölmennasti hópurinn sem kæmi til Íslands yfir sumar- mánuðina. Þýski markaðurinn væri því mikilvægasti ferðamarkaðurinn. Þar væru tækifæri fyrir hendi í vet- ur til að vinna gegn þeim slæmu áhrifum sem hryðjuverkin hefðu haft á ferðamennsku, en til þess þyrfti að nota tímann vel. Fjöl- miðlar í Þýskalandi leika lykilhlut- verk í þeim efnum að hans mati. Það hefði komið skýrt fram á ráð- stefnu sem hann hefði setið nýlega með aðilum í landkynningarmálum og fjölmiðlun í Þýskalandi. „Kynningarstarf okkar helst í hendur við framboð í flugi og annað slíkt. Flugleiðir hafa ákveðið að fljúga hingað til Þýskalands fjórum sinnum í viku frá 1. febrúar og við munum sinna aðallega þessum stóru mörkuðum hér í Þýskalandi, enda tel ég það mikilvægast fyrir ferðaþjónustuna að eyða kröftunum þar,“ sagði Haukur ennfremur. Hann bætti því við að hryðju- verkin virtust hafa haft minni áhrif á löngun Þjóðverja til ferðalaga en annarra samkvæmt könnunum og því væru allir möguleikar fyrir hendi á að koma í veg fyrir að ferðamönnum þaðan fækkaði næsta sumar. Í nýrri könnun yrði spurt um ferðahug Þjóðverja á næstu misserum, þar sem sérstaklega yrði spurt um ferðalög til Norður- landanna og gaman yrði að fylgjast með hvað kæmi út úr því. Haukur sagði að fyrirspurnum til skrifstofunnar í Frankfurt hefði fækkað fyrst í stað í kjölfar hryðju- verkanna og farið niður í 60% af því sem var. Núna í október væru þær komnar í það sama og var í fyrra og meira að segja aðeins rúmlega það og það teldi hann vera vísbendingu um að ástandið væri að komast í samt lag. Hjá mörgum öðrum land- kynningarskrifstofum væri um hrun að þessu leyti að ræða. Forstöðumaður landkynningarskrifstofu Ferðamálaráðs í Frankfurt Ýmis tækifæri í ferða- málum fyrir hendi VIÐ húsleit sem lögreglan gerði í á þriðjudag hjá konu sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um inn- brot og innbrotstilraunir í apótek í Reykjavík, fundust gullmunir sem stolið var þegar brotist var inn í gull- smíðaverkstæði í Foldahverfi í júlí fyrr á þessu ári. Alls var gullmunum fyrir á fimmtu milljón króna stolið í innbrotinu. Samstarf lögreglumanna í Breið- holti og Grafarvogi leiddi til þess að á þriðjudag fannst þýfi úr innbroti í BT tölvur í Grafarvogi. Rimlar höfðu verið spenntir í sundur og hafði þjóf- urinn teygt sig í fartölvu og stafræna myndavél. Þýfið fannst í framhaldi af handtöku tveggja manna. Annar þeirra er tæplega tvítugur en hinn er fæddur 1977. Í fréttatilkynningu frá lögreglunni í Reykjavík kemur fram að verðmæti þýfisins var tæplega 1,4 milljónir króna. Gullmunir fundust við húsleit lögreglu Verkfall á Grund og Ási VERKFALL Sjúkraliðafélags Íslands á sjálfseignarstofnun- unum Grund og Ási hófst á mið- nætti í nótt og stendur næstu þrjá daga. Þegar því lýkur tek- ur við þriggja daga verkfall sjúkraliða hjá ríkinu og stendur það frá mánudegi til miðviku- dags í næstu viku. Þetta er þriðja þriggja daga verkfall sjúkraliða í október- mánuði. Síðasti samningafundur deiluaðila var á mánudaginn var og er annar fundur boðaður í dag. Er allt við það sama í kjaradeilunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.