Morgunblaðið - 26.10.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.10.2001, Blaðsíða 32
LISTIR 32 FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ DANSKIR kvikmyndagerðarmenn, með Lars von Trier í fararbroddi, hafa verið að þróa dogme-myndina, með eftirtektarverðum árangri. Ítalska fyrir byrjendur er sú nýj- asta, segir sögu sex, ósjálfstæðra einstaklinga, er leiðir þeirra liggja saman á myrkum og grámygluleg- um vetri í Kóngsins Kaupinhafn. Andreas (Anders W. Bertelsen), er fljótlega settur í að veita sóknar- börnum sínum tilsögn í ítölsku, eftir að hann er settur aðstoðarklerkur í niðurníddu úthverfi í borginni. Hann verður þungamiðja í ástaræv- intýrum þessara guðsvoluðu smæl- ingja, þar sem hver og ein hinna einmana sálna finnur að lokum sæmilegt hlutskipti undir erfiðum kringumstæðum kuldalegs raun- veruleikans. Ítalska fyrir byrjendur tekur nýja stefnu í gerð dogme-mynda, þar sem handritið, frekar en kvik- myndastíllinn, hefur frumkvæðið. Spuni er einnig ofarlega á blaði, engin lýsing, leikmunir né búning- ar, hannaðir fyrir myndina. Leikstjórnin er í höndum Lone Scherfig, sem fædd er 1959 í Dan- mörku, útskrifaðist frá kvikmynda- skóla ríkisins ’84 og hóf þegar að skrifa handrit, leikstýra stuttmynd- um og vinna við útvarp og sjónvarp. Frumraun á kvikmyndasviðinu var The Birthday Trip (keppti um Panorama verðlaunin á Berlínarhá- tíðinni ’91, og verðlaun til handa ný- liðum á leikstjórnarbraut, hjá Mus- eum of Modern Art, í New York). Myndin vann til verðlauna í Rúðu- borg það árið og setti Scherfig á stall með athyglisverðari kvik- myndagerðarmönnum Dana af hennar kynslóð. Næsta verk Scherfig var barna- og fjölskyldumyndin On Our Own, sem hreppti verðlaun í Amsterdam og Montreal. Ítölsku fyrir byrjend- ur, þriðja og nýjasta framlagi henn- ar á kvikmyndasviðinu, var einkar vel tekið af gagnrýnendum og al- menningi í heimalandinu. Leikarar: Anders W. Berthelsen (Mif- une); Anette Stövelbæk, Ann Eleonora Jörgensen, Lars Kålund, Peter Gantz- eler, Sara Indrio Jensen. Leikstjórn og handrit: Lone Scherfig. Úr kvikmyndinni Ítalska fyrir byrjendur. Einmana sálir sameinast Góðar stundir og Regnboginn frumsýnir Ítölsku fyrir byrjendur – Italiensk for begyndere. Með Anders W. Berthelsen, Annette Stövelbæk, Ann Eleonoru Jörg- ensen, Lars Kålund. ÞAÐ er kunnara en frá þurfi að segja að oft myndast blikur á lofti er að því kemur að einhver æskuvinanna hyggur á hjúskap. Þar með er skarð höggvið í fastmótaðan vinahóp og jafnvel gripið til örþrifaráða er slík ógn steðjar að. Gamanmyndin Evil Woman segir einmitt frá slíkri krísu, sem reynist jafnvel mun háskalegri en gengur og gerist. Darren (Jason Biggs), Wayne (Steve Zahn) og J.D. (Jack Black) hafa verið bestu vinir síðan á barna- skólaárunum. Nú er farið að saxast á táningsárin, þeir spila ennþá í hljómsveit og standa saman sem einn maður. Þá birtist váin og vin- aspillirinn í líki hinnar glæstu en kaldrifjuðu Judith (Amanda Peet), sálfræðings að mennt, sem vill öllu ráða, með illu ef ekki góðu, og læsir klónum í ljúfmennið Darren. Sér til þess að áhyggjulausir dagar vináttu og hljómleikahalda eru taldir. Nú eru góð ráð dýr, þeirra leita félagarnir hjá harðjaxlinum, ruðn- ingsþjálfaranum (R. Lee Ermey), sem ráðleggur þeim að ræna skess- unni og endurheimta Darren með bellibrögðum. Judith er ekki öll þar sem hún er séð, kann m.a. ýmislegt fyrir sér í austurlenskum bardaga- íþróttum, og brýtur á bak aftur allar áætlanir vinanna. Þegar neyðin er stærst kemur óvænt hjálp til skjalanna í líki söngvarans Neils Diamonds (sem hefur