Morgunblaðið - 26.10.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 26.10.2001, Blaðsíða 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. OKTÓBER 2001 53 Í DAG kl. 9.15 hefst í Norræna húsinu í Reykjavík námsstefna um „norsku húsin á Íslandi“. Björn Bjarnason menntamálaráðherra mun setja námsstefnuna sem stendur í dag og á morgun, laugardag. Um 35 þátttakendum frá Íslandi og Noregi hefur verið boðið. Flestir eru arkitektar og sagnfræðingar sem búa yfir mikilli þekkingu á byggingasögu, sögu byggingalistar og rannsóknum og vörslu eldri húsa á Íslandi. Meðal fyrirlesara verða framkvæmdastjóri Húsafriðunarnefndar ríkisins Magn- ús Skúlason arkitekt og Hjörleifur Stefánsson arkitekt. Norskir þátttak- endur í umræðunum verða m.a. Kristene Bruland prófessor frá Há- skólanum í Osló og vísindamennnirnir Jens Christian Eldal og Jon Brænne frá norsku rannsóknarstofnuninni um menningarminjar (NIKU). Námsstefnan er hluti áætlunar um að rannsaka og gera yfirlit um norsk timburhús á Íslandi. Mörg húsanna eru í flokki verndaðra bygginga á Ís- landi og voru oft reist í tengslum við síldveiðar, hvalveiðar og kaup- mennsku. Nánari upplýsingar um námsstefn- una og rannsóknaráætlunina fást hjá Per Roald Landrö í norska sendi- ráðinu í Reykjavík. Námsstefna um norsku húsin á Íslandi FYRSTI fundur haustsins hjá Kvæðamannafélaginu Iðunni verður í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20 í sal Blindrafélagsins í Hamrahlíð 17. Kveðnar verða vísur úr sumarferð félagsins um Borgarfjörð og Mýrar og vísur fluttar sem urðu til á lands- móti hagyrðinga að Hvanneyri í ágústlok. Haustfundur kvæðamanna FÉLAG Snæfellinga og Hnappdæla í Reykjavík heldur sína árlegu árshátíð laugardaginn 3. nóvember, í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. Heiðursgestir verða hjónin Stefán Jóhann Sigurðsson og Guðrún Alex- andersdóttir frá Ólafsvík og Sex í sveit úr Grundarfirði skemmta. Veislustjóri verður Jóhann Jón Ís- leifsson frá Stykkishólmi. Allir Snæfellingar og velunnarar þeirra eru velkomnir, segir í frétta- tilkynningu. Snæfellingar halda árshátíð NÝLEGA opnuðu hjónin Ólafur Benediktsson og Ólöf Ólafsdóttir nýja sérverslun, Dún og fiður, að Laugavegi 87, Dún og fiður sér- verslun. Ólafur hefur í 33 ár starfað við og sérhæft sig í framleiðslu, meðhöndlun og þvotti á sængum, koddum og öðrum vörum fram- leiddum úr dún og fiðri. Verslunin er rúmgóð og björt og hefur á boð- stólum sængur, kodda og allskyns gjafavörur tengdar sængurfatnaði. Áfram mun Ólafur bjóða upp á þvott og hreinsun á koddum og sængum, segir í fréttatilkynningu. Morgunblaðið/Ásdís Ný sérverslun, Dún og fiður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.