ekki sést á tjaldinu í tvo ára- tugi). Björgunaraðgerðirnar taka ýmsar óvæntar stefnur. Vinirnir þrír eru ekkert alltof skarpir, en Zahn og Black hafa einmitt getið sér gott orð fyrir nokkur afrek í aula- hlutverkum. Biggs er einnig vel- þekktur leikari af yngri kynslóðinni, hefur haldið uppi fjörinu í unglinga- myndum einsog Amercan Pie I og II. Söngvarinn Neil Diamond er enn einn eftirsóttasti skemmtikraftur á næturklúbba- og hljómleikasviðinu. Hann hefur ekki látið sjá sig á tjald- inu síðan hann lék á móti Sir Laur- ence Olivier í The Jazz Singer, fyrir margt löngu. Leikarar: Jason Biggs (American Pie I og II, Jay and Silent Bob Strike Back); Steve Zahn (Out of Sight, Joy Ride, Dr. Dolittle 2); Jack Black (High Fidelity, Bob Roberts); Amanda Peet (Isn’t She Great?, The Whole Nine Yards); R. Lee Ermey (Full Metal Jacket, Mississippi Burning, Seven). Leikstjóri: Dennis Dugan (Big Daddy, Happy Gilmore, Beverly Hills Ninja). Handrit: Hank Nelken, Greg DePaul. Flagð undir fögru skinni Smárabíó og Stjörnubíó frumsýna Evil Woman, með Jason Biggs, Steve Zahn, Jack Black og Amöndu Peet. Jack Black, Steve Zahn og Jason Biggs holdvotir í Evil Woman. GRÍSKA smáeyjan Cephalloria, var flestum gleymd og grafin í bláma Jónahafsins, öðrum en íbúunum, sem elskuðu og dáðu þetta friðsæla land feðra sinna. Náttúran hafði tek- ið eylandið óblíðum tökum, hrist það og skekið í hamrömmum jarðskjálft- um. Það hafði tekið hamförunum með reisn og stillingu og gætt sögu sinnar, hefða og leyndardóma, um aldir. Uns upp rann árið 1941. Þá var eyjan ekki lengur friðsæll, hálf- gleymdur staður í eilífðar útsænum, heldur vettvangur hernaðarátaka síðari heimsstyrjaldarinnar. Í einu vetfangi drógust íbúarnir, nauðugir viljugir, útí hrunadansinn, er ítalskir fasistar hernámu eyjarnar grísku undir merkjum möndulveldanna. Friðurinn var úti, miskunnarleysi vopnavaldsins setti mark sitt á líf og tilveru eyjarskeggja. Captain Corelli’s Mandolin, er óvenjuleg, forboðin ástarsaga Cor- ellis (Nicolas Cage), kapteins í inn- rásarliðinu, og Pelagliu (Penelope Cruz), ungrar, fagurrar, metnaðar- fullrar og viljasterkar, grískrar sveitastúlku. Er Corelli og menn hans leggja und- ir sig óspillta eyjuna, finnst þeim þeir vera komnir í vel þegið frí, fjarri heimsins raunum. Til að byrja með er her- námsliðið afskipt af hálfu eyjarskeggja, en smám saman vinna hinir kátu og lífsglöðu gestir hugi þeirra – og hjörtu sumra. Læknir íbúa eyjarinn- ar (John Hurt), á dótt- urina og kvennablómann Pelagliu, sem hefur her- tekið hjarta fiskimanns- ins Mandras (Christian Bale). Því ævintýri lýkur um sinn er Mandras heldur til Al- baníu, að berja á fasistunum, sem hafa hertekið nágrannalandið. Skömmu síðar koma Ítalir og Þjóð- verjar til Cephalloriu, læknirinn verður að hýsa einn af yfirmönnum setuliðsins, sá er enginn annar en kapteinn Corelli. Hann er tónlistar- maður og spilar og syngur sig inní hjörtu eyjarskeggja, ásamt félögum sínum. Þau Pelaglia verða ástfangin, Mandras kemur til baka og, allt í einu hætta stríðsátökin að líta út eins og langþráðir frídagar, verða þess í stað grimm og ljót. Örlög persón- anna eru í uppnámi einsog lönd og þjóðir. Leikarar: Nicolas Cage (Wild at Heart, Leaving Las Vegas, Bringing Out the Dead); Penelope Cruz (Belle Epoque, Allt um móður mína); Christopher Guest (Empire of the Sun, American Psycho), John Hurt (Midnight Express, The Elephant Man); Irene Papas (Zorba the Greek). Leikstjóri: John Madden (Shakespeare in Love, Mrs Brown). Handrit: Shawn Slovo (A World Apart). Mandólínleikur í miðju stríði Sambíóin og Háskólabíó frumsýna Captain Corelli’s Mandolin, með Nicol- as Cage, Penelope Cruz og John Hurt. Penelope Cruz og Nicolas Cage í Captain Corelli’s Mandolin. WALT Disney kvikmynda- fyrirtækið hefur löngum haft dálæti á ævintýrum. Það nýjasta er Princess Diaries, tilbrigði við Þyrni- rós, í nútímalegri útgáfu. Leikstjóri er Garry Mars- hall, maðurinn sem stóð á bak við Pretty Woman, eina langvinsælustu mynd fyrir- tækisins frá upphafi – og ósvikið Þyrnirósu-ævintýri. Að þessu sinni er aðal- persónan Mia Thermopolis (Anne Hathaway), klaufsk og stirðbusaleg táningsstelpa í 10. bekk grunnskóla í San Fransisco. Einn góðan veðurdag er henni til- kynnt að í raun renni blátt blóð í æðum hennar, hún sé erfingi kon- ungsríkisins Genoviu, einhversstað- ar í Evrópu. Mia lætur sér fátt um finnast í fyrstu, setur markið á að ná einkunnum uppúr bekknum, ekki að stjórna ríki sínu. „Get ég ekki einfaldlega sagt öllum að ég hafi ekki áhuga?“ spyr hún Clarisse drottningu og ömmu sína (Julie Andrews), sem komin er um langan veg til að tilkynna stúlkunni upp- runa sinn. Amma gamla er hreint ekki á því að gefa barnabarninu vonarglætu um undankomuleið, heldur tekur að þjálfa hana á alla lund og fær sér til aðstoðar danskennara, siðameist- ara, snyrtipinna, o.s.frv., uns, hókus, pókus, ljóti andarunginn er orðinn flott gella, tilbúin að taka við Bessa- stöðum, ef útí þá sálma er farið. „Mér líkaði afar vel við söguna því hún höfðar til allrar fjölskyld- unnar,“ segir hinn gamalreyndi Garry Marshall. „Hún sýnir einnig unga stúlku breytast í konu sem gerir sér grein fyrir að hún getur haft áhrif á heimsmálin.“ Ekki ónýtt, það. Meðal framleiðandanna er söng- konan og poppstjarnan Whitney Houston, meðframleiðendur eru all- ir kvenkyns og myndin því að tals- verðu leyti kvennamynd. Fjallar um umhverfi, uppákomur og viðhorf sem að þeim snýr. Meðal leikaranna er söngkonan Mandy Moore, sem háir frumraun sína í kvikmynda- heiminum. Þar er einnig Hector karlinn Elizondo, sem lesendur þekkja sjálfsagt best úr sjónvarps- þáttunum Chicago Hope. Elizondo er fastaleikari hjá Marshall, hefur leikið, gott ef ekki, í öllum hans myndum. Leikarar: Julie Andrews (Mary Poppins, The Sound of Music, S.O.B., Victor Victoria); Anne Hathaway (sjónvarps- þættirnir Get Real); Hector Elizondo (The Flamingo Kid, Pretty Woman, Runaway Bride). Prinsessa í álögum Sambíóin frumsýna Princess Diaries, með Julie Andrews, Anne Hathaway, Hector Eliz- ondo, Heather Matarazzo, o.fl. Julia Andrews og Anne Hathaway veifa í Dagbók prinsessunnar. FRÁ bókaútgáfunni Orms- tungu eru væntanlegar þrjár bækur. Skáldsaga Samuels Beck- ett Molloy í þýðingu Trausta Steinssonar. Bókin skiptist í tvo hluta. Í fyrri hlutanum segir Molloy sögu sína en í seinni hlutanum kemur Moran til sögunnar, sendur út af örkinni til að leita að Molloy. Sigurður A. Magnússon ritar eftirmála. Úlfur Hjörvar þýðir bók danska listfræðingsins og rithöfundarins Poul Vad, Norðan Vatnajökuls. Poul kom til Íslands kringum 1975 og var það nokkurs konar pílagrímsferð á slóðir Hrafnkels sögu Freysgoða. Bókin segir frá þessari ferð. Árið 1999 hlaut þýsk útgáfa bókarinnar verðlaun í Austurríki sem besta ferðabók ársins. Bók um íslenska hestinn – liti og erfðir Eftir dr. Stefán Að- alsteinsson kemur út bókin Íslenski hesturinn – litir og erfðir. Hún er prýdd ljós- myndum eftir Friðþjóf Þor- kelsson. Í bókinni setur hann fram umfangsmikinn fróðleik um hestaliti og erfðir á þeim. Þrjár bækur frá Ormstungu Stefán Aðalsteinsson Samuel Beckett
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.